Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 31 Skriðdrekalið I Prag. SÁ möguleiki, að ókyrrðin í Austur-Evrópu geti á einhvern hátt haft styrjöld i för með sér, kann að virðast fjarlægur nú sem stendur, en einhverjir ábyrgustu utanrfkismálasér- fræðingar Bandaríkjanna hafa tekið hann til alvarlegrar at- hugunar. Andstaðan, sem nú hefur grafið um sig i Austur- Evrópu, virðist ekki í fljótu bragði geta haft í för með sér stórfellt hættuástand. En minniháttar hættuástand getur haft í för með sér stórfellt hættuástand og minniháttar hættuástand ríkir um þessar mundir á þremur stöðum, i Tékkóslóvakfu, Póllandi og Austur-Þýzkalandi. „Sonnenfeldt-kenningin", sem staðgengill Kissingers boð- aði í fyrra, átti rætur að rekja til ótta um að núverandi „óeðli- legt“ samband landa Austur- Evrópu og Sovétríkjanna væri „miklu hættulegra heimsfriði" en deilur austurs og vesturs, þvi að það gæti fyrr eða siðar leitt til sprengingar, sem „hefði i för með sér þriðju heimsstyrj- öldina." Þar sem málið er við- kvæmt ræða opinberir tals- menn sjaldan um það, og ólík- legt er að starfsmenn Carter- sjórnarinnar muni opinberlega segja álit sitt á þvi. Menn Carters komust næst því aó fjalla um málið í skýrslu Brookings-stofnunarinnar í kosningabaráttunni, „Setting National Priorities“. Vandséð er, að meiriháttar átök brjótist út í Vestur-Evrópu, segir i skýrslunni, nema ef vera kynni fyrir áhrif frá Austur-Evrópu, þar sem verulegar likur eru á móti. Þrýstingur þjóðernis- sinna i Austur-Evrópu,. segir í skýrslunni, kollvarpaði tveimur heimsveldum á þessari öld. Tyrkjaveldi og Austurríki — Ungverjalandi, og dauðateygj- ur þeirra voru kveikja stór- styrjalda. Árekstrar sovézkrar yfirdrottnunar og austur- evrópskrar þjóðernisstefnu leiddu þrivegis til „valdbeiting- ar í verulegum mæli“ eftir síð- ari heimsstyrjöldina — íBerlín 1953, Búdapest 1956 og Prag 1968. „Óraunsætt væri að ætla“, segir að lokum i skýrsl- unni, „að slik átök verði aidrei aftur." Að hve miklu leyti samræm- ast hugmýndir Jimmy Carters niðurstöðum Brookings- skýrslunnar? Astandið í Aust- ur-Evrópu, segir i skýrslunni. getur haldizt óstöðugt þangað til sovézkir ráðamenn sætta sig við aukið sjálfsforræði Austur- Evrópu. „Jafnvægi getur aldroi ríkt i Austur-Evrópu“, segir Jimmy Carter, „fyrr en löndin endurheimta sjálfstæði sitt. “ Þetta voru skelegg orð fram- bjóðanda i atkvæðaleit — en Hættuleg ókyrrð 1 A-Evrópu Eftir Victor Zorza grundvallarhugsunin er sú sama. Hann var ekki að hvetja til afturhvarfs til kalda stríðs- ins, eins og hann sjálfur sagði, en hann ætlar að krefjast þess að Sovétríkin hafi í heiðri lof- orð Helsinki-yfirlýsingarinnar um ferða- og upplýsingafrelsi. Minnihlutahópar í Chicago og Cleveland voru ekki þeir einu, sem heyrðu kosningaræður Carters, ættingjar þeirra í Austur-Evrópu heyrðu þær líka. „Bandarikjamenn", sagði forsetaframbjóðandinn," ættu að gera allt sem i þeirra valdi stendur til að ýta undir frelsi i undirgefnum löndum Austur- Evrópu.“ Var eitthvert sam- band á milli kosningasigurs hans og frétta frá Austur- Evróðu um aukinn vilja ibú- anna þar til aó krefjast réttar sins samkvæmt Helsinki- yfirlýsingunni? Leynilögregla Austur- Evrópulandanna Iætur okkur varla i té niðurstöður rann- sókna sinna á almenningsálit- inu, en fyrir þvi eru nokkrar sannanir í hinum opinberu blöðum, að það hafi raunar ver- ið þetta, sem kommúnistaleið- togarnir óttuðust. Nokkrir gleggstu íbúar þessara landa hefðu skynjað þennan ótta og þeim hafði aukizt kjarkur vió það, svo að þeir hefðu tekið meira mark á orðum Jimmy Carters. Fréttir um ólgu i Tékkóslóvakíu, Póllandi og Austur-Þýzkalandi sýna, að hún stendur alls staðar í sambandi Við Helsinki-yfirlýsinguna. í Tékkóslóvakíu krefjast þeir sem undirrituðu „mannrétt- indayfirlýsingu 77“ að ríkis- stjórnin hafi Helsinki-loforðin í heiðri á sama hátt og Jimmy Carter kveðst munu gera það að kröfu sinni. í Póllandi er um að ræða viðbrögð við nýju andrúmslofti, sem Helsinki- yfirlýsingin kom til leiðar hjá menntamönnum, sem krefjast þess að verkfallsmenn verði leystir úr haldi, og leiðtogum kaþólsku kirkjunnar, sem krefjast þess að stjórnin hlusti á rödd þjóðarinnar. í Austur- Þýzkalandi eru umsóknir um leyfi til að flytjast úr landi i samræmi við Helsinki- yfirlýsinguna komnar upp í 100.000, og umsóknaflóðið virt- ist ætla að verða taumlaust, þegar lögreglan skarst i leikinn og batt enda á það. Rangt væri að gefa í skyn, að þetta sé allt verk Carters. Mörg önnur atriði veróur að taka til greina, til dæmis þá hvatningu sem Austur-Evrópubúar fá frá andófi evró-kommúnismans gegn ráðamönnum í Kreml og væntanlegri ráðstefnu f Belgrad, þar sem rætt verður i sumar um framkvæmd Hels- inki-yfirlýsingarinnar. Og ekki má gleyma Ford forseta og Henry Kissinger, sem allir skömmuðu fyrir svik við Aust- ur-Evrópu i Helsinki. Þeir héldu því fram, að Helsinki- yfirlýsingin gæti aukió frelsi i Austur-Evrópu í stað þess að draga úr þvi. Ef Ford hefði ekki undirritað yfirlýsinguna hefði Carter getað misst að minnsta kosti eitt baráttumál í kosningunum — og þaö tæki- færi að segja að hann mundi krefjast þess, að kommúnistar yrðu að hafa ákvæði yfirlýs- ingarinnar í heiðri í Bandaríkjunum komast menn yfirleitt ekki upp með að gefa kosningaloforð án þess að verða ininntir á þau. Bæði kjós- endur og ibúar Austur-Evrópu eiga hcimtingu á að nýja stjórn- in skýri að minnsta kosti fyrir sjálfri sér hver stefna hennar er, og hún verður einnig að gera það sjálfs sin vegna. Stríðshættan, sem Sonnenfeld talaði um og minnzt var á í Brookings-skýrslunni, er vissu- lega ekki yfirvofandi og verið Framhald á bls. 24 Petrína Guðrún Gunn- arsdóttir — Minning Fædd 24. marz 1950 Dáin 9. marz 1977 Margs er að minnast þegar ég kveð nú mina kæru vinkonu Petu. Peta hét fullu nafni Petrína Guðrún Gunnarsdóttir, f. 24. 3. ’50 á Bildudal einkadóttir hjónanna Kristjönu Kristjánsdóttur og Gunnars Þórðarsonar. Móðir hennar dó ung að árum frá þremur börnum og ólst Petrína upp hjá hjónunum Vigdísi Andrésdóttur og Einari Gislasyni. Fyrstu kynni okkar uróu er við hófum nám i Gagnfræðaskóla Réttarholts. Margar ánægjustund- ir áttum við á leiðinni úr og í skólann, er við gengum eftir hita- veitustokknum og ræddum um hvað framtiðin bæri I skauti sér. Peta var alveg viss um hvað hún ætlaði sér að verða, fyrst skyldi haldið í Kvennaskólann á Blöndu- ósi ogsiðan beint i fóstruskólann. Hún kynntist ung Isleifi Þor- björnssyni og giftu þau sig 15. september 1973. Eignuðust þau einn son, Hjalta Þór, sannan sólargeisla sem nú á eftir yndis- legri móður að sjá. Ykkur feðgunum, svo og öðrum ástvin- um Petu, sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Rannveig. Að hittast og gleðjast, hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er Iffsins saga. Sagði eitt skáldið okkar og eru þau orð áreiðanlega sönn. Maður stendur hljóður þegar vinir manns á unga aldri eru kall- aðir burt, þá koma þessi orð ósjálfrátt í hugann. Við Peta vorum góðar vinkonur og áttum margar ánægjustundir saman, hún var tápmikil og dug- leg og var full af starfsgleði. Hún var fóstra að mennt, hún setti leikskóla á stofn í Hafnarfirði, og hafði brennandi áhuga á að koma sem mestu í verk, sem verða mætti yngstu borgurunum til sem mestrar uþpbyggingar. Hún var glaðlynd og góðgjörn og hafði óbilandi trú á lifinu. Síðast þegar hún kom i heimsókn til okkar hjönanna var hún svo mikið veik að maðurinn hennar varð að bera hana inn og út, en samt kvaddi hún okkur með bros á vör. Petrina var fædd á Bíldudal, dóttir þeirra hjóna Kristjönu Kristjánsdóttur og Gunnars Þórðarsonar. Móður sína missti hún er hún var 6 ára gömul, úr sama sjúk- dómi og hún féll fyrir sjálf, þá tóku hana í fóstur Kristjana Vigdís og Einar Gíslason og flutt- ist hún með þeim til Reykjavíkur og ólst upp hjá þeim sem þeirra barn. í Reykjavík kynntist hún eftir- lifandi manni sínum ísleifi Þor- björnssyni frá Skagaströnd, þau giftu sig, 15. september 1973 og stofnuðu heimili að Miðvangi 41, Hafnarfirði. Þau eignuðust einn son, Hjalta Þór, 3. apríl 1974. Ég veit að þungur harmur er kveðinn áð eiginmanni og ungum syni. Biðjum við hjónin Guð að styrkja ykkur ísleifur minn í ykk- ar stóru sorg. Petu þakka ég allar samverustundirnar og tryggðina i gegnum árin. Ég biA Guð hann blessun tjái þér, bústað veiti, dýrð og ró hjá sér, hann leiði þig að lífsins nýju strönd, f Ijósi og frið um morgunroðans lönd. Sigurunn Konráðsdóttir. Steinunn Steinþórsdóttir. Kiwanisfélagar Kiwanishúsið verður til sýnis föstudaginn 18. marz kl. 20 — 23. Allir Kiwanisfélagar vel- komnir. Hússtjórn Kiwanis. NÁMSKEIÐ Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefst nýtt námskeið mánudaginn 21. marz. NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR MEÐAL ANNARS UM EFTIRFARANÐ! ATRIÐI: 0 Grundvallaratriði næringaríraeði 0 Innkaup, vörulýsingar, auglýs'ngar. 0 Ráðleggingar, sem heilbrigðisvfirvöld margra þjóða hafa birt, um æskilegar breytingar á mataræði, til að fyrirbyggja sjúkdóma. 0 Fæðuval, gerð matseðla, m rreiðsluaðferðir, tilbúning ýmissa rétta (sýnikennsla) með tilliti til áði rnefndra ráðlegginga. 0 Mismunandi framreiðsluaðferðir, dúka og skreyta borð fyrir mis- munandi tækifæri. 0 Hvað niðurstöður nýjustu vísmdalegra rannsókna hafa að segja um offitu og megrunarfæði MUNIÐ að rangar megrunaraðferðir eru mjög skaðlegar og geta va:varanlegu heilsutjóni. VEIZT ÞÚ AÐ GÚÐ NÆRING HEFUR ÁHRIF Á: 0 Andlegan, likamlegan og féíagslégan þroska allt frá frumbernsku. 0 Mótstöðuafl gegn sjúkdömum og andlegu álagi. 0 Likamsþyngd þina, en hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og margir fleiri sjúkdóm erú langtum algengari meðal þeirra, sem eru of feitir. Aðeins rétt nærður eins> ■ ■ tur getur vænst besta árangurs í námi, leik og starfi. Upplýsingar og innritun < . „ia * / eftir kl. 8 á kvöldin. Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur. I )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.