Morgunblaðið - 12.03.1977, Síða 11

Morgunblaðið - 12.03.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 J J Ölafur Proppé: Skólastarf og prófa- skipan í deiglunni Ég finn mig knúinn til að leggja orð í belg f þeirri umræðu sem staðið hefur yfir í fjölmiðlum um próf, einkunnir og útskrift nem- enda úr grunnskólum. Segja má að umræðan hafi byrjað með við- tali við Björn Jónsson skólastjóra Hagaskólans í Reykjavík sem birt- ist í Morgunblaðinu 27. febrúar. Viðtal þetta hefur óneitanlega komið skriðu andmæla og athafna af stað, bæði hjá nemendum og öðrum; jafnvel hefur það verið notað til að hefja umræðu um þessi mál á alþingi. Ég hafði tæki- færi til að ræða við Björn opin- berlega í „Kastljósi“ sjónvarpsins föstudaginn 4. mars, en þátturinn var allt of stuttur og enginn tfmi til að brjóta málið til mergjar, jafnvel ekki einu sinni tii að svara fullyrðingum Björns. Ég mun því nota þennan vettvang til að segja hug minn um þessi mál. Ekkert vil ég frekar en opin- bera umræðu um skólamál; en umræðan þarf að vera málefnaleg og skoða verður hvert einstakt mál í samhengi við heildina — annars verður hún engum til góðs. Ábyrgð þeirra, sem skrifa eða láta á annan hátt skoðanir í ljós f fjölmiðlum, er mikil. Um- ræðan að undanförnu hefur í allt of rfkum mæli verið sleggjudóma- og fordómafull og gildi hennar því vafasamt. Við sem viljum kalla okkur skólamenn, berum fyrst og fremst ábyrgð gagnvart nemendum f skólum landsins og okkur ber skylda til að hafa þá ábyrgð í huga þegar við látum í okkur heyra um skólamál. En ég ætla að snúa mér að Birni Jónssyni og öðrum sem haldið hafa uppi svipuðum málflutningi f þessari umræðu. Þrennt virðist mér einkenna mest það sem frá þeim hefur komið; 1) óviljandi eða visvitandi mistúlkun á ein- stökum þáttum þessara prófa- mála, 2) skortur á að tengja ein- staka þætti saman og f jalla þanh- ig um málið í heild og 3) skortur á að skoða málið með samanburði við það fyrirkomulag sem við höf- um haft um árabil eða eitthvert annað fyrirkomulag sem menn gætu hugsað sér að hafa. NV SKIPAN LOKAPRÓFA UR GRUNNSKOLA Vitnisburður sem nemendur fá á komandi vori eftir 9 ára nám f grunnskóla verður fólginn f tveimur og f eðli sínu ólíkum þátt- um. Annars vegar verður sam- ræmt mat í fjórum greinum sem að áliti margra eru lykilgreinar. (Það þýðir ekki að ég sé persónu- lega á sömu skoðun um mikilvægi námsgreina). Hins vegar verður mat kennara á árangri nemenda í öllum námsgreinum og sem flest- um þáttum skólastarfsins. Hvers vegna hefur enginn af gagnrýn- endum nýja fyrirkomulagsins nefnt einu orði þennan nýja og mikilvæga þátt — skólamatið? Gera menn sér ekki grein fyrir að það að auka vægi skólamatsins er miklu mikilvægari breyting fyrir nemendur heldur en þær tiltölu- lega litlu breytingar sem gerðar hafa verið á samræmda matinu? Það að segja nú fyrirfram nokk- urn v^ginn hve margir nemendur af heildarhópnum fái hverja eink- unn á samræmdum prófum er ekki veigamikil breyting í sjálfu sér þar sem dreifing einkunna á samræmdum prófum hefur verið ákveðin fyrirfram f mörg undan- farin ár og áratugi með þvi að hafa prófin af ákveðinni þyngd. A AÐ AFNEMA SAMRÆMD PRÓF? Höfuðmarkmið og tilgangur með notkun samræmdra prófa er að bera saman nemendur og flokka þá. Afleiðingin af því að segja nú til um þessa dreifingu fyrirfram verður að sjálfsögðu sú að fleiri en áður gera sér grein fyrir tilgangi samræmdra prófa og geta þannig vonandi gert upp hug sinn um hvort þeir eru yfir- leitt fylgjandi slfkum samanburði á nemendum eða ekki. Fyrir tæpum tveimur árum (í júni 1975) sagði ég m.a. eftirfar- andi f umsögn um tilgang og framkvæmd samræmdra prófa; Ef ætlunin er að samræmdu prófin verði samkeppnispróf þar sem greining eða flokkun nem- enda er höfuðmarkmið, finnst mér að skylt sé að það markmið verði skilgreint svo að nemendur, foreldrar og kennarar geri sér fulla grein fyrir þvf. Eins og er, Ólafur Proppé sýnast mér þessi próf sigla undir fölsku flaggi. Þorri fólks ályktar að próf þessi séu markmiðapróf, þ.e. að allir nemendur geti náð árangri ef náminu sé sinnt, en í raun hefur flokkun nemenda ver- ið samfléttuð prófun markmiða, sbr. þyngdarstig prófa og prófat- rióa. Ég tel að í grundvallaratrið- um sé hlutfallsviðmiðun eins og innbyggð er í samræmd próf ekki eftirsóknarverð, hvorki próf- fræðilega eða á annan hátt, en ef slik viðmiðun er álitin nauðsyn, t.d. vegna úrvals framhaldsskól- anna, tel ég að upplýsingar um slikar mælingar og einkunnir þurfi að vera auðfengnar öllum hlutaðeigandi og settar fram á auðskilinn hátt. Fjöldi nemenda, foreldra, kennara og annarra hlutaðeigandi hafa, að mínum dómi, rangar hugmyndir um hvað umrædd samræmd próf mæla og hvað einkunnir þýða. í þau tæp tvö ár sem ég hef starfað hjá skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins sem sérfræðingur um mat i skólastarfi hef ég hvað eftir annað á fjölda funda með kennurum og skóla- stjórum út um allt land reynt að benda fólki á hvað felst i prófum sem byggjast á sama tilgangi og samræmd próf, þ.e. flokkun nem- enda. Gera verður þá kröfu til manna sem ræða þessi mál á opinberum vettvangi (a.m.k. skólastjóra stórra skóla og alþingismanna) að þeir geri tilraun til að kynna séa- legan hátt en kasti ekki aðeins fram innantómum fullyrðingum. Eru þeir menn sem hæst hafa haft um þessi mál tilbúnir til að leggja niður samræmd próf og þar með flokkun á nemendum? Eru Björn Jónsson skólastjóri (sá sem hóf umræðuna i fjölmiðlum) eða Ellert Schram (sá sem hóf umræðuna innan sala Alþingis) sammála mér um að ekki eigi að flokka nemendur á grundvelli samanburðar á námsárangri i al- mennu grunnskólanámi, sem stundað er I grunnskóla? Ég veit ekki um skoðanir Ellerts hvað þetta atriði snertir, um það hefur hann mér vitanlega ekkert sagt. En Björn sagði í fyrrnefndum sjónvarpsþætti; „Ég fylgi skil- yrðislaust samræmdum prófum — það er ekkert leyndamál — og það er óhjákvæmilegt að gera samanburð á nemendum". Mér virðist Björn þvf vilja samanburð á nemendum, en helst þannig að fáir geri sér grein fyrir að um samanburð sé að ræða, eins og gert hefur verið um árabil. SÖNN MENNTUN OG NEIKVÆÐ ÁIIRIFPRÖFA Mig furðar oft á hvernig við- ihorfum fólks til þess hvað sé menntun og hvað sé greind er háttað hér á landi. Algengar eru hugm.vndir um að bóklegt nám sé meira virði en verklegt — að meiri „greind“ þurfi til að sinna bóklegum greinum, ég tala nú ekki um til að þjóna svonefndum vísindum, — heldur en til að smiða fallegt og gott borð eða að reka gott bú. En ef við áttum okkur m.a. á hvert hlutverk sam- ræmdra prófa hefur verið og er, verður þetta viðhorf skiljanlegra. Framhald á bls 30 1 Krossviður. 2 Othorn. 3 Láréttir leiðarar 2x4 ”eru aðeins nauðsynlegir á annarri hlið mótanna. 4 Festing fyrir leiðara. 5 Tengijárn fyrir allar veggþyktir, með brotalöm 2 cm inni í vegg. 6 Rifa fyrir lás með 10 cm millibili. 7 Lásfyrir sam setningu fleka. 8 Vinnupallaknekti hengist á mótafleka. 9 Innhorn. I Flekamótin (Form-lok) hafa sannað ágœti sitt erlendis. Seljum og framleiðum flekamót sem í grundvallaratriðum eru byggð á LEGO kubbakerfinu. Mótin eru einföld og handhæg í notkun. Byggið á reynslu okkar. FRAMLEIÐSLA - SALA - LEIGA. Leitið upplýsinga. BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Sigtúni 7, sími 35000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.