Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 Leikrit vikunnar klukkan 20.05: Skuldaskil ef tir August Strindberg Gunnar Eyjölfsson. Baldvin Halldðrsson. Gfsli Alfreðsson. LEIKRIT vikunnar, „Skuldaskil" eftir August Strindberg, er á dagskrá útvarpsins klukkan 20.05 í kvöld. Leikritið hefur þýtt á ís- lenzku Geir Kristjánsson. Leikstjóri er Gísli Al- freðsson. Með stærstu hlutverk fara þau Gunn- ar Eyjólfsson, Baldvih Halldórsson, Sigurður Skúlason og Helga Step- hensen. Flutningur leik- ritsins tekur um f jörutíu mínútur. Efni leikritsins er í stuttu máli þetta: Fræg- ur vísindamaður kemur heim úr langri ferð. Hann hafði fengið lán hjá bróður sínum í gamla daga, og nú býst bróðir- inn við að hann endur- greiði lánið, enda er hann á ýmsan hátt illa staddur vegna þessarar greiðasemi. Prófessorinn lofar öllu fögru, en hann hefur í mörg horn að líta, því að margir vilja nú þekkja hann frægðarinn- ar vegna. Ljóminn f er þó af, þegar skuggar fortíð- arinnar fara að sækja að honum og í ljós kemur, að ekki er allt með felldu undir yfirborðinu. Það kemur að skuldaskilum. August Strindberg fæddist í Stokkhólmi árið 1849. Að loknu stúdents- prófi stundaði hann nám í kennslu og blaða- mennsku og starfaði við Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi árin 1874 til 1882. Fyrsta leikrit hans, „í Róm", var frumsýnt árið 1870, en alls skrifaði hann nær sextíu leikrit, stór og smá. í hópi þeirra þekktustu eru „Fröken Júlía", „Faðirinn", „Sá sterkasti" og „Dauða- dansinn". Nokkur leikrit Strindbergs hafa verið sýnd á islenzku leiksviði. í síðari verkum sínum fjarlægist Strindberg raunveruleikann, næmur hugur hans þoldi ekki þá feiknabyrði, sem á hann var lögð. Skáldið var sí- leitandi að innri friði, en tókst aldrei að öðlast hann, að sögn. Strind- berg lézt árið 1912. Útvarpið hefur áður flutt eftir August Strind- berg leikritin „Fröken Júlíu", 1938, „Páska", 1956, „Föðurinn", 1959, „Brunarústina", 1962, og „Kröfuhafa", 1965. August Strindberg. ¦ i Mrf I ! > I ¦ I Prófessor Karl Múnchinger er stjómandi og stofnandi Stuttgarter Kammer- orkester. gáfa sú eigi stóran þátt ' a<5 auka hróður hljómsveitarinnar víða um heim. Stuttgarter Kammerorkester hefur tekið þátt i mörgum listahátíðum svo sem Salzburg, Edinborg. Baalbeck. Strassburg og Nizza Karl Munchinger var gerður að prófessor í hetmalandi slnu árið 1953 og hefur hann verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum og hann hefur einnig verið heiðraður 1 Frakklandi fyrir list sina Hljómsveitin kemur hingað eftir fimm vikna tónleikaferð um Bandarlkin þar sem hún hélt 25 tónleika og fer hún utan strax á fimmtudagsmorgun- inn. Hún er skipuð 18 hljóðfæraleikur- um að meðtöldum stjórnandanum og að sögn forráðamanna Tónlistarfélags- ins er hún talin með beztu strengja- sveitum i heiminum Tónlistarfélagið Heimsþekkt kammersveit heldur tónleika í Reykjavík ÞÝZKA kammerhljómsveitin Stuttgarter Kammerorkester er vaentanleg til Reykjavíkur í næstu viku og mun halda tónleika á vegum Tónlistar- félagsins miðvikudaginn 23. þessa mánaðar í Háskólabíói kl. 20.30 Stofnandi kammerhljómsveitarinnar er próf Karl Múnchinger og hefur hann verið stjórnandi hennar alla tið Hann er fæddur i Stuttgart hinn 29 mai 1915 og hóf ungur tónlistarnám. meðal annars i Tónlistarháskólanum i Stuttgart og lauk þaðan prófi 1 938. Siðan stundaði hann nám i hljóm- sveitarstjórn, fyrst hjá prófessor Carl Leonhardt í Stuttgart og siðan hjá próf Hermann Abendroth i Leipzig. Árin 1 944 til '45 var hann hljómveitarstjóri við Niedersachsenorchester i Hann- over en árið 1945 stofnaði hann Stuttgarter Kammerotkester Lék hún viða i Þýzkalandi á næstu árum og 1948 fór hann með hljómsveitina i fyrstu hljómleikaferðina utan Þý*ka- lands, til Sviss, og hefur hún verið á sifelldum ferðalögum siðan. Er hún einna fyrst slikra hljómsveita til að ferðast um og halda tónleika Múnch- inger gerði árið 1949 samning við brezka hljómplötufyrirtækið Decca um útgáfu á hljómplötum með hljómsveit- inni og i dagskrá tónleikanna á mið- vikudaginn er sagt að hljómplötuút- vill færa þýzka sendiráðinu og Goethe- stofnuninni þakkir fyrir að stuðla að heimsókn þessarar hljómsveitar hingað til lands, en þessir aðilar hafa veitt margháttaða fyrirgreiðslu Tónleikarnir eru eins og fyrr sagði á miðvikudag 23. marz kl. 20.30 i Háskólabiói. Eru þetta sjöundu tónleikar félagsins á þessu starfsári en i næsta mánuði mun Selma Guðmundsdóttir halda píanó- tónleika og i maimánuði Peter Pears söngvari og Osian Ellis hörpuleikari Skólamál á Dalvík KENNARAR við Dalvfkur- skóla efna til almenns fundar næstkomandi föstudag klukkan 21 þar sem fjallað verður um skóla- og próf amál. Ölafur Proppé, formaður prófanefndar, kemur á fundinn og ræðir um samræmd próf og námsmat. Þá verða frjálsar um- ræður um grunnskólann og tengsl hans við framhaldsskóla. Tryggvi Gíslason, skóla- meistari, og Valgarður Haralds- son, fræóslumálastjóri, mæta á fundinn. UNDIRSAMA MKI KE-25DO K 0 Plötuspilari - útvarp- magnari 25W+25W RMS Hohins 2OHz-2O.000Hz Nýr Kenwood! Hi Fi samstæðan KE 2500 frá Kcnwood, sú bczta sem völ cr á. Þú hvorki heyrir né sérð aðra betri. Raunverulega er hún samstæða 3ja úrvals Kenwood tækja sem sameinuð cru í fallegum hnotukassa undir einu og sama þaki, fágað og fyrirferðarlítið.en ódýrt. Komið og kynnist KENWOOD, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Allt fyrsta flokks frá fKENWOOD FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.