Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 1
67. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nyerere forseti Tanzanfu faðmar Podgorny forseta Sovétrfkjanna að sér við komu hans til Dar es Salaam i gær. AP-simamynd. Rússar hef ja mikla stjórnmálalega sókn í suðurhluta Afríku Dar es Salaam 23. marz Reuler—AP. NIKOLAI Podgorny, forseti Sovétrfkjanna, sagði við komu sfna til Tanzanfu f dag, að Sovét- rfkin sæktust ekki eftir aðstöðu eða herstöðvum f suðurhluta Afrfku heldur aðeins vináttu og samvinnu á jafnræðisgrundvelli. Koma forsetans til Tanzanfu er að sögn stjórnmálafréttaritara upp- hafið að mikilli stjórnmálalegri sðkn Sovétrfkianna I þessum hluta Afrfku. Podgorny er fyrsti sovézki leiðtoginn, sem heimsæk- ir suðurhluta Afrfku. Hann verð- ur f 4 daga f opinberri heimsðkn f Tanzanfu áður en hann heldur til Mosambique og Zambfu. Stjórnmálafréttaritarar 'segja að sú staðreynd að heimsókn Podgornys sé samtímis heimsókn Fidel Castrós, forstæisráðherra Kúbu, í austurhluta Afriku sé vis- bending um þá miklu áherzlu, sem Sovétstjórnin leggi á að vinna gegn áhrifum vestrænna ríkja á þessum slóðum og að tryggja Sovétríkjunum fótfestu og vináttu S-Afríkuþjóðanna. Podgorny sagði við komuna til Tanzaníu, að hefðbundin vinátta Sovétríkjanna og Tanzaníu byggð- ist á sameiginlegum hagsmunum og markmiðum í baráttunni fyrir friði og öryggi á alþjóðavettvangi gegn heimsvaldasinnum, ný- lendusinnum og kynþáttamis- rétti. Þúsundir Tanzaniubúa voru á flugvellinum til að fagna sovézka forsetanum og veifuðu sovézkum Framhald á bls. 24. Ný stjórn í Indlandi eftir 30 ára valdatíma- bil Kongressflokksins Nýju-Delhl 23. marz Reuler AP ER MBL. fór f prentun f nðtt voru enn ðljós ýmis atriði varðandi starfsgrundvöll nýju stjórnarinn- ar f Indlandi, sem tekur við völd- um þar I landi I dag, eftir 30 ára samfellt valdatfmabil Kongress- flokksins. Ekki hafði þá verið ákveðið hver yrði forsætisráð- herra hinnar nýju stjórnar þðtt Ifklegt væri talið, að það yrði hinn aldni leiðtogi Janataflokks- ins, Morarji Desai. Þá hafði helzti keppinautur hans um embættið, Jagjivin Ram, leiðtogi Kongress- lýðræðisflokksins, ekki enn ákveðið hvort flokkur hans sam- einaðist Janata. Sem kunnugt er fékk Janata- samsteypan 270 þingmenn af 542, en flokkur Rams 28. Ljóst er þó að sú ákvörðun Rams 6 vikum fyrir kosningar, að segja sig úr Kongressflokknum og stofna eig- in flokk var mjög veigamikil ástæða fyrir hinum mikla sigri stjórnarandstöðunnar í kosningunum. Ram var land- búnaðarráðherra í stjórn Indíru Gandhfs og einn af virtustu stjórnmálamönnum landsins. Hann er leiðtogi 80 milljón Ind- verja sem fátækastir eru og lægst settir í þjóðfélaginu þar i landi. Flokkur hans, sem bauð aðeins fram i 40 kjördæmum, starfaði að öllu leyti á sama grundvelli og Janata. Ekki var hægt að bjóða fram í fleiri kjördæmum vegna skamms tíma til kosninganna. Þingflokkur Rams veitti honum í gær heimild til að ákveða hver staða hans yrði I samstarfi vð Janata. Ram skýrði fréttamönn- um frá þvi eftir að hann hafði setið á fundi með Desai, að hann tæki ákvörðun sina i kvöld eða snemma í fyrramálið. Kosningin um forsætisráðherr- ann á að fara fram kl. 05.30 að isl. tíma og ný stjórn að sverja embættiseið sinn síðar um dag- inn. Fyrir kosningarnar höfðu talsmenn beggja flokka lýst þvi yfir að þeir myndu sameinast að kosningunum loknum. Ekki er vitað hvers vegna töf hefur orðið á sameiningunni en getum leitt að Framhald á bls. 24. Viðræður Banda- ríkjanna og Vietnama í París kvæði að slfkum viðræðum án taf- ar. Sagði forsetinn að hann hefði þegar f stað svarað forsætisráð- herranum, sagt honum að Banda- rfkjamenn þekktust boðið og myndu beita sér fyrir þvf að slfk- ar viðræður gætu haf izt án taf ar. Framhald á bls. 24. Evensen til Moskvu í dag Óslö 23. marz NTB JENS Evensen hafréttarmálaráð- herra Noregs, heldur til Moskvu á morgun, fimmtudag, til viðræðna við Alexander Ishkov, sjávarút- vegsráðherra Sovétrfkjanna, um fiskveiðimál þjððanna f Barents- hafi og hugsanlega miðlfnu á hinu umdeilda 60 þúsund fer- mflna svæði þar um slóðir. NTB-fréttastofan segist hafa það eftir áreiðanlegum heimild- um i Ösló, að Ishkov hafi tjáð Evensen, að hann treysti sér ekki til að koma til viðræðna i Ösló Framhaldábls. 24. Washington 23. marz. Reuter—AP. VIÐRÆÐUR um friðarsamning milli Bandarfkjanna og Vietnam verða haldnar fljótlega f Parfs að þvf er Jimmy Carter Bandarfkja- forseti skýrði frá f dag. Carter sagði eftir að hafa rætt við fimm fulltrúa sfna, sem f gær komu til Bandarfkjanaiina eftir viðræður við ráðamenn f Vietnam og Laos, að hvorugur aðili setti skilyrði áður en viðræður hæfust. Hann sagði að Leonard Woodcock, for- maður nefndarinnar, hefði borið sér tilmæli frá Pham Van Dong forsætisráðherra Vietnams um að Bandarfkjamenn hefðu frum- Desai og Ram a fundi f gærkvöldi. AP-slmamynd. 322-298 og brezka stjórnin hélt velli London 23. marz AP-Reuter. „Þetta er nokkuð spennandi póli- tfsk tilraun", sagði Davfd Steel, leiðtogi Frjálsiynda flokksins i Bretlandi, eftir að 13 þingmenn hans höfðu greitt atkvæði með Verkamannaflokknum gegn van- trauststillögu thaldsflokksins f gærkvöldi og þannig bjargað stjórn James Callaghans frá falli og ðvissu nýrra kosninga. Mikill fögnuður ríkti f röðum þingmanna Verkamannaflokks- ins er úrslit lágu fyrir en fhalds- menn voru ævareiðir, kölluðu samkomulag Steels og Callaghans „haglabyssuhjðnaband", „einnar nætur ástarævintýri" og einn íhaldsþingmaður, Ronald Bell, tók svo djúpt f árinni að segja, að hér væri um að ræða mestu svall- veizlu 'frá tfmum Sódómu og Gómorru. Margreth Thatcher, leiðtogi íhaldsflokksins, sem lagði vantrauststillöguna fram á föstu- dag, virtist gersamlega niðurbrot- in og gekk úr þingsal er útslit voru tilkynnt. Samkomulag Verkamanna- flokksins og Frjálslynda flokksins þykir einstakt i sögu brezkra stjórnmála og veitir frjálslyndum áhrif á ríkisstjórnarmál í fyrsta skipti frá þvi að stjórn allra Framhald á bls. 24. Færeying- ar og Norð- menn semja Kaupm annahöfn 23. marz NTB. FULLTRÚAR Norðmanna og Færeyinga hafa komizt að bráðabirgðasamkomulagi um gagnkvæm fiskveiðiréttindi þjððanna innan 200 mflna fiskveiðimarka sinna. Sam- komulag þetta var gert f Kaup- mannahöfn f gær. Skv. samkomulaginu fá Fær- eyingar að veiða 8 — 10 þús- und lestir af botnlægum fisk- tegundum innan 200 mílna lög- sögu Norðmanna fyrir norðan 62. breiddargráðu og af þess- um afla eru 7000 lestir þorsk- ur. Norskir fiskimenn mega taka sama afla i færeyskri lög- sögu. Þar að auki fá Færeying- ar að veiða allt að 15000 lestir af makríl i Norðursjó á þessu ári. 1 staðinn fá 15 — 20 norsk veiðiskip að veiða kolmunna innan 200 mílna lögsögu Fær- eyja. Akveðið var að halda við- ræðum áfram síðar á þessu ári um langtímasamkomulag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.