Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itstjórna rf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 60.00 kr. eintakið. Stáliðnaðurinn aftur á uppleið Talsmenn og málgagn Alþýðubandalagsins halda áfram að hamast gegn áformum um nýjar stóriðjuframkvæmdir á Islandi, sem engin eru til eins og alþjóð veit. En þessi vindmyllubardagi Alþýðu- bandalagsins gefur tilefni til að rifja upp stóriðjusögu þess flokks á slðustu árum. Sú saga er býsna frábrugðin þeirri mynd, sem áróðurs- menn Alþýðubandalagsins reyna nú að draga upp af stefnu flokksins f stóriðjumálum eða öllu heldur af meintri andstöðu flokksins við stóriðju á tslandi. Eins og kunnugt er fór Alþýðubandalagið með orku- og iðnaðarmál i vinstri stjórninni sálugu. Svo mikill var áhugi Alþýðubandalagsins á stóriðju hér á landi í tengslum við stórvirkjanir, að haustið 1971 skipaði ráðherra Alþýðubandalagsins sérstaua nefnd til þess að eiga viðræður við erlenda aðila, sem kynnu að hafa áhuga á að byggja upp orkufrekan iðnað f samvinnu við tslendinga. Það gefur auga leið, að ef Alþýðubandalagið hefði verið andvfgt hvers konar stóriðju, hefði flokkurinn aldrei haft frumkvæði að þvf að setja á stofn slfka nefnd. Þvert á móti hefði Alþýðubandalagið þá væntanlega neitað að standa að hvers kyns viðræðum við erlenda aðila um stóriðju. Þessi nefndarskipan leiddi m.a. til viðræðna við bandarfska fjöl- þjóðafyrirtækið og auðhringinn Union Carbide. Nú halda talsmenn Alþýðubandalagsins þvf fram, að þær viðræður hafi á vinstri stjórnar tfmum leitt til neikvæðrar niðurstöðu og að sú afstaða Alþýðubanda- lagsins hafi legið fyrir á þeim tfma. Þetta er algjörlega rangt. IQ bréfi, sem ráðherra Alþýðubandalagsins ritaði forsvarsmönnum Union Carbide f maf 1974 var frá þvf skýrt, að rfkisstjórnin hefði til meðferðar drög að samningi milli tslands og Union Carbide um rekstur málmblendiverksmiðju f Hvalfirði. t bréfi þessu skýdir ráð- herra Alþýðubandalagsins orðrétt svo frá að hann hafi „notið þeirrar ánægju að hitta fulltrúa yðar og ræða við hann um framgang þessa sameiginlega fyrirtækis okkar“, og ráðherra Alþýðubandalagsins skýr- ir fulltrúa Union Carbide ennfremur frá þvf að stjórnmálaástandið hafi valdið þvf, að honum hafi þótt „óráðlegt að leggja fyrir Alþingi frumvarp um járnblendiverksmiðjuna á þeim tfma, sem við höfðum upphaflega áformað“. En til frekari áréttingar þvf að Alþýðubandalag- ið hafi jákvæða afstöðu til þessara samningsdraga og samvinnu við Union Carbide segir ráðherra AQLÞVÐUBANDALAGSINS 1 ÞESSU SAMA BRÉFI TIL HINS BANDARlSKA AUÐHRINGS, AÐ HANN VILJI „fullvissa yður um, að stjórnin og ég sjálfur, erum þeirrar skoðunar, að ákvæði og skilmálar, sem rætt hefu ■ verið um við yður, eru aðgengileg f öllum meginatriðum og við höfðum og höfum enn sterkan og áframhaldandi áhuga á framkvæmd þessara áforma sem allra fyrst.“ Af þessum tilvitnunum f bréf ráðherra Alþýðubandalags- ins til hins bandarfska auðhrings má sjá, að það er alrangt, sem haldið er fram f forystugrein Þjóðviljans f gær, að athuganir Alþýðubanda- lagsins á uppbyggingu málmblendiverksmiðju f Hvalfirði hafi leitt til neikvæðrar niðurstöðu. Þvert á móti lýsir fulltrúi þess f rfkisstjórn- inni þvf yfir við forystumenn hins bandarfska stórfyrirtækis, að það sé ósk hans og ásetningur að koma sameiginlegum áformum Union Carbide og Alþýðubandalagsins f framkvæmd! Til frekari staðfestingar á hinum mikla áhuga Alþýðubandalagsins á stóriðjuframkvæmdum vfðs vegar um landið er svar sem taismaður Alþýðubandalagsins f stóriðjumálum gaf á Alþingi f janúar 1974, er hann var spurður um stóriðnað á Norðurlandi. t þessu svari sagði talsmaður Alþýðubandalagsins: „Þvf fer mjög fjarri." (að það sé stefna stjórnarinnar, að ekki rísi upp orkufrekur iðnaður á Norður- landi). „Ég tel það vera ákaflega mikilvægt atriði, að meiriháttar fyrirtæki af slfku tagi rfsi ekki aðeins hér á Suðvesturlandi heldur einnig á Norðurlandi og Austf jörðum, þar sem aðstæður eru hentugar til þess. Og þær aðstæður eru vissulega hentugar bæði á Norðurlandi og á Austfjörðum". Siðan ræðir talsmaður Alþýðubandalagsins f þessum umræðum um virkjunarmöguleika á Norðurlandi og nefnir Dettifossvirkjun f þvf sambandi og segir: „þá virkjun yrði greinilega að tengja við einhvern orkufrekan iðnað, sem mundi þá að eðlilegu rfsa á Norðurlandi". Þetta eru sem sagt ummæli fulltrúa Alþýðu- bandalagsins á Alþingi í janúarmánuði 1974 og til enn frekari sönnunar á áhuga Alþýðubandalagsins á uppbyggingu stóriðju á tslandi skal þess getið að á tfmum vinstri stjórnarinnar óskaði norska fyrirtækið Norsk Hydro eftir þvf að byggja álver hér á landi. Þá var það fulltrúi Alþýðubandalagsins f rfkisstjórn, sem benti hinu norska fyrirtæki sérstaklega á að rannsaka möguleika á Austurlandi og Norðurlandi og þá fyrst og fremst f Eyjafirði, þannig að hugmyndir um álver f Eyjafirði eru komnar frá Alþýðubandalaginu sjálfu og fulltrúum þess. Þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna fram á, að allan vinstri stjórnar tfmann barðist Alþýðubandalagið markvisst fyrir uppbygg- ingu stóriðju á tslandi. Sérstök nefnd var sett upp að frumkvæði þess flokks til þess að ræða við erlenda auðhringa um uppbyggingu stóriðju á tslandi. Alþýðubandalagið var frumkvöðull að samningunum við bandarfska auðhringinn Union Carbide um málmblendiverksmiðju f Hvalfirði. Og eitt af síðustu verkum fulltrúa þess f rfkisstjórn vorið 1974 var að lýsa yfir áframhaldi áhuga á þeim framkvæmdum. Alþýðubandalagið tók vel f óskir Norsk Hydro um byggingu ál- verksmiðju á tslandi og benti sérstaklega á Norðurland og Austurland og þá einkum Eyjafjörð í þvf sambandi og það liggur fyrir yfirlýsing frá fulltrúa Alþýðubandalagsins á Alþingi um, að það sé stefna Alþýðubandalagsins, að stóriðja rfsi á Norðurlandi eða Austurlandi. Það er með öllu þýðingarlaust fyrir Alþýðubandalagið að halda áfram stóriðjuumræðum út f biáinn. Flokkurinn hlýtur að viðurkenna þá stefnu, sem mörkuð hefur verið á hans vegum, ellegar afneita þeim, sem hana mótuðu, með öllu. Toccataogfúgaíi Hort og sleggjan Nú verður Hort að nota sleggjuna ef þetta á ekki að fara í hund og kött,“ sögðu menn á Loftleiðahótelinu í upp- hafi 6. einvigisskákarinnar á Loftleiðahótelinu á fimmtu- dagskvöldið. „Hann hlýtur að luma á einhverju," bætti einn af þeim sem lengra er kominn við. Byrjunin er drottningargam- bítur og hann alls ekki nýr af nálinni. „Ennþá jafnefli," segir Jón Þorsteinsson og síður en svo eggjahljóð í honum. Ég er kominn á þá skoðun að Hort sé meir en litið hjátrúar- fullur, og það mætti segja mér að hann tryði á drauga eins og Þórbergur heit- inn. Ég tók eftir því i dag, þegar ég sá hann spranga um gólf i anddyri hótelsins að hann var uppábúinn, já, glerfínn með siifsi og allt mögulegt. Mér datt i hug að hann ætti kennski af- mæli eða eitthvað svoleiðis; en viti menn, þegar kappinn kemur þrammandi á hólminn er hann kominn í sömu fötin og hann Bragi lýsti svo snyrtilega i Dagblaðinu í hinni vikunni. Einsog gengur og gerist erh margar skoðanir á lofti um framgang taflsins og ég hey.ri eftir Smyslov, að nú eigi Spassky i erfiðleikum. Annars er það athyglisvert hvað þetta gengur allt snurðu- laust hér norður í hafsauga, engin taugaveiklun, ekki kvart- anir og kapparnir spóka sig i sólskinsskapi. Ég hef heyrt að Hjálpræðis- herinn í Hollandi sé mjög ágengur við að bjarga glötuðum sálum og sögumaður minn kvað það algengt, að þegar farmenn kæmu til Amsterdamms eftir langa útivist og ætluðu að gera sér glaðan dag yfir glasi af „sénna“ ásamt með fínni sýslu- mannsfrú upp á síðuna þá mættu þeir eiga von á her- mannahópi með fyrirbænum og björgunaraðgerðum og margir hverjir fylltust iðrun og jafnvel vötnuðu músum og stæðu upp í miðjum kiíðum. Vonandi eigum við iýðræðis- sinnar ekki eftir að uppiifa það að KGB-menn leigi einhverja lúðrasveitina og láti hana pipa fyrir utan Loftleiðahótelið ef eitthvað fer að hallast á Spassky. Einhver nafni forset- ans heitins, ég á við Jóns Sig: urðssonar, var að senda mér og skáksambandsstjórninni skeyti i Velvakanda og fannst mér það orð i tíma töluð, því auðvitað nær það ekki nokkurri átt að blað þjóðarinnar fari að skrifa nýtt gerskt ævintýri. Það var svosem nóg að Laxness skyldi flaska á þvi hér um árið. Ég bið alla velvirðingar á mistökum minum, ef ég hef hallað á tékk- neska björninn. Skákin sniglast áfram, menn- irnir í eltingaleik um borðið og ég fæ ekki betur séð en bangsi sé kominn á afturfæturnar og ætli sér að nota báða fram- hrammana og rota svo um mun- ar. Rússneska ljónið skýtur upp kryppunni, smýgur undan og malar í rólegheitum þess á milli. Við höfum komið okkur upp kaffikönnu í blaðamannaher- berginu. Við, eða öllu heldur undirritaður, fékk að láni skin- andi fallega könnu hjá Kynnis- ferðum sem eru til húsa í einu skoti anddyris hótelssins. Jón „Skírari“ og Co. Petrosjan hefur oft leikið þennan drottningargambít og þá valið svokallaða uppskipta- leið, segja þeir spekingarnir sem lagt hafa undir sig ganginn fyrir framan Kristalssalinn. Auðvitað hitta þeir alltaf á réttu leikina eða næstum þvi og ljósin blikka sem þýðir að þeir eigi að hafa hljótt. Jóni „skir- ara“ liggur hátt rómur enda vill hann gjarnan koma sínum skoð- unum að en á óhægt um vik fyrir þeim lnga R. og Ingvari Ásmundssyni auk smærri spá- manna. „Það verða erfiðari kombinationir þegar þú verður kominn i samninganefndina,“ laumar einhver að Jóni, þvi eins og allir vita þá er Jón Þ. einn af fremstu sáttasemjurum okkar i vinnudeilum. Jón glott- ir og segist engu kvíða. Já, flétt- urnar eru þungar og djúpar og Jón rektor Böðvarsson i Kefla- vik er áhyggjufullur yfir að hafa lagt á sig þetta erfiði til að horfa á eitt jafnteflið í viðbót. I morgun var starfskynning á Loftleiðahótelinu fyrir börn og unglinga og meðan þau hjón Spassky og Marina eru að snæða skömmu áður en skákin hefst hópast börnin að borðinu til þeirra og biðja um eigin- handaáritanir. Þau hjón bregð- ast vel við og á mörkunum að þau hafi matarfrið. Gunnar Örn blaðamaður á Þjóðviljanum er maður dagsins því hann náði viðtali við Kortsnoj í gærkvöidi, sem sennilega gerir hann ég á við Gunnar heimsfrægan ef vel verður á haldið. Hingað er kominn Atli Heimir og frú, en tónskáldið hefur líklega ekki staðist freist- inguna af því ég nefndi nútima- mússik í siðasta pistii mínum. Flótti Á skákborðinu er áframhald- andi eltingarleikur eða skessu- leikur öllu heldur. Einn gang- inn er það Spassky sem eltir og Hort hörfar og maður nær varla að depla augum þegar Hort er skyndilega orðinn kötturinn og Spassky músin. Ekkert spenn- andi gerist og klukkan komin á tíunda timann og kapparnir beita stungu- og lagvopnum til skiptis en ná jafnan að komast undan á flótta. Já, þetta er ein- mitt flóttaskák og kannski er henni alltof hátt gert undir höfði að nefna hana eftir einu fegursta tónverki Bachs, en ykkur lesendum minum að segja þá veit ég enga betri af- slöppun en að hlusta á Bach þegar illa stendur i bólið hjá mér. Ég veit sem er að báðir eru hólmgöngumennirnir smeykir, Hort er hræddur um að missa leikinn niður I jafn- tefli og óttinn læðist lika að Spassky, að hann tapi forskot- inu. Heima i Álftamýrinni bíða mín gestir þar á meðal litið afabarn sem komið er alla leið frá Isafirði til að hjálpa mér að skrifa um skákina og alla ljótu kallana á Loftleiðahótelinu. Húri er búin að hringja í mig litla daman og bjóðast til að koma undir eins en ég komst að eftir Björn Bjarman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.