Morgunblaðið - 24.03.1977, Síða 17

Morgunblaðið - 24.03.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 17 umhverfi marka — hagnýtir þá mögu- leika sem gefast og tengist að þvl leyti samtlðinni og endurspeglar þroska hennar. í frumstæðu fámenni okkar samfélags voru möguleikarnir hvorki márgir né miklir i fyrstu og urðu þvi brautryðjendur iðulega aðskapa þá, eða a.m k. að koma á þá auga og opna um leið augu annarra á gildi þeirra fyrir þjóðfélagið. Slikt var viðhorfið og vist er að hér var sizt um gerviþörf að ræða, svo sem gerist i auglýsingaiðnaði nútimans, heldur miklu fremur að mæta kalli vaxandi fagurfræðilegra þarfa og menningar á faglegum sviðum. Mér er í fersku minni er ég fyrst leit myndir eftir Halldór Pétursson en það var i forna Listamannaskálanum við Kirkjustræti að mig minnir haustið 1947. Þetta voru nokkrar teikningar úr þjóðsögunum og i þær mikið borið Vöktu þær mikla athygli sökum fágætr- ar tæknileikni höfundarins — og siðan hef ég fylgst með þessum sérstæða listamanni, en úr nokkurri fjarlægð vegna þess að við vorum ekki persónu- lega kunnugir en þess sakna ég í dag. Það voru teikningar listamannsins ásamt lituðum rissum af leikurum og þjóðkunnum persónum og margvisleg- um fyrirbærum er vöktu öðru fremur athygli mina, og ég tel að vel muni geyma nafn hans Á seinni árum markaði Halldór sér að nokkru nýja tækni við skreytingu bóka („Hófadynur" og „Helgi skoðar heiminn") Hér birtast markdvisomelld vinnudbrögðer létu honum einkar vel, og er auðsæ sú alhæfing er hann leggur hér i gerð myndanna og jafn- framt það að hér er hann kominn inn á svið er hann gjörþekkir og veitir ánægju og útrás frjórri sköpunargleði Og nú voru að bera að timaskil i fjölþættri list Halldórs Péturssonar er teiknun og málun hafði tekið hug hans allan. En hér var taflinu lokið og saknað verður snjallra leikbragða frá hendi fjölhæfs listamanns — og Ijúft má vera að þakka framlag hans til menningar og yndisauka Bragi Ásgeirsson. stofa fær nú sérstaka starfskrafta til að inna af hendi. Það var þvi með ólik- indum hve miklu menn komu þá I verk, svo sem Halldór Pétursson sem var víkingur til allra verka. Þeim sem þekkir til lifsverks Halldórs Péturssonar getur ekki dulist hin óvenju haga hönd hans og náðar- gáfa sem teiknara í hinum fyrstu myndum er eftir hann liggja og varð- veitzt hafa, kemur það skýrt fram hvaða braut listagáfa hans muni marka sér. Hann ræktar siðan þessa náðar- gáfu innan þess ramma er fag hans og honum ætlað annarsstaðar tekur við, erum við sem eftir lifum rík af minningum um góðan frænda sem hafði stóra og göfuga sál. Guð blessi hann. E.M.L. Karlakórinn Fóstbræður á nú meir en sex áratuga óslitinn starfsferil að baki. Söngfélagarn- ir hafa komið og farið og munu þeir nú orðnir meira en tvö hundruð talsins, sem lagt hafa hönd á plóginn og fórnað söng- gyðjunni og Fóstbræðrum starfs- kröftum sinum. Allir þeir, sem til kórsins hafa leitað til fullnæging- ar listþrá sinni og sönggleði, hafa fest þar rætur og bundizt honum tryggðaböndum ævilangt. Þar hefur ávallt ríkt hugljúfur and- blær, þar sem sönglist og athafna- þrá hefur fengið útrás. Á svo löngum tíma höfum við Fóstbræður hlotið að sjá á bak mörgum góðum félaga og vini, og nú eru flestir frumherjanna gengnir á vit feðra sinna. En þetta er lífsins saga og tjáir ekki um að fást. Ekki fer þó hjá því, að í hvert sinn sem einhver söngfé- laganna hverfur af sjónarsviðinu finnum við til sársauka og tóms, sem erfitt er að fylla. Við minn- umst nýlátinna félaga okkar, manna eins og Halls heitins Þor- finnssonar og Sigurðar Waage, sem ekkert létu ógert til þess að vinna kórnum og styðja hann til meiri þroska og vegsauka. Og nú er Halldór Pétursson list- málari horfinn úr hópnum langt um aldur fram. Fer okkur nú sem Agli Skallagrímssyni forðum að „mjög erum tregt tungu að hræra“. Svo margs er að minnast og svo taargt kemur i hugann, að örðugt er að koma því á framfæri svo vel sé. Mun best fara á því að hafa sem fæst orð, enda mundi Halldóri það kærast, svo hógvær sem hann var að eðlisfari. Hér mun hvorki rakin ævi — né starfsferill Halidórs Péturssonar, enda munu aðrir gera það. Hér verður aðeins vikið nokkrum orð- um að þeim þáttum í lífi hans, sem að Fóstbræðrum sneru. Halldór var sonur Péturs heit- ins Halldórssonar fyrrum borgar- stjóra í Reykjavik, eins hins mesta og ágætasta söngmanns, sem Fóstbræður hafa átt bæði fyrr og síðar. Hann hafði óvenju djúpa og hreimfagra bassarödd, sem ávallt setti svip sinn á kórinn og gæddu söng hans fyllingu og fegurð. En hann var ekki einung- is mikill og tónnæmur söngmað- ur, heldur var hann og um árabil einn af helztu stjórnarmönnum kórsins og einn í hópi þeirra, sem leiddu hann til frægðar og frama og lögðu grundvöllinn að starf- semi hans eins og hún hefur verið æ síðan. Glæsimennska hans og sönggleði er i minnum höfð meðal allra eldri Fóstbræðra og ann- arra, sem á hann hlýddu. Ekki verður Péturs heitins svo getið, að ekki sé minnzt á bróður hans Jón Halldórsson, sem frá upphafi vega hefur mótað sönglíf Fóstbræðra með festu sinni og óvenjulegum söngstjórnar- og hljómlistarhæfileikum. Á enga mun hallað þótt sagt sé, að þessir tveir menn hafi ásamt Halli heitn- um Þorleifssyni öðrum fremur gert Karlakórinn Fóstbræður að því mikla og fágaða hljóðfæri sem við njótum nú. Halldór Pétursson hlaut mikið í vöggugjöf. Hann var ekki einung- is mikilvirkur teiknari og listmál- ari, heldur tók hann að arfi hljóm- listargáfu ættar sinnar. Hann bjó yfir fagurri og dugandi bassarödd sem fram kom þegar er hann var ungur piltur í skóla. Og hann var ekki gamall þegar hann kom i hóp Fóstbræðra árið 1945. Þannig fet- aði hann í fótspor föður síns og frænda, og þarf naumast að taka fram, að hann skipaði sæti sitt með sóma. Hann var lagviss og öruggur eins og hánn átti kyn til og bjó yfir þeirri sönggleði og áhuga, sem prýða hvern góðan söngmann. En Fóstbræður nutu ekki ein- ungis sönghæfileika hans, heldur miðlaði hann þeim einnig af hin- um fágætu listmálarahíefileikum sínum. Hann málaði þannig mynd af frænda sínum Jóni Halldórs- syni, er nú skipar heiðurssess í félagsheimili kórsins. Og siðustu árin teiknaði hann og málaði afar skemmtilegar myndir ,af öllum eldri kórfélögum sem hann náði . jtU. Eru þær hreint augnayndi, til mikillar prýði og ómetanlegur skerfur til fegrunar félagsheimii- isins. Undruðumst við oft, hversu létt honum var um að búa þessar myndir til og hversu auðveldlega honum tókst að ná fram með græskulausum hætti ýmsum sér- kennum kórfélaganna. Hentum við oft gdman að þessu. Víst er, að Fóstbræður munu ávailt varð- veita þessar myndir hans sem dýrmæta endurminningu um hug- ljúfan félaga og listamann. Þær munu um ókomin ár skreyta fé- lagsheimilið, eldri sem yngri Fóstbræðrum til gleði og hug- ljóma. Halldór Pétursson var maður mjög vel á sig kominn svo sem faðir hans og frændur allir. Hann var allmikill vexti, svipmikill og sómdi sér ávallt mjög vel í hópi söngmanna. En hann var umfram allt hógvær og góður félagi, sem Fóstbræður munu minnast með þakklæti og virðingu. Hans mun jafnan minnzt þegar góðs manns er getið. Að lokum vil ég fyrir hönd okk- ar Fóstbræðra þakka honum liðn- ar ánægjustundir og samstarf jafnframt því sem við flytjum eig- inkonu hans og börnum innilegar samúðarkveðjur. Við erum þess fullvissir, að minningin um góðan (jreng og græðandi máttur tímans muni lækna öll sár. R.I.P. Haraldur Hannesson Er ég frétti lát vinar mins, Halldórs Péturssonar snemma morguns í síðast liðinni viku, kom fréttin mér ekki beint að óvörum, þar sem ég vissi að Halldór hafði verið mjög heilsutæpur undan- farin ár, en engu að síður snart hún mi'g og konu mína mjög illa, því Halldór var einn nánasti vinur okkar hjóna i áratugi. Við Halldór kynntumst ungir, og ör- lögin höguðu því þannig til, að við Ieigðum saman íbúð í New York i heil þrjú ár á stríðsárunum. Við eigum ekkert nema dásamlegar minningar um samveru okkar með Halldóri, þvi hann var gull af manni. Traust handtakið gaf strax til kynna heilsteyptan og vandaðan mann, enda var Halldór með afbrigðum vinsæll maður hjá ölium sem einhver kynni höfðu af honum. New York-dvölin var ævintýri líkust, hver dagur hafði upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða, bæði i námi og í því sem var að gerast í stórborginni. Mál- verkasýningar, leikhús og hljóm- leika sóttum við af kappi, en Halldór hafði mikið yndi af góðri hljómlist og voru þeir ófáir hljóm- leikarnir sem við hlustuðum á saman. Ég var hálft i hvoru hræddur um að hann myndi gef- ast upp á því að búa undir sama þaki og undirritaður vegna píanó- æfinganna, en það var öðru nær. Þegar ég impraði á því, hvort hann væri ekki orðinn uppgafinn á glamrinu í mér, svaraði Halldór að sér þætti alltaf jafn gaman að því að kynnast nýjum verkum og heyra þau mótast með æfjngunni. En hafi honum þótt gaman að kynnast mínu starfi, þá þótti mér ekki siður gaman að fylgjast með hans. Ég var alltaf jafn furðu lostinn að sjá hann handleika blý- antinn. Kannski gerði hann að- eins nokkur strik, og, þar var komin karakterlýsing eða ævi- saga þess sem hann teiknaði, á borðið fyrir framan mann. Það er engin þörf á þvi að segja frá ferli listamannsins Halldórs, svo þekktur sem hann var orðinn bæði hér og erlendis, en vil fyrst og fremst minnast hans sem vinar hér. Halldór steig sitt gæfuspor í lifinu er hann gekk að eiga Fjólu Sigmundsdóttur, ættaða frá ísa- firði, og var sambúð þeirra með afbrigðum góð. Ekki get ég ímyndað mér betri konu fyrir Halldór en Fjólu. Hún var vakin og sofin í því að skapa manni sinum sem bezt skilyrði til vinnu- aðstöðu, og aö gefa honum gott og friðsælt heimilislif, enda naut Halldór sín hvergi betur en i faðmi fjölskyldunnar og meðal náinna vina sinna. Börn þeirra eru þrjú: Dóra, Pétur og Ágústa, öll hin mannvænlegustu. Fyrir um það bil 30 árum stofnuðum við nokkrir vinir skák-klúbb og var Halldór potturinn og pannan í þeirri ráðagerð. Ekki datt okkur i hug að klúbburinn myndi endast nema þá ef til vill út þann vetur, en raunin varð sú, að hann stóð óbreyttur þangað til á síðasta ári, að okkar góði vinur Viðar Thor- steinsson lézt úr hjartaslagi. Og nú er Halldór farinn frá okkur líka, og býst ég ekki við að klúbburinn beri sitt barr eftir það áfall. Ég mun sakna Halla vinar míns meðan lif endist. Rögnvaldur Sigurjónsson. Kveðja frá Skáksambandi íslands. Halldór Pétursson listmáljjri er fallinn frá. Hann lézt í önn og erli dagsins, hafði kvöldinu áður fylgzt með skákeinvíginu og bjóst til að teikna áttundu myndina frá baráttu þeirra kappanna, Horts og Spasskys. Skákeinvígið ber sterkan svip af listamanninum Halldóri Péturssyni. Tákn einvigisins, Riddaraslagur, er frábært mál- verk sem var á sýningu lista- mannsins á Kjarvalsstöðum á sl. hausti. Það listaverk, sem Skák- samband islands hefur fest kaup á, ber fagurt vitni þeim hug, sem listamaðurinn bar til skákiþrótt- arinnar. Þegar heimsmeistaraeinvígið í skák var haldið hér í Reykjavík sumarið 1972, vöktu hinar frá- bærlega snjöllu myndir Halldórs af viðureign meistaranna mikla athygli og voru birtar i blöðum víða um heim og báru hróður listamannsins um víða vegu. Halldór var mjög handgenginn skákinni og þegar hann er nú kvaddur hinzta sinni, vill Skák- samband tslands flytja honum einlægar þakkir allra islenzkra skákmanna fyrir hans velvild og gáskafulla framlag til skáklistar- innar. Ekkju hans* og vandamönnum fsérum við innilegar samúðar- kveðjur. Stjórn Skáksambands Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.