Morgunblaðið - 24.03.1977, Page 25

Morgunblaðið - 24.03.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 25 Ragnhildur Helgaddttir: að ÍTyggja samstöðu um mannréttindamál Síðast á árinu 1976 reis ágreiningur um túlkun lagaákvæða og fram- kvæmd, sagði Ragnhildur. Stjórn at- vinnuleysistryggingasjóðs bað um lög- fræðilega umsögn lagadeildar Háskól- ans og gaf Stefán Már Stefánsson borgardómari, settur prófessor við Háskólann, hana á vegum deildar- innar, en hann er mjög fær maður f sínu fagi. Hans mat var að taka hefði þurft af tvímæli um þetta atriði í lögun- um er þau voru sett Frumvarp okkar er því flutt til að taka af öll slík tvimæli og tryggja konum innan ASÍ sambærileg- an rétt og konur i opinberu starfi hafa haft um langan aldur, þ e 3ja mánaða óskert fæðingarorlof í janúar sl. gerði stjórn atvinnu- leysistryggingasjóðs samþykkt sem olli þvi. að skyndilega voru skertar greiðsl- ur á fæðingarorlofi til mæðra sem áttu maka, sem höfðu meir en 1.400 þús. kr i árstekjur — eða höfðu notið atvinnuleysisbóta á tilteknu timabili. Þetta snerti mjög margar konur, m a allar sjómannskonur. og olli mikilli óánægju og mótmælum í verkalýðs- félögum Bætur þessar, sem eru sjálf- sögð mannréttindi, eru í eðli sinu annars konar en atvinnuleysisbætur i venjulegum skilningi; og þegar af þeirri ástæðu eru umrædd skerðingar- ákvæði ranglát Frumvarpi okkar er ætlað að taka af öll tvímæli i þessu efni, ef samþykkt verður Eins og sjá má eru flutningsmenn frumvarpsins úr fjórum þingflokkum. Þingmanni Alþýðubandalagsins, hátt- virtum 5 landskjörnum (Svövu Jakobs- dóttur) var boðið að gerast meðflutn- ingsmaður og afhent frumvarpið, ásamt greinargerð, sem trúnaðarmál fyrir viku síðan. Hafði hún málið til athugunar og taldi sig þurfa að hafa samráð við samflokksmenn sina. Svars hennar var óskað fyrir kl. 7 þann dag er ákveðið var að leggja frumvarpið fram, en nauðsynlegt þótti að flýta þvi Síðar um daginn fékk ég svarið, að hæstvirtur þingmaður kærði sig ekki um að vera meðflutningsmaður, hefði raunar í hyggju aðra lausn. Á daginn kom að þá stund, sem hún hafði frum- varpið og greinargerðina undir hönd- um sem trúnaðarmál til athugunar, nýtti hún til að semja og leggja fram annað frumvarp um sama efni Ég fékk ekki upplýsingar um þetta fyrr en næsta morgun, er ég fékk frumvarp hennar prentað i hendur Ég skýri frá þessu hér þar sem nú liggja fyrir tvö Ragnhildur EAvarð Helgadóttir Sigurósson frumvörp um sama efni, þó með nokkuð óltku sniði séu. Ég hefi aldrei orðið var við sllkt, hvorki í hópi and- stæðinga né samherja. En það er mis- jafn smekkur manna og sínum augum litur hver á silfrið. Siðan vék Ragnhildur nokkrum orðum að lögunum um atvinnuleysis- tryggingar og nauðsyn þess að þau verði endurskoðuð i heild, i Ijósi feng- innar reynslu. Fæðingarorlof ætti að heyra undir almannatryggingar Eðvarð Sigurðsson (Abl) sagðist frá öndverðu hafa verið andvígur því að ákvæðum um fæðingarorlof væri „troðið inn í lög um atvinnuleysistrygg- ingar" Þau ákvæði hefðu átt að koma inn I lög um almannatryggingar Rétturinn til fæðingarorlofs sem slíks væri þó óumdeilanlegur. Hann sagði fyrirspurnir hafa borizt sjóðsstjórn Atvinnuleysistrygginga um framkvæmd laganna, bæði frá Akra- nesi og Siglufirði Af þeim ástæðum hefði stjórnin óskað lagaúrskurðar lagadeiíd ar Háskólans um framkvæmd laganna, með hliðsjón af skerðingar- ákvæðum Álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar borgardómara, þá setts prófessors, er á þá lund, að tekjur maka eigi að hafa áhrif á greiðslu fæðingarorlofs Lagagrundvöll bresti alveg fyrir annarri niðurstöðu Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs hefur þvf ekki annað gert en að leita lagaskýr- inga vegna fyrirspurna framkvæmda- aðila laganna og fara síðan eftir þeim ábendingum. Hér hefur því rétt verið staðið að málum. Flutningur nýs frum- varps til að taka af tvfmæli er og nokkur sönnun þess að svo hafi verið. Frumvarpið staðfesting á tilgangi lög- gjafans, sagði Þórarinn Þórarinsson Frá umræðum á Alþingi um fœðingarorlof verið gert i öðrum tilvikum af fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar.' Ég var á sínum tíma andvígur því að bætur þessar væru settar á Atvinnu- leysissjóð En þessi lagakvöð er eigi að síður staðreynd í dag. Og hef er vissu- lega um réttlætismál að ræða — og þess vegna eru þessi skerðingarákvæði þyrnar í minum augum FÆÐINGARORLOF FLOKKAST UNDIR SJÁLFSÖGÐ MANNRÉTTINDI Ragnhildur Helgadóttir (S) mælti nýverið fyrir frumvarpi um afnám skerð- ingarákvæða (varðandi tekjur maka) á greiðslu fæðingarorlofs til útivinnandi kvenna, innan aðildarfélaga ASÍ. Frumvarpið flytja þingmenn úr öllum þingflokk- um nema Alþýðubandalaginu. Hún vísaði til rökstuðnings með frumvarpi til laga, er hún flutti á þinginu 1 974—1 975, sem hlaut lagagildi í maí 1 975, en þar hafi skýrt komið fram sá þingvilji, að fæðingarorlof skyldi greitt án tillits til tekna maka eða. atvinnuleysisbóta viðkomandi kvenna. Nefnd, sem samdi reglugerð um framkvæmd laganna, hefði tekið fullt tillit til þessa, sem og þeir, er sáu um framkvæmd laganna á árinu 1 976. þó síðar hafi út af brugðið og verið gripið til skeitingaákvæða. ella hefði málið verið tekið upp fyrir dómstólum. Annar flötur á málinu er sá. hvort þessi skerðingarákvæði séu réttlát eða ekki Ég álit persónulega að slik skerðingarákvæði eigi ekki rétt á sér Sama gildir um skerðingarákvæði varðandi atvinnuleysisbætur. eins og tillit er tekið til i frumvarpi Svövu Jakobsdóttur. Siðan ræddi Eðvarð málefni atvinnuleysistrygginga á breið- um grundvelli en hann er í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs. Alvarlegir gallar á framkvæmd. Sighvatur Bjorgvinsson (A) sagðist á sinum tima hafa verið andvígur þvi. að fæðingarorlofið færi inn i lög um atvinnuleysistryggingar, þó hann hins vegar væri ótvirætt fylgjandi fæðingar- orlofi sem sliku. Hann sagðist heldur ekki efast um að stjórn Atvinnuleysis- tryggingarsjóðs hefði farið að lögum, I skerðingarákvæðum sinum, en þar væri hins vegar höggvið að eðlilegum rétti vinnandi kvenna, sem krefðist að- gerða þingsins. Hann rakti siðan dæmi um. hve þessi skerðingarákvæði kæmu ránglega við fólk, bæði varðandi tekjur maka og ekki síður, ef kona hefði á siðustu 12 mánuðum þegið atvinnu- leysisbætur, sem þýddi, að þá fengi hún ekki fæðingarorlof siðar á viðkom- andi tímabili. Vitnaði hann til bréfs stjórnar Atvinnuleysistryggingarsjóðs, þar sem segir m.a : „I samræmi við hið lögfræðilega álit telur sjóðsstjórn, að ekki sé heimilit að greiða samanlagt fæðingarorlof og atvinnuleysisbætur lengur en 130 daga á siðustu 12 mánuðum " Alvarlegir ágallar væru því komnir fram varðandi framkvæmd fæðingaror- lofslaganna, sem nauðsynlegt væri að leiðrétta Sakist við sjálfa sig. Svava Jakobsdóttir (Abl) visaði á bug öllum ásökunum i sinn garð um trúnaðarbrot vegna sérflutnings sins á frumvarpi til leiðréttingar á skerðingar- ákvæðum um fæðingarorlof. Það er rétt að Ragnhildur. Helgadóttir bauð mér að gerast meðflutningsmaður að frumvarpi hennar og nokkurra annarra þingmanna Hins vegar fékk ég ekki nægilegan frest til að bera það mál undir þingflokk minn. Valdi ég þvi þann kost að flytja mitt eigið frumvarp um þetta efni, sem jafnframt nær til leiðréttingar á skerðingarákvæðum varðandi atvinnuleysisbætur Hins veg- ar kemur til greina að sameina þessi tvö frumvörp í nefnd, ef ástæða þykir til, enda er ég efnislega sammála þvi, að skerðingarákvæði verði að afnema með öllu; það er jafnréttismál. Ragn- hildur getur ekki ásakað neinn nema sjálfa sig i því, sem okkur fór á milli i þessu máli Hvers vegna var þessi leio farin? Guðmundur H. Garðarsson (S) sagði m.a að konur i opinberu starfi hefðu lengi notið fæðingarorlofs. Það hefði verið sjálfsagt réttlætismál að konur innan aðildarfélaga ASI nytu sams konar mannréttinda Ekki hefði tekizt, þrátt fyrir langa viðleitni, að fá þá afgreiðslu fram, að fæðingarorlof útivinnandi kvenna á hinum almenna vinnumarkaði kæmi inn í lög um al- mannatryggingar, sem þó hefði verið eðlilegt Þess vegna hefði málið verið tekið upp innan verksviðs Atvinnu- leysistryggingasjóðs og þann veg verið samþykkt sem lög frá Alþingi Við endurskoðun hins almenna tryggingar- kerfis er sjálfsagt að hafa fæðingaror- lofið með í myndinni, þrátt fyrir þá bráðabirgðalausn, sem nú viðgengst og þá á þann veg að allar konur njóti Ég tel að lögin um fæðingarorlof frá 1975 hafi verið ótvíræð Atvinnu- leysistryggingarsjóður hrúgar upp milljónum króna, m a. vegna iðgjalda- álags á konur, og þvi var ekki eðlilegt. að hann innti þessar greiðslur af hendi Til þess hafði sjóðurinn gott bolmagn, enda hefur atvinnuleysi verið sáralítið í landinu, sem betur fer Guðmundur gagnrýndi gildandi lög um atvinnuleysisbætur, sem væri stór- gölluð og þyrftu endurskoðunar við Ennfremur gagnrýndi hann að ýmis ákvæði laganna hefðu ekki verið fram- kvæmd, m a 7. gr laganna, þar sem ákvæði eru um „að skipta heildarupp- hæð iðgjalda eftir starfsgreinum á reikninga hinna einstöku verkalýðs- félaga "í grein þessari segir ennfrem- ur „Gera skal skrá um skiptingu þessa, sem síðan skal senda Trygg- ingastofnun ríkisins sem færir iðgjöld- in á sérreikning vekalýsfélaganna Þetta ákvæði hefur aldrei verið fram- kvæmt Sjóðsstjórninni hefði verið nær að sinna þessu lagaákvæði heldur en að leita uppi lagakróka til að koma í veg fyrir eðlilegar greiðslur fæðingar- orlofs — í samræmi við ótvíræðan vilja Alþingis, sbr viðkomandi lög frá 1975. Á árinu 1976 voru greiddar 135 m.kr, i fæðingarorlof Þetta er innan við 10% af áætluðu ráðstöfunar- fé sjóðsins fyrir árið 1977 Þá ræddi Guðmundur ítarlega um heimildir sjóðsstjórnar til ráðstöfunar á fé sjóðsins, sem Guðmundur taldi mjög rúmar. Ef hægt væri að veita sjóðsstjórn heimildir til að ráðstafa hundruðum milljóna. án þess að löggjafinn komi þar nálægt, umfram það sem segir í viðkomandi lögum, þá sé það ekki álitamál, að verjandi sé að greiða 100—200 m kr. í fæðingar- orlof. enda fær sjóðurinn ekki minna 500—800 m.kr. til ráðstöfunar á ári hverju vegna þátttöku kvenna i upp- byggingu hans Ég leyfi mér að vefengja, sagði Guðmundur, að rétt hafi verið staðið að málum, að leita þann veg sem gert var, leiða til að framkalla umrædda réttindaskerðingu, og tel ákvörðun sjóðsstjórnar þar um rangláta gagnvart fjölda kvenna sem hér hafi orðið fyrir beinni mann- réttindaskreðingu. (■uðmundur Karvel H. Garðarsson Pálmason Fæðingarorlof annars eðlis en atvinnu- leysisbætur. Karvel Pálmason (SFV) sagðist lita á fæðingarorlof öðrum augum en at- vinnuleysisbætur Mér finnst þvi með ólikindum sá dómur sjóðsstjórnar, að gripa til hér um ræddra skerðingar- ákvæða gagnvart fæðingarorlofi, eftir að hafa framkvæmt lögin, án slíkra skerðingarákvæða i heilt á[ Ég vil taka undir það með síðasta ræðumanni að „mér finnst ákaflega óviðurkvæmilegt af fulltrúum Alþýðusambandsins og verkalýðshreyfingarinnar i stjórn At- vinnuleysistryggingasjóðs. að þeir skuli leita til lögfræðinga úti i bæ. sama þótt prófessorar séu, til að skjóta sér á bak við með skerðingarákvæði sin . . ég efast um, að þetta hafði Staðfesting á tilgangi Þórarinn Þórarinsson (F) sagðist sammála því frumvarpi, sem hér lægi fyrir Það fæli í raun ekki í sér neina breytingu á lögunum 1975. heldur væri staðfesting á þeim og tilgangi löggjafans að allar konur innan verka- lýðssamtakanna ættu rétt á fæðmgar- orlofi Þórarinn sagði að stefna bæri að því að slíkt fæðingarorlof næði til allra kvenna í landinu. hver sem störf þeirra væru. Einkennileg vinnubrögð Ragnhildur Helgadóttir(S) sagði það fyrst og fremst hafa vakað fyrir sér og meðflutningsmönnum sínum að þessu frumvarpi. að skapa sem víðtæk- asta samstöðu um það. Þar af leiðandi hefði verið leitað til Svövu Jakobsdótt- ur og henni gefinn kostur á því að vera meðflutningsmaður. Hún rakti siðan i itarlegu máli, hvern veg samskiptum þeirra hefði verið varið við undirbúning að framlagningu frumvarpsins, enþessi trúnaður hefði verið misnotaður og nýttur til að leggja fram annað frum- varp, í skjóli þess að þingmaðurinn þyrfti frest til að íhuga afstöðu sina í samráði við þingflokk sinn Ragnhildur vakti síðan athygli á því að lögin um fæðingarorlof hefðu verið mikil réttarbót útivinnandi konum Afstaða fulltrúa ASÍ í stjórn atvinnu- leysistryggingasjóðs vakti hins veggar ýmsar spurningar Ekki sizt athugasemdalaust jákvæði þeirra við umdeildum skerðingarákvæðum Hún svaraði og ýmsum atriðum. sem fram höfðu komið i máli manna í umræð- unni. Endurskoðun laga úm atvinnuleysistryggingarsjóð Matthias Bjarnason tryggmgar- málaráðherra sgaði m a að hann myndi láta vinna að heildarendurskoð- Þórarinn Matthlas Þórarinsson BJarnason un laga um Atvinnuleysistryggmga- sjóð Hann sagðist álíta, að stjórn sjóðsins hefði staðið vel i stöðu sinni og unnið gott starf og aldrei staðið á þvi að veita umbeðnar upplýsmgar um málefni sjóðsins Ráðherra vék síðan að tekju- og útgjaldaáætlun sjóðsins fyrir yfirstandandi ár — og upplýsti. að gert væri ráð fyrir 92 mkr greiðsluhalla Ráðherra sagði að á árinu 19 75 hefðu dagpeningar og kauptrygging numið 196 m.kr en 1976 274 m kr Það væri meiginhlutverk Atvinnu- I tr sjóðs að greiða atvinnuleysisbætur Ennfremur að koma í veg fyrir atvinnu- leysi með þvi að lána fjármagn til framkvæmda. emkum þar sem væri staðbundið atvmnuleysi Siðan rakti ráðherra i ítarlegu máli kvaðir sjóðsms að lögum og reglugerð um fram- kvæmd viðkomandi laga Ráðherra sagði umdeilt. hvort fæðingarorlof ætti heima innan laga um atvinnuleysis- tryggingar Hann persónulega sæi enga hættu í því sambandi Hms vegar væri nauðsynlegt að endurskoða umrædd lög. og meta réttilega tekju- möguleika og greiðsluþorf sjóðsins. og standa þann veg að þeirri endurskoð- un. að sjóðurmn gæti sem bezt gegnt hlutverki sinu i framtiðmni Síðan tóku enn til máls Ragnhildur Helgadóttir (S), Guðmundur H. Garðarsson (S) og Karvel Pálmason (SFV), sem öll eru flutningsmenn um- rædds frumvarps. til afnáms skeðingarákvæði á greiðslum fæðingarorlofs. og áréttuðu röksemdir sinar fyrir frumvarpinu og svöruðu ým iss konar gagnrýni Því miður er ekki rúm til að rekja mál þeirra frekar en gert hefur venð. þó æskilegt hefði verið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.