Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 fofgjjg Gestsswi, keimari Hallwmisstað: iróðnr í skólum Hallormsstað 11. feb.'77 Það kemur fyrir að ég heyri slitur úr forystugreinum dagblað- anna i útvarpinu á meðan ég gleypi í mig morgunkaffið. í morgun hafði ég venju fremur rúman tfma og hlustaði á mestall- an lesturinn, og heyrði m.a. leið- ara ykkar Morgunblaðsmanna. Það lá við, að kaffisopinn stöðvað- ist á miðri leið, svo mikið fékk á mig það svartnættisíhald, sem skein úr þeim úrdrætti. Var sú afstaða þó að vonum, úr málgagni núverandi ríkisstjórnar. Því mið- ur hef ég ekki blaðið í morgun við höndina því póstur kemur hingað aðeins tvisvar i viku, en ég mun reyna að ræða þennan leiðara efnislega, eða öllu heldur þá hugsun, sem að baki hans félst, því þetta tiltekna mál um kennar- ann i Kópavogi, sem lét nemend- ur sina lesa bækling, útgefinn af vinstrisinnuðum samtökum í Reykjavík, þekki ég ekki nema af afspurn. En svo mikið þykist ég vita, að kennarinn bað nemendur sína að útvega sér nefndan bækling ákveðins verkefnis, sem unnið var að, og ekki var um annað lesefni um þetta efni að ræða, utan kennslubókarinnar. Ekki tel ég líklegt að tilgangur kennarans hafi verið að reka pólitískan áróð- ur, og jafnvel þótt svo hafi verið I þessu tilfelli en engin ástæða til þeirrar alhæfingar ykkar, að um almennan „kommúnistaáróður" í skólakerfinu sé að ræða. Þessi alhæfing er líka sjálfsagt sett fram f einum saman áróðurstil- gangi. Hinsvegar er rétt að lfta á málið frá öðru sjónarhorni; sé á annað borð rekinn einhver pólitfskur áróður í fslenzkum skólum er það áróður rfkjandi valdhaf a i hag og áróður sem stefnir að þvf að við- halda rfkjandi ástandi, gera fólk ánægt með það sem það hefur. Þetta vil ég rökstyðja með því að taka sem dæmi það kennsluefni sem nemendur eru fóðraðir á. Það er tekið saman af fáeinum mönn- um, og bækurnar endurspegla því að sjálfsögðu viðhorf þeirra, og nemendur kynnast varia öðrum viðhorfum. Skýrasta dæmið er sagari. Nemendum er talin trú um að saga mannkynsins byggist ein- göngu á stjórnmálaklækjum og hernaðarbrölti yfirstéttamanna og umsvifum framkvæmda- og f jármálamanna. Alþýða manna er varla nefnd á nafn nema svona í framhjáhlaupi, einkanlega þegar útskýra þarf afleiðingar gerða fyrrnefndra manna. Og f kennslu- bókum I Islandssögu er eins og verkalýðshreyfingin sé ekki til, enda voru frumkvöðlar hennar vondir menn. Það er því ljóst, að f skólunum er rekinn miskunnar- laus kapftalískur áróður og áróð- ur fyrir einstaklingshyggju og hetjudýrkun, að ekki sé talað um innrætingu trúarbragða, sem lltill hluti mannkynsins játar. En skoðanir sem þessar falla ráða- mönnum vel í geð, þær skulu þvf innrættar skólafólki. Undanfarin ár hefur hins vegar gengið yfir hér eins og f mörgum öðrum löndum ný og fersk bylgja f fræðslumálum þar sem þessari afstöðu tiJ kennsluefnis er varpað fyrir róða. Þar er lögð megin áhersla á að nemendum sé leið- beint við að afla sér sem vfðtæk- astar kunnáttu með sjálfstæðum athugunum á heimildum og til- einka sér frjálsa og gagnrýna hugsun og aukið vfðsýni. Tilgangurinn er að auka mögu- leikana á þvi, að fólk geti myndað sér sjálfstæðar skoðanir f sem f lestum málum f stað þess að taka skoðanir næstu kynslóðar á und- an f arf gagnrýnislaust. Þetta ótt- ast valdhafarnir að sjálfsögðu, þvf erfiðara er að hafa hemil á hugs- andi lýð en fáfróðum og leiðitöm- um. Baráttan fyrir þessum breyttu kennsluháttum er erfið. Bæði er við að eiga ýmiskonar fordóma, en þeir örðugleikar sem kennarar eiga fyrst og fremst við að etja í starfi sfnu er öflun lesefnis utan kennslubókanna (sem ættu að segja sem minnst á mfnu áliti) og Framhald á bls. 24. (íísli Gnnnarsson: Hvað er politiskur áróðnr í skólum? I ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins 11. febrúar sl., sem bar heitið „Pólitfskur áróður í skólum", var minnst á Þjóðviljagrein eftir mig. Ég tel það skyldu mfna við lesend- ur Morgunblaðsins að senda þvf blaði athugasemdir við umrædda ritstjórnargrein. Um leið bið ég bæði ritstjórn Morgunblaðsins og lesendur þess afsökunar á þvf að um hálfs mánaðar dráttur hefur orðið á ritun þessara athuga- semda og valda hér annir minar þennan tfma. I Fyrst smáatriði: Bein tilvitnun Morgunblaðsins á Þjóðviljagrein minni var ekki nákvæm. t grein minni voru „allir heiðarlegir og vinstri sinnaðir menn hvattir til að koma þessum kennurum (þ.e. þeim framfarasinnuðu) til aðstoð- ar þegar fhaldssamar skólanefnd- ir og fhaldsblöð fara að ráðast á þá." Morgunblaðið sleppti þeim orðum sem í þessari tilvitnun eru feitletruð. II í ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins 11. febrúar voru nokkrar setn- ingar úr Þjóðviljagrein 9. febrúar slitnar úr samhengi þannig að raunverulegt tilvitnanagildi þeirra varð einskis virði. Verður þetta rökstutt hér á eftir. En verra er að af þessum sundur- tættu tilvítnunum voru dregnar vfðtækar ályktanir með alvarleg- um ásökunum. Orðrétt stóð í rit- stjórnargrein Morgunblaðsins: „Bersýnilegt er, að það er markmið einhvers hóps vinstri sinnaðra öfgamanna að hefja skipulagsbundinn áróður f sköl- um landsins". Morgunblaðið telur „boðskap" minn vera aðalforsendu þessarar ályktunar sinnar. Ég tel þvf nauð- synlegt að taka fram eftirfarandi atriði: Eg þekki ekki til neins „hóps vinstri sinnaðra öfgamanna" sem ætlar að afvegaleiða „óharðnaða unglinga" með „skipulagsbundn- um áróðri f skólum landsins." Ég hef starfað sem framhalds- skólakennari á íslandi i 12 ár, og varð þá aldrei fyrir ásökunum um pólitfska misnotkun f starfi. Ekkert kom fram f ritstjórnar- grein Morgunblaðsins sem vitnis- burður um tilveru vinstra sam- særis f fslenskum skólum með að- stoð minnf annað en það að ég hélt uppi vörnum fyrir ungan kennara f Kópavogi, sem Morgun- blaðið hafði deilt á. Ef ritstjórn Morgunblaðsins hefur frekari vitnisburð fyrir staðhæfingu sinni um samsærið vil ég að það komi skýrt fram. Ef hins vegar er aðeins byggt á vörn minni fyrir kennarann lýsi ég þvf yfir að samsæriskenning Morgunblaðsins eru ærumeiðandi dylgjur f minn garð, sem skapast Greinar, sem staðfesta pólitísk markmið í kennslu MORGUNBLAÐIÐ birtir f dag þrjár greinar, sem borizt hafa frá þremur kennurum, sem all- ir gagnrýna forystugreinar, sem birzt hafa hér f blaðinu að undanförnu um pólitfskan áróður f skólum. Tveir greinar- höfundar, þeir Gfsli Gunnars- son, sagnfræðingur, og örn Ólafsson menntaskólakennari eru báðir þekktir kommúnist- ar, sem um langt árabil hafa með ýmsum hætti starfað f þágu kommúnista á íslandi. Hinn þriðji er hins vegar ekki kunnur af stjórnmálaafskipt- um. Hér á eftir verða gerðar stuttar athugasemdir við þessar greinar, en þær eiga það allar sammerkt, að þær staðfesta fullyrðingar Morgunblaðsins um verulega hættu á pólitfsk- um áróðri f skólakerfinu, Engum greinarhöfunda tekst að leyna þeirri skoðun sinni, að beita eigi skólakerfinu til þess að undirbúa jarðveginn fyrir þjóðfélagsbyltingu enda þótt tilgangur greinanna sé einmitt sá. Og athyglisvert er að sjá með hve Ifkum hætti þeir orða þessa hugsun allir þrfr. Þorgrfmur Gestsson kennari á Hallormsstað, segir: „Undan- farin ár hefur hins vegar gengið yfir hér eins og f mörg- um öðrum löndum ný og fersk bylgja í fræðslumálum... Þar er lögð rhegináherzla á, að nemendum sé leiðbeint við að afla sér sem víðtækastrar kunn- áttu með sjálfslæðum athugun- um á heimildum og tileinka sér frjálsa og gagnrýna hugsun og aukið vfðsýni. Tilgangurinn er að auka möguleikana á þvi, að fólk geti myndað sér sjálfstæð- ar skoðanir á sem flestum málum i stað þess að taka skoðanir næstu kynslóðar á undan f arf gagnrýnislaust. Þetta óttast valdhafarnir að sjálfsögðu, þvf að erfiðara er að hafa hemil á hugsandi lýð en fáfróðum og leiðitömum". Gfsli Gunnarsson, sagnfræð- ingur, orðar þessa sömu hugsun á þennan veg: „Helzta viðf angs- efni kennarans er að örva sjálf- stæða og gagnrýna þekkingar- leit og hugsun nemandans". Og örn Ólafsson, mennta- skólakennari, lýsir sömu hugs- un með þessum orðum: „Kem ég þá að aðalatriðinu, mennt- unarhugsjón vinstri manna. Hvort sem við köllum okkur marxista, sósfalista eða komm- únista er okkur það sameigin- legt markmið að verkalýðsstétt- in taki völdin og umbylti þjóð- félaginu. Rökrétt afleiðing af þessu viðhorfi er, að við hljót- um að leggja megináherzlu á þroska almennings, sjálfstæða dómgreind hans, þvf að það er fjöldinn, sem á taka völdin. Sósfalfstar eiga aflt undir honum. Menntunarhugsjón okkar hlýtur því að vera að koma fólki til þess að brjóta heilann og mynda sér sjálft skoðun á málunum. Kennsla, sem miðar að þessu, er róttæk kennsla.." Eins og sjá má af þessum tilvitnunum orða allir þrír greinarhöfundar hugsun sfna á þann hátt, að það sé hlutverk kennarans að kenna nemandan- um „sjálfstæða" hugsun og inn- ræta nemandanum gagnrýnið viðhorf til þjóðfélagsins. Þetta eru falleg orð, en á bak við þessi fallegu orð leynist til- gangurinn, sem örn Ólafsson segir berum orðum, að sé sá að undirbúa „valdatöku f jöldans", þ.e. marxista. Hér fer ekki á milli mála að hverju er stefnt og eru greinar þessara þriggja kennara þvf staðfesting á þeim sjónarmiðum Morgunblaðsins að veruleg hætta sé á ferðum og nauðsynlegt að taka þetta vandamál, sem er að spretta upp í skólak'erfi okkar, föstum tökum. 1 upphafi greinar sinnar vík- ur Gfsli Gunnarsson að þvf, að tilvitnun Morgunblaðsins í Þjóðviljagrein hans hafi ekki verið nákvæm. Hér var um handvömm að ræða en ekki ásetning og er greinarhöfundur beðinn velvirðingar á þvf. Gísli Gunnarsson kveðst ekki þekkja neinn hóp vinstri sinnaðra öfgamanna, sem stundi skipu- lagsbundinn áróður i skólum og kveðst aldrei hafa orðid fyrir ásökunum um pólitíska mis- notkun í starfi sem framhalds- skólakennarí á íslandi í 12 ár. En síðar í grein sinni segir hann: „Það er ekkert f sjálfu sér athugavert við, að bækl- ingur frá Fylkingunni um sögu fslenzkrar verkalýðshreyfingar sé notaður f kennslu f félags- fræði fremur en að það væri athugavert við að bæklingur frá Heimdalli sé notaður til kennslu". Kennari sá, sem krafðist þess að nemendur hans í framhaldsskóla í Kópavogi notuðu áróðursbækling frá Fylkingunni til náms, er einn af forystumönnum þess félags- skapar. Dettur nokkrum lif andi manni í hug að þessi sami kennari mundi á hlutlausan eða óhlutdrægan hátt kenna annars vegar bækling frá Fylk- ingunni og hins vegar bækling frá Heimdalli? Er ekki aug- ljóst, að samúð kennarans með viðhorfum Fylkingarinnar er svo rfk og djúpstæð og andúð hans á viðhorfum Heimdallar svo sterk, að þessi sjónarmið hlytu að koma fram f kennslu? A.m.k. mundi enginn nemandi og ekkert foreldri geta treyst því, að svo væri ekki. Og það er kannski helzta vandamál hinna vinstri sinnuðu kennara, að menn treysta þeim einfaldlega ekki til þess að gæta hlutleysis f kennslustörfum sfnum. Gfsli Gunnarsson segir í grein sinni: „Fróðlegt væri og að vita, hvaða rök Morgunblaðið hefur fyrir þeirri fullyrðingu sinni, að i bókmenntakennslu sé sá háttur hafður á, að „helzt eru ekki nefnd önnur skáld og rit- höfundar en kommúnistum eru þóknanleg". Ég hef að vísu aldreí kennt bókmenntir og þess vegna kemur mér þetta ekki beint við, en mér finnst að jafn virðulegt blað og Morgun- blaðið þurfi að gefa lesendum sínum einhver da;mi þessari alvarlegu ásökun til stuðn- ings". Rétt er að Mbl. er virðu- legt blað og skulu nti dæmi tekin. Þau eru úr grein Arnar Ólafssonar, hér á þessari sfðu sem fjallar um þetta sama efnisatriði f lok greinar sinnar. Hann skýrir frá þvf, að í Menntaskólanum f Hamrahlfð hafi m.a. þessir höfundar verið lesnir: Eggert Ólafsson, Jön Thoroddsen, Gestur Pálsson, Einar H. Kvaran, Jón Trausti, Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson, Halldór Stefánsson, Thor Vilhjálmsson, Guðbergur Bergsson, Svava Jakobsdóttir, Oddur Björnsson, Einar Logi Einarsson (barna- bókahöfundur). Hvflíkt handa- hóf! Thor Vilhjálmsson, Guo- bergur Bergsson, Svava Jakobs- dóttir — en hvi að staðnæmast þar? Hvar er Indriði G. Þor- steinsson, hvar er Guðmundur Danfelsson, eða stðrskáld á borð við Guðmund G. Hagalfn, svo að þrfr núlifandi skáld- sagnahöfundar séu nefndir? Upptalning Arnar Ólafssonar staðfestir einmitt staðhæfingu Morgunblaðsins og er enn eitt merkilegt dæmi um það, hvern- ig þessir kennarar koma upp um sjálfa sig f greinum, sem er ætlað að afneita þvf, að um pðlitfskan áróður sé að ræða f skólum!! Grein Arnar Ólafssonar gefur skýrasta mynd af hugarheími og hugsunarhætti vinstri sinn- aðs kennara, sem stefnir markvisst að þvf að misnota að- stöðu sfna. Yfirlýst markmið hans með kennslunni er að undirbúa jarðveginn undir það, að „verkalýðsstéttin taki völdin og umbylti þjóðfélaginu" og f þvf skyni ætlar hann að nota aðstöðu sfna f skólum landsins til þess að „þroska almenning, sjálfstæða dðmgreind hans, þvf það er f jöldinn, sem á að taka völdin". Uppljóstrun Arnar Athugasemd frá ritstjórum Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.