Morgunblaðið - 12.03.1977, Síða 8
„Það er bezt fyrir
þjóðarbúið..
99
0 „ÞAÐ er um 'A mánuður sfðan við fengum fyrstu loðnuna á
þessari vertfð, en samt er bræðslan ekki komin f fullan gang
ennþá. Það verður ekki fyrr en f þessari viku.
Nú er loðnan nefnilega komin nær okkur, og þvf mun þetta
ekkert detta niður á næstunni, eða út vertfðina." Eitthvað á þessa
leið mælti Bjarni Valdimarsson f Sfldarverksmiðju Meitilsins
Bjarni var á skilvindunum f
verksmiðjunni. Hann tjáði okk-
ur að loðnan væri talsverð bú-
bót fyrir þá verksmiðjustarfs-
mennina þó ekki stoppaði hún
lengi við. Unnið væri allan sól-
arhringinn, á þrfskiptum vökt-
um. Væru um 10 starfsmenn á
hverri vakt. Ekki vildi Bjarni
spá I hvað þeir hefðu út úr
vikunni f peningum, en sagði að
sjálfsagt væri það ágætisupp-
hæð. „En þetta er ekkert venju-
legur vinnutfmi, svo ekki skrft-
ið að hann sé borgaður sæmi-
lega.“ sagði Bjarni. Bjarni
Valdimarsson er skilvindu-
stjóri verksmiðjunnar eins og
áður segir. Segir hann skilvind-
urnar vinna fituna úr soðinu
sem kæmi úr loðnunni þegar
hún væri soðin og pressuð.
„Síðan er fitulausa soðkjarnan-
um bætt saman við loðnumauk-
ið þegar það fer inn í þurrkar-
ana, og þannig blandað við
mjölið.
Þess má svo geta að lýsið, eða
fitan, er varðveitt og seld til
Reykjavíkur þar sem hún er
notuð við smjörlíkisgerð,“ sagði
Bjarni.
Bjarni sagði okkur að afköst-
in væru um 400 tonn á sólar-
hring þegar vel gengi og hrá-
efnið væri gott. „Það þykir sfð-
an meðalnýting að við fáum
14—16% nýtingu út, þ.e. um 15
tonn af loðnumjöli úr hverjum
100 tonnum af hráefni. Það
þykir mjög gott að fá 18% nýt-
ingu, og nú er hráefnið ferskt
og átulaust svo reikna má með
að þetta sé f betra lagi hjá okk-
ur um þessar mundir." Bjarni
sagði að illa gengi að bræða
þegar mikil rauðáta væri í loðn-
unni. Hún vildi þá klessast öll í
pressunum, og verða linkennt
mauk. „En þetta gengur allt
mjög vel, og mesta verð ætti að
fást fyrir afurðir þessa hráefnis
sem við erum með núna. Það er
bara að það haldi áfram að vera
svona, því það er bezt fyrir
þjóðarbúið," sagði Bjarni
Valdimarsson að lokum.
Bjarni Valdimarsson við eina skilvinduna f SHdarverksmiðju
Meitilsins i Þorlákshöfn. (Ljósm. rax>
Úr Sndarverksmiðju Meitilsins f Þortákshöfn. Þórarinn Óskarsson (t.v.)
tekur á móti fullum pokanum frá sjálfvirku voginni. en eitthvað úti f
verksmiðju á athygli Sigurðar bróður hans. (Ijósm RAX)
„Fyrst og fremst
hugsað um að
bjarga verðmætum”
ÞAO var handagangur í
öskjunum þegar Morgun
blaðsmenn stöldruðu við í
Síldarverksmiðju Meitilsins
í Þorlákshöfn nú nýverið.
Allar þrær og hráefnis-
geymar voru að fyllast, og
von var á fleiri bátum með
fullfermi, til viðbótar þeim
sem þegar lágu bundnir við
bryggju og biðu löndunar.
Tveir snarpir náungar voru
á sjálfvirku vigtunum þar
sem loðnumjölið er sekkjað í
verksmiðjunni, en þetta voru
þeir bræðurnir Þórarinn og
Sigurður Óskarssynir. Tóku
þeir þará móti fullum pokun-
um, og þræddu aðra tóma
samstundis upp á rörið. Ekki
hefur kúnninn sem mjölið
keypti þurft að kvarta yfir
vinnubrögðum þeirra Sigurð-
ar og Þórarins, því þegar
prufur voru teknar þá reynd-
ust pokamir yfirleitt hafa
„nokkur gröm framyfir", eins
og það er víst kallað. Fullu
pokana -settu þeir svo eftir
kúnstarinnar reglum á þar til
gerð bretti, sem síðan var-
staflað í sérstaka stæðu, þeg-
ar 30 pokar voru komnir þar
á
„Ætli það komi ekki svona
14—17 bretti á vakt. Það
fer reyndar allt eftir því
hvernig bræðslan gengur, en
það ræðst vist svo af því í
hvernig ástandi hráefnið er",
sgöðu þeir bræður. Þeir
reiknuðu með að með meðal-
gangi í bræðslu kæmu þetta
um 12—1300 pokar á
hverri vakt, en 50 kíló eru í
hverjum poka. Aðspurðir
sögðu þeir atvinnu þeirra
ekkert vera mikið púl í raun
og veru. Það eina sem væri
ef til vill að væri tilbreytingar-
leysið meðan á bræðslu
stæði. „En svo fer maður í
ýmislegt annað, þegar
bræðsla liggur niðri. Það er
þó ekki mikill tími sem fer í
hlé á bræðslu, því frá því í
júní i fyrra hefur varla verið
nokkurt hlé á bræðslu hér,
því spærlingur var nokkuð
gjöfull hér í nágrenninu, en
auk hans og loðnu er svo
bræddur beinaúrgangur frá
fiskvinnslustöðvum hér,"
sögðu Sigurður og Þórarinn
Þeir bræður létu vel yfir
loðnunni. Vinnsla hennar
væri skemmtileg og góð til-
breyting. „Annars er svo sem
nokkuð sama hvað er brætt
hér. Það er bara fyrst og
fremst hugsað um að bjarga
verðmætum," sögðu þeir
bræður að lokum
„Þetta fley hefur malað
mikið gull í þjóðarbúið,,
„JÁ, hún sprakk hjá okkur
nótin. Þetta var mikid og gott
kast, og þegar svo gerist og
maður er með frekar lélega
nót, þá vill þetta nú springa
svona,“ sagði Jakob Ólafsson
stýrimaður á Árna Magnússyni,
ÁR 5, þegar við spjölluðum við
hann á bryggju f Þorlákshöfn,
en Jakob var að gera við nót
þeirra á Árna.
Það var verið að landa úr
Árna Magnússyni þegar
Morgunblaðsmenn stöldruðu
við á Þorlákshöfn. Jakob sagði
okkur að þeir hefðu náð um 150
tonnum úr þessu stóra kasti
sem sprengdi nótina. „Þetta
hefur gengið bara vel hjá okkur
frá því að við byrjuðum, en
blessuð nótin er alltaf að
springa. Við náum þó yfirleitt
að gera við hana á meðan verið
er að landa. Það voru hjá okkur
nótaviðgerðarmenn úr landi í
morgun, en annars gerum við
þetta svona aó mestu sjálfir.
Hún hefur gert sitt gagn greyið
og sennilega verður hún hvíld
eftir þessa vertíð.“
Aðspurður sagðist Jakob ekki
geta sagt nákvæmlega hvert
skiptaverðmæti aflans væri.
„Það ræðst alveg af því hvaó
mikið fer i frystingu og hvað i
bræóslu. Nú er bræðslan full,
en þeir þó skyldugir aó taka við
þessu frá okkur. Hvort þeir
setja eitthvað af þessu i frost
veit ég ekki. Fari aflinn í
bræðslu fáum við 6—7 krónur
fyrir kílóið, en fari loðnan í
frystingu þá fær skipið um 26
krónur fyrir hvert kílógramm.'1
„Ætli hún fái ekki að hvfla sig að þessari loðnuvertfð lokinni,"
sagði Jakob Ólafsson stýrimaður á Árna Magnússyni ÁR 5, um
nótina þeirra þar sem hann bætti hana á bryggju f Þorlákshöfn
nýlega. Jakob sagði nótina oft vilja springa en í þetta sinn þoldi
hún ekki mjög stórt kast sem þeir á Árna fengu. (Ljósm. RÁX)
Aðspurður sagði Jakob að
þeir væru 12 á, og allt væru það
dugmiklir menn sem væru í aðeins tekið að sér að vera um
áhöfninni. Sjálfur hafði Jakob loðnutímann, en hann er þó
Þegar okkur bar
að var verið að
losa síðustu stf-
urnar f lestinni
á Árna Magnús-
syni, en þeir
höfðu borið um
150 tonn af
loðnu að landi f
þetta sinn.
gamalreyndur sæfari. Sem
kunnugt er er nafnið Arni
Magnússon kunnugt nafn úr
fiskiskipaflotanum, því hann
hefur alltaf aflað vel og verið
mikil búbót þar sem hann hef-
ur landað afla sínum, en nú upp
á síðkastió hefur Arni Magnús-
son verið gerður út frá Eyrar-
bakka. „Jú, þetta er gamalt og
fengsælt happaskip," sagði
Jakob. „Þetta fley hefur
sannarlega gert sitt gagn og
mulið gullið i þjóðarbúið um
dagana," sagði Jakob, um leið
og hann Iokaði siðustu rifunni á
nótinni.