Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 39 Annar erfiður seðill Sigfús Ægir varð meistari Reykjavlkurmeistaramótið I bad- minton fór fram um síðustu helgi, og urðu þá þau óvæntu úrslit I einliðaleik karla, að Sigfús Ægir Arnason, TBR, varð sigurvegari, eftir mjög jafnan og spennandi, en ekki að sama skapi vel leikinn úrslitaleik við félaga sinn úr TBR, Harald Kornelfus- son. Hafði Haraldur lagt íslands- meistarann, Sigurð Haraldsson, TBR, I undanúrslitum, og komu þau úrslit einnig á óvart. Sig- urður mun ekki hafa gengið heill til skógar I leik þessum, og var greinilega nokkuð frá sfnu bezta. Haraldur lék hins vegar betur i móti þessu en hann hefur fyrr gert i vetur, og verður ugglaust erfiður viðureignar í komandi Islandsmóti Sigfús Ægir sigraði Harald í úrslitaleiknum 15—9 og 15—14 og má segja að hann hafi verið vel að þessum sigri kominn, þar sem hann lék mótið út af miklu öryggi. HAUKAR OG KR í ÚRSLITUM ÞAÐ verða Haukar og KR sem leika til úrslita I Afmælismóti Handknattleiksráðs Reykjavfk- ur, og fer sá leikur fram I Laugardalshöllinni I kvöld kl. 21.00. Unnu þessi lið lið and- stæðínga sína f undanúrslit- unum sem fram fóru á mánu- dagskvöldið. Haukar mættu þá Valsmönn- um og urðu úrslit þau að Hauk- arnir sigruðu 23 — 22, f mjög jöfnum og hörðum leik. t leik þessum meiddist markakóngur Haukanna, Hörður Sigmarsson. Rakst hann á einn mótherja Haraldur Kornelíusson og Steinar Pedersen urðu Reykja- víkurmeistarar f tvíliðaleik, þeir sigruðu Sigurð Haraldsson og Kjartan Magnússon í úrslitaleik 15—8 og 15—9. í einliða-leik kvenna varð Lovisa Sigurðar- dóttir meistari. Sigraði hún Hönnu Láru Pálsdóttur í úrslita- leik 11—8 og 11—0. I tvíliðaleik kvenna sigruðu svo Hanna Lára og Lovísa þær Svanbjörgu Páls- dóttur og Ernu Franklin úr KR í úrslitaleik 15—9 og 15—7 og i tvenndarleik urðu Steinar Peder- sen og Lovisa Sigurðardóttir meistarar — sigruðu Harald Kornelíusson og Hönnu Láru Pálsdóttur I úrslitaleik 7—15, 15—12 og 15—8. sinn það harkalega að fram- tennur f honum brotnuðu. og er óvfst hvort Hörður getur leikið með liði sfnu annað kvöld og f Islandsmótinu um helgina KR-ingar léku við Ármann og höfðu betur nær allan leikinn. Staðan f hálfleik var 12 — 9 fyrir KR og úrslitin 25 — 21. Hörður — meiddist f undanúrslitaleikn- um. Manchester UTD. — Leeds, tvö- faldur 1 eða x. Aðalspáin hér hlýtur að vera heimasigur (2 — 0), og verð- skuldar Manchester-liðið vel það traust sem við höfum sýnt þvf sfðustu vikurnar. Til vara læðist sá grunur að manni, að Leeds gæti vel tekið upp á þvi aó stela öðru stiginu enda hafa þeir reynst framúrskarandi seigir á útivöll- um(l-l). Newcastle — Norwich. 1 Hér bendir allt til öruggs heimasigurs að okkar mati (þeir sem ætla að sigra i getraununum að þessu sinni ættu þvi að tippa á útisigur). Blackpool — Bolton, tvöfaldur x eða 2. Heimaliðið var lengi framan af meðaf efstu liðanna i 2. deild, en það heyrir nú fortiðinni til, þvi að liðið hefur dregist töluvert aftur úr. Bristol R — Millwall. x. Þegvið ekki annað en að þeysa eftir meðalhraðbrautinni. Jafn- tefli (1—1). Burnley — Sheffield U. x. Við spáum þvi, aó þetta jafn- tefli verði svo steindautt, að í leikslok fari áhorfendur að velta því fyrir sér hvort leikurinn fari ekki bráðum að hefjast (0 — 0). Cardiff — Chelsea. x. Ef marka má úrslit úr leikjum Chelsea undanfarið, má ætla, að leikmenn liðsins telji fyrstu deild- ar sætið þegar tryggt, þó að því fari viðs fjarri. Spáin, jafntefli, Nott. Forest — Hull C. 1. Þó að NF markavélin hafi að- eins hægt ferðina siðustu vikurn- ar, teljum við, að hún fari aftur í gang gegn togaraútgerðinni og sendi hana beint i brotajárn. Heimasigur (3 — 0). — gg- UMFN lagði bikarmeistarana NJARÐVlKINGAR unnu Ar- mann 75—72 f bikarkeppni KKl og tryggðu sér þannig rétt til að leika til úrslita annað árið f röð, en f fyrra töpuðu þeir úrslita- leiknum gegn Ármanni. Þetta var þriðji tapleikur Ármanns f röð og virðist liðið vera fremur dauft nú og vantar f það meiri baráttu og leikgleði, en af hvoru tveggja hafa Njarðvíkingarnir nóg og má segja að þeir hafi unnið leikinn á þvf auk þess sem þeir áttu þvf næst öll fráköst leiksins og mun- aði það miklu. Njarðvíkingar hófu leikinn vel og á fyrstu mínútunum skoraði Jónas Jóhannesson 3 fallegar körfur í röð og kom Njarðvíking- um í 6—2. Njarðvíkingar komust svo I 14—8 á 6. mfnútu, en Ár- menningum tókst að minnka muninn niður f 1 stig, á 8. mínútu, 16—15, og á 15. minútu 26—25, en f leikhléi höfðu Njarðvikingar 5 stiga forystu, 34—29. Njarðvikingar hófu seinni hálf- leikinn svo mjög vel og komust i 50—41 á 7. minútu, en þá þéttu Ármenningar vörn sína verulega og tóku að pressa Njarðvíkingana með góðum árangri og söxuðu þeir ört á forskot þeirra og á 15. mínútu náðu þeir að jafna, 62—62. Njarðvfkingar voru hins vegar sterkari á lokasprettinum og sigruðu verðskuldað 75—72. Það var fyrst og fremst á baráttu og fráköstum sem Njarð- vfkingar unnu þennan leik og ef þeim hefði ekki gengið jafn illa og raun bar vitni gegn pressu Ármenninga hefðu þeir ábyggi- lega unnið leikinn meó enn meiri mun. Beztu menn Njarðvíkinganna voru þeir — Kári Marísson, Guð- steinn Ingimarsson og Jónas Jóhannesson, en annars átti allt liðið góðan leik og barðist vel. Stigin fyrir liðið skoruðu: Kári Marísson 16, Guðsteinn Ingimars- son 13, Jónas Jóhannesson, Geir Þorsteinsson og Gunnar Þor- varðarson 12 hver, Þorsteinn Bjarnason og Brynjar Sigmunds- son 4 hvor og Stefán Bjarkason 2 stig. Hjá Ármanni voru það, eins og venjulega, þeir Jón Sigurðsson og Simon Ólafsson sem voru at- kvæðamestir, en Atli Arason átti einnig góðan leik. Stigin fyrir lið- ið skoruðu: Jón Sigurðsson 27, Sfmon Ólafsson 16, Atli Arason 15, Jón Björgvinsson 10, Björn Magnússon og Björn Christiansen 2 hvor. HG. Middlesbrough — Liverpool, tvö- faldur x eða 2. Jafnteflisfnykinn leggur sam- stundis að vitum manna er þeir fara að hugleiða þessa viðureign. Við treystum á fýluna eins og venjulega og spáum jafntefli. Við hins vegar vantreystum henni dálitið að þessu sinni og tippum á útisigurtil vara (0 — 1). Kári Marisson hefur konnizt fram hjá Atla Arasyni og skorar örugglega. Reykjavíkurmeistararnir í hadminton 1977. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur) KR í ÚRSLIT EFTIR BARÁTTULEIK VIÐ VAL KR-ingar tryggðu sér sæti f undanúrslitum bikarkeppni KKl á þriðjudagskvöldið er þeir unnu Val f miklum baráttuieik með 77 stigum gegn 71, en f leikhléi hafði Valur forystuna, 37 — 35. I upphafi leiksins virtist sem Valsmenn ætluðu að gera sér lítið fyrir og vinna KR, þeir höfðu forystu allan fyrri hálfleikinn á 10. mfnútu var staðan 20 — 14 þeim f vil og á 18. mfnútu höfðu þeir 7 stiga forystu, 35 — 28, en KR-ingum tókst svo að minnka muninn nokkuð fyrir leikhléið og í hálfleik var staðan 37 — 35 Val f vil. Valsmenn héldu forystunni svo framan af seinni hálfleik, en Kristján Ágústsson bezti maður liðsisn fékk fljótlega 4 villur og var þvi tekinn út af og veikti það Valsfiðið talsvert og á 11. mínútu náðu KR-ingar svo loksins forystu 56 — 55 og með miklu harðfylgi tókst þeim að knýja fram sigur, 77 — 71 og tryggja sér þannig rétt til að leika við UMFN i úrslitum keppninnar. Beztu menn KR í þessum leik voru þeir Kolbeinn Pálsson, sem hélt KR-ingum beinlínis á floti mestan hluta fyrri hálfleiks og skoraði þá hverja körfuna eftir aðra. Eiríkur Jóhannesson, sem var sterkur í vörninni og skoraði auk þess falegar körfum og gamla kempan Kristinn Stefansson, sem alltaf stendur fyrir sinu. Stigin fyrir KR skoruðu: Kolbeinn Páls- son 21, Eiríkur Jóhannesson 13, Einar Bollason 10, Bjarni Jóhannesson og Árni Guðmunds- son 8 hvor, Kristinn Stefansson og Gilsi Gíslason 6 hvor. Eins og oftast voru þaó þeir Kristján Ágústsson, Torfi Magnússon og Ríkharður Hrafn- kelsson sem bar mest á i Valslið- inu, en Kristján hefur átt mjög góða leiki undanfarið og ætti hann fyllilega skilið aó vera í landsliðshópnum. Stigin fyrir Val skoruðu: Kristján Ágústsson 25, Torfi Magnússon og Rikharður Hrafnkelsson 17 hvor, Lárus Hólm og Helgi Gústafsson 6 hvor. HG GETRAUNAÞATTUR MORGUNBLAÐSINS Þegar við í siðustu viku minnt- umst á það, hve erfiður sá seðill væri og hann væri ugglaust sá erfiðasti vetrarins, þá var það vegna þess, að við höfðum ekki enn litið þennan seðil augum. Að okkar mati gefur þessi seðill á engan hátt eftir síðasta seðli, hvað tvísýnu varðar, en við erum ekki vanir að setja slikt fyrir okk- ur, enda eru spár okkar ávallt pottþéttar hvort sem er (jæja næstum alltaf). Við höldum tryggð okkar við kerfisseðilinn. Aston Villa —Everton, tvöfaldur 1 eða 2. Þetta er úrslitaleikurinn i deildarbikarkeppninni ensku og þar eð við væntum framlengingar ef staðan er jöfn að 90 mínútum loknum, tippum við á sigur fyrir annað hvort liðið og tryggjum okkur þannig einn öruggan leik (3 — 1 eða 1 —2). Derby — Birmingham. x. Þeir sem horfðu á boltann á sunnudaginn gátu glöggt séð hve firna lélegir þeir hjá Derby eru og skal engan undra yfir sjóna- spilið þó þeir vermi botnsæti deildarinnar, auk þess er ekki von á góðu þegar mennirnir æfa af slíku kappi, að þeir höfuðkúpu- brjóta hver annan (Archy Gemmil). Spáin er x vegna þess, að Derby leikur á heimavelli og einnig vegna þess að nýi leik- maðurinn, Gerry Daly, gæti breytt miklu hjáliðinu (1—1). Ipswich — Bristol C. 1 Fyrir skömmu virtist Ipswich vera að missa flugið. En ekki lengur. Einnig virtist fyrir skömmu sem Bristol liðið væri að hækka flugið. En ekki Iengur. Heimasigur (2 — 0) Leicester — Coventry. x. Hér spáum við jafntefli. Ekki tekur því að breyta út af vana okkar að spá jafnteflisleikjum hjá Leicester, vegna þess, að þær spár reynast svo oft réttar (0 — 0).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.