Morgunblaðið - 24.03.1977, Side 24

Morgunblaðið - 24.03.1977, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 - Getum setid eins lengi og vid viljum — sagði James Johnston í samtali við Mbl. Framhald af bls. 1. flokka var við völd í landinu. Skv. þvi verður sett á stofn sérstök ráðgjafanefnd Verkamanna- flokksins og frjálslyndra sem koma mun saman reglulega til að ræða stjórnarfrumvörp áður en þau verða lögð fyrir þingið og hugsanlegar breytingartillögur frjálslyndra. Þá gerðu frjálslynd- ir einnig kröfu til að stjórnin féili frá frekari þjóðnýtingaráformum og áætlunum um aukna þátttöku verkamanna í stjórn iðnfyrir- tækja. Samkomulag þetta á að gilda að minnsta kosti þá 6 mán- uði, sem eftir eru af þessu þing- tímabili. Mikil óánægja var meðal þingmanna úr vinstri armi Verka- mannaflokksins með samkomu- Jagið, en þeir hlupu þó ekki und- an merkjum og greiddu atkvæði með semingi. Callaghan samþykkti einnig að taka til athugunar að láta kjósa hlutfallskosningu i kosningunum til Evrópuþingsins á næsta ári. Frjálslyndir leggja mikla áherzlu á að komið verði á hlutfallskosn- ingum í Bretlandi, því að þeir telja að slikt fyrirkomulag myndi tryggja þeim fleiri sæti í neðri málstofunni. Callaghan hafnaði kröfu þeirra um hlutfallskosning- ar heima fyrir. Þá féllst hann einnig á að íhuga tillögur frjáls- lyndra um aukið sjálfsforræði sigruðu TVEIR leikir fóru fram I gær- kvöldi I tslandsmótinu I hand- knattleik. FH-ingar sigruðu Framara með 26:22 (13:11) og Valur vann Hauka með 20:19 (13:9). — Skák Framhald af bls. 20 hæð til að verða vitni þess að sjá allan gusuganginn renna út í sand- inn 1 5 leikir og Hort býður jafntefli, sem Spassky virðist taka fegins hendi. Enginn veit hvað hefur komið uppá Hefur Spassky gefist upp eftir tapið á sunnudaginn? Hafa stjörn- urnar bjargað Hort frá hugsanlegu tapi? Þetta er svindl og svínarí Var staða Horts kannski betri en áhorfð- ist? Var peðsfórn Spasskys bara vindhögg? Við þessum spurningum fást engin svör en á hitt eru menn eitt sáttir, að skákin hafi verið ótefld og tapið á sunnudaginn hafi enn setið í fyrrverandi heimsmeistar- anum en tékkneski björninn ætli að spara kraftana þangað til á fimmtudaginn þegar hann hefur hvítt Jæja. við sem stöndum í stór- ræðum, verðum að taka þessu einsog hverju öðru hundsbiti og segja að annað hvort hafi stjörnu- spáin svikið eða að Hort hafi ekki komist fram úr rúminu fyrr en undir hádegi Hvorugt er nógu gott — Evensen Framhald af bls. 1. eins og málum væri nú háttað en vildi gjarnan að Evensen sækti sig heim f Moskvu. NTB segir að ætla megi að njósnamálið á dögunum eigi hér sök á, en boð Ishkovs til Evensens gefi til kynna að Sovétmenn leggi áherzlu á að reyna að komast að samkomulagi. Síðasti fundur Evensens og Ishkovs var í Moskvu 4.—9. janúar og átti næsti fundur því að vera í Ösló. Nokkur árangur varð á janúarfundinum þótt langt sé enn í land um sam- komulag. — Rússar hefja stjórnmála- lega sókn Framhald af bls. 1. fánum. Að móttökuathöfninni lokinni héldu forsetarnir rakleið- is til hallar Nyerere þar sem þeir ræddust við f tvær klukkustundir Ekkert var sagt um viðræðurnar en talið víst að þær hefðu snúizt um ástandið í suðurhluta Afríku og hugsanlega þróun mála þar. Skotlands og Wales, en stjórnar- frumvarp um þessi mál var fellt f þinginu í sl. mánuði. Ástæðan fyrir vantrausttillög- unni og nauðsyn á bandalagi við frjálslynda var að margir Verka- mannaflokksþingmenn hafa lát- izt, yfirgefið flokkinn eða tapað i aukakosningum á undanförnum árum og þar með þurrkað út þriggja sæta meirihlutann, sem Verkamannaflokkurinn fékk í kosningum 1974. Verkamanna- flokkurinn hefur nú 310 þingsæti á móti 319 fyrir íhaldsmenn, Frjálslynda og aðra minni flokka. Mbl. ræddi stuttlega við James Johnston, þingmann Verka- mannaflokksins, í gærkvöldi og spurði hann um ástandið. Johnston sagði að þetta samkomu- lag Callaghans væri frábært afrek af hans hálfu, því að frjálslyndum hefðu ekki verið lofað nokkru sem hindraði eðlilega starfsemi þingflokks Verkamannaflokksins. Johnston sagði að þótt samkomu- lagið gilti aðeins til haustsins væri ekkert þvf til fyrirstöðu að það yrði framlengt i 6—12 mán- uði eða þar til Callaghan teldi tímabært að halda nýjar kosning- ar. Sagði Johnston að stjórnin gæti nú haldið ótrauð áfram að takast á við þann vanda í efna- hags- og félagsmálum, sem við væri að etja í Bretlandi. Framhald af bls. 1. Carter sagði að við rannsókn á líkum 12 bandarískra flugmanna, sem sendinefndin kom með heim, hefði komið í Ijós að aðeins 11 hefðu verið Bandarfkjamenn, hið tólfta hefði verið af Víetnama og hefði það verið sent aftur til Viet- nam. Carter lagði áherzlu á að hér hefði verið um heiðarleg mannleg mistök að ræða. Hann hrósaði nefndinni fyrir frábærlega vel unnin störf. Carter sagði að bandarískir herlæknar teldu sig vita af hverjum líkin væri, en fjölskyldum yrði ekki tilkynnt um það fyrr en endanlega hefði verið gengið úr skugga um hvaða menn væri um að ræða. Carter sagði að Vietnamstjórn- in hefði samþykkt að setja á stofn nefnd til að grennslast fyrir um örlög þeirra 2546 Bandarfkja- manna, sem saknað væri í Indókína. Hefði stjórnin engin skilyrði sett og í alla staði sýnt bandarfsku sendinefndinni mikla vinsemd og gestrisni. — Ný stjórn í Indlandi Framhald af bls. 1. því að einhver togstreita sé um forsætisráðherraembættið. Desai er 81 árs að aldri, Ram 69 ára. Báðir eru þeir stoltir og valda- miklir stjórnmálamenn með nær ævilanga reynslu í stjórnmálum. Desai var aðstoðarforsætisráð- herra og fjármálaráðherra í stjórn Gandhf, er hún rak hann úr embætti 1969. Ram, sem var eins og áður segir landbúnaðarráð- herra, hafði áður gegnt embætti varnarmálaráðherra og öðrum mikilvægum embættum í þágu þjóðar sinnar. Janataflokkurinn getur mynd- að meirihlutastjórn án stuðnings Lýðræðiskongressflokksins því að hann getur reitt sig á stuðning ýmissa minni flokka. Hins vegar gerði samruni við flokk Rams stjórnina miklu sterkari og tryggði virðingu hennar á fyrstu erfiðleikamánuðum stjórnartíma- bilsins. Janataflokkurinn hefur nú byrjað mikla herferð til að fá ráðamenn hinna ýmsu fylkja Ind- lands til að boða til nýrra kosninga til fylkisþinga. Kongressflokkurinn hefur meiri- hluta í flestum af 22 fylkjum landsins og hin nýja rikisstjórn gæti lent í erfiðleikum með að koma frumvörpum gegnum efri deild þingsins, sem Kongress- flokkurinn ræður, því að fylkisþingin kjósa fulltrúa til efri deildarinnar. Yeshwantrao Chavan, fráfarandi utanríkisráðherra Ind- lands, sem f dag var kjörinn leið- togi Kongress flokksins, sagði á fundi með fréttamönnum, að Kongressflokkurinn myndi ein- beita sér að ábyrgum störfum í stjórnarandstöðu. Chavan, sem var einn af virtustu ráðherrum fráfarandi stjórnar, sagðist ekki f nokkrum vafa um að Kongress- flokkurinn héldi saman og starf- aði sem ein heild á þingi enda mikilvæg verkefni framundan í því lýðræðisriki, sem Kongress- flokkurinn hefði verið höfuð- smiður að. Hann sagði að neyðar- ástandið, sem Indíra Gandhf lýsti yfir, hefði verið orsök ósigurs Kongressflokksins og sagði að flokkurinn hefði sætt dómi þjóðarinnar og aflýst því er úrslit lágu fyrir. - Ráðherrafundur Framhald af bls. 44 að einn þáttur mannréttinda væri að allar þjóðir heims hefðu nóg að bfta og brenna og aðgang að menntun. Hvað áhrærði Belgrad- ráðstefnuna voru utanrikisráð- herrarnir sammála um að ákvæði Helsinki-sáttmálans yrðu að skoð- ast sem ein órjúfanleg heild, og hlutverk Belgrad-ráðstefnunnar yrði ekki að breyta þeim ákvæð- um, heldur að taka ákvarðanir um hvernig hægt væri að sjá til þess að ákvæðin yrðu haldin f framtið- inni. Þá var í lokayfirlýsingu utan- rfkisráðherranna minnzt á þróun mála f Afríku sunnanverðri, og ákveðin afstaða tekin með þeim, sem þar vilja koma á meirihluta- stjórn. Minnzt er á hafréttarráð- stefnu Sameiðnuðu þjóðanna, sem hefst að nýju f Ne-w-York hinn 23. maí n.k., og vonir látnar i ljós um að þar náist samstaða um skiptingu auðlinda á hafsbotni á alþjóðlegum hafsvæðum. — Skólahljóm- sveit Kópavogs Framhald af bls. 29 Ánægjulegt viðfangsefni Að lokum báðum við Björn Guð- jónsson að líta yfir farinn veg og segja okkur hvað honum þætti eftirminnilegast úr starfi hljóm- sveitarinnar, en hann hefur verið stjórnandi hennar allan tfmann. „Það sem er mér ef til vill eftir- minnilegast er hvað starfið hefur alltaf gengið vel og snurðulaust. Ég hef verið einkar heppinn með samstarfsmenn, og bærinn hefur alltaf staðið vel að hljómsveitinni. Siðast en ekki sizt minnist ég sennilega einna mest hins mikla áhuga sem skólaæska bæjarins sýnir hljómsveitinni. Áhugi henn- ar lýsir sér einna bezt i því að þótt hvert þurfi að sinna hljómsveit- inni fjórum sinnum í viku, og hún því snar þáttur í tómstundastarfi þeirra, þá hefur aðsókn verið allt- af svo mikil, að færri komast að envilja.“ — ágás. — Spassky Framhald af bls. 44 Um Bobby Fischer hafði hann það að segja, að honum þætti það miður að Fischer skyldi ekki tefla lengur. Honum væri engan veginn illa við Fischer og vildi gjarnan að hann birtist á sfðustu einvígis- skákunum við Hort. —Einvígið i Reykjavík hafði mjög mikil áhrif á Iff okkar beggja, sagði Spassky. —Fischer var ekki samur maður að því loknu, kannski ekki sjúkur, en hann breyttist mikið. Sjálfur lenti ég i miklum erfiðleikum í Sovétríkjunum og var lengi að ná mér eftir ein- vígið hér í Reykjavík. Ég vildi gjarnan tefla að nýju við Fischer, en á ekki von á að það verði, sagði Spassky. Þegar honum var sagt að Bobby Fischer hefði undan- farna daga reynt ftrekað að ná sambandi við Sæmund vin sinn Pálsson og hefði undir höndum farmiða til tslands, sagði Spassky: Það væri gaman ef hann kæmi hingað, hann hefði örugglega aðeins góð áhrif á baráttuanda minn. Vlastimil Hort fylgdist einnig með sjónvarpsmyndinni í gær, en var ekki margmáll að sýn- ingunni lokinni. Þetta var ágæt mynd, sagði Hort aðeins. Þegar hann var spurður hvort honum hefði ekki dottið f hug að beita einhverjum bellibrögðum eins og Fischer, til dæmis því að koma alltaf of seint, sagði Hort aðeins, að honum líkaði ekki slíkt. Spassky sagði aðeins, að það hefði verið athyglisvert að Fischer hefði alltaf komið 7 mínútum of seint i skákirnar. —Það er e.t.v. tengt trúar- brögðum hans eða kannski hef- ur hann verið hræddur við fólk- ið, sagði Spassky. • • — Ogrun á norðurvængnum Framhald af bls. 21 nokkur vati á þvi að viðvörunartími okkar hefur stytzt stórkostlega." Danir tala um „Yom Kippur- einkenni'' og minna á að Egyptar hafi hálfsvæft ísraela með þvi að færa heræfingar sinar nær þeim smám saman og halda þær oft Danskur hershöfðingi segir: „Við verðum að gæta þess vandlega að lita ekki á stöðugar endurtekningar af hinu óvenjulega sem eðlilegan hlut." Vaxandi styrkleiki Sovétrfkjanna á norðurslóðum hefur bein áhrif á kjarnorkuvopnajafnvægið milli stór- veldanna Sovétmenn senda nú æ Grænlands. Willy Östreng. starfs- maður Norðurheimskautsrann- sóknarstofnunar Noregs, segir að Rússar hafi nú i fyrsta sinn beinan aðgang að heimshöfunum, þótt undir ís sé, án þess að þurfa að fara i gegnum alþjóðleg síglingasund Frá þessum stað geta sovézkir kaf- bátar látið eldflaugum rigna yfir hvaða stað sem er í Bandaríkjunum Þar að auki yrði erfitt fyrir NATO. þrátt fyrir fullkominn búnað, að finna kafbáta undir is, sem stöðugt er á hreyfingu Enn sem komið er hafa þessar styrkleikasýningar Rússa vakið meiri þrjózku en ótta meðal NATO- þjóðanna tveggja á norðurslóðum Samfara minnkandi trú á „détente" er aukinn stuðningur við hærri fram- lög til hernaðarmála Starfsmaður danska utanrlkisráðuneytisins sagði nýlega: „Fólk hefur séð Rússa og vini þeirra brosandi á leiksviðinu á sama tima og þeir keyra áfram á hernaðarsviðinu hömlulaust. Fólk þarf ekki annað en fara á hjólunum slnum niður á strönd til að sjá þann þátt " Afleiðingin af þessu er sú, að NATO hefur aldrei átt jafn miklum vinsældum að fagna meðal Dana og Norðmanna og i dag í Ósló og Kaupmannahöfn er litill vafi á því meðal ráðamanna að ef ekki hefði verið fyrir NATO hefðu Danir og Norðmenn löngu verið hnepptir I Finnlandiseringu um „skilyrðislaust samstarf" — Ferðaskrif- stofur Framhald af bls. 44 Forráðamenn ferðaskrifstofanna hafa beitt fyrir sig persónulegum samböndum við erlenda viðskiptaaðila í því skyni að fá gjaldfrest ytra enda munu þeir tíeysta á að um skammtíma ráðstöfun sé að ræða af hálfu gjaldeyrisyfirvalda í þvi skyni að knýja ferðaskrifstofurnar til að fara að settum reglum í þessum efnum. — Hæstiréttur Framhald af bls. 2 Gunnar M. Guðmundsson hrl. tjáði Morgunblaðinu. Krafa varnaraðilans var i héraði sú, að málinu yrði vísað frá, þar sem þessir 12 einstakl- ingar mættu ekki höfða mál saman, en þeirri kröfu var hrundið í héraði. Slíkan úr- skurð er ekki hægt að kæra — aðeins ef málinu hefði verið vísað frá — en á þetta atriði gat reynt aftur í Hæstarétti, en Ingi R. Helgason gagnáfrýjaði því ekki, heldur vildi una héraðsdóminum alfarið. Var krafa hans því að hann yrði staðfestur. Taldi hann að héraðsdómari hefði fallizt á sjónarmið sín, þótt sum um- mæli hefðu verið dæmd ómerk, enda lýsti Ingi því yfir, að hann teldi það ekki óeðlilegt. Ekki voru dæmdar miskabætur eða kostnaður til þess a standa straum af birtingu dómsins. Hins vegar var dæmdur máls- kostnaður. Héraðsdómur ómerkti sum ummælin en ekki öll. Því áfrýja aðilarnir 12, enda telja þeir, að dómurinn hafi gengið Úlfari Þormóðssyni í vil, þar sem dæmt sé eftir kröfum hanS í einu og öllu. Aðalröksemd héraðsdómsins fyrir því að refsa ekki er sú, að I sltku máli sem þessu eigi umræða að hafa rýmri mörk, tjáningarfrelsið eigi að vera rýmra heldur en undir öðrum kringumstæðum og telur dómurinn að ein- staklingarnir 12 hafi átt að vita það, þegar þeir stofnuðu til undirskriftasöfnunarinnar á sínum tíma — þeir myndu sæta mikilli gagnrýni. Þeir svara því til, að þeir hafi ekki skorazt undan gagnrýni, þeir ætlist til að hún sé málefnaleg. Unnt sé að deila á viðhorf þeirra til málsins og þeirra framtak í sambandi við undirskritfa- söfnunina án þess að væna þá um alls konar misferli og dylgja um það. Sagði Gunnar M. Guðmundsson hrl., að ekki yrði ráðið annað af héraðsdóminum, en að það hefði verið nokkuð sama hvað Ulfar Þormóðsson hefði sagt um þessa menn — ekki hefði verið refsað fyrir neitt af því. Þessu vilja þeir undir engum kringumstæðum una. Er því raunverulega ekki verið að höfða þetta mál til þess að fá dæmdar háar sektir eða háar bætur, slíkt hefur aldrei tíðkazt hér, heldur eru ástæðurnar grundvallarlegs eðlis, að una því ekki að þetta mál sé tekið lausari tökum en önnur meiðyrðamál, sérstak- lega, þegar um var að ræða svo umfangsmikla áróðursherferð og langvinna, sem raun ber vitni. Skipta ummælin þúsund- um. Þegar dómur er genginn í þessu máli mannanna 12 gegn Úlfari Þormóðssyni, má gera ráð fyrir að næsta meiðyrðamál verði sett á skrá Hæstaréttar og flutt. Verður málflutningur i þvi máli þá væntanlega miklu viðaminni, því að segja má að að vissu leyti sé búið að flytja öll málin með þessu. Er hvorki ákveðið hvaða mál það verður né hvenær. í héraði var mál gegn Guðsteini Þengilssyni lækni númer tvö og málið gegn Degi Þorleifssyni númer þrjú. Voru þessi þrjú mál þau, sem Hrafn Bragason dæmdi. Þá voru og svökölluð stúdentamál — skrif stúdenta í Háskólan- um, sem réðust að kennurum sínum með ummælum í skóla- blaði. Dæmdi Auður Þor- bergsdóttir þau mál. Þá voru tvö mál gagngert gegn Svavari Gestssyni ritstjóra vegna ým- issa ummæla í leiðurum Þjóð- viljans og í ónafngreindum greinum. Eru þau mál mjög viðamikil og dæmdi Garðar Gislason þau. Þá má geta þess að máli gegn Árna Björnssyni var ekki áfrýjað, en það dæmdi Hrafn Bragason. Voru öll um- mæli Árna ómerkt og Árna gert að greiða málskostnað. Þá hef- ur Steingrímur Gautur Kristjánsson með höndum nokkur mál. Hann dæmdi i máli Einars Braga, rithöfundar, og Helga Sæmundssonar, ritstjóra, og hefur þeim báðum verið áfrýjað. Þá er Steingrímur Gautur einnig með mál án þess að hafa dæmt í þeim, gegn Sigurði A. Magnússyni, Ragn- ari Arnalds og Hjalta Kristgeirssyni. Hafa þau orðið á eftir, þar sem Steingrímur hefur verið í miklum önnum sem alþjóð veit og er gert ráð fyrir því að dómur falli ekki í þeim fyrr en Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm sinn í þessu máli og hann látinn verða stefnumarkandi fyrir þau. FH Og Valur -Viðræður í París oltar hina fullkomnu Deltakjarnorku- kafbáta. sem eru 14000 lestir og búnir SSN-8 kjarnaoddaeldflaugum, í N-heimskautshafið við N-odda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.