Morgunblaðið - 12.03.1977, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
LOFTLEIDIR
IsSmBÍLALEIBAI
/p BÍLALEIGAN
'&IEY5IR
LAUGAVEGI 66
CAR RENTAL
24460
28810
& . . .
ShlPAUTGCRB RlhlSIINS
m/s Baldur
fer frá Reykjavík föstudaginn 1 8.
þ.m., til Breiðafjarðarhafna.
Vörumóttaka: miðvikudag og
fimmtudag.
±
SKIPAUTfiCRB RIKISINS
m/s Esja
fer frá Reykjavik miðvikudaginn
1 6. þ.m., vestur um land i hring-
ferð.
Vörumóttaka: mánudag og
þriðjudag til Vestfjarðahafna,
Norðurfjarðar, Siglufjarðar,
Ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavik-
ur, Raufarhafnar og Þórshafnar.
Kirkjuvika
á Akureyri
Akureyri, 10. marz.
KIRKJUVIKA verður haldin í
Akureyrarkirkju dagana 13.—20.
marz undir kjörorðinu: „Ástunda
réttlæti, trú og kærleika“. Fram-
kvæmdanefnd, sem er kosin af
safnaðarráði, skipa Gunnlaugur
P. Kristinsson, Rafn Iljaltalfn og
Ragnheiður Árnadóttir, en auk
þess hafa sðknarprestarnir starf-
að að undirbúningnum með
nefndinni. Alls koma fram á
kirkjuvikunni sex vfgðir menn og
21 leikmaður.
Alla dagana nema laugardag
verður eitthvað um að vera.
Sungnar verða þrjár messur og
haldnar f jórar kvöldsamkomur. A
hverri samkomu er lesin dæmi-
saga, flutt tónlist, þ.á.m. syngja
einsöngvarar Iagið „Ljúfur ómur“
við texta séra Jónasar Jónssonar
frá Hrafnagili, flutt verða ávörp
og leikið á orgel. Einnig verður
samlestur prests og safnaðar og
almennur söngur. Jórunn Ólafs-
dóttir frá Sörlastöðum hefur ort
ljóð, sem hún tileinkar kirkjuvik-
unni og er það birt i efnisskránni.
Sunnudaginn 13. marz prédikar
séra Jón A. Baldvinsson á Staðar-
felli við messu. Á mánudagskvöld
verður Helgi M. Bergs bæjarstjóri
aðalræðumaður og á þriðjudags-
kvöld Gunnar Rafn Jónsson lækn-
ir, en það kvöld verður helgað
æskulýðsstarfi. Á miðvikudags-
kvöld verður föstumessa, þar sem
Ragnheiður Árnadóttir les úr
píslarsögunni, en séra Vigfús Þór
Árnason i Siglufirði prédikar. Á
fimmtudagskvöld er samkoma til-
einkuð heimili og kirkju og þá
verða ræðumenn Guðriður Eiríks-
dóttir húsmæðrakennari og Jón
Björnsson félagsmálastjóri. Aðal-
ræðumaður á föstudagskvöld
verður Valdimar Björnsson frá
Minnesota, en kirkjuvikunni lýk-
ur með guðsþjónustu sunnudag-
inn 20. marz, þar sem biskupinn
yfir Islandi, herra Sigurbjörn
Einarsson, flytur prédikun, en
Finnbogi S. Jónasson, formaður
Sóknarnefndar Akureyrarkirkju,
flytur lokaorð kirkjuvikunnar.
—Sverrir
k Útvarp ReykjavíK
L4UG4RD4GUR
12. marz
MORGUNIMINN________________
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimí kl. 7.15 og
9.05.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Guðni Kolbeinsson les
söguna af „Briggskipinu Blá-
Iilju“ eftir Olle Mattson
(28).
Tilkynningar kl. 9.00. Létt
lög milli atriða.
Óskalög sjúklinga kl. 9.15:
Dóra Ingvadóttir kynnir.
Barnatfmi kl. 11.00: Stjórn-
andi: Ágústa Björnsdóttir.
Kaupstaðír á Islandi:
Hafnarfjörður. M.a. flytur
Ólafur Harðarson staðarlýs-
ingu og Egill Friðleifsson
skýrir frá starfsemi kórs
Öldutúnsskólans.
12.00 Dagskráin, Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ
13.30 Á prjónunum.
Bessf Jóhannsdóttir stjórnar
þættinum.
15.00 1 tónsmiðjunni.
Atli Heimir Sveinsson sér
um þáttinn (18).
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
tslenzkt mál.
Jón Aðalsteinn Jónsson
cand. mag. talar.
16.40 Létt tónlist.
'17.30 Framhaldsleikrit barna
og unglinga:
„Kötturinn Kolfinnur“ eftir
Barböru Sleigh. (áður útv.
1957 — 58) Þýðandi: Hulda
Valtýsdóttir, Leikstjóri:
Helga Valtýsdóttir. Persónur
LAUGARDAGUR
12. mars
17.00 Holl er hreyfing.
Léttar ifkamsæfingár eink-
um ætlaðar fólki komnu af
léttasta skeiði. Þýðandi og
þulur Sigrún Stefánsdóttir.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið).
17.15 Iþróttir.
Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
18.35 Emil f Kattholti.
Sænskur myndafiokkur.
Ævintýri grfslingsins.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. Sögumaður Ragn-
heiður Steindórsdóttir.
19.00 íþróttir.
Hlé
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.30 Hótel Tindastóll.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur. Þýðandi Stefán Jökuls-
son.
21.00 Mannraunir f óbyggð-
um.
. Sfðari hluti myndar um dvöl
fimm unglinga f óbyggðum
Natalhéraðs f Suður-Afrfku.
Þýðandi og þulur Stefán
Jökulsson.
21.25 öllspjótúti.
(The Hustler)
Bandarfsk bfómynd frá ár-
inu 1961. Leikstjóri Robert
Rossen.
Aðalhlutverk Paul Newman,
Jackie Gleason, Piper
Laurie og George C. Scott.
Eddie Felson er snjall knatt-
borðsleikari, og hann hefur
hug á að komast f fremstu
röð f fþrðtt sinni. Hann held-
ur tii stórborgarinnar f þvf
skyni að etja kappi við kon-
ung knattborðsleikaranna.
Þýðandi Ragna Ragnars.
23.35 Dagskrárlok.
og leikendur f sjötta og
sfðasta þætti: Kolfinnur/
Helgi Skúlason, Rósa María/
Kristfn Anna Þórarinsdóttir,
Jonni/ Baldvin Halldórsson,
Frú Elín/ Guðrún Stephen-
sen, Sigrfður Péturs/ Helga
Valtýsdóttir, Brandur/ Flosi
Ólafsson, Silfri/ Jóhann
Pálsson.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ
19.35 Gerningar.
Hannes Gissurarson sér um
þáttinn.
20.10 Frá tónlistarhátfð f
Helsinki f fyrrasumar.
Andreas Schiff leikur á
pfanó Sinfónfskar etýður op.
13 eftir Robert Schumann.
20.45 Tveir á tali.
Valgeir Sigurðsson ræðir við
Tryggva Emilsson.
21.10 Hljómskálatónlist frá
útvarpinu f Köln. Guðmund-
ur Gilsson kynnir.
21.40 Allt í grænum sjó.
Stolið stælt og skrumskælt af
Hrafni Pálssyni og Jörundi
Guðmundssyni. Gestur þátt-
arins ókunnLestur Passíu-
sálma (30)
22.25 Danslög.
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
Klukkan 21.25:
Öll sp jót úti
Öll spjót úti heitir bíó-
myndin í sjónvarpinu í
kvöld, sem hefst klukkan
21.25. Myndin er banda-
rísk frá árinu 1961 og er
leikstjóri Robert Rossen.
í aðalhlutverkum eru
ekki ófrægari menn en
Paul Newman, Jackie
Gleason, Piper Lauri, og
George C. Scott.
Söguþráður er í stuttu
máli þessi: Eddie Felson
er snjall knattborðsleik-
ari, og hann hefur hug á
að komast í fremstu röð í
íþrótt sinni. Hann heldur
til stórborgarinnar í því
skyni að etja kappi við
konung knattborðsleikar-
anna.
Þýðandi myndarinnar
er Ragna Ragnars.
Leikstjóri myndar
þessarar, Robert Rossen,
fæddist í New York árið
1908 og lést fyrir ellefu
árum. Hann þótti bæði
gæddur miklum hæfileik-
um sem leikstjóri og rit-
höfundur. Og tókst bezt
upp við að lýsa eftirsókn
landa sinna eftir frama
og þeirri spillingu, sem
framagræðginni er oft
samfara. Deildi hann oft í
verkum sínum hart á
mikilmennskuóra stjórn-
málamanna. Fyrir kvik-
myndina „All the King’s
Men“ (1949) hlaut hann
kvikmyndaverðlaun.
Einnig fékk hann ágæta
dóma fyrir myndina
„The Hustler", eða „Öll
spjót úti“, sem við sjáum
í kvöld.
Robert Rossen kom til
Hollywood-borgar árið
1934 og vann sem hand-
ritahöfundur fyrir
Warner Brothers í sjö ár.
Hann skrifaði t.d. hand-
ritið fyrir kvikmyndina
,,A walk in the Sun“
(1945). Fyrsta kvik-
myndin, sem hann leik-
stýrði var „Johnny
O’Clock” (1947). Síðasta
kvikmyndin sem hann
leikstýrði fyrir dauða
sinn, „Lilith“ (1964), var
gerð við mjög erfiðar
kringumstæður, hefur
oft verið,nefnd sem dæmi
um erfið og viðkvæm
sambönd fólks á geð-
sjúkrahúsum.
Flestir kannast við
Paul Newman sem leikur
eitt aðalhlutverkið í
myndinni í kvöld. Hann
er fæddur í Ohio í Banda-
ríkjunum árið 1925. Paul
Newman þykir öðrum
fremur hafa tekist að
túlka hina svokölluðu
antihetju síðari tima
kvikmynda eða þegar
Hollywood-glansinn var
farinn að mást af upp úr
1960 og hetjurnar fengu
á sig mannlegri blæ. Eft-
ir að hann útskrifaðist úr
leiklistarskóla vann hann
um tima við leikhúsið og
sjónvarpið og fannst
fólki hann minna mikið á
þá enn þá þekktari leik-
ara, sem var Marlon
Brando. Það voru
Warner Brothers, sem
fengu hann til Hollywood
og þar lék hann í sinni
fyrstu kvikmynd, „The
Silver Chalice" (1955).
Verulega þekktur varð
liann þó ekki fyrr en í
myndinni „Somebody up
there likes me“ (1957),
eftir líkti honum enginn
við Marlon Brando (þótt
það sé kannski ekki leið-
um að líkjast). í þeirri
mynd lék hann hnefa-
leikakappa og sýndi þar
og sannaði einstaklings-
eðli sitt eða hugsjón, sem
æ síðan hefur einkennt
hann og gert hann frá-
brugðinn öðrum kolleg-
um sínum. Paul Newman
hefur leikið í ótal þekkt-
um kvikmyndum, má þar
nefnd „Cat on a Hot Tin
Roof“, „The Hustler",
„Cool Hand Luke“,
„Butch Cassidy and the
Sundance Kid“. Þá hefur
hann leikið í mörgum
myndum ásamt eigin-
konu sinni, leikkonunni
Joanne Woodward og
einni mynd „Rachel,
Rachel“ þar sem hún lék
Bíómynd með Paul Newman,
George C. Scott og fleirum
Paul Newman f einu atriða myndarinnar, „ÖIl spjót úti“