Morgunblaðið - 12.03.1977, Side 44

Morgunblaðið - 12.03.1977, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 MARZ 1977 VlK> MORgtJNf-vv' KAtfinu '\ IL II' Við verðum að levsa úr þessu. Það er ófært að þeir sem koma á réttum tlma, komist ekki út vegna þeirrg sem koma of seint! BRIDGE Umsjón: PéH Bergsson Á Evrópumeistaramóti ungs fólks í Svíþjóð síðastliðið sumar voru spiluð sömu spil i öllum leikjum hverrar umferðar. En slík skipulagning móta gerist æ algengari. Spilið í dag er frá móti þessu. Suður gefur, allir á hættu. Norður S. AKDG7 II. D105 T. 53 L. KDG Vestur Austur S. 8 S. 10962 II. Á82 II. 9642 T. D98762 T. Á4 L. 1085 Suður L. 642 S. 543 II. KG7 T. KGIO L. Á973 Fjórir spaðar, spilaðir í norður, voru mjög algengur samningur. Yfirleitt fengust ellefu slagir en einn spilarinn náði tólf þegar hann féltk á tígulkóng og seinni tígullinn fór í lauf blinds. Á einu borðanna fengu austur og vestur töluna. Það var í leik frakka og ítala. Frakkarnir voru í norður og suður og sögðu þannig: Norður Suður 1 L 2 S 2 G 3 L 3 S 4 L 4 T 4 G 5 T 5 S p Þeir notuðu eðlilegt sagnkerfi með fyrirstöðusögnunum, að suð- ur ætti tígulkónginn og var það lykillinn að vel heppnaðri vörn. Hann fann útspil, sem hafði einn- ig dugað gegn fjórum spöðum. Tígulfjarkinn frá Á4 tvíspil! Sagnhafi var dæmdur, hvernig gat hann vitað, að austur ætti ásinn. Hann lét lágt frá blindum, vestur tók á drottningu og spilaði aftur tígli. Nú, plataði hann mig, hugsaði sagnhafi þegar austur tók á ásinn. En þetta var ékki allt. Austur spilaði hjarta, sem vestur tók með ásunum og spilaði enn tígli. Nú var spaðatían orðin slag- ur og sagnhafi fór því tvo niður. Þetta var skemmtileg sálfræði- leg vörn. sem byggðist á staðsetn- ingu háspils, tígulkóngsins, fyrir útspilið. Má ég biðja þig kæri bróðir um skýringar á þvf að f kiefa þfn- um hefur fundizt reipstigi og farmiði til Majorku? Mér sýnist þetta vera tilvalinn klæðnaður handa tengda- mömmu! ■r-wnrw Til stuðnings bjórfrumvarpinu „Ráðizt hefur verið á tóbak og tóbaksframleiðendur af slíkri heift að útrýmingu þeirra virðist helzt stefnt. Þarna er enginn millivegur þræddur heldur blind boð og bönn. Tóbak og ffengi hefur fylgt manninum frá örófi alda og mun gera enn um sinn. Dæmi eru tekin af bjórkrám og gömul dæmi eins og venjulega — 40 ára eða þar um bil — af háifu bjórandstæðinga. Á sínum tíma fundu bjórandstæðingar úti- gangsmenn í Nýhöfn Danaveldis hressilegri en gerast hér heima. Hér eru þeir blásvartir í framan með skemmda lifur og hjartveikir að auki. Sem sagt, þarna var kom- inn maður í Danaveldi með stóra ístru og tilvalinn til að mynda. Danir eru yfirleitt grannir þó að bjór sé þar í hverri búð, nema þessi sem af bar, fyrir u.þ.b. 20 árum, enda hefir þessari mynd verið hampað af hálfu bjórand- stæðinga óspart. Ölstofur eru bæði vistlegar, gefa menningar- legt gildi og eru þrifalegar. Þar koma saman heilu fjölskyldurnar og sitja yfir einni ölkollu á laugar- dagskvöldum. Það er ekkert áfengisvandamál i heiminum ein- göngu af bjór, slíkt er lygi af hálfu bjórandstæðinga. Utigangs- menn eru alls staðar til hér á Islandi lika. Boð og bönn þjóna engum góðum tilgangi, þau gera illt verra, enda súpum við enn seyðið af því fáránlega vínbanni fyrr á árum og lögbrot hafa jafnt haldizt á sviði áfengis- og tóbaks- mála fram á daginn í dag. Það er skrítin ráðstöfun ríkis- valdsins að hafa gott vín, koníak, svo dýrt að meiripartur úr launa- umslagi Reykvíkinga skuli fara í að kaupa eina flösku, þegar hún kostar í innkaupi 300—400 krón- ur. Þessi hræsni sem fylgir því fólki sem er á móti bjór og víni á sér engin takmörk enda Ijót sagan sums staðar ef rakin yrði. Hvorki í Danmörku, Noregi, Bandaríkj- unum, Finnlandi né Svíþjóð eru vandamál af biórnevzlu. Kaffihús hér í borg eru svo til engin sem komandi er inn á. Áður tiðkaðist blöndun á staðnum og gerir enn, sums staðar. Mætti ég biðja um ölstofu með menningar- legu gildi og félagslegu, eins og ölstofur erlendis eru. Mætti ég biðja um slíkt hérlendis og geta skroppið inn og fengið mér með ROSIR - K0SSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 53 Puck í rúminu, ein kl. 18.30 til 21.25; Fanny á herbergi sínu, ein kl. 18.30--20.15; Mina hjá forstjóranum. f eidhúsinu hjá vinnufólkinu, f eldhúsinu ein 18.30 — 18.35, 18.35 — 19.20, 19.20—20.15; Otto í garðinum, einn 18.30 — 19.30, 1 Ibúð sinni, einn 19.30 — 20.15; Helena úti í skógi, ein 18.30 — 20.20. Gabrielia samvistum við Uhrister, 18.30 — 19.50, í herbergi sínu, ein 19.50—20.15; Pia í herbergi sfnu, ein 18.30 — 18.45, samvistum við Björn, 18.45 — 21.45; Björn á herra- garðinum um 18.—18.15, úti á vatninu 18.15 — 18.45, samvist- um við Piu, 18.45 — 21.45. Sá eini sem var ekki á listan- um, það er Daniel Severin, hafði verið 1 Skógum, en það kom hins vegar ekki f veg fyrir að hann hefði getað talað í sfmann við Malmer forstjóra. Ilvað snerti Daniel, þá hafði lögreglan einnig nokkurn áhuga á þvf hvað ökuferð hans milli Lerbergsásar og Skóga hefði tekið óhemju langan tfma, einmitt um það leyti sem morðið hafði verið framið. Reynt varð að finna vitni sem gæti stutt frásögn hans um að sprungið hefði á bflnum, en það eina sem hafðist upp á voru nokkrir nátthrafnar sem sögðust hafa séð bflinn aka upp að læknishústaðnum klukkan hálffimm um morguninn, eða hálftfma seinna en læknirinn hafði sjálfur haldið fram. Þvf var frásögn hans ekki f samræmi við það sem þessi vitni sögðu og Löving lögreglu- stjóri kvartaði yfir þvf að honum yrði ekkert ágengt. Hann hafi hins vegar hvatt tii þess að ég yrði enn nokkra daga um kyrrt á Rauðhólum og þar sem Malmersfjölskyldan var svo þekkileg að lýsa þvf yfir að það dreifði huganum og væri upplyfting f að hafa okkur Einar, bjuggum við þvf áfram f herragarðinum, þegar föstu- dagurinn rann upp og aftur tóku atburðir að gerast. Þá hafði veðrið skipt um og himinn var grásvartur en þó var enn molluheitt f veðri. Anders Löving hafði þá beint rannsóknum sfnum Til Skóga og Örebro og f fyrsta skipti þessa erfiðu viku vorum við laus við þá alla, lögreglumenn hlaðamenn og lögreglustjórann sjálfan og var að því ómældur léttir. — Ö, hvað það er dásamlegt, sagði Pia, lét ekki regnskýin á sig fá og ákvað að fara f vatnið. — Vfst eru þeir ofsa hugguleg- ir lögreglumennirnir — ætli þeir ráði iögreglumenn eftir út- litinu, ... en þeir eru nú hrylli- lega þreytandi og sfspyrjandi og það eyðileggur svo mikið fyrir þeim. Otto Malmer fór niður f verk- smiðjuna, Gabriella hjólaði niður f þorpið til að máta hjá saumakonunni og Mina frænka fór að sjóða niður jarðarber frammi f eldhúsinu. Það var að nokkru Christer Wijk að kenna að dagurinn fékk ekki að halda áfram svona friðsæll og dæmilegur eins og hann hafði byrjað. Minn elskulegi maki og ég höfðum nú í nokkra daga rætt „fyrirbrigðið Christer". Við höfðum mörgum sinnum áður séð þennan kæra vin okkar vinna að þvf að leysa morðmál og einnig f nokkur skipti, þegar hann hafði ekki verið formlega til þess skipaður og við vissum að hann kom alltaf þannig fyrir sjónir út f frá að hann væri bæði yfirvegaður og rólegur. En þvf gátum við ekki skilið deyfð hans og doða f þessu máli. Að vfsu átti f hlut afi unnustu hans, en engu að sfður fannst okkur áhugaleysi hans forkastanlegt þótt það kynni að vera mannlegt og jafnvel skilj- anlegt. Auðvitað hlaut að vera sársaukafullt fvrir hann að vera að grauta f leyndarmálum sem snertu unnustu hans, en við sögðum hvort við annað að hefði hann sett heilasellurnar á stað og veitt hinum dauð- þreytta lögreglustjóra þá hjálp sem HANN gat veitt hefði hann ef til vill getað stuðlað að því að við hefðum losnað við þessa þrúgandi óvissu sfðusta daga ... og enda hlyti málið að upp- lýsast að lokum. Loks missti Einar þolinmæðina og vegna þess réttar sem hann taldi sig

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.