Morgunblaðið - 12.03.1977, Page 13

Morgunblaðið - 12.03.1977, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 13 BLðM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. © Fljúgandi diskur (Achimenes) ÁRIÐ 1850 barst grasagarðinum í Ziirich i Sviss fyrsta eintak þessarar skrautlegu og skemmtilegu jurtar frá Vestur-Indíum. Jurtin varð brátt vinsæl og var víða ræktuð. Fyrst í görðum herrasetra og síðan einnig sem ágæt stofujurt. Um aldamótin 1900 dró úr ræktuninni og jurtin gleymdist að mestu á Norðurlöndum I 30—40 ár. En 1934 kom hún aftur fram á sjónarsviðið í Danmörku og varð brátt vinsæl á ný, aðallega sem stofublóm, — einnig hér úti á íslandi. Til eru um 30 tegundir villtra Achimenes- jurta, þar af um 20 í Mið- og Suður-Ameríku, sumar í Afríku. í ræktun eru eingöngu ýmsir bastarðar þessara tegunda og er FLJÚGANDI DISKUR sam- nafn þeirra. Þetta eru hærðar hnúðjurtir með marga granna, safarlka stöngla, 20—30 sm háa að jafnaöi. Blöðin eru gagnstæð á stönglinum, fremur breið, dökkgræn að ofan, en rauðleit að neðanverðu. Blóm- in eru stór og næsta sérkennileg, með langa krónu- pípu sem ber útbreiddan, dálítið skakkan 5-sepóttan fagurlitan kraga. Það er „diskurinn“. Hér eru al- gengastir fagurbláir diskar, en til eru öðruvísi lit afbrigði, rauðfjólublá, hvit eða rauð. Blómin spretta I blaðöxlum á endum sprotanna og geta jurtirnar orðið nær alþaktar blómum. Fljúgandi diskar í góðri rækt blómgast allt sumar- ið og fram á haust. Hentugast er að draga úr vökvun í september. Visnar þá jurtin niður er henni það eðlilegt. Potturinn með rótunum er siðan geymdur á frostlausum stað allt fram í marz-apríl. Þá eru hinir litlu, hristruðu æxlihnúðar grafnir upp, moldin hrist af þeim og þeir síðan gróðursettir á ný í sæmilega frjósama mold, helst ofurlítið blandaða mómylsnu og sandi. Setja má 4—5 hnúða saman í pott sem er 6—8 sm. í þvermál, til bráðabirgða, og gróðursetja síðan ungjurtirnar 4—5 saman i 10—11 sm. pott, svo dæmi séu nefnd. Pottarnir eru settir á hlýjan stað og vökvað vel. Getur þá blómgun byrjað eftir 8—10 vikur. Sumir taka líka hnúðana upp á haustin og geyma þá í sandi. Fljúgandi diskar þurfa góða birtu en þola illa sterkt sólskin og geta þá fengið sólbrunabletti á blöðin. Hin hærðu blöð þola líka illa vatnsúðun og dragsúg. Hægt er að fjölga jurtunum með græðlingum t.d. þegar ungjurtirnar eru orðnar um 15 sm. háar. Er þá brotinn af 5 sm langur sprotabroddur og settur í raka mold undir plastpoka. Pokinn er tekinn af að hálfum mánuði liðnum og festir græðlingurinn venjulega rót á mánaðartíma. Reynið ræktun þessara fagurlitu blóma. Þið mun- uö hafa mikla ánægju af því. I.D. FRÁ LEIBBEININGASTÖB HÚSMJEfiRA^ Góðar matarvenjur Nýlega kom út bæklingur í Danmörku sem heitir „Góóar matarvenjur". En það var Statens Husholdnigsrád sem sá um útgáfuna. I inngangi bæklingsins segir að» mikið sé rætt um hvort breyta eigi matarvenjum Dana. Mörgum finnst ef til vill ósam- ræmi á milli kenninga sem fram koma og bíða eftir því að vandamálin skýrist smám saman. Vitneskja okkar um mann- eldi breytist sífellt og því er eðlilegt að stöðugt komi fram nýjar kenningar. Svo má ekki gleyma að maturinn sem vió leggjum okkur til munns þarf að vera bragðgóður, við þurfum að hafa getu til að borga þau hráefni sem með þarf og þar að auki þarf að vera auóvelt að matreiða hann. Hins vegar eru kenningar hinna ýmsu næringarefnasér- fræðinga með svipuðu móti i aðalatriðum. Telja Danir því ástæðulaust að draga að breyta matarvenjum sínum. Það má gera með auðveldu móti með þvi að fara eftir þeim fimm reglum sem hér verða settar fram. 1. Borðið magurt fæði Um 45% af þeirri orku sem við fáum úr fæðunni stafar frá fitu. Hlutdeild fitunnar þarf að minnka, svo að hún verói á milli 25 og 35%. Til þess að ná þvi marki ber að velja magran ost, magurt kjöt og magrar mjólkurafurðir og minnka notkun feiti í matreiðslunni og ofan á brauð. 2. Haldið spart á svkrinum Sykur gefur mikla orku en engin byggingarefni til vaxtar og viðhalds þ.e.a.s. vítamín, steinefni og prótein (hvita). Það er þvi óhætt að minnka sykurneysluna, m.a. mætti tak- marka s.vkurnotkunina við matargerð. Svkur sundrast ekki nema að litlu leyti í meltingarfærunum og fer því fljótt yfir i blóðið. Sá hluti af s.vkrinum sem ekki er notaður til orkumvndunnar myndar fitulög sem setjast í likamsvefina. Mikil sykurne.vsla veldur of- fitu og tannskemmdum. 3. Borðið gróf matvæli Fæðan í dag er i mörgum tilvikum allt of fingerð og hreinsuð og er þvi allt of lítið af tréni eða hrati (ómeltanlegu kolvetni) i henni. Þar sem tréni hefur góð áhrif á meltinguna er áriðandi að fæða okkar verði grófari en hún er nú og þar með rikari af tréni. Með þvi að borða gróft fæði fá tennurnar einnig hæfilega þjálfun. Tréni fáum við aðallega með því að borða gróft brauð, grjón, grænmeti og ávexti. 4. Borðið alhliðu mat Mjög áriðandi er að borða margar mismunandi fæðuteg- undir en ekki alltaf þær sömu. Þá eru likur til þess að vió fáum öll þau næringarefni sem nauðsynleg eru og ekki of mik- ið af eiturefnum (úr nátt- urunni eða efni sem maðurinn hefur skapað). 5. Borðið ekki of mikið Ef likamsþunginn er hæfi- legur við 20 ára aldurinn á hann að haldast ævilangt. Borðið mátulega mikið. svo að vogin sýni ávallt það sama. 6. Hreyfið vkkur Athugið að hre.vfa vkkur dag- lega og halda líkamanum i þjálfun. S.II. OPNUM ÍDAG GLÆSILEGA VERSLUN Í EICIN HÚSNÆDI AD ÞINGHOLTSSTRÆTI2 GRAFELDUR HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.