Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 33 fólk f fréttum USrffi Englabörnin hansFred IIANN heitir Fred Kneeshaw og á heima f Hull f Engiandi. Hann hafði lengi verið veikur og var búinn að missa alia löngun til að lifa. Þá var það að börnin sem hann er með hér á myndinni, ásamt konu sinni komu inn f lff hans. Það bvrjaði að tvö barnanna voru að leika sér með bolta og hann valt inn f garðinn hjá Fred. Þau fóru inn f garðinn til að sækja boltann og gáfu sig á tal við Fred og sáu að hann var veikur. Þau ákváðu að gera allt sem þau gætu til að hjálpa honum og að fá vini sfna f lið með sér. Fyrst og fremst með því að biðja fyrir honum og síðan fóru þau að heimsækja hann stundum 5—6 f einu þrisvar til fjórum sinnum f viku. Oft höfðu þau sparað saman af vasapeningunum sfnum til að gefa honum ein- hverja smágjöf. Kneeshaw hjónin eiga engin börn og frú Knewhaw segir að þessi börn hafi gjörbreytt Iffi þeirra. „Kannski eru þetta börnin sem við aldrei eignuðumst“. Fred þurfti að leggjast á sjúkrahús. En börnin gleymdu honum ekki. Þau hringdu til hans og heimsóttu hann. Nú er Fred kominn heim af sjúkra- húsinu hress og kátur og segist ekki vera f neinum vafa um hverjum það er að þakka. Og það eru börnin ekki heldur. + Þarna virðist hafa farið illa, en sem betur fer er þetta ekki alviiru sl.vs. Á Sardiniu er verið að gera nýja 007 kvikmynd með Roger Moore í hlutverki James Bond. Þarna hefur bíll bófanna runnið til i olíu sem Bond hefur hellt á veginn og stungist siðan á nefið ofan á bóndabýli fyrir neðan veginn. OPIÐ HÚS verður haldið föstudaginn 11. marz að Háaleitisbraut 68. 1. Verðlaunaafhending 2. Erindi — Fiskiræktarráð Reykjavíkurborgar. 3. Kvikmyndasýning. 4. Happdrætti. Húsið opnað kl. 20.30. Félagar fjölmennið, takið með ykkur gesti. ^ Hús- og skemmtinefnd S.V.F.R. V? Fyrsta Irlandsferöin tókst meö ágætum „Hún [Dyflini] hefur ekki misst andlitið og drukknað í hlikkandi, litskrúðugum Ijósaskiltuni, eins og svo margar borgir Evrópu“ sagði blaðamaður sem var með í fvrstu ferðinni til Dvflinar (Vísir). ,g\.ðbúnaður var allur hinn ágætasti“ sagöi annar fulltrúi pressunnar (Þjóðvilj- inn). gfej íS? „Gestrisni þessa elskulega fólks er einstök“ sagöi sá þriöji (Tíminn). Nú er f yrirhuguÖ 8 daga írlandsferö 7.-14. maí Flogið verður til Dyflinar og ferðast þaðan til hinna fögru héraða í suð-vestur hluta landsins. Dvalið verður í Kilkenny og Cork, auk Dyflinar. Ferðamönnum verður gefinn kostur á laxveiði og golfiðkun. Verðið er mjög hagstætt eða frá kr. 46.200.- og er þá gistikostnaður (með morgunmat) og ferðalög innifalið. Þar er líka Abhev Tavern með Guinness og írskri tónlist. Samvinnuferöir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.