Morgunblaðið - 12.03.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
21
Heilsuverndarhjúkrunarfræðingur mælir blóðþrýsting hjá eldri sjúklingi.
Reglulegar blóðþrýstingsmælingar minnka hættuna á hjarta-áfalli og heila-
blóðfalli i því héraði Finnlands, sem hættan á hjarta — og æðasjúkdómum er
mest.
notuð til að mæta fram-
kvæmdarþörfum þessarar
rannsóknaráætlunar, þ.e.a.s.
að reyna að hefta þessa ný-
tízku „farsótt".
Af þvi að vandamálið
snertir raunverulega lifnaðar-
hætti og siði ibúanna, og
verkefnið er að breyta þeim,
er nauðsynlegt að sem flestir
taki þátt í að leysa það. Það
reyndist auðveldara að
hrinda verkefninu i fram-
kvæmd vegna mikillar al-
mennrar þátttöku frá byrjun.
Hin heilsufarslega upplýs-
ingaherferð hefur haft i för
með sér félagsleg áhrif á
breiðum grundvelli, svo sem
breytingará framleiðslu og
sölu matvæla, og einnig er
hér gripið inn á svið fjölda
embættismanna og félags-
samtaka, og sérstaklega þó
hvað viðkemur stórum hópi
húsmæðra. Hérereinnig um
að ræða þjálfun á kennurum
á heilsufarslega sviðinu og
skipulagningu á starfsemi til
upplýsinga almennings.
Verkefnið til varnar reyk-
ingum, nær yfir stöðugar
heilsufarslegar upplýsingar
gegnum útvarp, dagblöðog
auglýsingabæklinga. Reglu-
legri ráðgjöf er beitt í barna-
og mæðraskoðunum, í skól-
um og í heilsufarsskoðunum
á hermönnum, við heilsufars-
legar leitarrannsóknir og
meðal þeirra er hafa mikla
hættuþætti, svo sem fólk
með háþrýsting og hjarta-
sjúkdóma. Sérstakir „gegn
reykingum" hópar eru settir á
stofn í öllum þorpum. Þjálfun
og ráðgjöf gegn reykingum
og heilbrigðisleg þjálfun í
þessum efnum er gefin hin-
um ýmsu starfshópum hér-
aðsins. Að lokum hafa verið
bannaðar reykingar á öllum
opinberum stöðum.
Háþrýstingsverkefnið, sem
er hluti af sameiginlegri
rannsóknaráætlun Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinn-
ár, er að taka til meðferðar
fólk, sem finnst við rannsókn
á heilsugæzlustöðvum með
ákveðinn hækkaðan blóð-
þrýsting. Þeir, sem eru í slíkri
hættu, eru skráðir, fylgt eftir
reglulega aðallega af hjúkr-
unarfræðingum, sem fengið
hafa sérlega þjálfun í því
starfi. Læknir rannsakar
hvern sjúkling árlega og færir
rannsóknir sínar á sérstaka
skýrslu í háþrýstingsskrán-
inguna. Hjúkrunarfræðingar
hafa á hendi heilsufarslega
kennslu um háþrýsting og
aðra hættuþætti. Þær kalla
einnig inn þaðfólk, sem
mætir ekki í árlegt eftirlit.
Rannsóknarverkefnið í
Norður-Kirjála héraði er opin-
ber framkvæmd finnskra
heilbrigðisyfirvalda, þannig
aðframkvæmd og stjórnun
er bundin venjulegri heilbrig-
isþjónustu héraðsins. Deild
heilbrigðismála og félags-
mála héraðsins hefirábyrgð
á framkvæmdum áætlunar-
innar með ráðgjöf sérstaks
hóps rannsóknarmanna.
Verulegur hluti rannsókn-
arverkefnisins er að mæla
niðurstöður vísindalegra
rannsókna og tlmamörkin
eru fimm ára, tímabilið
1 972— 1 977. Rannsóknar-
verkefnið þarf að sýna gagn-
semi sína, áhrif og útgjöld,
og fá fram alhliða mynd af
áhrifum þess á héraðsbúa.
Rannsókn þessi er fram-
kvæmd af sameinaðri mið-
stöð, sem er í sambandi við
háskólann í Kuopio.
Stöðug skipulagning áætl-
unarinnar er nátengd þjóð-
legum undirtektum við þessa
rannsókn, sem verðuræjá-
kvæðari þegar niðurstöður
safnast fyrir. Markmiðiðer
að nota niðurstöður, og
reynslu á þessu fyrsta rann-
sóknarsvæði í Norður-
Kirjálahéraði sem uppistöðu
fyrir eftirlit og meðferð á
hjarta-og æðasjúkdómum I
öllu Finnlandi. Endanlegt
mat á niðurstöðum verður
framtíðarleiðatvísir á þessu
sviði fyrirfinnsku þjóðina
Þrátt fyrir skort á læknis-
fræðilegri þjónustu hefur
stjórn og framkvæmd að-
gerða tekist vel og verið vel
tekið af íbúum og starfsfólki.
Þátttaka í rannsókninni og á
leitarstöðvum er um 90% og
starfsfólkið, sérlega þó hjúkr-
unarkonur, hafa unnið heils-
hugar að framkvæmdinni.
Fyrsta uppgjörið sýnir að
hin tveggja og hálfs árs
gamla áætlun hefur náð til
flest allra íbúanna. Prósentu-
tala miðaldra karla sem
reykja, hefur minnkað frá 54
i 42. Þar sem mestur hluti
allrar fitu, sem neytt er i
héraðinu er dýrafita, hefur
verið lögð mikil áherzla á að
breyta þessum neyzluvenj-
um Prósentutala miðaldra
karla, sem neyttu mjólkur
með lágu fituinnihaldi jókst á
J
sama timabili frá 1 7 i 72.
Blóðþrýstingur var mældur
hjá öllum fullorðnum i hérað-
inu á rannsóknartimabilinu,
og prósentutala miðaldra
karla, sem notuðu blóðþrýst-
ingslækkandi lyf jókst frá 3
til 9. Skráning háþrýstings-
fólks sýndi að blóðþrýstingur
hafði lækkað í þessum hópi,
sem telur 1 6.000 manns.
Um allt héraðið hafa verið
komið á fót starfshópum sem
hafa með að gera endurhæf-
ingu og fyrirbyggjandi að-
gerðir til varnar endurtekn-
um kransæðastíflum.
Það er auðvitað of snemmt
að segja til um ákveðnar
breytingará dánar- og sjúk-
dómstíðni. Samt sem áður
virðist skráningin þó sýna að
tala hjarta-áfalla vex ekki
lengur, og frá byrjun þriðja
árs rannsóknarinnar hefur
tala heilablóðfalla farið fækk-
andi i héraðinu. Hér er um að
ræða fyrsta uppgjör og hafa
niðurstöður ekki verið sam-
ræmdar héraðinu, sem haft
er til samanburðar. Sú
reynsla sem fengist hefur i
Norður-Kirjálahéraði með
þessum rannsóknaraðgerð-
um bendirtil, aðeftirlit með
hjarta- og æðasjúkdómum í
ákveðnu héraði með sér-
hæfðu starfsliði og þjónustu
hafi borið heilsufarslegan
árangur. Álita verður, að
svæði þetta hafi takmarkaða
læknisfræðilega þjónustu
samanborið við flestar hinar
þróuðu þjóðir. Hinarjákvæðu
niðurstöður, sem að ofan
getur, gætu verið að þakka
þeim almenna og mikla
áhuga sem rannsóknin hefur
hlotið i héraðinu og vegna
kerfisbundinnar sérhæfðrar
þjónustustarfsemi. Framtiðin
á eftir að leiða i Ijós, hver
verður endanlegur heilsufars-
legur árangur rannsóknarinn-
ar.
Pylsur framleiddar í héraðinu eru
vinsæl fæðutegund. Góð samvinna
tókst við verksmiðjustjórnina um að
minnka fituinnihald i pylsunum.
Heilsuverndarhjúkr-
unarfræðingur i
heimsókn á af-
skekktum sveitabæ.