Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 25 skák ÁSKORENDAEINVÍGIN ÁSKORENDAEINVÍGIN ÁSKORENDAEINVÍGIN ÁSKORENDAEINVÍGIN skák .. Þetta er leiðindabyrjun," segir Belgi skákmaSur Ólafsson og grettir sig. „Hvern fjárann er Spassky aS tefla svona vitleysu?" batir hann viS? „Fékk hann sig ekki fullsaddan af aS tefla þessa Syrjun hér um áriS viS Petrosjan? stórmeistari GuSmundur Sigurjónsson og setur skeifu á munninn. ÞaS er varla aS ég þori aS spyrja, hvaS þessi ólánsbyrjun h«iti sem mér skilst aS leiSi til égaefu fyrir báSa. Jú, þeir kalla hana Petrov = Rússa. hegar minnst er á Petrov þá man ég ekki eftir neinu meS þvl nafni nema flyglinum ( félags- stofnun stúdenta. Annars er saga þessa flygils aS ýmsu leyti merkileg og held ég aS hann sé upprunninn frá Tékkóslóvaklu rétt eins og Hort °9 hafi alla t(8 veriS hálfgerSur gallagripur. AS minnsta kosti bölva planóleikarar honum mikiS °9 segja hljómbotninn ( honum brotinn. Nú er ég alls ekki aS Kkja þeim saman flyglinum þeim arna og Hort en eftir hljóSinu I skák- meisturunum aS dæma, þá er engu Ifkar en þessi skák ætli aS hkjast þessum óláns flýgli og annaS hvort enda meS brotnum hljómbotni eSa jafnvel aS hún sé ÞaS f rá fyrstu byrjun. Stórmeistari Smyslov situr frammi á gangi og er kátur. ..betta kann Spassky karlinn betur en nokkur annar, og ég hef ekki trú á aS neinn komi honum á kné ( þessum leik og ef Hort ætlar aS fara aS sprikla, þá grettir IjóniS sig og vinnur skákina umsvifa- laust." Menn bera sig illa og segja aS þeir verSi búnir aS semja fyrir sjónvarpsfréttir og viS ( blaSa- mannaherberginu skoSum skemmtilegar myndir frá afmælis- veislu Bents Larsens, þar sem hann er m.a. aS skera af hátiSar- tertunni sem er eins og skákborS I laginu. ÞaS er ekki aS sjá af myndunum aS Larsen hafi beSiS ’jón á sálu sinni þó Hjálpræðis- herinn hafi veriS að plaga hann út I Rotterdammi. Ferðalag á blaðamönnum Blaðamenn fá ekki að vera I aalnum þar sem þeim var ætlaSur samastaður i upphafi og eru Outtir, já hálfgerSum hreppa- Outningi upp á aSra hæS Loft- leiSahótelsins og fá til umráSa stórt herbergi meS hjónarúmi, sófa og „lenestólum" einsog þaS var kallað fyrir norSan i gamla daga. Braga á DagblaSinu finnst þetta góS býtti og segir aS þetta sé einsog aS vera kominn heim. Annars eru þeir fjári seigir Loft- leiSamenn og vilja allt til vinna aS einvigiS lukkist sem best og sætir furSu hve vel hefur tekist til þó fyrirvarinn hafi veriS ( stysta lagi. Sá sem stjónar öllu þarna útfrá er hann Hilmar sonur hans Jóns heitins frá Ljárskógum sem söng sig inni hjörtu þjóSarinnar hér á árunum og dó langt fyrir aldur fram. Hilmar er mikiS prúSmenni og vill allt gera til aS þóknast mislyndum og afundnum blaSa- snápum. Ég vil taka fram aSég tel mig ekki I þeirra hópi þó ég verSi aS deila meS þeim herbergi. Rétt ( þessari andránni hafa drottningarnar fengiS hægt andlát og fleira fólk á skákborSinuer ( andaslitrunum. Þeir eru púkar Spassky og Hort aS fara svona meS áhorfendur, sem keypt hafa sig inn fyrir offjár enda láta þeir skáksambands- stjórnarmenn óvenjulItiS á sér kræla og þaS er varla aS GuSmundur J. hafi sinnu á aS taka i nefiS. Á hinn bóginn er skemmtileg grein eftir þennan sama GuSmund ( tímaritinu Skák og þar fer ekki á milli mála aS verkalýSsforinginn er enginn meSalskussi ( skák og hefur gert jafntefli viS einhvern ónefndan borgarstjóra fyrir austan tjald. Nú ætti ég eiginlega aS setja punkt og endurtaka jafnteflis- fréttina sem birtist i blöSunum ( gær. En ég verS samt aS prjóna héma nokkru aftan viS til aS bjarga andlitinu og dálkunum, sem teknir hafa veriS frá fyrir mig i Mogganum. Einhverjir hlaupa- strákar og óþokkar voru aS gera grfn aS mér þarna úti á LoftleiSa hóteli fyrir, aS góSir menn sáu um aS ég fengi þriggja mánaSa starfs- styrk til aS geta helgaS mig rit- mennskunni alfariS. ÞaS skal viSurkennt aS mitt bein hjá rikinu er heldur rýrt aS minnsta kosti einsog er. þvi enginn verSur feitur af þvi aS kenna unglingum, en einhverjir verSa aS fórna sér fyrir góSan málstaS og þaS hef ég gert næstum svikalaust siSustu tvo áratugina og má þvi meS sönnu segja aS ég eigi nokkuS inni. Hér fæ ég ágætt tækifæri til aS þakka þvi ágæta fólki sem stóS aS út- hlutun starfsstyrks til mín og segja i leiSinni þeim sem öfundast aS eta þaS sem úti frýs, og hana nú. Ég var aS skrifa um skák og rétt er aS halda sér viS efniS og teygja lopann eins og þeir gerSu raunar kapparnir Spassky og Hort. Nútíma mússik Þessi leiSinlega skák þeirra kappana i Krystalssalnum minnir mest á nútimamússik leikna á pianó meS brotinn hljómbotn. Þeir verSa aS gera betur strákarnir og taka sig á ef þeir ætla ekki aS setja SkáksambandiS á hausinn. Sumir létu sér detta i hug aS Spassky brygSi á leik, en hann bara veltir sér letilega i stólnum og ætlar augsýnilega aS spila upp á jafntefliS sem raunar var Ijóst þegar i byrjun. Fulltrúi blaSs AlþýSunnar (ÞjóSviljansj her i blaSamannaherberginu er aS tala viS FriSrik Ólafsson, sem heldur uppi merki þjóSarinnar f Þýska- landi þessa dagana. FriSrik er hress og hefur nýlokiS viS jafntefli gegn Englendingnum Miles. Sennilega er FriSrik i góSu formi núna og þá er hann til alls vis og gæti orSiS skeinuhættur sjálfum heimsmeistaranum. HljómkviSan hér er aS renna út i leiSindarsorgarmarsi eSa ein- hverju álika dapurlegu. Ég sé aS vini minu Skúla H:lldórssyni tón- skáldi þykir litiS til koma. Skúli er nefnilega einn af mörgum músiköntum sem hefur ánægju af skák og finnur tengslin milli lista- gySjanna tveggja. Klukkan er um áttaleytiS og gestir koma beint úr kvöld- matnum til aS fylgjast meS enda- slagnum en i sömu mund rennur skákin út í tilbreytingalaust tólf- tónakerfiS og hljómbotninn brotinn i hljóSfærinu. Áhorfendur hypja sig heim meS fýlusvip og vonbrígSum í göngulagi. Á fimmtudaginn verSur Hort aS standa sig ef hann ætlar aS ná einhverju tempói og þá þýSir ekki aS bjóSa upp á brotinn hljómbotn og þaS jafnvel þó leikiS verSi á flygil frá tékknesku hljóSverk- smiSjunum sem kenndar eru viS Petrov. eftir Björn Bjarman Verður sá taugasterk- ari sigur- vegari? Af einvígi þeirra Korchnois °8 Petrosjans á ítaliu er þaó aó Se8ja aö sá spádómur er að ræt- að sá taugasterkari þeirra félaga verði sigurvegari i ein- vi8'nu. Sálfræðilega hlýtur Petrosjan að standa betur að v(ei,þvi hann °8 Þrir að- stoðarmenn hans eru komn- ,r lil einvigisins 8agngert til að Ve'ta „föður- landssvikaranum" Korchnoi makleg máiagjöld. F'jórða skák- in i einvíginu var tíðindalitil, Petrosjan sem hafði hvítt fékk heldur rýmra tafl eftir byrjun- ina, en tók siðan þá ákvörðun að opna d linuna og eftir hróka- kaup var lítið annað að gera en semja. Hvitt: Tigran Petrosjan Svart: Viktor Korchnoi Tarrasch vörn 1. d4 — Rffi, 2. Rf3 — e6, 3. c4 — d5, 4. Rc3 — c5, 5. cxd5 — Rxd5, 6. e4 — Rxc3, 7. bxc3 cxd4, 8. cxd4 — Bb4+, (1 ann- arri einvígisskákinni notaði Korchnoi hugmynd Fischers 8 . .. Rc69. Bc4 b5!?) 9. Bd2 — Bxd2, 10. Dxd2 — 0-0, 11. Bc4 — Rc6, 12. 0-0 — Dd6!, (Þessum leik, sem virðist duga til að jafna taflið var fyrst leikið í skák þeirra Polugaevskys og Portisch i Portoroz 1973) 13. Hf-dl — Hd8, 14. Ha-cl — Bd7. 15. e5 — De7, (1 fyrrnefndri ská Polugevskys og Portisch lék hvitur hér 15. De2, en komst ekkert áfram eftir 15 ...Hac8 16. d5 — exd5, 17. Bxd5 — Be6, 18. Bxc6 — Hxc6! og ef nú 19. Hxd6? þá Hxcl+ með yfir- burðarstöðu) 16. Df4 — Be8, 17. h4 — Hac8, 18. d5 — exd5, (Markmið þessa leiks virðist vera það eitt að einfalda taflið. 18. Bb3 eða 19. Bd3 kom sterk- lega til greina. Leikjum eins og 18. Hd3 yrði hins vegar svarað með 18 ... b5 og ef nú 19. Bxb5 þá Rxe5! 20. Dxe5 — Hd5) 19. Hxd5 — h6, 20. Hcdl — Hxd5 21. HxdS — Hcd8, 22. De4 — 23. og hér þáði Korchnoi jafnteflis- boð Petrosjans. Mecking enn miður sín FREGNIR frá Luzern í Sviss herma að hinn ungi brazilíu- maður Henrique Mecking sé enn mjög illa upplagður eftir ósigurinn í annarri skákinni. Fjórða skák hans og Poiugevskys var tefld í gær og valdi Polugevsky sem hafði svart traust afbrigði sem Karpov notar oft þegar hann gerir sig ánægðan með jafn- tefli. Hvftt: Henrique Mecking Svart: Lev Polugajevsky Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6 2. c4 — e6 3. Rc3 — Bb4 4. e3 — 0—0 5. Bd3 — d5 6. Rf3 — c5 7. 0—0 — cxd4 8. exd4 — dxc4 9. Bxc4 — h6 10. Hel — Bb7 11. Bd3 — Rc6 12. a3 — Be7 13. Bc2 — He8 14. Dd3 — g6; (Þekkt gildra er hér 14.. . Hc8 eftir 15. d5. — exd5 16. Bg5 hefur hvitur sterka sókn) 15. Bf4 — Hc8 16. Hadl — Ra5 17. Re5 — Rd5 18. Bd2 — Rxc3 19. Bxc3 — Bd5 20. Ba4 — Hf8,(Endurbót Poiugaevskys á skákinni Poiugaevsky-Furman, Skákþingi Sovétrikjanna 1975, en þar lék sá siðarnefndi 20... Bf6 og þá hefði hvitur getað náð betri stöðu með 21. Ba4 He7 22. d5!) 21. Rd7 —(Mecking hefur greinilega verið í litlu baráttuskapi því nú ákveður hann að þvinga fram jafntefii.) He8 22. Re5 —Hf8, 23. Rd7 — He8, 24. Re5 Jafntefli. Staðan i einvíginu er nú þannig að Polugaevsky hefur hlotið 2‘A vinningen Mecking 1V4. eftir Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.