Morgunblaðið - 12.03.1977, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
VIÐSKIPTI
Umsjón: Pétur J. Eiriksson
99
„Almennt talaó þá
virðast mér þær vörur,
sem ég sé í verzlunum
hér á landi, ekki hafa
náð sama gæðastigi og er
í Evrópu og í Banda-
rikjunum.“
ff
I vetur hefur brezkur sér-
fræðingur í smásölu-
verzlun komið hingað i tvö
skipti og starfað með og
leiðbeint starfsfólki Hag-
kaups í Reykjavík. Sér-
fræðingur þessi heitir
Stanley Carter og starfar
hann fyrir samtökin
British Executive Service
Overseas, BESO, en þessi
samtök eru að hluta til
fjármögnuð af ráðuneyt-
inu um þróun erlendis.
Carter kom fyrst til Hag-
kaups í byrjun september
síðasliðinn og var fram í
lok nóvember. Síðan kom
hann aftur eftir áramót og
hefur verið með Hagkaups-
fólkinu undanfarnar vikur.
Carter sagði í samtali við
Morgunblaðið, að tilgangur
BESO væri að veita
ókeypis sérfræðiþjónustu
við uppbyggingu fyrirtæka
í þróunarlöndunum, ekki
sízt í nýfrjalsum ríkjum
Afríku. Samtökin hafa á
sínum snærum sér-
fræðinga i svo til öllum
sviðum rekstrar, fram-
leiðslu og viðskipta og að
mest væru það menn, sem
komnir væru á eftirlaun,
en væru reiðubúnir að fara
utan um tíma til að
leiðbeina.
„ísland var eiginlega
ekki á listanum yfir þær
þjóðir, sem fttu að njóta
þessarar aðstoðar, en utan-
ríkisráðuneytið í London
beitti sér fyrir því að ég
yrði sendur hingað þegar
óskir bárust um það frá
íslandi. Þetta var í lok
þorskastríðsins og ráðu-
neytió leit á þetta sem lið í
að bæta sambúðina við ís-
lendinga." sagði Carter.
„Það æxlaðist því svo að
ég kom til Hagkaups sem
alhliða viðskiptaráðgjafi.
Helzta vandamál fyrir-
tækisins virtist vera það,
að það hafði vaxið mjög
hratt á mjög stuttum tíma
og Pálmi Jónsson, eigandi,
gerði sér fulla grein fyrir
því að stærð fyrirtækisins
var orðin skipulagi þess of-
viða.
Það voru þrír megin-
þættir, sem við tókum til
meðferðar. í fyrsta lagi að
Stanley Carter — I Evrópu fara meir en 90% matvælainnkaupa fram í stórmörk-
uðum.
Reykjavlk er ekki ennþá
orðin Mekka neytandans
bðta rekstrarbókhaldið
þannig að hægt væri að
fylgjast betur með gangi
rekstrarins viku fyrir viku
og deild fyrir deild.
Því næst var hugað að
birgðaeftirliti. í því felst
ýmislegt en megintil-
gangurinn er að fylgjast
með hreyfingum hinna
ýmsu vara, og gera sér
grein fyrir því hvaða vörur
seljast og hverjar ekki.
Með góður birgðaeftirliti
getur fyrirtækið forðast
vörur, sem seljast illa, og
tryggt jafnframt að vörur,
sem njóta mikillar eftir-
spurnar séu stöðugt fáan-
legar.
Þriðja atriði var að meta
notkunina á plássi. Þar
gátum við gert miklar
endurbætur og aukið hag-
kvæmni í notkun
húsnæðisins.
Síðan eyddum við
miklum tima í ýmsa þætti
innkaupatækni, eins og að
gera okkur grein fyrir.
hvaðan við fáum vörurnar,
hvar bezt sé að gera
innkaup og hvernig bezt sé
að haga þeim og hvers
„Hvarf heildsölukerfisins í Bretlandi leiddi 99
tt til 10 til 15% lækkunar á vöruverði.“
konar vörur eigi að kaupa
inn. Tilgangurinn með
þessu var að fá betra fram-
boð af betri vörum á lægra
verði. Við náðum góðum
árangri þannig að þó að
verðið hjá Hagkaup hefði
verið lágt fyrir, þá tókst
okkur að lækka það meira
meðal annars með því að
kaupa sjálfir beint frá til
dæmis Bretlandi í stað þess
að kaupa í gegnum heild-
sala.“
2Stanley Carter hefur mikla
reynslu af smásöluverzlun. Hann
starfaði í áratugi fyrir verzlunar-
keðjuna John Lewis i Bretlandi
og sat í stjórn fyrirtækisins. Hann
var jafnframt aðalframkvæmda-
stjóri vöruhúss John Lewis í Ox-.
ford Street í London og siðustu 10
ár var hann yfirmaður matvæla-
hluta John Lewis samsteypunnar,
Waitrose, sem bæði sér um fram-
leiðslu, pökkun og dreifingu á
matvælum og vöruþróun. En nú
er hann kominn á eftirlaun,
„Þégar ég kom til Hagkaups
gengu viðskiptin mjög vel og
fyrirtækið var vel rekið, en hafði
eins og ég sagði áðan, ofvaxið. Við
lögðum hart að okkur við að bæta
reksturinn og starfsfólkið vann
langan vinnudag f því skyni.
Upprunalega átti ég aðeins að
vera hér í þrjá mánuði, en ég varð
mjög hrifinn af fyrirtækinu og
hugmyndum Páls um rekstur
þess. Tilgangur hans er ekki að
reka viðskipti til að skapa sjálfum
sér góð lifskjör heldur hefur
hann þá hugsjón að geta veitt
samfélaginu góðar vörur á hag-
stæðu verði, auðvitað jafnframt
því að reka fyrirtækið vel. Ég gat
ekki annað en hrifizt af þessu,
þannig að þegar Pálmi bað mig að
koma aftur, þá varð ég mjög
ánægður og sagði strax já“ sagði
Carter.
Um helztu vandamál íslenzkrar
smásöluverzlunar, eins og hann
sér þau, sagði Carter:
„Mesta vandamálið tel ég vera
fjarlægð upprunastaðar margra
vörutegunda frá islenzka smá-
sölumarkaðinum, sem auðvitað
stafar af litlum iðnaði hér á landi.
Þetta leiðir svo til þess að langur
tími liður frá þvi að varan er
pöntuð þar til hún kemur. Þetta
skapar þá miklu hættu að vöru-
skortur verði hjá verzlunum. Það
er léleg verzlunarmennska að láta
sig vanta vörur, því þar með ér
maður að valda neytendum óþæg-
indum. Þetta veldur einnig
ýmsum aukakostnaði, svo sem við
sérstaka pökkun, flutninga og
tryggingar, sem gerir vörurnar
dýrari og minna seljanlegar.
Skattakerfið hér á landi veldur
þvi einnig að verðlag er geysilega
hátt miðað við önnur Evrópulönd.
Óbeinir skattar eru hér mun
hærri en til dæmis i Bretlandi,
þar sem mestur hlutinn af tekjum
rikisins er af tekjusköttum, sem
geta orðið allt upp í 98% af
tekjum manna. Óbeinu skattarnir
þrýsta upp verðlaginu hér á
Islandi, en á móti kemur auðvitað
að þið haldið meiru af tekjum
ykkar eftir en Bretar.
Annað atriði, sem heldur uppi
verði er heildsalakerfið." saeði
Rætt við
Stanley
Carter,
viðskipta-
ráðgjafa
Hagkaups
Carter, „Heildsalar hafa að mestu
horfið af sjónarsviðinu í öðrum
löndum Evrópu og flestar
verzlanir panta vörur sínar beint
frá framleiðanda. Hnignunar-
skeið heildverzlunarinnar i Bret-
landi var á milli 1930 og 1945 og
því fylgdi mikið stríð, hótanir og
erfiðíeikar. Það má fullyrða að
hvarf heildsölukerfisins hafi leitt
til 10 til 15% lækkunar á vöru-
verði. Hér á landi hafa heildsalar
sterkari tök á markaðnum vegna
þess að flestar smásöluverzlanir
eru of litlar til að flytja sjálfar
inn og ef þær gera það þá veldur
hinn langi afgreiðslutími þeim
erfiðleikum. Ekki þar fyrir að
afgreiðslutiminn er einnig oft
erfiður fyrir heildverzlanir
þannig að þær verða uppiskroppa
„Ég held að afskipti ríkisins af markaðnum ••
hafi yfirleitt slæm áhrif og haldi alls ekki
verðlagi niðri.“