Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 — Kjörsókn Framhald af bls. 1. beldi á stöku stað og yfirmaður kjörstjórnar í Vestur-Bengal lagði til að nýjar kosningar færu fram i þremur kjördæmum vegna ásak- ana um kosningasvik. Sums staðar í Delhi var kjör- sókn milli 70 og 80% og allt bend- ir til þess að kjörsókn verði meiri en í kosningunum 1971 þegar hún var 55.3%. í Bombay var kjörsókn 75% í sumum hverfum, meiri en dæmi eru um. Reynsla úr fyrri kosningum bendir til þess að mikil kjörsókn dragi úr fylgi Kongressflokksins. 1 kosningunum 1971 fékk Kon- gressflokkurinn 352 þingsæti af 524 en i kosningunum 1967 fékk flokkurinn 283 þingsæti og þá var kjörsókn 61.3% sem var met. Á kjörskrá eru 318 milljónir manna. Advani var þess fullviss að hin mikla kjörsókn mundi ráða úrslit- um og að Janata-flokkurinn og flokkur Jagjivan Rams fyrrver- andi landbúnaðarráðherra fengju um 325 þingsæti. — Jumblatt Framhald af bls. 1. dæmt tilræðið og Selim Al-Hoss forsætisráðherra gaf út yfirlýs- ingu þar sem hann fordæmdi morðið á „einum mikilhæfasta leiðtoga Iandsins." Forsætisráðherrann sagði að öryggissveitir hefðu fengið skip- un um að haf a upp á morðingjun- um. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, brast í grát þegar hann tilkynnti lát Jumblatts, bandamanns síns, á fundi palestínska þjóðarráðsins i Kaíró og einn fulltrúinn á fundin- um sagði: „Ég býst við nýrri of- beldisóldu sem erfitt verður að ráða við í Líbanon." Foringi Saiqa, samtakanna, sem styðja Sýrlendinga, Zuheir Mohsen, taldi það þó ólíklegt. — Vaxtakjör Framhald af bls. 2 skilavexti við höfuðstól skuldar, þ.e.a.s. reikna af henni vaxta- vexti, fyrr en ár er liðið frá gjald- daga. í þriðja lagi eru nú sett í vaxtarreglurnar nánari ákvæði um útreikning vanskilavaxta af skuldabréfum og er þar um nokkra breytingu að ræða frá hliðstæðum ákvæðum, sem verið hafa í gjaldskrá fyrir innláns- stofnanir. Reglur um vexti við innláns- stofnanir hafa verið gefnar út að nýju með áorðnum breytingum og verða þær birtar I heild í Lög- birtingarblaði innan skamms. Eins og áður segir taka hin nýju ákvæði gildi frá og með 21. þ.m. Samhliða framangreindum breytingum hefur Seðlabankinh ákveðið að hækka vexti af inn- -stæðum viðskiptabanka og spari- sjóða á viðskiptareikningum i Seðlabankanum. Nemur hækkun- in 1% auk sérstakrar hækkkunar vaxta, ef innstæða fer að meðal- tali fram úr tilteknu marki fyrir hverja stofnun." Jónas Rafnar, bankastjóri Utvegsbankans, en það er sá banki, sem svokölluð viðbótarlán til sjálvarútvegs og frystiiðnaðar hafa legið hvað þyngzt á, sagði i gær að þessar breytingar á þessu atriði væru til bóta, enda kvað hann þetta fyrirkomulag, sem Seðlabaknkinn ræddi nú um, það sem Utvegsbankinn hafi verið bú- inn að taka ákvörðun um að fram- kvæma. Yrði nú ekki lengur tekin veó í afurðum heldur einhverju öðru. Hefur því Seðlabankinn mætt sjónarmiðum Utvegsbank- ans að þessu tilliti. Um önnur atriði vildi Jónas Rafn.ar ekki tjá sig að sinni. — Bretar Framhald af bls. 1. þetta væri alltof mikill niður- skurður þar sem þeir hefðu hingað til veitt um 2.000 lestir á mánuði samkvæmt upplýsing- um frá Færeyjum í gær. Nú er ætlunin að Færeyingar og EBE semji um aflakvóta sem gert er ráð fyrir í rammasamn- ingnum og Silkin ráðherra tel- ur að þeim eigi að ljúka fljótt. í umræðum brezka þingsins í gær lýsti Silkin ráðherra áhyggjum vegna þess hve lftið hefði miðað í samkomulagsátt í viðræðum Efnahagsbandalags- ins um sameiginlega fiskveiði- stefnu en kvað von á endur- skoðuðum tillögum skömmu eftir páska. James Johnson, þingmaður Hull West, kvað mikla reiði í Grimsby vegna þess að ekki hefði verið gerður samningur sem gerði brezkum togurum kleift að snúa aftur á tslands- mið. Hann sagði að ekkert virt- ist hafa gerzt að undanförnu. Johnson skoraði á Efnahags- bandalagið fyrir hönd fólks við Humberside að gera einhverjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir landanir íslenzkra skipa í höfnum í löndum Efnahags- bandalagsins. Silkin svaraði þvi til að hann gerði sér grein fyrir afstöðu fólks i Grimsby. Hann sagði að verndunarráðstafanir væru nauðsynlegar til að tryggja framboð á fiski og að Færeying- ar hefðu rétt á því að gera slíkar ráðstafanir ef þær byggðu á efnahagslegum og vis- indalegum grunni. — Sakharov Framhald af bls. 1. Hins vegar neitaði Sakharov að segja hvaða ráðstafanir hann vildi að Carter gerði til hjálpar Scharansky sem lög- reglan handtók i gær, en gaf í skyn að hann mundi fagna stuðningsyfirlýsingu. Sakharov gagnrýndi stað- hæfingar um að stuðningur Carters forseta við sovézka andófsmenn hefði leitt til harðnandi aðgerða gegn þeim og kvaðst vona að Carter léti ekki undan þrýstingi sovézku stjórnarinnar. Sakharov fordæmdi harð- lega þau ummæli sagn- fræðingsins Roy Medvedev, að Carter gengi of langt i ummæl- um sínum og kvað skoðanir hans landráð. Roy Medvedev hefur sérstöðu meðal sovézkra andófsmanna og hefur oft gagnrýnt bæði Sakharov og Alexander Solzhenitsyn. Baráttumenn Gyðinga og aðrir andófsmenn gagnrýndu á blaðamannafundi í dag hand- töku Anatoly Scharandkys sem hefur verið fluttur í Lefortovo- fangelsið. Hann hefur barizt fyrir því að ákvæðum Hel- sinski-yfirlýsingarinnar sé framfylgt en ekki.er ljóst fyrir hvað hann er ákærður. Andófsmenn í Moskvu telja að handtaka Scharanskys standi i sambandi við herferð sem sovézkir fjölmiðlar hafa staðið fyrir að undanförnu gegn Gyðingum. — Gyðinga- ofsóknir Framhald af bls. 21 lógreglan KGB hefði veitt hinum 8 stöðuga eftirför. Ráð- herrann sagði, að það væri kominn tími til að Sovétstjórn- in gerði sér grein fyrir, að hún gæti ekki múlbundið alla Gyð- inga í landinu né menningar- legar og þjóðernislegar til- hneigingar þeirra. Hann sagði að ísraelar myndu ótrauðir halda áfram baráttu sinni fyrir frjálsum brottflutningi fólks f rá Sovétríkjunum. var — Gafst upp Framhald af bls. 1. ar flugvélarræninginn yfirbugaður. Flugmaður og tveir lögreglu- menn dulbúnir sem flugmenn réðust á flugvélarræningjann þegar upphaflega áhöfnin bar við þreytu og bað um að önnur áhöfn tæki við stjórn flug- vélarinnar sem var í innan- landsflugi á Spáni þegar flug- vélarræninginn tók stjórn hennar í sínar hendur. Flugvélarræninginn, Luciano Porcari, fékk fram- selda þriggja ára dóttur sína í Abidjan á Fflabeinsströndinni en Isabella, fyrrverandi kona hans, neitaði að afhenda honum eldri dóttur þeirra þeg- ar fiugvélin lenti i Torino. Flugvélin var frá flugfélag- iriu Iberia og lenti einnig f Sevilla og Varsjá en henni var neitað um lendingarleyfi f Moskvu. Dóttir Porcaris verður væntanlega send til Abidjan. — Vetrarrækja Framhald af bls. 44 hefði hún verið flutt út jafnóðum, en sfðustu vikur hefði veiðin ver- ið einstaklega góð og því væru til einhverjar birgðir f landinu. Sem fyrr er Svíþjóð mikilvægasti markaðurinn, en nokkuð hefur farið til V-Þýzkalands í vetur, en þar opnaðist markaður eftir að samningurinn við EBE tók gildi. — Halldór Pétursson Framhald af bls. 44 valsstöðum s.l. ár, en fslenzki hesturinn var honum sérstaklega hugleikið viðfangsefni. Halldór Pétursson listmálari og teiknari hafði þá sérstöðu meðal íslenzkra myndlistarmanna að hann teiknaði skopmyndir úr dag- legu lffi í blöð og tfmarit, einkum þó í Morgunblaðið, og átti hann stóran hóp aðdáenda meðal les- enda blaðsins. Við andlát hans er Morgunblaðinu efst í huga þakk- læti vegna þessa góða samstarfs og fullvíst má telja að skarð er nú fyrir skildi, t.a.m. munu ekki fleiri teiknimyndir hans birtast frá skákeinviginu hér í Reykja- vík, en myndir hans hér í blaðinu voru orðinn sérstæður þáttur i slíkum viðburðum hérlendis. Sfð- ustu myndirnar sem Halldór teiknaði voru einmitt frá Skák- einvigi Horts og Spasskys. Morgunblaðið sendir eftirlif- andi eiginkonu hans, Fjólu Sig- mundsdóttur, börnum þeirra og öðrum ættingjum samúðarkveðj- ur sinar. • * • — Grein Gísla Framhald af bls. 29 V Vorið 1976 gagnrýndu fræðslu- ráð Kópavogs og Morgunblaðið ungan gagnfræðaskólakennara fyrir að hafa „lagt fyrir nemend- ur sfna að kaupa og lesa árððurs- pésa frá Fylkingunni, einum af stjórnmálasamtökum kommún- ista. Nemendur mótmaeltu en kennarinn hélt fast við sitt." (Orðalag ritstjórnargreinar Morg- unblaðsins 11. febrúar sl.) Eftirfarandi hef ég við frásögn Morgunblaðsins að athuga: Það er ekkert í sjálfu sér at- hugavert við að bæklingur frá Fylkingunni um sögu fslenskrar verkalýðshreyfingar sé notaður í kennslu f félagsfræði fremur en að það væri athugavert við að bæklingur frá Heimdalli sé notað- ur til kennslu. Það getur meira að segja verið jákvætt að kennslu- gagn sé vörumerkt þvf að það er nauðsynlegt að nemendur hafi gaganrýna afstöðu gagnvart kennslubókum (svo og kennur- um). En „nemendur mótmæltu, kennarinn hélt við sitt". Með öðrum orðum: Nemendur, skv. þessari frásögn, voru neikvæðir f garð kennslubókarinnar en það getur verið mjög jákvætt atriði eins og fyrr hefur verið útskýrt. Og ef kennarinn hefur í skjóli valds sfns f bekknum reynt að þvinga nemendur, sem f þessu tilfelli voru 17—18 ára, til að hafa ákveðna skoðun, þá vita allir, sem hafa einhverja raunhæfa þekk- ingu á kennslu, að slfk vinnu- brögð eru öruggasta ráðið til að skapa hjá nemendum algerlega andstæða skoðun. Með öðrum orð- um: Ef frásögn Morgunblaðsins er lýsing á kjarnanum f starfi viðkomandi kennara, þá hefur honum tekist að skapa marga unga Sjálfstæðisflokksmenn, jafnvel upp á llfstlð. En hefur Morgunblaðið (eða fræðsluráð Kópavogs) nokkra heildarmynd af starfi viðkomandi kennara? Hvaða aðrar kennslu- bækur voru notaðar? Var reynt að gefa nemendum alhliða mynd af fslensku þjóðfélagi? Þetta er meginkjarni málsins því að það er skaðlegt að taka úr samhengi eitt kennslugagn af mörgum og gera úr þvf fjaðrafok f f jölmiðlum. Mér er ekki ljóst hvaða kennslumálastefnu Morgunblaðið aðhyllist. En hins vegar er full ljóst hver áhrif skrif blaðsins undanfarið að öllum lfkindum verða! Kennarar verða hræddari en þeir hafa verið við að taka til meðferðar „viðkvæm þjóðfélags- mál." Nútlmasaga og stjórnmála- fræði verða áfram vanræktar greinar í skólunum. Lundi, 1. marz 1977 Gfsli Gunnarsson. — Grein Arnar Framhald af bls. 29 heimta hins vegar nákvæmar skýrslur af menntamálaráðuneyt- inu, svona er samkvæmnin. í Menntaskólanum við Hamrahlíð höfum við m.a. lesið þessa höf- unda: Eggert Ólafsson, Jón Thor- oddsen, Gest Pálsson, Einar H. Kvaran, Jón Trausta, Jóhann Sig- urjónsson, Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness, Þórberg Þórðar- son, Halldór Stefánsson, Thor Vil- hjálmsson, Guðberg Bergsson, Svövu Jakobsdóttur, Odd Björns- son, Einar Loga Einarsson. Það má auðvitað til sanns vegar færa að þessir höfundar séu kommún- istum þóknanlegir — eins og öðru fólki (þótt þeir geti ekki i heild verið mynd af smekk nokkurs manns). En eigum við að hætta að lesa þá fyrir því? 28. febrúar 1977. Örn Ólafsson kennari. — Grein Þorgríms Framhald af bls. 28 kenna nemendum að nota það. Það er ekki sfst erfitt vegna þess, að við erum aldir upp I þessu gamla og staðnaða skólakerfi og verðum lfka að tileinka okkur þessi nýju vinnubrögð eins og nemendurnir. Þetta mál, sem fjargviðrast var út af í leiðara Morgunblaðsins I dag, snart mig illa, vegna þeirrar baráttu sem ég sjálfur stend í. Sumrum er að meiru og minna leyti eytt í að kynna sér nýtt námsefni og nýjan hugsunarhátt f kennslumálum og síðan þarf að berjast fyrir þvf að koma upp safni heimildarrita f tengslum við námið. Þá er von að manni verði hverft við að fá fram- an f sig ískalda gusu fáfræði og hleypidóma f viðlesnasta blaði landsins, því blaði sem mótar lfk- lega mest viðhorf almennings í landinu. Því miður. — Verzlunnar mannafélagið Framhald af bls. 17 hefji viðræður við vinnuveitend- ur um að reglugerð Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verði breytt á þann veg, að sjóðurinn geti hafið greiðslur verðtryggðs lífeyris. Er það álit fundarins að framkvæmd þessa máls skuli hafa forgang, þegar ákvarðanir kunna að verða teknar, er fela I sér aukna greiðslubyrði af hálfu sjóðsins." Guðmundur gat þess ennfrem- ur, að f Lífeyrissjóði verzlunar- manna væru nú 17.477 félagar á skrá en um 10 þúsund væru það sem kallað væri virkir félagar. Alls greiða 2430 fyrirtæki á land- inu í sjóðinn. Hámarkslán hans eru kr. 1.400.000.- eftir 5 ára veru f sjóðnum. „Ef ég vík almennt að félags- starfinu f lokin, þá vil ég leggja áherzlu á það, að þessi mikla fjöl- breytni i starfi V.R. byggist fyrst og fremst á mjög góðri verka- skiptingu hjá starfsmönnum félagsins, stjórnarmönnum og trúnaðarmönnum þess," sagði Guðmundur. „Það er mikið lagt upp úr þvf að menn sérhæfi sig f ákveðnum viðfangsefnum og vinni þeim framgang í þágu félagsmanna. Góður félagsandi og samheldni hefur rfkt f þessu félagi í fjölda ára og skýrir það velgengni þess á sumum sviðum en að minni hyggju hlýtur megin- viðfangsefnið þó jafnan að vera á sviði kjara- og launamála. I því sambandi má koma fram, að ég er t.d. þeirrar skoðunar að I næstu framtíð verði að taka alla samn- inga félagsins og uppbyggingu þeirra til gagngerðrar endurskoð- unar. Þar er þörf fyrir algera umbyltingu vegna hins mikla fjölda sem myndar félagið og þeirrar sérhæfingar sem átt hefur sér stað á ýmsum sviðum síðustu árin. Ég tel það til að mynda íhugunarefni hvort ekki sé orðið nauðsynlegt að gera svokallaða fyrirtækjasamninga samhliða al- mennum samningum við ýmis þau stórfyrirtæki, sem upp hafa risið hér á landi á sfðustu áratug- um." — Búrfells- virkjun Framhald af bls. 25 Alþjóðabankinn, sem veitti lán til þessarar virkjunar, hefði ekki tekið slíkt f mál, nema með samn- ingi sem þessum, og satt að segja var fulltrúi Alþjóðabankans við þessa samningsgerð frá upphafi og til enda og fylgdist nákvæm- lega með hennf; samþykkti ekki slfkt lán fyrr en þessi samningur lá endanlega fyrir. Alþjóðabank- inn taldi okkar markað svo lítinn, að fyrir þvi yrði að liggja betri trygging en i almennri orkuaukn- ingu, að við gætum nýtt þessa orku, og fjármagnskostnaðurinn yrði okkur ekki of þung byrði. Ég er nú ákaflega undrandi að heyra það, að hvergi I heiminum hafi verið gerðir óhagstæðari samningar en þessi. Ég veit ekki betur en Norðmenn hafi síðast 1969 gert samning til 40 ára á verði, sem er núna um það bil 2.7 eða 2.8 norskir aurar kw-stundin. Þetta var 1969, sem þeir gera þennan samning. En ég vil endur- taka það enn einu sinni, að sjálfur hefði ég viljað sjá orkuverðið hærra, en það vár um það að ræða, hvort okkur átti að takast að virkja Búrfell eða ekki og menn töldu, að það væri æskilegt að komast inn I þessar stór- virkjanir. Um það má kannski deila, og kannski er hægt að halda áfram með smærri virkjanir, en ég verð að taka undir það, sem hæstvirtur 1. þingmaður Sunn- lendinga sagði hér áðan, að ég óttast, að þá væri raforkuverð æði miklu hærra hér heldur en það jafnvel er, þvi að raforkuverð í heildsölu á Landsvirkjunarsvæð- inu er hagkvæmt, borið saman t.d. við erlendar þjóðir eins og hér hefur verið drepið á. Og það mætti vel vera, að hér væri orku- skortur. En um þennan samning má vitanlega ræða. Orkuverð er nú bundið álverðinu, sem hefur hækkað eins og annað á heims- markaði. Hins vegar er vaxta- kostnaður af lánum ekki bundinn verðlagi og það eru allar lfkur til þess að tekjur frá ÍSAL, þegar upp er staðið, verði töluvert meiri en ég las áðan úr töflunni í þess- ari fyrrnefndu grein í Dagblað- — Hættuleg ókyrrð Framhald af bls. 31 getur að hún verði aldrei að veruleika. Við getum ekki haft hugmynd um það. En við vit- um, að herráðsforingjar allr« stórveldanna byggja áætlanir sínar um möguleika á stríði í Evrópu á þeirri forsendu, að þjóðernisstefna og frelsisþrá, sem enginn ríkisstjórn ráði við, geti leitt til þess að upp úr sjóði og að smátt og smátt geti afleið- ingin orðið bardagar. Hermenn hafa það starf að skipuleggja stríð. Stjórnmála- menn hafa það starf að koma í veg fyrir stríð og jafnframt finna leiðir til að fullnægja frelsisþrá, sem framkallar spennu, sem svo oft hefur ieitt til styrjalda á liðnum tfma. Jimmy Carter bjó vandamálið ekki til, en hann stuðlaði að því, að stjórn hans ætti að ráðast gegn þvf áður en ófyrirsjáan- legar aðstæður skapast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.