Morgunblaðið - 24.03.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977
23
VARSJÁ — Kommúnistastjórn Pól-
lands hefur tekið þá ákvörðun að tak-
ast á við innlenda andófsmenn með þvi
er hún nefnir „pólitískum ráðum“ en
ekki handtökum, lögregluofsóknum
eða beinum þvingunum. Þetta er haft
eftir háttsettum pólskum embættis-
mönnum. Talsmenn stjórnarinnar vilja
halda því fram, að aðeins sé hér um
lítinn hóp manna að ræða og að hægt sé
að einangra þá með áróðursherferð og
með því að varpa rýrð á mannorð
þeirra. Að minnsta kosti virðist
ákvörðun hafa verið tekin um að skapa
enga nýja píslarvotta eða hrinda af
stað víðtækum mótmælum — án þess
þó að ganga að neinum kröfum hinna
óánægðu menntamanna, sem mynda
kjarna andófsmanna.
Afstaða þessi er ólík þeirri er tekin
hefur verið í nágrannaríkjunum,
Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzkalandi.
Embættismenn í Póllandi eru mjög
ánægðir með það hve skynsamlega er á
málum tekið og lýsir það miklu sjálfs-
öryggi og jafnvel kænsku, því efna-
hagsörðugleikar eru nú miklir í land-
inu og óánægjuraddir háværar.
„Kerfið", eins og háttsettir meðlimir
kommúnistaflokksins nefna sig, kallar
háværustu andstæðinga sína aðeins
„óánægjuraddir" og finnst ýmsum, að
þar sé ekki djúpt tekið í árinni, þessar
„óánægjuraddir" eru að minnsta kosti
nefndar öðrum og alvarlegri nöfnum í
öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Hópur
sá, sem bent hefur verið á sem forystu-
menn andófsins, er myndaður af
óformlegum samstarfsflokki 18 manna
og kalla þeir sig „Verndarnefnd verka-
manna".
Um það bil 20 manns að auki eru
einnig taldir hættulega róttækir í sam-
tökunum.
Nefnd þessi hefur krafist fullrar
uppreisnar til handa þeim verkamönn-
Biðraðir og nær alauðar matvælaverslanir: ein af mfmörgum
ástæðum fyrir vaxandi óánægju Pólverja.
sú að neyða þá til að leggja sjóði'þá, er
þeim hefur tekist að safna, inn í ríkis-
banka með aðstoð réttarins.
Leikkonan Halina Mikolajska,, rit-
höfundurinn Herzy Andrzejewski,
Antoni Pajdak, Antoni Maclarewicz og
Ludwik Cohn eru öll kunnir listamenn
í Póllandi, og öll hafa þau fengið stefn->
ur um að mæta til yfirheyrslu hjá yfir-
völdum á næstunni. Eiga þau að gera
grein fyrir 2 milljónum zlotys sem sam-
tökin hafa safnað (um 20 millj. ísl.
kr.). Sem áður sagði, ætla þau ekki að
sinna stefnunum.
Rússar virðast
áhyggjulausir
Pólsk yfirvöld halda því fram, að
engin afskipti hafi verið höfð af þess-
um málum af hálfu rússa, engar hegð-
unarreglur verið settar né yfirleitt
nokkrum þrýstingi beitt. A meðan pól-
verjar halda sig á mottunni og hafa
ekki í frammi tilburði sem gætu gefið
til kynna að hið algjöra einræði komm-
únistaflokksins sé dregið í efa, skipta
þeir sér ekki opinskátt af innanríkis-
málum pólverja.
Þó mun það vera skýlaus krafa So-
vétmanna að ekkert það gerist, sem
muni hindra að haldið sé opinni hern-
aðarleiðinni milli Austur-Þýskalands
og Sovétríkjanna, en hún liggur sem
kunnugt er f gegnum Pólland.
Andófið
austan
Þrælsótti
Vitneskjan um afskiptaleysi rússa
hefur gefið andmælendum kjark til að
láta til sín heyra. Þeim róttækustu sýn-
ist nú hafa opnast leið til að láta í ljós
skoðanir sínar um málfrelsi og aukið
tjald
Pólsk stjórnvöld fara sér hægt
um, sem reknir voru úr starfi eða refs-
að á annan hátt, eftir verkföll og upp-
þot er urðu í júní s.l. Nefndin hefur
einnig safnað fé sem úthlutað hefur
verið til styrktar þeim verkamönnum
sem misstu atvinnu sína.
Einnig hafa verið útbúnir listar með
nöfnum og símanúmerum nefndar-
manna, þannig að hægt sé fyrir þá er
telja sig rangindum beitta að koma
málum sínum á framfæri við nefndina.
Verða þeir að notast við flókið kerfi til
að komast hjá ritskoðun og hafa einnig
brugðið á það ráð, til að koma fréttum
til almennings, að koma skilaboðum til
vestrænna fjölmiðla sem síðan útvarpa
þeim og einnig berast þau þannig
manna á milli.
Oldungur i forsvari
Edward Sipinzki, 88 ára gamall sagn-
fræðingur, handhafi ríkisverðlauna og
fyrrverandi félagi Sósíalistaflokksins,
er einn þeirra, er voru hvatamenn að
stofnun nefndarinnar.
í viðtali, sem átt var við hann í lítilli
íbúð hans, kvaðst hann vilja leggja
áherslu á það, að tilgangur nefndarinn-
ar væri ekki á nokkurn hátt að ögra
kerfinu eða ríkisvaldinu.
„Ég er marxisti“, sagði gamli máður-
inn, „en ég hef heyrt að skipanir hafi
verið gefnar út af yfirvöldunum að
mala þessa nefnd „mélinu smærra".
Hann vill láta kalla hópinn, sem
hann hefur nú ekki lengur forustu
fyrir, „umbótamenn“ frekar en „and-
ófsmenn" þar sem takmark þeirra sé
aðeins að ná fram smávægilegum end-
urbótum án róttækra aðgerða. „Mögu-
leikarnir á breytingum eru ekki mikl-
ir,“ bætti hann við. Enn minni bjart-
sýni gætti hjá honum að Pólverjum
tækist að vinna bug á efnahagsvanda
sínum og vandamálum er hrjá pólskt
þjóðlíf um þessar mundir. „nema að
komið verði á meira lýðræði og frjálsri
tjáningu".
Loksins sammála
Prósfessor Lipinski henti gaman að
því, að nú í fyrsta skipti í sögu Póllands
væru menntamenn og kirkjunnar
menn samherjar. Kröfur þeirra væru
af sama toga spunnar, þó að bæði hann
og embættismenn kirkjunnar segðu að
ekkert samband eða samvinna væri á
milli þessara tveggja hópa.
I mörgum viðtölum sem hafa verið
höfð við hina ólíkustu hópa í Póllandi,
meðlimi Kommúnistaflokksins, and-
kommúnista og einnig þá er telja sig
engar stjórnmálaskoðanir hafa, kemur
fram að i rauninni eru skoðanir ekki
svo skiptar, allir vilja nokkrar breyt-
ingar, þá greinir aðeins á um aðferðirn-
ar til að fá þeim framgengt.
Þessi greinilega samstaða, sem
hvergi er þó nefnd opinberlega, hefur
að sjálfsögðu haft áhrif á það hvernig
yfirvöld hafa brugðist við vandanum
og svör við vaxandi gagnrýni.
Háttsettur talsmaður Kommúnista-
flokksins hefur þó látið hafa eftir sér
þau ummæli um „Verndarnefnd verka-
manna“, að hún sé „bæði andstæðingur
ríkisins og Kommúnistaflokksins".
Ummæli hans fela nánast í sér, að hér
sé um landráðamenn að ræða og undir
venjulegum kringumstæðum myndu
þeir sæta þungum ákærum.
Tvö mótmælabréf
Pólskum yfirvöldum hnykkti við, er
ljóst varð, að andófið var víðtækara en
þau hafði grunað.
Tvö atvik áttu einkum þátt í að vekja
þau af værum blundi og ýta undir að til
aðgerða var gripið. Hið fyrra var, að
bréf barst til forseta þingsins, undirrit-
að af 172 listamönnum, og hið seinna,
einnig kröfubréf, frá 28 virtum próf-
essorum. I báðum þessum bréfum var
krafist rannsóknar á aðferðum lögregl-
unnar við að bæla niður aðgerðir
verkamanna i júní s.l. Meðal þeirra er
undirrituðu fyrra bréfið voru leikarinn
Daniel Oibrych, en hann er mjög væan
Póllands", og einnig fræg dægurlaga-
söngkona, Maryla Rodowicz.
Þessi „nýju andlit“ meðal andófs-
manna vöktu óróa yfirvalda. Heimildir
frá Kommúnistaflokknum herma, að',
yfirvöld hafi þó góða von um að telja
megi þessu unga fólki „hughvarf“,
meðal annars með loforðum um að taka
mál verkamannanna til „athugunar"
og leita úrbóta. Með þannig hálfgild-
ings loforðum ætla þeir að þrýstingn-
um linni.
Engar fréttir
birtar opinberlega
Handtökur andófsmanna í Tékkósló-
vakíu, vandræðin og ólgan í Austur-
Þýzkalandi og skemmdarverk þau sem
unnin voru á neðanjarðarbrautinni í
Moskvu nýverið — á ekkert af þessu
hafa pólskir fjölmiðiar minnst.
í rauninni láta yfirmenn pólskra
kommúnista litla samúð í ljós með ná-
grönnum og væntaniegum samherjum
sínum vegna pólitísks andstreymis
þeirra. Sagt er að einn þeirra hafi
jafnvel sagt, að það „gæfi Pólverjum
ástæðu til að nafna öllum ráðlegg-
ingum og gagnrýni úr þeim átturn" þar
sem þeir gætu ekki annast sín eigin
vandamál betur.
Viðkvæmni
hins opinbera
Þrátt fyrir . allt hefur þó komið
greinilega í ljós, að opinberir aðiljar
eru afar viðkvæmir gagnvart aðgerðum
hins smáa hóps sem nefna sig „Vernd-
arnefnd verkamanna" og að þeim er
ekki rótt vegna fréttaflutnings vest-
rænna fjölmiðla um ástandið í Pól-
landi.
Auðsætt er að þeir eru uggandi
vegna hins nýfundna „bandalags" milli
menntamanna og verkamanna, en þess-
ir ólíku hópar virðast hafa sameigin-
legt takmark að leiðarljósi. „Verndar-
nefndin“ gaf út þá yfirlýsingu fyrir
skömmu, að hún myndi ekki sinna rétt-
arstefnum er félögum hópsins hefðu
borist. Ætlun yfirvalda mun hafa verið
Eftir Floru Lewis
lýðræði; án þess að eiga yfir höfði sér
harðneskjulegar aðgerðir frá Sovét.
Þannig aðgerðir óttast allir pólverjar
— hvort sem þeir eru kommúnistar eða
ekki — að eiga von á slíku er í hugum
þeirra það vofeiflegasta sem fyrir gæti
komið.
Allir eru varir um sig. Prófessor
Lipinsky sagði t.d., að mikill fjöldi
manna hefði sótt um að fá að gerast
félagar í nefnd hans, en hann kvaðst
hafa svarað neitandi: „Við erum nógu
mörg, þetta er hættuspil og ekki ástæða
til að bæta fleirum i hópinn."
Kommúnistaleiðtogarnir eru einnig
varfærnislega að reyna að sýna fram á,
að þeir séu nú ekki eins óbilgjarnir og
harðneskjulegir og andófsmenn vilja
halda fram.
Til dæmis létu þeir nýlega birta opin-
berar tölur um fjölda þeirra sem enn
eru í haldi vegna þátttöku í óeirðunum
i júní í sumar. Eru þeir sagðir vera
aðeins 58, en upphaflega voru 353
handteknir. Einnig var upplýst að „um
það bil 1000 manns hefðu að vísu verið
reknir úr starfi „af handahófi" en
flestir þeirra hafa nú verið endurráðn-
ir og hafa „full réttindi.“ Engin skýr-
i'ng hefur þó fengist enn á ástæðunum
fyrir uppsögnum fjölda verkamanna í
borginni Piock, en þar urðu engar
óeirðir.
Loft lævi blandið
Djúpstæður óróleiki virðist hafa sett
mark sitt á pólskt þjóðlíf eftir atburð-
ina s.l. sumar og margir hafa látið í ljós
þá skoðun að ýmislegt geti verið á
seyði, pólverjar segja sjálfir að það sé
ekkert nýtt fyrirbrigði í landi þeirra að
óvæntir atburðir geti gerst.
Málin standa þannig nú, að kommún-
istastjórnin og hinir yfirlýstu andófs-
menn hennar eru á varðbergi hvorir
fyrir öðrum.
Þeir fyrrnefndu trúa því, að sá tími
sé nú að nálgast að þeir geti greitt úr
efnahagsvandanum, og þá ætti — eftir
þeirra mati — öll önnur vandræði einn-
ig að hverfa úr sögunni. Hinir síðar-
nefndu leita enn varlega hófanna um
meiri úrbætur og frjálsræði.