Morgunblaðið - 12.03.1977, Side 31

Morgunblaðið - 12.03.1977, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 31 UNGLINGAHLAUP erfyrir- bæri sem orðið hefur ákaflega vinsælt hin sfðari ár. Vfðs veg- ar um land hafa fþróttafélög efnt til slfkra hlaupa með góð- um árangri. Tilgangurinn hef- ur oftast verið sá að stefna unglingum saman i keppni á félagslegum grundvelli til að efla þroska þeirra og áhuga en hin sfðari ár hafa margir fremstu frjálsfþróttamenn þjóðarinnar hafið feril sinn f þessum hlaupum. Oftast er um aldurflokkakeppni að ræða, þar sem hver unglingur keppir við jafnaldra sfna. 1 seinni tfð hef- ur meir og meir rutt sér til rúms það fyrirkomulag að efna til hlaupa þar sem uppistaðan f keppninni er keppni á mifli bekkjardeilda f skólum, og keppni skóla f milli. Eitt slfkt hlaup er Austur- bergshlaup fþróttafélagsins Leiknis f Beiðholti. Þetta hlaup er f dag sennilega vinsælasta unglingahfaup á fslandi, að Vfðavangshlaupi tslands undanskyldu, sé f jöldi þátttak- enda hafður f huga. Fyrst var efnt til Austurbergshlaupsins um haustið 1975 og mættu þá um 35 börn til leiks. Fvrsta hlaup þessa vetrar sló hins veg- ar öll fyrri met hvað þátttöku snertir þvf þá mættu hvorki meira né minna en 286 börn til leiks. Keppt er á vegalengdum frá 600—1000 metra og er keppnin bekkjakeppni milli skóla f Breiðholti, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla og Öldusels- skóla. Að jafnaði hefur verið hörð keppni á milli bekkjanna, en fyrirkomulag keppninnar gerir það að verkum, að því fleiri sem hlaupa fyrir bekkinn þvf betur kemur hann út úr keppninni. f þessu vinsæla keppnisformi frjálsíþrótta hafa nokkur börn verið með frá upphafi, að sögn upphafsmanns og aðalskipu- leggjanda Austurbergshlaup- anna, Sigvalda Ingimundarson- ar, fþróttakennara og frjáls- fþróttaþjálfara Leiknis. Sagði Sigvaldi að það væri von þeirra Leiknismanna að út úr hlaup- um þessum kæmu einhverjir stórhlauparar framtfðarinnar, en nú þegar væru margir mjög efnilegir krakkar sem væru að jafnaði meðal þátttakenda. „En við lftum þó miklu fremur á þessi hlaup sem ánægjulegt framlag til eflingar þroska barnanna. Hjá þeim rfkir að jafnaði mikil keppnisgleði, en hún grundvallast ekki á hugsuninni um harða keppni við fmyndaðan andstæðing heldur öllu fremur af ánægj- unni af að vera með,“ sagði Sigvaldi. Séu myndirnar á sfðunni skoðaðar, kemur það berlega f Ijós að þátttaka barnann ein- kennist af ánægjunni af að vera með. Og myndirnar, sem Jóhannes Long tók, lýsa Ifka miklu betur en nokkur orð áhuga barnanna á hlaupunum, keppnisgleðinni, svo og allri þeirri skipulagningu sem að jafnaði liggur að baki hlaupum sem Austurbergshlaupi Leikn- is. —ágás. Anægjan af að vera með einkennir þátttökuna MYIMDIR: JÓHANNES LONG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.