Morgunblaðið - 12.03.1977, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
Enginn
Halldór
var þar
eftir Katrínu Hrefnu Benediktsson
ÁÐUR en ég kom til íslands
fyrir skömmu, hafði ég lauslega
heyrt af nýri bók eftir Halldór
Kiljan Laxness. Sérstaklega
það sem hann hafði skrifað um
föður minn, Einar Benedikts-
son, skáid, og Má bróður minn.
Nú hefi ég lesið það, sem þar er
sagt um fjölskyldu mína, og
ummæli, sem Halldór kveðst
hafa eftir vini okkar, Guð-
mundi Einarssyni frá Miðdal —
en allt er þetta auðvitað látið
fólk. Það eitt er rétt í þessum
skrifum, aó Halldór frá Laxnesi
kom einu sinni að hitta föður
minn á heimiii hans, er við
bjuggum í Þrúðvangi við Lauf-
ásveg. Það var árið 1924. Ég
man það vel, því það var ég sem
talaði um þetta unga skáld við
pabba og varð þannig til þess að
Halldór kom til hans með Tóm-
asi Guðmundssyni frá Efri-Brú
eina dagstund. Tómas var
heimagangur hjá okkur, enda
þekktust foreldrar mínir hann
mjög vel. En eitthvað fer þarna
á milli mála hjá Halldóri. Mun
ég rekja það nánar og rifja upp
atburði þessara ára.
Haustið 1924, líklega í
september, tók ég gagnfræða-
próf í Menntaskólanum í
Reykjavik. Halldór frá Laxnesi
hafði líka fengið leyfi til að
ganga undir haustpróf í
stúdentsprófsgreinum. Þar sem
við vorum tvö ein í haustpróf-
um þar, sátum við í sömu stofu i
skriflegu prófunum. Mér,
unglingsstelpunni, þótti auðvit-
að mikið til þessa unga manns
koma, sem var skáld og þá bú-
inn að vera í erlendu klaustri
og fara út um heim, og var stolt
af að kynnast honum. Ég talaði
um hann við pabba, sem sagðist
gjarnan vilja hitta hann, og úr
því varð að Tómas kæmi með
hann til hans.
Þarna strax fer Halldór að
misminna, enda orðið langt síð-
an. Hann kveðst hafa verið
leiddur í setustofuna. En þann-
ig háttar til i Þrúðvangi, að
fyrst var komið inn í stórt and-
dyri, síðan litla forstofu og það-
an til hægri gengið inn i bóka-
herbergi föður míns, sem hann
kallaði kompuna sina. Þar voru
bækur i hillum um alla veggi og
Ieðurhúsgögn, dæmigert karl-
mannsherbergi, sem engum
hefði dottið í hug að kalla setu-
stofu. Þangað komu gestir, sem
sérstaklega áttu erindi við
pabba, karlmenn yfirleitt, en
við komum þar varla inn. Þarna
hafði pabbi aldrei vínflösku og
glös, enda var hann ekki einnar
flösku maður, þegar hann hafði
vín um hönd. Hafi hann verið
þurr á manninn við gestina,
eins og Halldór segir, hefur
hann verið ólíkur sjálfum sér,
því hann var alltaf skemmtileg-
ur og fyndinn í samræðum og
fólk flykktist að honum, nema
ef hann var veikur eða lokaði
sig inni í bókastofunni til að
vinna sín verk. En þetta eru
smámunir hjá ýmsu öðru, sem
þarna kemur fram.
Ég bjó að Þrúðvangi meðan
systir mín Svala var hér á landi
i siðasta skipti. Og þar sem við
vorum tvær einar heima af
systkinunum, vissi ég vel um
alla vini og ,,heimaganga“ þar.
Hún kynntist Halldóri Laxness
aldrei — hvorki I gestaboðum
heima né annars staðar. Vali
bróður okkar getur hann vel
hafa kynnst úti í bæ, þó ég vissi
það ekki. Valur fór utan
snemma hausts 1924. Svala fór
vorið 1925 — ekki viku á eftir
Vali, eins og Haildór segir. Og
ekki í septembermánuði. Hún
hafði stundað nám i læknadeild
Háskólans um veturinn, svo
sem skólaskýrslur sýna, og það
voru félagar hennar og skóla-
bræður þaðan, sem fylgdu
henni til skips — og svo ég,
yngri systir hennar. En enginn
Halldór frá Laxnesi var þar.
Ekki heldur til að bera tösku
hennar um borð, þvf þar var
engin taska borin. Allur
farangurinn hafði verið sendur
um borð daginn áður. Systir
mín Svala var mjög falleg
stúlka og alltaf vel klædd. Það
var ekki hennar stíll að ferðast
með eina tösku.
Og Svala grét ekki — hún var
Ljósmynd Ól.K.M.
Katrfn Hrefna Benediktsson
glöð og kát, eins og alltaf. Sá
maður hefur aldrei þekkt Svölu
systur mina, sem gat látið sér
detta i hug að hún væri vina-
laus. í kringum Svölu var alltaf
hlátur og kæti. Og svo var einn-
ig i þetta skipti. Skólabræður
hennar leiddu hana á milli sín
ofan af Laufásvegi og niður á
höfn. Eftir að skipið lagði frá,
stóðum við á bryggjunni og
hrópuðum kveðjur til hennar
og hún hrópaði gamanyrði til
okkar á móti. Síðan fylgdu þess-
ir yndislegu piltar mér heim á
Laufásveg. Mig grunaði ekki
þá, að ég mundi ekki sjá hana
aftur. Hún dó ung, 27 ára að
aldri í Bandaríkjunum, eftir
rúmlega eins árs hjónaband.
En þarna var hún að fara til
náms i læknisfræði I Þýzka-
landi.
Halldór segir, að Mansi'vinur
okkar (Guðmundur frá Miðdal)
hafi sagt sér að Svala hafi verið
kölluð utan til að eiga við-
skiptavin Einars Benedikts-
sonar í Þýzkalandi. Margt hefur
verið borið á pabba, sumt bara
skemmtilegt og fyndið, eins og
að hann hafi reynt að selja
norðurljósin. En það er ekki
skemmtilegt að bera upp á
nokkurn mann, að hann hefði
verið svo auvirðilegur að vilja
selja dóttur sína. Jafnvel það,
að pabbi hefði viljað leggja
hönd að því að koma okkur
systrum í hjónaband er fjar-
stæða. Hann vildi einmitt að við
fengjum menntun, til að geta
staðið á eigin fótum og séð fyrir
okkur — þyrftum ekki að lenda
í hjónabandi, sem hann taldi
ekki eftirsóknarvert.
Ég skil heldur ekki, hvernig
Halldór Laxness leyfir sér að
nefna nafn Guðmundar Einars-
sonar frá Miðdal, látins manns,
sem heimild fyrir þessu bulli.
Mér finnst það næstum verra
en það sem borið er á systkini
mfn. Hvernig hafði pilturinn
lfka átt að vita um hugsanir
pabba, hann var enginn
trúnaðarvinur hans. Við þekkt-
um foreldra Guðmundar vel og
systkini hans, enda hlökkuðum
við alltaf til að koma í heim-
sókn til Valgerðar og Einars í
Miðdal, þar sem við vorum oft
næturgestir. Mansi var því góð-
ur vinur okkar krakkanna. Þeg-
ar hann gekk í hjónaband, stóð
amma Margrét Zoéga fyrir
stórri veizlu, eins og hennar var
von og vísa. Það þótti svo
spennandi að Mansi var að
kvænast þýzkri stúlku, sem ný-
komin var til landsins, að ég
man vel eftir þessu. Amma
skrifaði gestalista og spurði
Mansa hverjum hann vildi
bjóða. Ekki minntist hann á
Halldór frá Laxnesi, sem eftir
því sem hann segir sjálfur, var
svo góður vinur hans. Áttu þeir
að hafa þekkzt f mörg ár. Ég
kynntist Mansa vel, þegar hann
bjó hjá okkur í Kaupmanna-
höfn. Prúðari og betri pilt er
varla hægt að hugsa sér. Skrýt-
ið að hann skyldi aldrei minn-
ast á Halldór vinsinn
Frá Kaupmannahöfn segir
Halldór Laxness eina fjar-
stæðusöguna enn. Hann ber
það á bróður minn, Má, að hann
hafi stolið fötum af pabba og
veðsett fyrir bjór. Már mun
hafa verið 12—13 ára gamall
1919, þegar við bjuggum í
Kaupmannahöfn. Ég þekkti
hann vel og man hve feiminn
og óframfærinn hann var. Það
geta kunningjar hans hér
heima staðfest. Allir, sem
þekktu hann, vita að útilokað
er að Már hafi á þeim árum
hringt upp hjá ókunnugum
manni og beðið hann nokkurs
hlutar. Drengurinn var heldur
ekki farinn að drekka bjór. Ég
er nýkomin úr heimsókn frá
Erni bróður mínum, sem býr í
Seattle. Hann og Már voru á
svipuðum aldri og alltaf saman.
Hann var furðu lostinn yfir þvi
að nokkur maður skuli láta sér
detta f hug að Már hafi verið
farinn að drekka bjór sem
barn. Auk þess höfðum við syst-
kinin á þessum árum í Kaup-
mannahöfn svo mikla vasapen-
inga — alltof mikla — að hefði
eitthvart okkar viljað fá sér
bjórglas, þá hefði verið einfalt
að kaupa það.
Ekki man ég eftir Halldóri
frá Laxnesi í Kaupmannahöfn
þó ég skilji ekki af hverju hann-
kom ekki til okkar, eins og nær
allir aðrir landar, sem til Hafn-
ar komu. Þar var alltaf fullt
hús af gestum, oft ungu fólki
með okkur krökkunum, og
mamma tók á móti öllum og
veitti kaffi og kökur eða mat.
Minni Halldórs er þarna eitt-
hvað farió aó láta sig, enda orð-
in 58 ár síðan. Það sýnir sá
óhróður, sem hann hefur látið á
þrykk ganga um látið fólk, sem
hér hefur verið leiðréttur.
Kannski hefu hann ekki reikn-
að með því að ég, sem bý alla
leið vestur iKaliforníu, sæi
þessi skrif. Og allir, sem vitnað
er til, eru látnir.
Katrfn Hrefna Benediktsson.
Guðjón Hólm, formaður Gigtarfélags íslands:
Alþjóðlegt gigtarár 1977
í huga almennings er það mjög
algengur hugsunarháttur, að
starf Sameinuðu þjóðanna sé
fyrst og fremst tengt Allsherjar-
þinginu og Öryggisráðinu og
stofnunin sér fyrst og fremst vett-
vangur pólitískra utanrfkismála
og valdastreitu stórveldanna, sem
betur fer er þessu þó ekki þannig
varið.
En þar sem nú virðist vera í
tízku, að fréttaflutningur sé yfir-
leitt neikvæður, þá eru fjölmiðlar
yfirleitt yfirfullir af fréttum frá
þessari stofnun um skammir og
jafnvel svívirðingar, sem þing-
fulltrúarnir ausa hver yfir annan,
þegar þeim verður heitt í hamsi,
rétt eins og gerist í þinghúsinu
okkar við Austurvöll.
Allir vita, að það er lítið um
fréttir frá Sameinuðu þjóðunum
n 'ma þegar Allsherjarþingið
Situr eða ef Öryggisráðið er kallað
i man.
Það eru þvf allt of fáir, sem
hafa aðstöðu til að fylgjast með
öðrum verkefnum, sem stofnunin
vinnur að allt árið, En til að sinna
þessum verkefnum hefur stofn-
unin komið á hjá sér ýmsum vel-
ferðarnefndum, sem eru fasta-
nefndir og vinna að sínum sér-
verkefnum allt árið.
Ég vil hér t.d. nefna aðeins Mat-
vælastofnunina, Menningar- og
vísindastofnunína og Alþjóða
heilbrigðismálastofnuna.
Allar hafa þessar stofnanir
sama markmið, að vinna mann-
kyninu allt til heilla og efla
félagslegar umbætur.
Til að vekja athygli á starfsemi
sinni hafa margar af þessum
stofnunum helgað ákveðin ár ein-
hver viss verkefni.
Þar mun okkur I fersku minni
alþjóðlega kvennaárið 1975.
1 ár hefur Heilbrigðismála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
beitt sér fyrir því, að árið 1977
skuli vera alþjóðlegt gigtarár, en
þekking og lækning á gigtsjúk-
dómum hefur verið mjög vanrækt
með lærðum og leikum allt fram á
síðustu ár. En sem betur fer hafa
menn nú opnað augun fyrir þessu
þekkingarleysi, og þessari
visindagrein fleygir nú ört fram á
síðari árum og til þess að efla
þessa fræðigrein og þekkingu
almennings á þessu sviði hefur
Heilbrigðismalastofnunin í sam-
vinnu við Alþjóðasamband gigtar-
félaga ákveðið að helga árið 1977
gitarsjúkdómum.
En hvað á að gera og hvað
getum við íslendingar gert?
Þessu er auðsvarað, en þó alls
ekki f stuttu máli.
Tilgangur alþjóðlegs gigtarárs
er fyrst og fremst sá, að annast
um fræðslu á gigtsjúkdómum
bæði f ræðu og riti f þeim tilgangi
að draga úr þeim þjáningum og
Guðjón Hólm
þjóðfélagslegum truflunum sem
sjúkdómurinn veldur. Einnig skal
stuðlað að rannsóknarstarfsemi
og aukinni þekkingu á sviði
læknavísinda og endurhæfingar.
Þessu markmiði er ætlað að ná
með samvinnu Alþjóðasambands-
ins og hinna staðbundnu gigtar-
félaga í einstökum löndum.
Við munum leitast við að gera
hlut okkar íslendinga eins
mikinn og kostur er, og vonast ég
til að margir eigi eftir að njóta
þess f framtíðinni.
í október s.l. var stofnað hér
Gigtarfélag íslands, en það félag
er opið hverjum sem er bæði
þeim sem kennt hafa til gigtar-
sjúkdóma, og eins þeirra sem
áhuga hafa að styrkja þennan
félagsskap. Félagatalan var í
upphafi rúm 400 en hefur nú tvö-
faldast á rúmum 4 mánuðum.
Það má segja að markmið
félagsins sé nokkurn veginn það
sama og greint er hér að framan
um alþjóðlega gigtarárið, og höf-
um við nú þegar haldið 3 fræðslu-
fundi og sent út til félaga okkar 3
fræðslurit um gigtsjúkdóma.
En við ætlum að gera meira, og
er þar fyrst og fremst um að ræða,
að ákveðið hefur verið, að félagið
gefi tæki til rannsóknarstofu í
ónæmisfræðum, sem starfar í
tengslum við Landspítalann, en
þessi tæki eiga fyrst og fremst að
notast til rannsókna á gigtsjúk-
dómum.
Félagið hefur þegar hafið fjár-
öflunarherferð í þessu skyni með
sólarlandahappdrætti, og væntir
Framhald á bls 30