Morgunblaðið - 12.03.1977, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
37
Minning—Árný
Ingibjörg Filippus-
dóttir skólastjóri
Fædd 20. marz 1894
Dáin 2. marz 1977.
1 DAG verður til mold'ar borin að
Kotströnd í ölfusi Árný Ingibjörg
Filuppusdóttir frá Hellum I
Landssveit, þjóðkunn sem
menntafrömuður, kennari og
skólastjóri um margra áratuga
skeið.
Árný fæddist að Hellum i
Landssveit hinn 20. marz 1894, en
andaðist i Sjúkrahúsi Akraness-
kaupstaðar hinn 2. marz sl. Var
Árný því tæpra 83 ára, er hún
lézt. Foreldrar Árnýjar voru Fil-
ippus Guðlaugsson, bóndi að Hell-
num fæddur 9. september 1850
dáinn 20. október 1920, og kona
hans Ingibjörg Jónsdóttir, ljós-
móðir, fædd 4. júlí 1851, dáin 5.
júní 1924. Þau Hellnahjón Filipp-
us og Ingibjörg eignuðust sjö
börn. Fyrstu fjögur börnin dóu I
bernsku, en þrjú hin yngri, Vil-
hjálmia Ingibjörg, Árný Ingi-
björg og Björgvin, urðu hinir
mestu myndar- og atgervismenn
og hafa náð háum aldri. Vilhjálm-
ía tók við ljósmóðurstarfi af
móður sinni og varð húsfreyja að
Hellum að foreldrum sínum látn-
um. Hún andaðist sl. haust, komin
nokkuð á niræðisaldur. Næst var
Árný, sem í dag er kvödd hinztu
kveðju. Þá er .Björgvin, fyrrum
bóndi í Landeyjum og síðar
starfsmaður við mjóikurstöðina i
Reykjavík. Nú er hann einn á lifi
þeirra Hellnasystkina, unglegur
og hress i lundu, yrkir lög og ljóð,
er flestum mönnum glaðari, ljúf-
ari og skemmtilegri, þótt áttræð-
ur sé orðinn.
Snemma hneigðist hugur
Árnýjar til mennta. Árin
1910—1912 stundaði hún nám við
héraðsskólann að Núpi i Dýra-
firði. Alla tíð síðan minntist hún
skólastjórans að Núpi, séra Sig-
tryggs Guðlaugssonar, með þökk
og virðingu. Næsta vetur, vetur-
inn 1912—1913, stundaði hún
kennslustörf í Holtahreppi, ná-
grannasveit sinni. Veturinn
1914—1915 dvaldist Árný í
Reykjavík og stundaði nám í ung-
lingaskóla Ásgríms Magnússonar.
Þar með lauk skólanámi hennar
heima á islandi.
En áður en langt leið, tók Árný
að leita fyrir sér um menntun á
erlendri grundu. Þar kom, að hún
fór til Dnmerkur og stundaði nám
i Det tekniske Seiskabs Institut í
Kaupmannahöfn frá 1918—1924.
Næsta ár, 1924—1925, var hún á
námsferðalagi i Þýzkalandi og
Póllandi. Hvarf hún þá aftur til
Danmerkur og stundaði nám i
Dansk Kunstflidforenings Skole
árið 1925—1926 (framhaldsnám
fyrir handavinnukennara). Jafn-
framt náminu kenndi hún þetta
ár handavinnu í einkatímum.
Þegar hér var komið, hafði Árný
verið erlendis um 8 ára skeið og
mun aðeins hafa komið einu sinni
heim til Isiands á þeim tima. En
nú sneri hún heim til fóstur-
jarðarinnar og hóf þar lífsstarf
sitt.
Fyrst réðst Arný kennari að
héraðsskólanum á Laugum og
starfaði þar frá 1926—1929, en
fór þó í stutta námsferð til Dan-
merkur og Þýzkalands árið 1928.
Árin 1929—1933 var hún skóla-
stjóri kvennaskólans á Blönduósi.
Síðan hafði Árný á hendi einka-
kennslu á vegum Sambands sunn-
lenzkra kvenna á árunum
1933—1935. Haustið 1935 settist
hún að I Hveragerði, stofnaði þar
skóla, Kvennaskólann að Hvera-
bökkum, og stjórnaði honum æ
siðan, unz hún hætti rekstri hans
árið 1957. Þau 22 ár, er hún
stjórnaði þeim skóla, barðist hún
oft tvísýnni baráttu fyrir tilveru
skólans, einkum vegna fjárskorts.
Mikla vinnu og margvíslegt erfiði
varð hún á sig að leggja, meðan
hún var að koma upp húsnæði
handa skólanum og auka við það.
Nokkra aðstoð fékk hún til þess
af opinberu fé, en það hrökk
skammt. Jafnframt starfinu við
kvennaskólann var Árný stunda-
kennari við miðskólann i Hvera-
gerði, frá 1953—1960, eða þvi sem
næst. Árný var mikill unnandi
lista og fegurðar. Eftir hana ligg-
ur geysimargt fagurra og sér-
kennilegra gripa, sem hún hefur
lagt mikla alúð hugar og handar.
Handaverk Árnýjar, marg-
visleg að gerð, settu sérkenni-
legan og minnisstæðan svip á
heimili hennar, svip sem aldrei
gleymdist þeim, sem sóttu hana
heim. En á heimili hennar var
lengst af gestkvæmt, þvi að Árný
var þjóðkunn fyrir störf sin, vin-
mörg og góð heim að sækja, er
hún átti frjálsa stund frá önnum
daglegra starfa.
Fjölda greina og ritgerða um
ýmis efni hefur Árný skrifað,
einkum hin síðari ár, er tóm-
stundirnar urðu fleiri. En hversu
ólikar sem greinar hennar voru
að efni ot tilgangi, báru þær flest-
ar eða allar vitni þeirri bjargföstu
trú hennar, að menntun hugar og
handar væri þjóðinni vísust leið
til þroska og farsældar. Árný var
ógift og barnlaus, en ól upp þrjú
fósturbörn.
Vinir og vandamenn Árnýjar
þakka henni af alhug liðnar sam-
verustundir og nytsamt lifsstarf
og biðja henni blessunar Guðs.
Magnús V. Finnbogason.
Sólbjartan sumardag fyrir rúm-
um 40 árum átti ég leið um Hvera-
gerði. Himinninn var heiður og
blár. Hvergi skýhnoðri á lofti, og
þorpið baðað birtu og hlýju. —
Grænka var þar, sem gras gat fest
rætur. Og niður fossins lét þægi-
lega I eyrum.
Leiðin lá niður aðalgötuna. Þar
var verið að byggja hús. Ég stans-
aði. Ekki af því, að hús var i
sköpun, það var engin nýlunda.
— En þar stóð kona i steypu-
vinnu. Það var óvenjulegt. Og
sýnilegt var, að henni var verkið
ekki erfiðara en körlunum, sem
með henni unnu.
Töggur í henni þessari, hugsaði
ég, og héit svo áfram minna er-
inda. Er ég hafði lokið þeim, hélt
ég sömú leið til baka. — Konan
var að hræra steypu. Og engin
þreytumerki á henni að sjá.
Seinna átti ég aftur leið i
Hveragerði. Og að því sinni til að
gerast þar sumargestur. Hvera-
gerði hafði ýmislegt heilsusam-
legt að bjóða þeim er nýta vildu
og meta kunnu. Lónið, ofan stíflu,
ágætur sundstaður. Fjöllin til að
ganga á, grænmetið, mjólkurbú á
staðnum o.fl. Og að búa i tjaldi,
hvernig sem viðraði, með gott
nesti lestrarefnis var líka til-
hlökkunarefni.
Ég sló tjaldi á flötinni við foss-
inn, ein§ og fleiri, er njóta vildu
útivistar og kusu dvöl í Hvera-
gerði. Jú, þar var nægð lifsins
gæða útilegufólki, sem njóta vildi
náttúrunnar og efla heilsu og
þrek.
Húsið, sem konan vann við, var
risið af grunni, stórt og reisulegt,
eins og hún sjálf. Og hún var
drottning hússins: skóiastýra
kvennaskólans að Hverabökkum,
sem hún af óvenjulegum stórhug
stofnaði og rak.
Aður hafði hún lengi kennt og
verið skólastjóri kvennaskólans á
Blönduósi frá 1929—1933. Hún
var þvi enginn viðvaningur í
kennslu og skólastjórn.
En til undirbúnings lifsstarfi
sínu dvaldi hún 8 ár erlendis við
nám. — 1918—24 nam hún við
Det tekniske Selskapsinstitut í
Kaupmannahöfn. 1924—25 var
hún við nám i Póllandi og Þýzka-
landi. Og 1925—26 í framhalds-
námi við Dansk Kunstflidforen-
ings Skole í Höfn. 1928 fór hún á
ný í námsferð til Danmerkur og
Þýzkalands.
Allt lýsir þetta áhuga hennar og
dugnaði, svo að vist er, að hún
hefur ekki slegið slöku við námið.
Enda sýndi hún i verki hve víð-
tæk kunnátta hennar var. — En
hún hafði einnig til að bera gáfur
og listfengi. Og það veitti henni
möguleika til að beita kunnáttu
sinni á skapandi og listrænan
hátt, og munu þess viða merki á
heimilum nemenda hennar. En
fegurst vitni þess ber að sjálf-
sögðu heimili hennar.
Verði það ekki verndað, eins og
hún skildi við það, ætti að taka af
því myndir í litum áður en við þvi
verður hreyft.
Skáld og listamenn áttu rik itök
í henni, sem sist var að furða, svo
listfeng sem hún var sjálf. Víðles-
in var hún, og vel ritfær , eins og
greinar hennar í blöðum bera
með sér. Og hún fagnaði hverjum
kunnáttumanni, er leikið gat á
orgelið hennar, og fyllt húsið
hljómlist og söng. — Og ég held,
að óhætt sé að fullyrða, að sumar-
ið, sem Jón ísleifsson, söngstjóri,
var í útilegu með mér í Hvera-
gerði, hafi verið Árnýju gleði- og
hamingjusumar, þvi að samvinna
hans og orgelsins var með ágæt-
um.
Um leið og Jón snerti nóturnar,
breyttist svipur hennar. Hún
geislaði af gleði. — Siðan eru
liðin 40 ár. En I hvert skipti, sem
ég kom við hjá Árnýju, eða hún
hjá mér, spurði hún um Jón.
„Hvenær kemur hann Jón minn
að spila fyrir mig? Orgelið biður
eftir honum.
Árný átti vini og vildarmenn i
öllum stéttum. Og hún var svo
stór í sniðum, að hún gat með
sömu háttvisi blandað geði við
hinn smæsta sem hinn stærsta.
Námsmeyjar hennar dáðu hana.
Og allir, er komust i snertingu við
hana, munu geyma sér i minni
sérstæðan og sterkan persónu-
leika, sem með ósvikulum dugn-
aði og hæfileikum ruddi sér braut
til mennta og menningar, sem
hún siðan miðlaði öðrum af gjöf-
ulum huga.
Með Árnýju er horfin af sviðinu
merk og mikilhæf kona, sem setti
svip á umhverfi sitt, og enginn
gleymir, er henni kynntist.
Marteinn M. Skaftfells
var skotið loku fyrir lengra nám i
járnsmiðinni. En sú kunnátta og
leikni, sem Geir hafði náð i grein-
inni fyrir veikindin kom I góðar
þarfir, bæði fyrir hann og fyrir
Gautlandaheimili eins og öll störf
hans önnur þar á bæ. Við, sem
nutum þeirra og samveru við
hann á bernsku- og æskuárum,
vorum siðan tengd honum þakk-
lætis- og tryggðarböndum, sem
mölur og ryð fá ekki grandað.
Eins og þegar er fram komið
var Geir sonur fátækra foreldra,
svo fátækra að þau höfðu ekki ráð
á að búa saman. Það var þúekR'ért
einsdæmi á þessum árum. Ég
þekkti ekki föður. jiatrs. sá hann
aldjDersvo ég-vifl. En móður hans,
Arnfríði, þekkti ég vel og ríkari
konu hef ég enn ekki kynnzt. Eft-
ir að Elín dóttir hennar giftist
Jóhannesi Sigfinnssyni bónda á
Grímsstöðum i Mývatnssveit, var
Arnfríður hjá henni en flutti til
Geirs þegar hann hóf búskap í
Álftagerði og bjó þar það sem
eftir var ævinnar. En hún var
mjög eftirsóttur gestur á bæjum i
Mývatnssveit og komst aldrei til
að gera vinum sínum þau skil er
þeir vildu. Þegar sást til ferða
hennar að heiman frá mér, en
hún kom oftast gangandi, var lost-
ið upp fagnaðarópi. Hún dvaldi
þar jafnan talsverðan tima með
syni sinum, meðan hann var þar
og bróður sinum, sem einnig átti
heima þar á bænum svo og heimil-
isfólki öllu, er dáði hana og þótti
nærvera hennar góð og eftirsókn-
arverð. Ekki laðaði hún okkur
krakkana til sín með sælgæti eða
skemmtikröftum. En hún sat í
sæti sinu stillt og rósöm, horfði á
okkur sínum góðu bláu augum, og
tók í nefið úr litlum fáðum látúns-
brúsa með þeirri hæversku og
tign, sem fyllti okkur lotningu
fyrir henni og brúsanum, feg-
urstu tóbakspontu sem ég hef séð.
Stundum sagði hún okkur þulur
og sögur og hún talaði við okkur
með þeirri kurteisi, sem kemur að
innan og ei af öðrum lærist.
Ég hef gert mér titt um Arn-
friði, móður Geirs, vegna þess, að
þau mæðgin voru svo mjög af
sama toga spunnin, að ég hef eng-
ar tvær manneskjur þekkt jafn
líkar. — Sama trausta greindar-
farið og hugarrósemin, sama hæ-
verska skapfestan og stillingin til
orðs og æðis, sama blíða glettnin i
augum og brosi og sami lági dill-
andi hláturinn sem áreiðanlega
hefur lyft mörgum þurigum steini
af hryggum húga: Slikt fólk biður
ekkf "Varanlegan hnekki við áföll.
Það svignar stundarlangt en rétt-
ir sig við og gengur upprétt á ný.
Þess er áður getið, að Geir
keypti þriðjung jarðarinnar
Álftagerðis, er hann kvæntist árið
1931 og bjó þar til dauðadags, 3
marz 1977. Þessi jörð er vel í sveit
sett og henni" fylgja nokkur
hlunnindi í silungsveiði. Að öðru
leyti er hún lítt gæf til búskapar,
m.a. er nálega ekkert sumarbeit-
arland fyrir auðfé. Þriðjungur
jarðarinnar gefur þvi ekki svig-
rúm fyrir stóra áhöfn. Eg hygg að
Geir hafi frá upphafi kunnað að
smiða henni hæfilegan stakk og
jafnan haft góðar nytjar af hjörð
sinni. Þar hefur skapferli hans átt
sinn hlut að máli, þvi ekki var
heppnin fylgikona hans við bú-
skapinn. Ég minnist þess að hann
varð oft fyrir þungum búsifjum,
og heimti m.a. oftast öðrum verr
af fjalli. En aldrei vissi ég til að
hann æðraðist. Hann hefur e.t.v.
bognað innra með sér um stundar
sakir en gekk eftir sem áður upp-
réttur til starfa sinna með þeirri
skyldurækni og trúmennsku, sem
honum var i blóð borin.
Eins og öllum góðum bændum
þótti Geir vænt um búfénað sinn.
En ég veit að mest unni hann
hestum sínum og hundum. Hann
var hestamaður af guðs náð. Ég sé
hann fyrir mér leggja á hest sinn.
Hvernig hlý Qg rósöm handtökin
gældu við hestinn'án þess þó að
gera annað en það, sem athöfnin
ein gefur tilefni til.
Mér finnst Geir hafa verið
gæfumaður, þó hagsveiflur hans
risu ekki hátt. Og ég er viss um að
honum hefur einnig fundist það
sjálfum. Hann bjó i samstilltu og
ástríku hjónabandi við sína ágætu
húsfreyju í 46 ár, éignaðist góð og
marinvænieg börn og sinn deildan
verð af veraldargæðum. — Hann
sóttist ekki eftir mannvirðingum
eða vegtyllum en hugði þvi betur
að öllu þvi, sem honum var trúað
bæði heima og heiman. — Geir
varð að sjálfsögðu ekki auðmaður
á veraldarvísu, enda fjarri skapi
hans að íþyngja sál sinni með
óþurftar efnishyggju. Hans auður
var skapferlið, sem ávann honum
traust og hlýhug allra, sem kynnt-
ust honum, ungra sem aldinna.
I hugum okkar sem þekktum
hann verður minningin um hann
jafnframt minning um gott mann-
lif og fagurt.
Ásgerður Jónsdóttir
Viggó H. V. Jónsson
— Þökk og kveðja
Fæddur 30. júní 1917.
Dáinn 1. marz 1977.
Nú er þessi yndislegi maður
horfinn okkur sjónum. Þegar
Viggó veiktist á fyrra ári og lagð-
ist á sjúkrahús, var ég ráðin að-
stoðarstúlka á skrifstofu hans við
Lindargötu 12 hér í bæ. En ég átti
þvi láni að fagna að vinna með
Viggó sjálfum allmarga mánuði.
Hann var óviðjafnanlegur hús-
bóndi fávisri stúlku og hafði Iag á
þvi að fræða mig um ótrúlegustu
hluti á fágætlega skemmtilegan
hátt. Þessi maður var við mig eins
og ég væri dóttir hans, eða það
fannst mér. Einu sirini sagði
Viggó við mig, að hann skildi-
ekki, hvernig ég gæti unnið-með
„gamalmennum" eins og sér og
Brynjólfi, en Brynjólfur Hall-
grímssón er að vísu gamall og
traustur samstarfsmaður Viggós.
Ég svaraði, eins og satt var, að
mér hefði aldrei liðið betur.
Vegna þess, hvernig á stóð, þegar
ég kom til starfa á skrifstofunni,
var ég látin sitja i sæti Viggós.
Þegar hann sneri heim af
spítalanum, visaói hann mér ekki
út i horn, heldur settist þar
sjálfur og undi þvi hlutskipti, unz
hann hafði látið útbúa sér sér-
stakt herbergi við skrifstofuna.
Þannig lýsti sér göfugl.vndi
Viggós í smáu og stóru. Það vega-
nesti, sem ég öðlaðist fyrir sam-
verustundir með öndvegis-
manninum Viggó Jónssyni, mun
endast mér til æviloka.
Eitt af mörgu, sem ég hef lært
af veru minni í Sælgætisgerðinni
Freyju við Lindargötu 12, er það,
hvernig taka ber þungum og —
þrátt fyrir allt — óvæntum áföil-
um. Kona Viggós, frú Sigrfður
Jónsdóttir, tók hinni miklu
harmafregn með æðruleysi og
virðuleika, sem mér mun aldrei
úr minni líða.
Ég bið almáttugan Guð að
blessa minningu drengskapar-
mannsins Viggós H. V. Jónssonar
og styrkja eiginkonu hans og börn
i sorg þeirra.
Guðrún Birna Úlafsdóttir.