Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 Margaret Trudeau lætur kjaftasögur og gagnrýnina sem vind um eyru þjóta MARGARET Trudeau, forsætis- ráðherrafrú Kanada, hefur ver- ið í sviðsljósinu síðustu daga, enda þótt hún hafi sjálf gefið þær yfirlýsingar, að það sé það hvimleiðasta sem hún gæti orðið hugsað sér Síðan Pierre Elliot Trudeau giftist Margaret Sinclair árið 1971 hefur hún hvað eftir annað komizt á for- síður blaða í K:nada. Hún hef- ur verið frjálsleg í fasi og þótt gefa forsætisráðherraembætt- inu og þeim opinberu skyldum sem þvl fylgir ferskan og þekki- legan blæ. Nýlega kom hún til virðulegr- ar jarðarfarar í Washington klædd stuttpilsi og vakti það meiri athygli en ávarp eigin- manns hennar á þingi Sam- einuðu þjóðanna um málefni aðskilnaðarsinna i Quebecfylki. Og I síðustu viku voru öll blöð uppfull af sögum um að hún og Mick Jagger, einn hljómsveitarmanna úr Rolling Stones, stæðu I ástarsambandi og var smjattað á þessum góm- sætu tíðindum svo mjög, að víða hurfu stórmál alþjóða- stjórnmála af forsíðum fyrir vikið Teikni- og skopmyndir birtust I bandariskum og kana- diskum blöðum og slúðurdálka- höfundar höfðu ekki í langan tíma fengið annan eins hval- reka á sinar fjörur. Forsætisráðherrann hefur að sögn átt dálitið erfitt með að tjónka við eiginkonu sína þessi sex hjúskaparár. Ekkí vegna þess hún væri honum ótrú eiginkona, heldur vegna þess að sem forsætisráðherrafrú hef- ur hún orðið að halda í heiðri ákveðnum venjum og siðum og Margaret Trudeau hefur verið treg til að hegða sér samkvæmt þvi og þótt það bæði þvingað og þreytandi. Hún hefur sagt hug sinn i útvarpsviðtali, ort Ijóð og flutt á virðulegu sam- kvæmi í Caracas og verið alþýðleg við blaðamenn á ferð- um forsætisráðherrahjónanna um heiminn. Flestir landa hennar hafa tek- ið framkomu hennar með fögn- uði og þeir, sem ekki hafa gert það, hafa að minnsta kosti sýnt umburðarlyndi og fundizt það hafa sína töfra hversu frúin sýndi mikið sjálfstæði og frjáls- lyndi i fasi og framkomu. Öðr- um hefur þótt sem stundum gengi hún of langt og þeir eru til sem segja að hún sé eigin- Margaret (t.v.) ásamt dóttur Ritu Hayworths. Yasmin Ali Khan prinsessu. Margaret Trudeau manni sínum og þjóð til skammar og hreint óverðug þess að vera forsætisráðherra- frú í þessu stóra landi, Kanada. Ekki er einkennilegt þótt Margaret Trudeau valdi lönd- um sínum nokkrum heilabrot- um. Forsætisráðherrafrúr í Kanada síðustu áratugina hafa ekki beinlinis verið ungar og spennandi, heldur allar sérstak- lega virðulegar, sómakærar og ef nokkuð er dálitið leiðinlegar. Svo að viðbrigðin er meiri en ella Margaret Trudeau hefur allar götur síðan hún gifti sig reynt að halda i þá lifsskoðun sína að hún vildi hafa leyfi til að fara sínar eigin götur og lifa eðli- legu lifi, þó svo að maðurinn hennar væri forsætisráðherra. Hún hefur að visu gegnt opin- berum skyldum sinum — ekki alveg á hefðbundinn hátt alla tíð, en yfirleitt af hinum mesta þokka og hefur það ekki verið fyrr en upp á síðkastið, að þessar opinberu skyldur hafa farið að þreyta hana meira en góðu hófi gegnir. Fréttir herma, að hún hafi látið hjá líða að vera heima hjá eiginmanni sinum þegar þau áttu sex ára brúðkaupsafmæli fyrir skömmu og varð þetta vitanlega til að kynda undir sögum af missætti í hjónaband- inu. Margaret Trudeau hefur fram til þessa látið allar vanga- veltur blaða og fjölmiðla sem vind um eyru þjóta. Hún sagði nýlega við blaðamann, sem henni fannst nærgöngull i spurningum: ,,Eg kæri mig ekki hætis hót um þá sem gagnrýna mig og hananú." „Öflugt félagsstarf V.R. bygg- ist á góðri verkaskiptingu” Rætt við Guðmund H. Garðarsson um aðalfund Verzlunarmannafélags Reykjavíkur Stéttarfélagsgjöld voru I brennidepli á aðalfundi Verzl- unarmannafélags Reykjavfkur, sem haldinn hvar að Hótel Sögu á mánudagskvöld sl., en félagið hafði áður haldið sérstakan félagsfund um kjaramálin. Aðal- fundurinn var allfjölsóttur og urðu miklar umræður á honum, enda stóð hann til að ganga tvö um nóttina. Fundarstjóri var Hannes Þ. Sigurðsson, en for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Guðmundur H. Garðarsson, flutti skýrslu stjórn- ar fyrir starfsárið 1976 — 77 svo og skýrslu Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna og gerði grein fyrir reikningum hans. Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri félags- ins, las upp reikninga félagsins. „Á aðalfundinum urðu miklar umræður um hið nýja innheimtu- fyrirkomulag verkalýðsfélaganna og þar á meðal Verzlunarmanna- félagsins ( félagsgjöldum, sem feist f þvf að innheimta 1% af þeim launum sem greitt er af f Iffeyrissjóði stéttarfélaganna,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson f samtali við Morgunblaðið um aðalfundinn. „Það voru mjög skiptar skoðanir meðal fundar- manna en einnig hafa miklar um- ræður farið fram um þetta mál á vinnustöðum að undanförnu. Fundarmenn voru þó sammála um innheimtuaðferðina sem slfka en greindi á um prósentuupphæð- ina. Fram komu tvær tillögur um þetta efni — annars vegar frá stjórn félagsins um að innheimta 1% í félagsgjöld með þeim tak- mörkunum að hámarksgjaldið svaraði til 1% af hæsta launa- taxta V.R. og hins vegar tillaga um að þetta hámarksgjald skyldi vera 0,7%. Tillaga stjórnarinnar hlaut sfðan samþykki fundar- manna með tæplega h hlutum atkvæða en þessi tillaga er svo- hljóðandi: Aðalfundur Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur haldinn að Hótel Sögu, mánudaginn 14. marz 1977, staðfestir samþykkt trúnaðarmannaráðs V.R. frá 3. janúar sl., varðandi félagsgjald Verzlunarmannafélags Reykja- víkur fyrir árið 1977, með þeirri breytingu, að hámarksgjald skal ekki vera hærra en sem svarar 1% af hæsta launataxta V.R. eins og hann er á hverjum tíma. Það sem umfram kann að verða innheimt vegna samnings við vinnuveitendur um framkvæmd innheimtu félagsgjalda, skal endurgreitt þegar endanlegt upp- gjör ársins liggur fyrir. Guðmundur sagði síðan, að skýrsla stjórnar og reikningar félagsins hefðu verið samþykktir einróma og athugasemdalaust. „Skýrsla sú sem lögð var fram spannar á annað hundrað blaðsíð- ur og mun V.R. vera eitt fárra stéttarfélaga sem gefur út jafn ítarlega skýrslu um starfsemi sína. Var skýrslu þessari dreift meðal aðalfundarmanna ásamt reikningum félagsins." sagði Guðmundur ennfremur. Hann kvað kjaramálin eðlilega vera umfangsmesta mál félagsins og eins og skýrslan bæri með sér hefði mikið verið um að vera á þvi sviði á sl. ári því að auk þess sem félagið gerði heildarkjarasamn- ing og væri aðili að samningum Alþýðusambands Islands, bæði heildarsamningum og sérsamn- ingum, svo sem á sviði lifeyris- sjóðsmála, þá annaðist félagið einnig níu sérsamninga, m.a. vegna flugafgreiðslufólks, stúlkna í apótekum starfsstúlkna í kvikmyndahúsum, svo að eitt- hvað væri nefnt. „Meðal annarra viðamikla þátta í starfsemi félagsins, sem fram koma í skýrslunni er öflug fræðslustarfsemi. Má þar nefna, að VR tók þátt i ráðstefnu um kjör láglaunakvenna, gefin voru út tvö V.R. —blöð á árinu, haldin voru starfsþjálfunarnámskeið, undirbúningur var hafinn að námskeiði í gluggaútstillingu og haldnir hafa verið skipulega margir fræðslufundir um kjara- samninga V.R. allt frá því i októ- ber sl. en hinn siðasti þeirra verð- ur haldinn hinn 21. marz nk.“ sagði Guðmundur. Þá sagði Guðmundur, að I skýrslunni væri einnig rakin al- menn starfsemi félagsins, svo sem á sviði orlofsmála, bæði innan- lands og utan og gat þess i þvi sambandi að aðalfundurinn hefði heimilað stjórn félagsins að festa kaup á tveimur orlofshúsum við Húsafell af Breiðholti hf. Einnig er í skýrslunni vikið að byggingu verkamannabústaða en Guðmundur kvað það síðan meðal nýmæla að V.R. hyggur á eigin byggingaframkvæmdir. Félagið fékk á sl. ári úthlutað lóð fyrir þrjú fjölbýlishús i sameiginlegri lóð að Valshólum og er teikningu og hönnun húsanna lokið en i þeim verða alls 24 Ibúðir 2ja til 5 herbergja. Framkvæmdir eiga að hefjast i næsta mánuði en Guðmundur kvað stefnt að þvi að íbúðirnar yrðu sem vandaðastar þó að kappkostað væri að halda byggingarkostnaði sem lægstum. Umsóknarfrestur um Ibúðir þess- ar rann út I byrjup marz sl. og Frá vinnustað verzlunarmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.