Morgunblaðið - 12.03.1977, Side 36

Morgunblaðið - 12.03.1977, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 Sigurlaug Eyjólfs- dóttir - Minningarorð Fædd 23. október 1894. Diin 1. marz 1977. „Ég bið hana Sigurlaugu mfna bara að prjóna nýja peysu á þig,“ var viðkvæðið hjá móður undirrit- aðs, þegar eitthvað hafði bjátað á með hlffðarflfkina f hinum ýmsu atburðum unglingsáranna. Og peysurnar komu, þessar þéttu, hlýju ullarbandspeysur, hæfiiega rúmar og mátulegar f hálsinn, svo ekki sé minnzt á hvað íslenzkt veðrabrigði máttu sfn lftið gegn þeim. Þær urðu margar peysurnar frá henni Sigurlaugu og hver einasta bar henni vitni. Traustar og hlýj- ar, eins og persónugerving þeirra kvenlegu eiginieika, sem skiiaði fsienzkri þjóð um eld og fs í þús- und ár. Þegar ég kynntist Sigurlaugu fyrst, var hún fiutt f bæinn og starfaði hjá Sláturféiagi Suður- lands á Skólavörðustfgnum f tii- búna matnum þar. Þessi kona átti alltaf bros og alitaf fallegt orð við þá, sem bar að garði. Þó varð hún hvað hýrust, ef talið barst að sveit hennar, Landsveitinni, börnunum og fjölskyldunni. Sigurlaug fæddist í Reykjavfk, dóttir hjónanna Eyjólfs Ófeigs- sonar trésmiðs hér í bæ og konu hans Guðnýjar Aradóttur. Faðir Eyjóifs var Ófeigur bóndi á Nesj- um f Grafningi Vigfússonar bónda á Nesjum Ófeigssonar smiðs á Syðri-Brú í Grímsnesi, en hann þótti með afbrigðum góður bóndi, smiður mikili og málari. Um Ófeig hefur Skúli Helgason skrifað mikinn þátt. Kona Vigfúsar á Nesjum var Anna Gfsladóttir hreppstjóra á Villingavatni f Grafningi. Hann var mikill sveitarhöfðingi, ölium mönnum hjáipsamari og frægur bindindisfrömuður. Var í ýmsu á undan sfnum tima. Sonarsonur hans var Gfsli sýslunefndarmaður á Króki f Grafningi, afi Jóhanns Hannessonar prófessors og þeirra bræðra. Faðir Gfsia á Viliinga- vatni var Gfsli bóndi í Ásgarði í Grfmsnesi, bróðir sr. Jóns á Hrafnseyri, afa Jóns Sigurðsson- ar forseta. Systir Gísla f Ásgarði var Salvör amma Tómasar Sæ- mundssonar Fjölnismanns. Kona Gfsla á Villingavatni var Þorbjörg ljósmóðir, annáluð rausnar- og höfðingskona, dóttir Guðna Jónssonar f Reykjakoti f ölfusi forföður Reykjakotsættar- innar, en af henni má nefna Hall- dór Laxness, Ólaf iandlækni ÓI- afsson, Þórhall prófessor Vil- mundarson, Ólaf prófessor Björnsson og Jens Pálsson mann- fræðing. Föðuramma Sigurlaugar var Sigurlaug Eyjóifsdóttir bónda á Torfastöðum í Grafningi en kona hans var Valgerður Eyjólfsdóttir bónda á Sólheimum f Mýrdai en langafi hennar var Presta-Högni á Breiðabólsstað. Móðir Sigurlaugar var eins og áður segir Guðný Aradóttir bónda á Stapakoti f Njarðvfkum en kona hans var Kristjana Jóhanna Jó- hannesdóttir bónda á Fagurey í Helgafellssveit en móðir hennar var Kristfn Kristjánsdóttir systir Þorkels prests á Staðarstað föður dr. Jóns Forna Þjóðskjalavarðar og Guðrúnar móður Óskars Clau- sen og þeirra bræðra. Móðir Krist- fnar var aftur á móti Guðrún Jónsdóttir prests og þjóðskálds á Bægisá Þorlákssonar. Kona Jóns á Bægisá var Mar- grét systir Kristfnar Iangömmu bræðranna Þorvalds, Skúla og Sigurðar Thoroddsen en Sigurður er sem kunnugt er faðir Gunnars Thoroddsen ráðherra og þeirra systkina. Bróðir Kristfnar var aftur á móti Benedikt á Staðarfelli, afi Brynjólfs langafa Áslaugar móð- ur Geirs Hallgrfmssonar forsætis- ráðherra og þeirra systkina. Þetta sagði mér Sigurgeir Þor- grímsson, sá ágæti ættfræðingur. Eins og áður segir fæddist Sig- urlaug í Reykjavík, nánar á Smiðjustíg 7. Þar ólst hún upp í foreldragarði til nfu ára aldurs, en þá fluttist hún austur í Land- sveit til Jóns Gunnarssonar bónda f norðurbænum f Hvammi og konu hans Ólafar Jónsdóttur. Þau reyndust henni sem hinir beztu fósturforeldrar, systkinahópur- inn var stór þvf sjálf áttu þessi ágætu hjón sjö börn. Alsystkini Sigurlaugar voru: Guðmundur símstöðvarstjóri í Hafnarfirði, Ari verkstjóri f Reykhúsi SlS, Viggó bifreiðaeft- irlitsmaður og Lára húsfreyja í Múlakoti f Fljótshlíð. Arið 1920 verða mikil þáttaskil f lífi Sigurlaugar. Þá giftist hún Ágústi Kr. Eyjólfssyni í Hvammi. Tvíbýlt var þá í Hvammi og bjó þá í frambænum Eyjólfur oddviti Guðmundsson og kona hans Guð- björg Jónsdóttir. Eyjólfur var mikill héraðshöfðingi, talinn af sumum bjargvættur Landsveitar- innar, þegar uppblásturinn var í algleymingi, og fólk flúði býli sfn umvörpum. Eyjólfur beitti sér fyrir hleðslu sandgarða og sand- græðslu, studdi fólkið eftir mætti og margur vistaðist þá i Hvammi, sem annars var á vonarvöl. Hvammur var þannig með mestu býlum héraðsins og var því stórt spor að stfga fyrir Sigurlaugu að gerast heimilisföst í frambænum þótt ekki hafi vegalengdin verið löng yfir hlaðið. Sigurlaug kynntist vel þeirri rausn, sem var á heimilishaldinu og tileinkaði sér svo vel, að þegar þau Ágúst tóku alfarið við búsfor- ráðum 1930, var sama heimilis- bragnum haldið, eins og hann er reyndar enn þann dag f dag. Eftir lát Ágústs 1948 fluttist Sigurlaug til Reykjavíkur og bjó hér æ síðan, þótt margar yrðu ferðirnar austur. Fyrst ásamt þremur barna sinna á Týsgötu 1, en eftir að þau stofnuðu heimili, fluttist hún að Meðalholti 14. Árið 1950 hóf hún störf hjá Sláturfélagi Suðurlands á Skóla- vörðustfgnum. Þar sá hún um til- búna matinn. Þessi þjónusta var þá mjög ný af nálinni hér f Reykjavík og var margur feginn að fá svo ódýran og góðan mat, sem þar var á boðstólum. Þarna vann Siguriaug meðan kraftar entust, en sfðasta árið átti hún við mikil veikindi aðstrfða. Þau Sigurlaug og Ágúst eignuð- ust fimm börn. Elztur er Eyjólfur bóndi og sýslunefndarmaður f Hvammi á Landi, giftur Guðrúnu Sigríði Kristinsdóttur. Þá Þórður verzlunarmaður í Reykjavík, gift- ur Ólfnu Þ. Stefánsdóttur. Eyjólf- ur Karl arkitekt í Stokkhólmi, giftur Ulla Ágústsson. Guðbjörg húsfreyja, gift Jóhanni Guð- mundssyni vélstjóra og eru þau búsett f New Jersey í Bandaríkj- unum. Sæmundur verzlunarmað- ur á Hellu, giftur Elínborgu Ósk- arsdóttur. Barnabörnin og barnabarna- börnin eru orðin mörg. öll nutu þau gæzku og ástrfkis þessarar hjartahlýju konu. Sigurlaug var ein af þeim, sem aldrei gerði sér mannamun. Allir áttu vin þar sém hún var og greiðasemin var með fádæmum. að henni hændust all- ir, frá henni stafaði hinn hreini lífstónn. Ég votta börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra mfna dýpstu sam- úð. Skarðskirkjuklukkur kveðja nú sorgarhljómi látna öðlings- konu. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. I dag verður til moldar borin að Skarði f Landssveit föðursystir mfn, Sigurlaug Eyjólfsdóttir fyrr- um húsfreyja að Hvammi í Lands- sveit. Lauga eins og hún var jafn- an kölluð andaðist 1. marz sl. á Landakotsspítalanum. Lauga var fædd 23. okt. 1894 að Smiðjustíg 7 hér í borg og voru foreldrar henn- ar Guðný Aradodóttir og Eyjólfur Ófeigsson húsasmíðameistari. Systkin hennar voru þau Guð- mundur símstöðvarstjóri í Hafn- arfirði, Ari verkstjóri í Garnastöð- inni, Viggó bifreiðaeftirlitsmaður og Lára i Múlakoti í Fljótshlíð, sem ein er eftirlifandi þeirra syst- kina. Þegar L:uga var á 9. aldursári slitu foreldrar hennar samvistum og fer þá Lauga í fóstur til sæmd- arhjónanna Ólafar Jónsdóttur og Jóns Gunnarssonar bónda f Hvammi Landssveit. Ólst hún upp sem eitt barna þeirra og systkina- hópurinn var stór, en þau eru nú öll látin að undanskildum Guð- mundi Jónssyni fyrrum bónda i Hvammi. Reyndust þau hjónin Ólöf og Jón Laugu hinir beztu foreldrar í hvívetna. Á sama tíma bjuggu þá f suðurbænum í Hvammi Eyjólfur Guðmundsson oddviti ásamt konu sinni Guð- björgu Jónsdóttur, meðal barna þeirra var Ágúst Kristinn. Með árunum tókust kærleikar með þeim Ágústi og Sigurlaugu og giftu þau sig árið 1920. Næstu tíu árin bjuggu þau ásamt tengdafor- eldrum Laugu að Hvammi en taka þá við öllum búsforráðum. Þau eignuðust fimm börn, en þau eru: Eyjólfur bóndi í Hvammi giftur Guðrúnu Sigríði Kristinsdóttur, Þóróur verzlunarmaður í Reykja- vík giftur Ólínu Þ. Stefánsdóttur, í dag verður borinn til moldar að Skútustöðum f Mývatnssveit Geir Kristjánsson bóndi í Álfta- gerði í sömu sveit. Geir fæddist að Litlu-Laugum í Reykjadal 8. marz 1905. Foreldrar hans voru hjónin Arnfrfður Björnsdóttir ættuð úr Mývatnssveit en fædd að Prest- hvammi í Aðaldal, og Kristján Þorsteinsson Arasonar á Fljóts- bakka í Reykjadal. Þau hófu bú- skap ung og snauð og eignuðust sex börn. Þrátt fyrir ómegð hefðu þau sennilega komið undir sig fót- um hefði Kristján ekki verið heilsulítill frá unga aldri og ágerðist heilsuleysi hans sífellt með aldrinum. Þau Arnfríður og Kristján eignuðust aldrei eigin jarðnæði, en bjuggu í hús- mennsku á hinum og þessum stöð- um, ýmist í Mývatnssveit eða Reykjadal (tvö ár í Bárðardal) þar til þau, sakir heilsuleysis Kristjáns og sennilega einnig vegna húsnæðisskorts, urðu að sundra fjölskyldunni, senda sum börnin í fóstur og búa aðskilin Eyjólfur Karl arkitekt í Svfþjóð giftur Ullu Ágústsson, Guðbjörg húsfreyja búsett í Bandaríkjun- um gift Jóhanni Guðmundssyni, og Sæmundur verzlunarmaður á Hellu giftur Elínborgu Óskars- dóttur. Árið 1948 fellur Ágúst frá og flyzt Lauga þá ásamt þremur barna sinna til Reykjavikur, en áður hafði Eyjólfur Karl horfið til náms til Svfþjóðar og Eyjólfur elsti sonurinn tekið við búinu að Hvammi en hann hafði þá þegar búið hlutabúi ásamt föður sínum um skeið. Næstu árin heldur Lauga heim- ili að Týsgötu 1 eða þar til synirn- ir tveir fóru að heiman og stofn- uðu sfn heimili, en þá kaupa þær mæðgur Lauga og Guðbjörg fbúð að Meðalholti 14 og bjó Lauga þar síðan til dauðadags. Árið 1953 hóf Lauga störf f verzlun Sláturfélags Suðurlands við Skólavörðustíg og vann þar óslitið þar til fyrir réttu ári sfðan, þá komin á nírðisaldur og segir það sfna sögu um seiglu og elju Sigurlaugar. Guðbjörg dóttir hennar fluttist til Banda- ríkjanna fyrir einum áratug eða svo og eftir það bjó Lauga ein en naut umhyggju og ástar barna sinna tengdabarna og barnabarna í hvfvetna, sem gott dæmi er Þórður sonar hennar er heimsótti móður sfna dag hvern og gætti hennar vel. Það var fyrir u.þ.b. 40 árum að móðir mín tengdist Laugu og hennar fjölskyldu og er móður minni sérstaklega minnisstætt hve Lauga mágkona hennar var henni vinsamleg frá fyrstu kynn- um og hélst einlæg vinátta með þeim alla tfð. Lauga frænka mín var orðin lasburða og þreytt og börn og tengdabörn hennar bjuggu henni gott ævikvöld, nú hefur hún lagst til hinztu hvíldar. Sé um annað tilverustig að ræða en jarðarvist- ina hefur Lauga sjálfsagt hitt Ágúst eiginmann sinn er hún missti fyrir einum þrjátfu árum, en milli þeirra tveggja var mikill kærleikur. Þennan kærleiks- neista hafa þau skilið eftir hér hjá niðjum sínum. Fjölskyldu Sigurlaugar sendir fjölskylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur Arason þar sem hentugleikar og hagur leyfði. Þá för Arnfrfður með yngsta barnið, Geir, i Gautlönd í Mývatnssveit. Reyndar fylgdu henni þangað fleiri börn hennar um stundar sakir, en Geir ólst þar upp hjá henni og dvaldi þar nær óslitið þar til hann, árið 1931, kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Freydfsi Sigurðardóttur frá Arnarvatni, og hóf eigin búskap f Álftagerði. Þau Geir og Freydís eignuðust þrjú börn, Ásmund, til heimilis í Álftagerði, Málmfríði, húsfreyju í Reykjavík, og Arn- grím kennara i Mývatnssveit. Á uppvaxtarárum Geirs áttu menn yfirleitt ekki langur setur á skólabekk. Svo var og um Geir. En haustið 1924 hleypti hann heimdraganum, innritaðist í járn- smiðanám hjá Jóni Jónatanssyni járnsmið á Akureyri og gerði við hann þriggja ára námssamning. En á útmánuðum 1925 veiktist hann af brjósthimnubólgu á háu stigi og var lengi sjúklingur af hennar völdum. Hann bar í raun menjar hennar alla ævi. Þar með Sonur minn + JÓN HAUKUR BJARNASON. andaðist að heimili sínu í Paris 10 þ m Hjálmar Bjarnason + Útför ÞORDÍSAR ARNFINNSDÓTTUR Hafnargotu 22 Vogum, Vatnsleysuströnd sem lézt i Borgarspítalanum miðvikudaginn 3 marz, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14 marz kl 3 Fyrir hönd vandamanna Bjarni Guðmundsson Bergljót Friðþjófsdóttir Guðjón Torfason Sigríður Magnúsdóttir Eiríkur Jónsson. Geir Kristjánsson Alftagerði - Minning + Þökkum ínnilega samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR Steinsholti Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 3—A Landsspítalanum fyrir góða hjúkrun Þórir Haraldsson Eva Þórðardóttir Sigþrúður Sveinsdóttir Guðbjörg Eiríksdóttir Jón Eiríksson Sveinn Eiríksson Loftur Eiriksson Björg Sigurðardóttir Margrét Eiriksdóttir Jón Ólafsson. + Eiginmaður minn, + Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amrna. RÓSA ÁGÚSTA VIGFÚSDÓTTIR EIRÍKUR SKÚLASON, Alfheimum 40. frá Mörtungu á Siðu, andaðist i Borgarspitalanum 4 marz — Útförin hefur farið fram Háaleitisbraut 26, Þökkum innilega auðsynda samúð andaðist 10 þessa mánaðar í Frimann Jónsson Maria Frimannsdóttir Baldur Ólafsson Landsspítalanum Helga S. Friðbjörnsdóttir. Frimann Frímannsson Hildur Gisladóttir og barnabornin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.