Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 37 THEPV VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI r\y (/jvunivi'' att'v ir skila fyrr en eftir mörg hundruð ljósára leið gætu þeir menn sem við honum taka búið yfir svo hárri tæknimenningu, að þeir kæmust hingað hundrað árum fyrr en við ættum von á þeim. Við höfum ekki síður rétt til að álíta ýmsa leyndardóma mögu- lega, svo sem tilvist F.F.H., en að loka augunum fyrir þeim og álita þá hugarburð, vitskerðingu eða jafnvel geimaldardrauga. Virðingarfyllst, Einar Ingvi Magnússon." Frá þessu efni verður horfið að öllu jarðbundnari hlutum, sem er mengunin. Borizt hefur bréf frá nokkrum íbúum á Akranesi sem kvarta mikinn yfir loðnupest, eða óþrifa frá fiskimjölsverksmiðjum eins og nefnt er í bréfinu en það fer hér á eftir: % Undanþágur of margar? ,,Okkur langar til að fá vitneskju um hvaða ráðherra eða ráðuneytið gefur út undanþágur til fiskmjölsverksmiðja, vegna óþrifa frá reykháfum þeirra og á hvaða forsendum þessar undan- þágur eru veittar. Hvað fá verksmiðjurnar undan- þágur í mörg ár áður en þeim er gert skylt að gera eitthvað til úr- bóta? Getur það átt sér stað að fólk verði að gera eitthvað rót- tækt til að eitthvað gerist? Við I höfum frétt að íbúar í Keflavík hafi tekið til sinna ráða. Gott hjá þeim ef satt er. Kannski er verið að bíða eftir að við á Skaganum förum svipað að. Við gerum okk- ur fullkomlega grein fyrir þvi að verksmiðjurnar verða að halda áfram, en við erurh sannfærð um að einhver ráð séu til við þessum óþef, ef þeir sem þessum málum ráða kæra sig um. Eitt er vist, við erum að gefast upp á pestinni, I Ibúðunum okkar, bílunum og af okkur sjálfum, og áður en ráðherra gefur út undan- þágu einu sinni enn ætti hann að skjótast upp á Skaga, standa smá- stund í reyknum og reyna svo að ímynda sér hvernig sé að búa við þetta lengi. Það er alltaf verið að dásama ísland fyrir hreint loft, en ekki getum við státað að því hérna nema annað slagið. Og svo er annað í þessu, þegar bílar eru farnir að lenda í ákeyrslum eins og þeir ku vera farnir að gera fyrir austan, út af kófinu frá verksmiðjunum, þá fer þetta að varða umferðaröryggið. Með ósk um svör frá ráðherra. Skagafólk." Það er rétt athugað hjá þessu Skagafólki að gerist árekstrar tíðir vegna þess að ökumenn blindist af reyk frá fiskmjölsverk- smiðjum, þá fer það að varða um- ferðaröryggið og kannski ættu umferðaryfirvöld að vera einn aðili til umsagnar I svona málum! Þessir hringdu . . . % Miklir þjóðflutningar Nokkrum sinnum hefur verið minnst á þá þróun sem á sér nú stað í Reykjavík að fólki fer mjög fækkandi í eldri borgar- hverfunum, en fjölgar gifurlega í hinum yngri og er það einkum yngra fólk, sem þangað flyzt. Einn borgarbúa hringdi nýlega og vildi segja eftirfarandi um það mál: — Þetta eru orðnir mjög miklir þjóðflutningar sem hafa átt sér stað að undanförnu um hin ýmsu borgarhverfi I Reykjavik og ná- grenni. Gamla fólkið verður bráð- um eitt eftir í Vesturbænum og Þingholtunum vegna þess að ungu fólki er nær ókleift að festa kaup á eldri íbúðum vegna litilla lánamöguleika. Að vísu veitir Byggingasjóður einhver lán til kaupa á eldri íbúðum, en þau eru svo lág að ekki munar nógu mikið um þau og eins hitt að lán til nýbygginga eru svo miklu hærri, SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á ALÞJÓÐLEGA skákmótinu i Torremolinos á Spáni i fyrra kom þessi stað upp í skák Szmetan, Argentínu, sem hafði hvítt og átti Ieik, ogG.Garcia, Kúbu: 22. Dh5!! — Rd3+, 23. Kbl — gxh5, 24. gxf6 + + — Kh8, 25. fxe7+ — Re5, 26. exf8=D+ — Hxf8, 27. Hxh5 — IIxf2, 28. Bxf2 og svartur gafst upp, því að hvitur hefur fengið alltof mikið lið fyrir drottninguna. Þessi skák er mjög gott dæmi um hvernig gera má út um skák með fráskák og tviskák. sennilega ekki undir 2 milljónum króna hærri. Ég held að þetta sé einn stærsti þátturinn i því að þessi þróun á sér stað og henni þarf að snúa við. Finna þarf og nýta líka lóðir hér og þar i eldri hverfunum, sem hægt væri að reisa ný hús á, og eflaust mætti rifa einstaka gömul hús, sem ekki eru söguiega merkileg eða of falleg til að húsfriðunarfólk banni ekki að þau verði rifin. Ég vildi gjarnan fá að heyra skoðanir fólks á því hvernig hér þarf að .bregðast við að þess mati — eða er það ef til vill allt i lagi þó að skipað verði i borgarhverfin eftir kynslóðum? HÖGNI HREKKVÍSI Þakka fvrir, ég get pakkað matnum mínum sjálfur! Orð Krossins Fagnaðarerindið verður boðað frá Traus World Radio Monte Carlo, á hverjum laugardags- morgni kl. 10 — 10.15. Sent verður á stutt- bylgju 31 m (9.5 MHz) Orð Krossins, pósthólf 41 87, Reykjavík. Mikilvægur framleiðandi úðunar- og garðyrkjuáhalda svo og slökkvitækja óskar eftir fyrir sitt hvora framleiðslutegund Aðalumboðsmann fyrir ísland Skilyrði fyrir þá sem fá umboð fyrir úðunar- og garðyrkju- áhöldum. Góð sambönd við fræsala, félagasambönd, járnvörusala og við vöruskemmueigendur. Skílyrði fyrir þá, sem fá umboð fyrir slökkvitækjum: Góð sambönd við stór lagerhús, iðnfyrirtæki, yfirvöld, útgerð, járnvöruverzlanir o.fl. Ennfremur möguleika á að byggja upp þjónustufyrirtæki. Umsóknir merktar: ..Umboð — 2255", sendist Mbl. Sumir versla dýrt-aðrir versla’ hjá okkur. Okkar verð erti ekki tilboð k heldur árangur af m haKstæðum innkatipiim. Kaffið á gamla verðinu: Víðiskaffi V« kg Víðiskaffi Vt kg Víðiskaffi 1 kg. Vtðis Santos 7« kg. O. Johnson & Kaaber: Ríókaffi V« kg. Santos V« kg Mokka V« kg. Java V« kg kr. 293- 596.- 1.190.- 293.- kr. 293- 325- 325- 325.- Sænskt kaffi: Gevalia Guld V* kg 398 - Gevalia Guld Vi kg 790 - Gevalia Extra Vá kg ídós 819 - Dansktkaffi: kr. Merrild 104 V* kg. 372 - JP Santos Vj kg. ídós 895.- JPJava Vi kg ídós 948,- JPMoccaTyrk Vt kg. ídós 948 - ítalskt kaffi: kr. LavAzza Buona Festa V« kg. 348 - LavAzza Quaiita Blu V« kg. 337.- LavAzza il Brasiliane 200 gr. 266 - Þýzkt kaffi: Onko V« kg 413.— Auk mikils úrvals af Instantkaffi og te Austurstræti 17 starmýri 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.