Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 Fyrirli ei t og framkvæmdir VIÐ inngöngu íslands í Efta gaf ríkisstjórnin samtökum iðnaðarins fyrirheit um ýmsar aðgerðir til styrktar og eflingar islenzkum iðnaði samfara því að afnám verndartolla yki samkeppni hans við erlendan F Y R I R II E I T iðnað. Þjóðhagsstofnun hefur gert yfirlit yfir þessi fyrirheit og framkvæmd þeirra. FRAMKVÆMD Tollamál 1. Fylgt verói því meginsjónarmidi, aó heildartollvernd iónaðarins breytist ekki á fyrstu fjórum árum EFTA-aóildar, en eftir þann tíma fari hún vitaskuld lækkandi. Heildartollvernd iðnaðarins breyttist lítið fyrstu fjögur árin. Verndarlækkun síðan er nokkru meiri. Héðan í frá mun verndin lækka hægt og hægt til 1980. Hækkun söluskatts (og að nokkru upptaka sérstaks vörugjalds) veldur vissri verndarröskun. Rýmkun endurgreiðslu eða virðisaukaskattur gæti leyst þennan vanda, en hann er ekki bundinn við iðnaðinn sérstaklega heldur alla innlenda framleiðslu, einkum til útflutnings. 2. Hráefnatollar lækki yfirleitt hraðar en tollar á fullunninni vöru og um sem næst helming þegar við upphaf aóildarinnar. Ennfremur verói sérstök lækkun, ef tollar á efnivöru til iðnaðarframleióslu innanlands eru hærri en tollar á fullunninni samkeppnisvöru. Við þetta fyrirheit hefur verið staðið. Auk þess hefur verið beitt heimildarákvæðum í tollskrá til þess að endurgreiða eða fella niður tolla á efnivöru og hlutum til iðnaðarframleiðslu. Reglur um þetta efni, sem munu gera framkvæmdina þjálli, eru í mótun. 3. Á aðlögunartimanum falli tollar af iónaðarvélum niður en f upphafi EFTA- aðildar lækki vélatollar þó aðeins nióur í 10%, (sem reyndar urðu 7% viö afgreiöslu tollskrárlaga 1970). Álagning söluskatts á iðnaðarvélar verði tekin til athugunar á aðlögunartímanum. Tollar af iðnaðarvélum hafa nú verið felldir niður að fullu, sama gildir um söluskatt- Heimildir eru í lögum (og fjárlögum) til niðurfellíngar eða endurgreiðslu á tollum a vélum, vélahlutum og varahlutum, sem notaðar eru við iðnrekstur. Reglur um þetta eru i mótun. 4. Tollar á timbrí jafnt til húsagerðar sem til húgsagna og innréttingasmíði lækki á aðlögunartímanum Með tollskrárlögum í desember 1976 var ákveðin lækkun tolla á timbri og fleiri byggingarvörum í áföngum fram til 1980. Heimild til endurgreiðslu vegna húsgagna- smíði og innréttingasmíði hefur verið beitt. Skattamál 1. F’ylgt verði því meginsjónarmiði, að íslenzk fyrirtæki sæti ekki lakari skattkjörum en erlendir keppinautar, sem selja inaðarvöru til landsins, en meginviðfangsefni sérstakrar skattanefndar, sem skipuð var vorið 1969, var að endurskoöa ákvæði skattalaga með hliðsjón af EFTA-aðild í ljósi þessa sjónvarmiðs. Um þessar mundir eru beinir skattar og almennir rekstrarskattar fyrirtækja hér á landi með þeim lægstu í Evrópu. Þannig er þessu meginsjónarmiði fylgt. Nokkuð kann að hafa á þetta skort fyrstu árin, en því er ekki lengur til að dreifa- Aðstöðugjald af iðnaði sætir þó réttmætri gagnrýni, þar sem það er hærra en af öðrum greinum framleiðslu. 2. Reglur skattalaga skyldu ekki torvelda fslenzkum fyrirtækjum að laga sig að breyttri samkeppnisaðstöðu með samruna fyrirtækja eða hliðstæðari stækkun framleiðslueininga. Reglum skattalaga var við upphaf tímabilsins breytt i þessu skyni, og er óhætt að fullyrða, að þær eru ekki Þrándur í Götu fyrir samruna eóa stækkun fyrirtækja. Lánamál 1. Iðnfyrirtækjum verði tryggður greiður gangur að hagkvæmum stofnlánum og útlánageta Iðnlánasjóðs jafnframt efld. Útlánageta fjárfestingarlánasjóða iónaðarins hefur verið efld að mun á þessum árum, en þó skortir nokkuð á að iðnaður njóti sömu kjara í þessu efní og aörar framleiðslugreinar. 2. Iðnlánasjóði verði á fyrstu fjórum árum EF'TA-aðildar tryggt fjármagn umfram fyrri fjárafla sem nemi mismuninum á árlegum tekjum sjóðsins af Iðnlánasjóðs- gjaldi og rikisframlagi, meðal annars með tilstyrk Iðnþróunarsjóðs. Við þetta fyrirheit var að fullu staðið. 3. Tekín verði upp sérstök samkeppnislán í því skyni að jafna aðstöðu innlendra framleiðenda f samkeppni við erlenda aðila, sem boðið geta greiðslufresti. Utflutningslánasjóður, sem tók til starfa í janúar 1971, veitir svokölluö samkeppnis- lán í þessu skyni; þessi lán hafa reyndar orðið helzta verkefni sjóðsins. 4. Við útflutning iðnvarnings verði erlendum kaupendum gefinn kostur á Iánum og innlendum framleiðendum jafnframt á útflutningsábyrgðum á sama hátt og tfðkast i þessu efni i nálægum löndum. Utflutningslánasjóóur veitir þessa lánsfyrirframgreiðslu, en lítið hefur á hana reynt. Tryggingadeild útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð gefur kost á útflutnings- ábyrgðum. 5. Kannaðar verði leiðir til þess að útvega fé til þess að fyrirtækjum sé kleift að laga sig að breyttri samkeppnisaðstöðu og til að greiða fyrír tækniframförum i iðnaði og myndi iðnþróunarsjóður vitaskuld gegna mikílvægu hlutverki á þessu sviði. Iðnþróunarsjóður og Iðnrekstrarsjóður hafa gegnt þessu hlutverki. Tæknimál 1. Tæknileg leiðbeiningarþjónusta að því er varðar framleiðslu- og rekstrarhætti og almenna stjórn fyrirtækja verði aukin. Þessi þjónusta hefur verið efld m.a. með Iðnþróunarstofnun íslands og samvinnu viú samtök iðnaðarins. Sérstök verkefni á þessu sviði í mikilvægum greinum svo sem skipasmíói og fatagerð, hafa skilað góðum árangri. 2. Kannaðir verði möguleikar á að gefa starfsmönnum iðnfyrirtækja kost á stvrkjum til starfsnáms erlendis. Stuðningur við námsmenn í verklegum greinum og tæknimenntun hefur veriú aukinn. Styrkir til starfsmanna iðnfyrirtækja hafa einnig verið veittir í nokkrum tilfellum. Önnur mál 1. Fylgzt verói gaumgæfilega með almennri þróun iðanðarins á fyrstu árum EF’TA- aðildar. Ef iðnaðurinn þróast ekki á æskilegan hátt, verði kannað hvernig tryggja megi framtíðarhag atvinnuvega á íslandi. Skýrslugerð um iðnað hefur verið efld á þessum árum og þannig fylgzt vel meú framvindu iðnaðarafkomu á hverjum tíma. Að frumkvæði sjórnvalda hafa einnig verið samdar áætlanir og álitsgerðir um framtiðaþróun iðnaðar. Rikisstjórnin hefuf ákveðið, að gerð skuli könnun á þjóðhagshorfum næstu 4—5 ára, til þess m.a. aö leggjagrunn að skipulegri uppbyggingu atvinnuveganna. 2. Ef í Ijós kemur, að einhverjar iðngreinar standast ekki þá samkeppni, sem af EFTA-aðildinni leiðir, miðað við umsamdan aðlögunartíma, skulu gerðar ráöstafanir til að koma þeim greinum til aðstoðar. Af fyrirliggjandí gögnum að dæma hafa þær greinar, sem helzt mæðir á í þessu sambandi, staðizt samkeppnina allvel til þessa. •» 3. Ef brögð eru að innflutningi frá löndum, þar sem framleiðslukostnaður er „eðlilega" lágur (Asfulönd), skal slíkur innflutningur takmakaður með einhverjum hætti. Ekki hafa komið fram neinar óskir iðnrekenda um þetta efni, og þvi ekki taim nauðsyn á sérstökum ráðstöfunum í þessu skyni. 4. Utflutningur iðnvarnings verði efldur. Utflutningur iðnvarnings hefur aukist verulega. Utflutníngsmiöstöð iðnaðarins hefur verið komið á fót og hún efld að starfskröftum. 5. Tryggt verði, að framleiðendur fái innlend hráefni á eigi hærra verði en rík.jandi er á heimsmarkaði á hverjum tfma. Þessari meginreglu hefur verið fylgt. Nokkur vandkvæði hafa oröiö síðustu árm vegna vaxandi mikilvægis innlendrar ullar- og skinnavínnslu og örrar verðbólgö ínnanlands; e.t.v. þörf skipulagsbreytinga við vérðákvörðun, þannig að iðnaðarhags muna sé gætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.