Morgunblaðið - 12.03.1977, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977
41
fclk í
fréttum
+ Nýr umboðsmaður Happdrættis Iláskðla tslands f Keflavík, Jðn Tðmasson, afhenti viðskiptavinum
happdrættisins marga gðða vinninga eftir febrúar-útdrátt. Nokkrir þeirra eru á meðfvlgjandi mvnd
ásamt starfsfölki upboðsins. Jðn Tðmason gerði við þetta tækifæri grein fyrir notkun tölvu við drátt og
taldi hún gæfi nákvæmlega sömu möguleika og mannshöndin f dreifingu vinninga á hlutlausan hátt,
en að hún flýtti mjög fvrir.
Keith
Richard
handtekinn
+ Keith Richard gftarleikari
hljðmsveitarinnar Rolling
Stones var handtekinn fyrir
skömmu f Toronto f Kanada
ásakaður um að hafa undir
höndum herðin og kokafn.
Richard hafði fyrr um daginn
komið fyrir dðmstðla og svar-
að til saka fyrir meinta eitur-
lyfjasölu. Þessi 33 ára rokk-
stjarna á yfir höfði sér Iffs-
tfðarfangelsi vegna fyrri ákær-
unnar. Richard á að mæta fyr-
ir dðmi 14. marz, en var látinn
laus gegn 1.000 dollara trygg-
ingu.
+ ÞaS er ekki heigl-
um hent aS halda
jafnvægi á þessum
lifandi sjóskiSum en
þaS eru tveir
höfrungar. En sá sem
þaS gerir þarna heitir
Dan Blasco og vinnur
viS aS temja höfr-
unga i „Sea Wold
Complex í Florida,
USA Hann segir aS
höfrungarnir séu
fljótir aS læra og séu
prýSileg sjóskíSi og
ekki þarf neinn bát
til aS draga.
+ Það væri ekki onýtt að hitta
svona Ijðn á förnum vegi, ef
bfllinn sæti fastur eða bilaði.
Bob Lawrence var á ferð f
þjöðgarðinum f Bewdley
Worcs f Englandi þegar bfll-
inn hans bilaði. t gegnum tal-
stöðina bað hann um bfl til að
draga sig og var búinn að
binda dráttartaug f bflinn þeg-
ar Ijönið kom á vettvang. Bob
var ekki sérlega ánægður með
þessa heimsðkn en honum til
mikillar furðu beit Ijðnið f
tðgið og drð bflinn 50 metra
vegalengd sem hann átti eftir
að þjððveginum.
Agapova biður
Carter hjálpar
+ Ludmila Agapova sneri sér nýlega til Jimmy Carters, Bandarikjafor-
seta, í opnu bréfi og baS hann um aS reyna aS fá sovézku stjórnina til aS
leyfa henni og fjölskyldu hennar aS fá aS fara frá Sovétrikjunum i bréfinu
minnir hún á, aS þar til i október 1974 starfaSi hún óbeint viS Apollo-
Soyuz geimferðaáætlunina og aS þaS sé ástæðan sem yfirvöld gefi í hvert
sinn sem umsóknum hennar um aS fá að fara er hafnað.
.,Þessi áætlun, sem átti aS bæta skilning á milli Bandarikjamanna og
Sovétmanna, hefur orðiS ógæfa fjölskyldu minnar," skrifaði Agapova.
Hún segist hafa barizt fyrir því i þrjú ár aS fá að komast burtu. en alltaf
veriS neitaS. Bendir hún á, að Sovétstjórnin brjóti þannig Helsingforssátt-
málann.
Valentin Agapov, eiginmaSur hennar, flúSi til SviþjóSar fyrir þremur
árum en eftir urðu Ludmila, móSir hans og dóttir.
Ford 8000
árgerð 1974
3ja öxla bifreið með grjótpalli lítið keyrð og er í
mjög góðu ásigkomulagi
Vagnhöfða 3, Reykjavík. sími 85265
Vörubifreiða- og þungavinnuvélasala
Víðistaðaprestakall
Hafnarfirði
Séra Sigurður H. Guðmundsson umsækjandi um
Viðistaðaprestakall í Hafnarfirði messar í Hafnar-
fjarðarkirkju sunnudaginn 13. marz n.k., kl. 2. e.h.
Messunni verður útvarpað é 1412 KHZ eða 212
metrum. Að lokinni messu verður kirkjukaffi í Viði-
staðaskóla. Kl. 11 f.h. sama dag verður sr. Sigurður
með barnaguðþjónustu í Víðistaðaskóla.
Sóknarnefnd
KópavogskaupstaAur 13
Hæfileikakeppni
Þessi árlega skemmtun fer fram í Félagsheimili
Kópavogs 31. marz og 1. apríl n.k. Þar gefst
hæfileikafólki tækifæri til að troða upp með
efni, sem hefur einhvern skemmti- og/eða
listagildi, svo sem söng, dans, upplestur, leik-
þætti og fleira. Veitt verða þrenn peninga-
verðlaun. Auk þess sérstök verðlaun fyrir frum-
samið efni. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa
borist skrifstofu Tómstundaráðs, Álfhólsvegi
32, sími 41 570, fyrir 25. marz n.k.
Tómstundaráð.
leitar þú
upplýsinga um
tækninám?
Hefur þú hagnýta menntun, ert
þú gagnfræðingwr epa mmeð
landspróf? Ert þú meira lærður
eða stúdent? Hafið samband
við okkur um nánari upplýsing-
ar.
ingeniorskolerne
Esbjerg Teknikum
Ole Romers Vej - 6700 Esbjerg (05) 12 76 66
S0nderborg Teknikum
Voldgade 5 - 6400 Sonderborg (04) 42 55 50
ATH: Báðir tækniskólarnir byrja
ca 1 ágúst 1977