Morgunblaðið - 24.03.1977, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977
llfaqpmMðfrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiSsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6. sími 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Norræn
samvinna
Um þessar mundir er aldarf jórðungur liðinn frá stofnun
Norðurlandaráðs og af þvl tilefni var dagur Norðurlanda hátfð-
legur haldinn I fyrsta sinn. Mikið hefur verið um að vera af þessu
tilefni. Norræna félagið hefur annazt hátfðahöld á þessum tfmamótum
og Trygve Bratteli, fyrrum forsætisráðherra Noregs, var heiðurs-
gestur á þeirri hátfð f gærkvöldi. 1 fyrradag stóð yfir opinber heimsókn
hins nýja utanríkisráðherra Svfa, frú Karin Söder, og f gær var
haldinn hér utanrfkisráðherrafundur Norðurlandanna.
Athyglisvert var að kynnast viðhorfum hins gamalreynda og merka
stjórnmálaleiðtoga Trygve Bratteli til samvinnu Norðurlandanna í
viðtali við Morgunblaðið f gær. Hann lýsti aðdraganda að stofnun
Norðurlandaráðs þannig: „Um norrænt samstarf er vart að tala fyrr en
komið er fram á þessa öld og framan af einkenndust samskiptin oft
meira af togstreitu og spennu en bróðurþeli og samhug. Segja má svo,
að stofnun Norðurlandaráðs hafi átt sfnar knýjandi forsendur, m.a.
vegna þess hvernig ástandið var milli þessara landa þegar stríðinu
lauk. Hafa verður f huga, að öll Norðurlöndin upplifðu strfðið á sinn
máta og meira og minna sársaukafullan hátt. Þetta varð til aukins
ágreinings og leiddi til meiri tortryggni milli landanna en áður og sem
betur fer voru þeir menn til, sem skildu gildi þess, að rfkin stæðu
saman bæði hvert gagnvart öðru og á alþjóða vettvangi. Þessir menn
unnu að þvf, að Norðurlandaráð komst á laggirnar og fáir efast um, að
starfið hafi orðið giftudrjúgt." Sfðar f samtalinu sagði Bratteli: „Ég
hneigist til þess, þegar talað er um styrk Norðurlandaráðs og norrænn-
ar samvinnu og ég er spurður um, hver sé mestur sigurinn, sem unnizt
hafi á þessu sviði, að benda ekki á neitt þessara atriða. Ég hyllist til að
hafa þá skoðun, að mesti áfangi norrænnar samvinnu sé að Norður-
landaþjóðirnar Ifta hver á aðra sem bræðraþjóð. Það eru ekki bara
ríkisstjórnirnar, sem hafa samstarf sfn í millum. Fólkið sjálft hefur
þessa tilfinningu og þar sem Norðurlandabúar hittast finnst þeim sem
þeir hitti landa sfna. Þetta kalla ég mesta sigur norrænnar samvinnu
og væntanlega má þakka hann að nokkru starfi Norðurlandaráðs, þótt
ótal margir aðrir þættir komi til.“
Starfsemi Norðurlandaráðs og norræn samvinna hefur haft mikla
þýðingu fyrir okkur tslendinga, kannski meiri en við gerum okkur
grein fyrir hversdagslega. Við erum hér miðja vegu milli Evrópu og
Amerfku. En samskipti okkar við Evrópurfkin hafa alltaf verið miklu
meiri en við Amerfku. Landið byggðist fyrst og fremst frá Norður-
löndum og við höfum jafnan litið á okkur sem Evrópuþjóð. En á ýmsu
hefur gengið f samskiptum okkar við önnur Evrópurfki og er þar
skemmst að minnast landhelgisbaráttu okkar við Breta og Þjóðverja á
undaförnum áratugum. Þess vegna hefur þurft talsvert til að halda
tengslum okkar við Evrópu og þar kemur norræn samvinna til
sögunnar. Uppruni þjóðarinnar og þetta norræna samstarf hefur tengt
þessa f jarlægu eyþjóð traustum böndum við aðrar Norðurlandaþjóðir
og evrópska meginlandið og hefur sem slfkt grundvallarþýðingu fyrir
okkur. Jafnframt höfum við notið geysilegs styrks á alþjóða vettvangi
af þvf að vera talin ein hinna norrænu þjóða, sem álits njóta um vfða
veröld. Sá styrkur, sem við höfum haft af norrænu samstarfi, kom ekki
sfzt f ljós á dögum þorskastrfðsins sfðasta, þegar óhikað má fullyrða, að
Norðmenn undir forystu Frydenlunds utanrfkisráðherra, sem hér
hefur dvalizt síðustu daga, hafi átt mjög verulegan þátt f þvf, að
landhelgisdeilan leystist svo farsællega sem raun bar vitni um fyrir
ökkur íslendinga.
Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður hefur um nokkurt skeið
verið f forystu af tslands hálfu í samstarfi okkar við Norðurlöndin og
verið einn af forsetum Norðurlandaráðs. t viðtali við Morgunblaðið I
gær fjallaði hún m.a. um starfsemi Norðurlandaráðs og sagði m. a.:
„En af framtfðarverkefnum ráðsins tel ég tvímælalaust, að eitt sé
stærst og mikilvægast: það er varðveizla þingræðis og lýðræðis, sem er
þjóðunum dýrmætari en margur man eftir hversdagslega. Þessi verð-
mæti eru ekki auðfengin þeim, sem eru án þeirra og varanleiki þeirra
hjá okkur hinum er engan veginn tryggður af sjálfu sér. Á þessu sviði
til ég, að Norðurlandaráð hafi verulegu hlutverki að gegna í samfélagi
þjóðanna." Dagur Norðurlanda, utanrfkisráðherrafundurinn og opin-
ber heimsókn Karin Söder, hefur allt orðið til þess að minna okkur á
þýðingu og mikilvægi norræns samstarfs fyrir okkur íslendinga.
F æðingarorlofsmálið
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi um iagafrumvarp,
sem þau Ragnhildur Helgadóttir og Guðmundur H. Garðarsson
hafa flutt ásamt 7 öðrum þingmönnum úr öllum flokkum nema
Alþýðubandalaginu um afnám þeirra skerðingarákvæða, sem stjórn
Atvinnuleysistryggingasjóðs skyndilega tók upp um sfðustu áramót
við greiðslu fæðingarorlofs. Þau skerðingarákvæði, sem svo mjög hafa
verið gagnrýnd voru í engu samræmi við tilgang þeirra laga, sem sett
voru um þetta efni á Alþingi, og er sannarlega furðulegt, en um leið
aumkunarvert að fylgjast með tilraunum eins helzta verkalýðsforingja
Alþýðubandalagsins til þess að halda uppi vörnum fyrir þetta
skerðingarákvæði, sem verkalýðsforingjarnir stóðu að í stjórn
Atvinnuleysistryggingasjóðs ásamt fulltrúum atvinnurekenda og
embættismanna eftir að hafa greitt út fæðingarorlof skerðingarlaust f
heilt ár samfleytt. En hvað sem þvf líður er nauðsynlegt að leggja
áherzlu á, að þessi skerðingarákvæði vegna fæðingarorlofsins verði
afnumin og að frumvarp þingmannanna 9 nái fram að ganga hið allra
fyrsta.
LÝÐRÆÐI er vlst eitt af þessum
hugtökum, sem allir nota eftir þörf-
um og gefa hvaða merkingu, sem
þeim hentar Einhvern veginn hefur
það komizt inn í minn hug, að
tvennt tilheyri þar grundvallaratrið-
um — að allir hafi sömu réttindi og
sömu skyldur og undanbragðalaust
jafna möguleika á að rækja hvort
tveggja í þvi felist að allir fái jafnt
að velja sér þá. sem um stjórnvöl
halda hverju sinni, og að höfuð-
skylda hvers borgara sé að halda
uppi sameiginlegu þjóðfélagi með
því að borga útgjöld þess með skött-
um af tekjum sinum. Hafa þá allir
íslendingar hnifjafnan rétt til vals á
forsjármönnum og allir skattborgar-
ar nákvæmlega sömu skattskyldur
miðað við tekjur? Varla fer það fram
hjá neinum að æði mikið er þarna
farið að halla á merinni hjá okkur
Enda lengi verið iðkað að bæta á
annan baggann hér og létta á hon-
um þar — allt auðvitað af mestu
velvild eftir reglunni hennar Lisu í
Undralandi, sem sagði Allir hafa
unmð og allir eiga að fá verðlaun!
Gallinn er bara sá, að þegar létt er á
bagganum sigur i hinum megin. Því
meir sem fleiri verða stikkfrí, þar til
liggur við að snarist um hrygg. Er þá
svo komið? Ja, atkvæði eins borgara
í þvísa lýðræðisríki íslandi vegur
orðið fimm sinnum þyngra i kosn-
ingu en annars, eftir þvi hvar þeir
hafa tekið sér búsetu á landmu Og
skattahlutfall af tekjum hjá einstakl-
ingum er orðið æði misjafnt, svo að
einn getur greitt helming af tekjum
sinum i beina skatta og annars
greiðsla fer niður fyrir ekki neitt En
byrðin hlýtur að dreifast yfir á aðra
og siga i, þegar farið er að umbuna
einum í dag og þeim næsta á morg-
un. Raunar er öllum orðið Ijóst, að
nú verður að fara að rétta á trunt-
unni, jafna bæði vægi atkvæða með-
al kjósenda og skattbyrðina Kjör-
dæmamál og skattamál eru mál
dagsins Alþingi hefur brugðið við,
enda öruggara að rýja allan mann-
skapinn til að standa undir kröfum
um þjónustu, heldur en að flá þá
sem eftir standa. meðan hinir ganga
i ullinni.
En skyldu nú baggarnir verða
jafnir, þegar aftur verður lyft á klakk
inn? Varla, ef blandað er saman við
fyrrnefnd grundvallaratriði alls kyns
öðrum þóttum — sumum alveg
óskilgreindum Lítum á það til hvers
skattar eru greiddir Með þeim
greiðum við fyrir þjónustu og afnot
af sjúkrahúsum, skólum fyrir börnin,
götum ellilaunum svo eitthvað sé
nefnt Sumt eru bein afnot sem við
nýtum sjálf Annað sem eðlilegt er
að við leggjum til án tillits til beinna
afnota, svo sem sjúkrahús og skólar
fyrir uppvaxandi kynslóðir Það er
því í rauninni lítið geð þeirra upp-
vöxnu einstaklinga. sem reyna að
komast hjá þvi að borga fyrir þessi
afnot, láta næsta mann greiða fyrir
sig, þó þeir sýnilega geti greitt fyrir
það sem þeir kaupa þar fyrir utan
sjálfir Nú er það viðtekin regla að
greitt sé eftir tekjum. 50% afsláttar-
reglan af aflafé fyrir giftar konur í
núgildandi lögum, blandar því
óskyldum hlutum saman við greiðsl-
una fyrir samnotin í þjóðfélaginu
Og konur virðast sammála því að
hún sé óréttlát, þó þar séu hlunnindi
tekin af sumum þeirra Konur hafa
sagt í ræðustóli að þær hafi raunar
alltaf skammast sín fyrir að vinna við
hlið ekkju eða einhleyprar móður og
greiða af sömu launum léttari skatt
fyrir það eitt að þær áttu fullfrískan
eigmmann eða bjuggu með manni
— og þeim mun minni skatt sem sá
skuldaði meira
Demokratinn ár bra, men den ár
jávla opratisk. er haft eftir Svia
nokkrum. Víst er um það, að tafsam-
ara er að leita eftir og taka tillit til
skoðana fjöldans en keyra málin i
gegn eftir eigin mati. Þetta óhag-
ræði tók fjármálaráðherra á sig, þeg-
ar hann lagði fram skattalagadrög
og bauð upp á almennar lýðræðis-
legar umræður um þessi mál. sem
varða hverja manneskju í landinu
svo miklu — honum sé fyrir það lof
og prís. En þá verður að sjálfsögðu
að endurskoða og meta. þar sem
ágreiningur er. og lagfæra og
breyta, þar sem skoðamr eru yfir-
gnæfandi á einn veg og ekki alveg i
samræmi við framlögð skattalaga-
drög
Af þvi taginu virðist vera greinin
um sköttun hjóna Kvennasamtökin
i landinu — en breytingin er mest
varðandi konur — hafa tekið þá
grein til mjög vandaðrar umfjöllun-
ar, fengið fagmenn til að útskýra,
skipað vinnunefndir, rætt málið og
loks gert ályktanir Og um eitt virð-
ast þau öll — sem ég hefi séð
a.m k — sammála. að ekkert dugi
minna en sérsköttun, þar sem hver
fullvaxinn einstaklingur greiðir sína
skatta af bví fé. sem sá launþegi
vinnur fyrir Og að launþeginn
standi, burt séð frá kynferði eða
eftir ELÍNU
PÁLMADÓTTUR
hjúskaparstétt, skil á sínum hlut.
sem ekki blandist saman við hlut
annars. í þá veru ályktar t d. Kven-
réttindafélag íslands, Bandalag allra
kvenfélaganna í Reykjavík, verka-
kvennafélagið Sókn. allt ákaflega
fjölmenn samtök með konum úr öll-
um flokkum Og þannig ályktar hið
lögbundna Jafnréttisráð. sem í eru
fulltrúar löggjafans og stétta af báð-
um kynjum. og segir að helminga-
skiptareglan í nýja frumvarpinu
samrýmist ekki grundvallarmark-
miðum um jafnrétti karla og kvena
Það er ekki að furða þó þessi
afdráttarlausu viðbrögð hafi komið
sumum á óvart Viðhorfin á sviði
jafnréttismála og einstaklingshyggju
hafa breytzt svo gífurlega á undan-
förnum árum, að ekki er að furða þó
fólk, önnum kafið við eigið bardús,
hafi ekki skynjað það fyrr en þurfti
að taka það til umhugsunar Þó er
langt siðan nokkrum manni hefði
dottið í hug að leggja atkvæði hjóna
saman á kjörseðli svo að þau mættu
bera sameiginlega ábyrgð á þvi sem
þar stæði Þó eimir eftir af slíkum
hugsunarhætti Og nú er einmitt
verið að taka til hendi til útrýmingar
T.d brugðu Ragnhildur Helgadóttir
og átta aðrir þingmenn úr öllum
flokkum skjótt við um daginn þegar
fæðingarorlof verkakvenna átti að
miðast við aflatekjur eiginmannsins,
falla niður ef hann hefði rúmar tekj-
ur Sama hlýtur auðvitað að gilda
um skyldurnar eins og réttindm
Hver maður sinn skammt, utan
börn, gamalmenni og öryrkjar, sem
vitaskuld eiga að hafa minnl skyldur
og meiri þjónustu
Þetta speglast í viðhorfi kvenna-
samtakanna til helmingaskiptaregl-
unnar svonefndu i skattlagningu
hjóna, þar sem tekjur beggja yrðu
lagðar saman, þeim skipt í tvo helm-
inga, skattlagt og skatturinn siðar
rukkaður sameiginlega Ekkert dug-
ar nema sérsköttun af séraflafé, seg-
ir þar Þó vantar örlitið á að kvenna-
samtökin vilji stiga skrefið til fulls
Þau vilja láta ónýttan persónuafslátt
nýtast hinum makanum, og skýring-
in er i þá veru. að vissan aðlögunar-
tíma þurfi, þar sem svo margar
konur séu á heimilunum, sem ekki
hafi búið sig undir að bera persónu-
legar skyldur i þessum efnum Það
hefur margt til sins máls Fólk þarf
aðlögunartima i svo öru breytinga-
þjóðfélagi til að aðlagast breyttum
viðhorfum. En ný skattalög eru
væntanlega til frambúðar miðast
ekki við daginn í gær. enda verða
slíkar bráðabyrgðareglur býsna lifs-
eigar, svo sem 50% reglan sem
varð að argasta misrétti Mætti e.t.v.
miða þetta við annað, svo sem aldur
viðkomandi konu, hversu lengi hún
hefur unnið á heimili án beinna
tekna eða þvílikt. Þá rynni aðlög-
unartiminn útáeðlilegan hátt
í ályktunum hefur komið fram
athugasemd um að ákvarða þurfi
hvað átt sé við með heimilisstörfum
og heimili, áður en þeim sé blandað
inn i löggjöf. Það er hárrétt? Hættir
heimili konu t d. að vera heimili við
að hún missir manninn Ekkjan
vinnur sömu heimilisstörfin á sama
vinnustað, hvort sem hún er ein eða
hluti af hjónum. Nú þarf hún bara
að borga fyrir heimilishaldið ein.
Annað er ef annast þarf um ung
börn og gamalmenni eða öryrkjar
eru á heimilinu. þá er það skilgreint
starf Það mætti bæta með hærri
barnabótum eða sjúkrabótum, enda
að hluta viðurkennt verkefni af
tryggingarlöggjöfinni Og eins væri
ekki óeðlilegt að bæta á ellilaunin ef
þau duga ekki, eins og gert er á
elliheimilum, ef hjúkrunarstarf við
aldraðan er léyst af hendi á heimil-
inu.
Afsláttur frá skatti hefur stundum
verið settur upp sem nokkurs konar
verðlaun fyrir vel unnin og gagnleg
störf? Er nú rétt að beita skattaverð-
launum á heilar stéttir, hvort sem
einstaklingarnir innan þeirra eru
hátekjufólk eða hafa aðeins lág-
markslaun til að skrimta af eftir erfitt
starf? Og er vist að þetta komi sér
best? Væri t d ekki alveg eins hag-
kvæmt fyrir sjómenn að það fé. sem
ríkissjóður verður af með þessu
móti. sé notað til að tryggja það að
sjómenn fái góða vinnu við sitt hæfi
í landi, þegar þeir slitnir eftir erfitt
starf á sjónum fara að þreytast og
vilja hætta því. Eða að þeir ættu þá
inni nokkurs konar skyldusparnaðar-
fé til að koma sér fyrir aftur Vanda-
mál þeirra er svipað og kvennanna.
sem búnar eru að eyða 10—15
árum í gagnlegt og erfitt starf við að
ala upp börn, og eiga svo erfitt með
að fá sitt rúm i þjóðfélaginu I full-
nægjandi starfi við hæfi Ef þessir
hópar þyrftu ekki að kviða því að
vera ekki hlutgengir á vinnumarkaði
á móti þeim, sem notað hafa timann
til að búa sig undir og koma sér þar
fyrir, þá voru bæði þessi störf, á
sjónum og við barnauppeldi á
heimilinum, ákaflega lifandi og gef-
andi störf, þó erfið séu Væri ekki
betra að fá verðlaunin i greiddri
endurhæfmgu til nýs starfs Ég efast
um að möndl löggjafans með
ívilnanir í sköttum í verðlaunaformi
til einstakra hópa fyrir vel unnin
störf sé rétta aðferðin, hvort sem um
er að ræða sjómenn, húsmæður í
hjónabandi, atvinnurekendur með
erfiðar skuldir eða aðra. Til þess eru
einstaklingarnir og aðstaða þeirra
innan hópsins allt of mismunandi
Það dylst raunar engum að ný
skattalög eru brýn nauðsyn, og
markmiðið þá væntanlega að dreifa
hnifjafnt sköttunum, sem nægja
fyrir þá miklu þjónustu er við krefj-
umst á íslandi — og það er víst
borin von að við drögum úr þeim