Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 5 Leikrit vikunnar klukkan 20.05: Skuldaskil eftir August Strindberg Gunnar Eyjðlfsson. Baldvin Halldórsson. Gfsli Alfreðsson. August Strindberg. LEIKRIT vikunnar, „Skuldaskil“ eftir August Strindberg, er á dagskrá útvarpsins klukkan 20.05 í kvöld. Leikritið hefur þýtt á ís- lenzku Geir Kristjánsson. Leikstjóri er Gísli Al- freðsson. Með stærstu hlutverk fara þau Gunn- ar Eyjólfsson, Baldvin Halldórsson, Sigurður Skúlason og Helga Step- hensen. Flutningur leik- ritsins tekur um f jörutíu mínútur. Efni leikritsins er í stuttu máli þetta: Fræg- ur vísindamaður kemur heim úr langri ferð. Hann hafði fengið lán hjá bróður sínum i gamla daga, og nú býst bróðir- inn við að hann endur- greiði lánið, enda er hann á ýmsan hátt illa staddur vegna þessarar greiðasemi. Prófessorinn lofar öllu fögru, en hann hefur í mörg horn að líta, því að margir vilja nú þekkja hann frægðarinn- ar vegna. Ljóminn fer þó af, þegar skuggar fortíð- arinnar fara að sækja að honum og í ljós kemur, að ekki er allt með felldu undir yfirborðinu. Það kemur að skuldaskilum. August Strindberg fæddist í Stokkhólmi árið 1849. Að loknu stúdents- prófi stundaði hann nám í kennslu og blaða- mennsku og starfaði við Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi árin 1874 til 1882. Fyrsta leikrit hans, „í Róm“, var frumsýnt árið 1870, en alls skrifaði hann nær sextíu leikrit, stór og smá. í hópi þeirra þekktustu eru „Fröken Júlía“, ,,Faðirinn“, ,,Sá sterkasti" og „Dauða- dansinn". Nokkur leikrit Strindbergs hafa verið sýnd á islenzku leiksviði. í síðari verkum sínum fjarlægist Strindberg raunveruieikann, næmur hugur hans þoldi ekki þá feiknabyrði, sem á hann var lögð. Skáldið var sí- leitandi að innri friði, en tókst aldrei að öðlast hann, að sögn. Strind- berg lézt árið 1912. Útvarpið hefur áður flutt eftir August Strind- berg leikritin „Fröken Júlíu“, 1938, „Páska“, 1956, „Föðurinn", 1959, „Brunarústina“, 1962, og „Kröfuhafa", 1965. Prófessor Karí Múnchinger er stjómandi og stofnandi Stuttgarter Kammer- orkester. gáfa sú eigi stóran þátt í að auka hróður hljómsveitarinnar viða um heim Stuttgarter Kammerorkester hefur tekið þátt í mörgum listahátíðum svo sem Salzburg. Edinborg, Baalbeck, Strassburg og Nizza. Karl Múnchinger var gerður að prófessor í heimalandi sínu árið 1953 og hefur hann verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum og hann hefur einnig verið heiðraður í Frakklandi fyrir list sina Hljómsveitin kemur hingað eftir fimm vikna tónleikaferð um Bandaríkin þar sem hún hélt 25 tónleika og fer hún utan strax á fimmtudagsmorgun- inn. Hún er skipuð 18 hljóðfæraleikur- um að meðtöldum stjórnandanum og að sögn forráðamanna Tónlistarfélags- ins er hún talin með beztu strengja- sveitum i heiminum Tónlistarfélagið Heimsþekkt kammersveit heldur tónleika í Reykjavík ÞÝZKA kammerhljómsveitin Stuttgarter Kammerorkester er væntanleg til Reykjavíkur 1 næstu viku og mun halda tónleika á vegum Tónlistar- félagsins miðvikudaginn 23. þessa mánaðar i Háskólabíói kl. 20.30. Stofnandi kammerhljómsveitarinnar er próf Karl Múnchinger og hefur hann verið stjórnandi hennar alla tið Hann er fæddur í Stuttgart hinn 29 mai 1915 og hóf ungur tónlistarnám, meðal annars í Tónlistarháskólanum í Stuttgart og lauk þaðan prófi 1 938 Siðan stundaði hann nám í hljóm- sveitarstjórn, fyrst hjá prófessor Carl Leonhardt i Stuttgart og síðan hjá próf Hermann Abendroth í Leipzig Árin 1 944 til '45 var hann hljómveitarstjóri við Niedersachsenorchester i Hann- over en árið 1945 stofnaði hann Stuttgarter Kammerotkester Lék hún víða í Þýzkalandi á næstu árum og 1948 fór hann með hljómsveitina í fyrstu hljómleikaferðina utan Þý^ka- lands, til Sviss, og hefur hún verið á sifelldum ferðalögum síðan Er hún einna fyrst slikra hljómsveita til að ferðast um og halda tónleika Múnch- inger gerði árið 1949 samning við brezka hljómplötufyrirtækið Decca um útgáfu á hljómplötum með hljómsveit- inni og í dagskrá tónleikanna á mið- vikudaginn er sagt að hljómplötuút- vill færa þýzka sendiráðinu og Goethe- stofnuninni þakkir fyrir að stuðla að heimsókn þessarar hljómsveitar hingað til lands, en þessir aðilar hafa veitt margháttaða fyrirgreiðslu Tónleikarnir eru eins og fyrr sagði á miðvikudag 23 marz kl 20.30 í Háskólabíói Eru þetta sjöundu tónleikar félagsins á þessu starfsári en í næsta mánuði mun Selma Guðmundsdóttir halda píanó- tónleika og i maimánuði Peter Pears söngvari og Osian Ellis hörpuleikari Skólamál á Dalvík KENNARAR við Dalvíkur- skóla efna til almenns fundar næstkomandi föstudag klukkan 21 þar sem fjallað verður um skóla- og prófamál. Ölafur Proppé, formaður prófanefndar, kemur á fundinn og ræðir um samræmd próf og námsmat. Þá verða frjálsar um- ræður um grunnskólann og tengsl hans við framhaldsskóla. Tryggvi Gíslason, skóla- meistari, og Valgarður Haralds- son, fræðslumálastjóri, mæta á fundinn. Plötuspilari - útvarp - magnari 25W+25W RMS Sohins20Hz 2(),00«Hz Nýr Kenwood! Hi l-'i samstæðan KE 2500 frá Kenwood, sú bezta sem völ er á. Þú hvorki heyrir né sérð aðra betri. Raunverulega er hún samstæða 3ja úrvals Kenwood tækja sem sameinuð eru í fallegum hnotukassa undir einu og sama þaki, fágað og fyrirferðatlítið.en ódýrt. Kornið og kynnist KENWOOD, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.