Morgunblaðið - 24.03.1977, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977
Og þau halda áfram aö nota þessa
sömu ásköpuðu hæfileika, hvar sem
þau lenda. Með skolpræsunum og án-
um þeysast þau út í sjó, þar sem þau
safnast fyrir og eru eins og óæskilegar
agnir og skrúfur milli tannhjólanna á
vélinni, sem fram að þessu hafði geng-
ið mjúklega eins og nýsmurð. Hefði sú
kynslóð, sem nú er uppi, ekki gripið
inn í, þá hefði maðurinn getað haldið
áfram að menga hafið með uppleysan-
legum efnum sínum. En nú framleið-
um við og losum i sjóinn með sívaxandi
hraða og dugnaði hundruð þúsunda af
kemískum efnum og annarri fram-
leiðslu. Þau gufa ekki upp eða endur-
vinnast, en þeim fjölgar og þau magn-
ast og eru orðin mikil hætta fyrir allt
lifið í sjónum.
Lengi erum við búin að vita að nú-
tíma skordýraeitur er þegar farið að
finnast i holdi mörgæsanna á Suður-
pólnum og heilum ísbjarnanna og
blöðruselanna við Norðurpólinn, en öll
lifa þau á svifi og svifætum, krabbadýr-
um og fiskum, á svæðum langt frá
borgum og ræktuðu landi. Við vitum,
að mengun hefur náð til allra hafsvæða
á jörðinni á fáum áratugum. Og okkur
er jafn kunnugt um það, að sáralítið
eða ekkert er gert til að stöðva þessa
þróun. Samt sem áður er til fólk, sem
segir að engin ástæða sé til að hafa
áhyggjur af þessu, hafið sé svo stórt og
vísindin muni áreiðanlega hafa stjórn
á öllu. Með skynsamlegri löggjöf er
byrjað að berjast gegn loftmengun í
borgum. Búið er að bæta ástandið í
sumum vötnum og ám með því að leiða
skolpið til sjávar. En hvar er mengun-
arvandamál sjávar undir einhverri
stjórn, ef ég má spyrja?
Allt líf byggir
á svifinu í sjónum
Fram að þeim tíma að plöntusvif var
til orðið í yfirborðslögum sjávar, gat
engin tegund andað og lifað á þessari
jörðu, þar sem plánetan var í upphafi
umlukt dauðum gufum. Þessi örsmáa
plöntutegund framleiddi svo mikið súr-
efni, að það steig upp frá yfirborðinu
og varð einn þátturinn í að andrúms-
loftið, sem við höfum nú, gat myndast.
Allt líf á jörðunni byggir því þróun
sína og áframhaldandi tilveru á svifinu
í sjónum. Nú á tímum er mankynið
háðara en nokkru sinni fyrr velferð
þessa sjávarsvifs, ef það á að lifa áfram
sem tegund. Með vaxandi mannfjölda á
jörðinni þarf að uppskera enn meira af
eggjahvítuefnum úr sjónum. Án svifs-
ins verður þar enginn fiskur. Með
hrattvaxandi borgum og iðnaðarsvæð-
um og hraðminkandi frumskógum og
skógarsvæðum, verðum við jafnvel enn
háðari svifinu um loft til að anda að
okkur. Sé þetta ómissandi líf á grunn-
sævi látið hverfa, verður komandi kyn-
slóðum ólíft á landi. Dautt haf táknar
dauða jörð!
Inn á milli var sjórinn hreinn, utan
stöku fljótandi olíuflekkja eða dreifðra
aðskotahluta á borð við plastbrúsa,
tómar flöskur eða dósir. Þar sem reipin
sem héldu papírustágunum i Ra I sam-
an, slitnuðu, varð að skilja illa farið
flakið eftir i menguðum sjó skammt frá
Barbadoseyju. Seinni ferðin var svo
farin alla leið frá Safi í Marocco til
Barbados í Vestur-Indíum árið 1970. 1
það skipti gerðum við daglega könnun
á mengun í sjónum og sendum sýnis-
horn af olíuklumpum til Sameinuðu
Daott
táknar
danða
jorí
2. grein sæfarans
Thor Heyerdals
þjóðanna, ásamt nákvæmri skýrslu um
athuganir okkar. U Thant, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
birti hana sem viðauka við skýrslu sína
um Stokkhólmsráðstefnuna um haf-
réttarmál. Hér nægir að geta þess að í
43 daga af þeim 57, sem ferðin yfir
Atlantshafið tók, rak olíu svo nálægt
okkur að hún fór i netið. Efnarann-
sóknir á mismunandi olíukekkjum,
sem við söfnuðum, sýndu mjög mis-
munandi magn af nikkei og valadíum,
sem sannaði að þeir voru ættaðir úr
ýmsum heimshornum. Það sannar líka
að þeir eru ekki upprunnir í neinum
einum lekum olíubor eða frá strönduðu
risaolíuskipi, heldur samansafn af úr-
gangi eftir daglega hreinsun á olíusora
frá öllum tankskipaflota heimsins.
Allt fór á annan endann í veröldinni,
þegar Torrey Canyon missti óvart 100
þúsund tonn af olíu í Ermarsund fyrir
nokkrum árum. Samt er það aðeins
lítið brot af þeirri olíu sem viljandi er
losuð við hverja hreinsun á tönkum. Á
hverju ári er meira magni en þessum
100 þúsund tonnum af olíu frá Torrey
Canyon viljandi dælt i Miðjarðarhafið
eitt, og rannsóknir á sjónum fyrir
sunnan ítalíu sýndu 500 lítra af
hreinni olíu á hvern ferkílómetra á
yfirborðinu. Bæði Bandaríkjamenn og
Rússar voru jafn furðu lostnir yfir
niðurstöðum okkar á mengun á At-
lantshafinu 1970 og sendu sérstaklega
útbúin rannsóknaskip á staðinn.
Bandarískir visindamenn frá Harvard-
háskóla, sem stunduðu rannsóknirnar í
samvinnu við líffræðistofnun Ber-
muda, komust að raun um það að i
Sargassohafi var meira af hreinni olíu
en þangi á hverjum fermetra á sjávar-
fletinum og þeir urðu að gefast upp á
að safna svifi vegna þess að netin voru
alveg þakin olíusora. Samkvæmt áætl-
un þeirra voru 76 þúsund tonn af tjöru
i Norðvestur-Atlantshafi einu. I
skýrslu Rússanna, sem fulltrúi sovésku
vísindaakademíunnar las nýlega upp á
mengunarráðstefnu í Prag, kom fram
að mengunin við strendur Atlantshafs-
ins væri þegar komin yfir þau mörk,
sem fram að þessu hefðu verið talin
þolanleg, og að nauðsynlegt væri að
setja sér nýtt hámark.
Olíumengun er nokkuð flókið við-
fangsefni. Ýmsar tegundir hráoliu
innihalda eiturefni i mismunandi stór-
um stíl. En öll hefur hráolían eitt sam-
eiginlegt: hún dregur að sér önnur
kemísk efni og sýgur þau í sig eins og
þerripappír, þar á meðal ýmsar tegund-
ir skordýraeiturs. DDT og mörg klórk-
arbónöt leysast ekki upp í vatni og
sökkva heldur ekki. Auk þess sem svif-
ið og ýmsar aðrar lífverur við yfirborð
sjávar taka þau í sig, safnast þau i
olíubrák og olíuklumpa, þar sem svo
má finna þau samanþjöppuð i miklu
stærra magni en áður, þegar þeim var
upphaflega blandað í upplausnarefni
sprautubrúsanna. Oft sáum við á Ra
hvernig hrúðurkarlar, sjávarormar og
krabbar notuðu oliuklumpa fyrir reið-
skjóta, og þessir riddarar eru freist-
andi beita fyrir fiska og hvali, sem
sleppa þá ekki við að fá tjöruklístur á
skíðin og í tálknin. Nú orðið er jafnvel
hægt að finna i Karabíska hafinu há-
karla með tennurnar klístraðar í tjöru-
kenndri olíu. Samt er olíudrulla og
sorplosun frá skipum ekki nema litil-
ræði í samanburði við iðnaðarúrgang
og skolp, sem sleppt er i sjóinn frá
landi.
Það er ekkert annað en orðtak, sem
sprottið er af óskhyggju, þegar sagt er
að sjórinn muni ráða fram úr þessu.
Hafið hefur alltaf verið sjálfhreinsandi
sigti, sem séð hefur fyrir mengun ver-
aldarinnar í milljónir ára. Maðurinn er
ekki fyrsti mengunarvaldurinn. Siðan í
árdaga hefur náttúran sjálf verið eins
og stór verksmiðja, sem gerir tilraunir,
fínnur upp nýjungar, leysir upp og
varpar frá sér úrgangsefnum, þ.e.
óteljandi milljörðum tonna af rotnandi
trjáviði, rotnandi holdi, leðju, forar-
eðju og saur. Hefði þessi úrgangur ekki
verið endurnýttur, þá væri hafið fyrir
löngu orðið að þykkri súpu eftir dauða
og rotnun, eldgos og uppblástur um
víða veröld í milljónir ára. Maðurinn er
ekki fyrsti stór-framleiðandinn og því
skyldi hann þá verða fyrsti mengunar-
valdurinn, sem hefur í för með sér
eyðileggingu?
Lífkeðja
jarðarinnar er
eilíf ð arvelín
Maðurinn hefur líkt eftir náttúrunni
með því að fikta við atómin, tekið þau í
sundur og sett þau aftur saman á ýms-
an hátt. Náttúran gerði fiska að fuglum
og skepnur að mönnum. Hún fann að-
ferð til að gera ávexti úr jarðvegi og
sólskini. Hún f’ann upp radar fyrir
leðurblökur og hvali, og stuttbyglu-
sendi fyrir býflugur og fiðrildí. Þotu-
þrýstingi var komið fyrir á kolkröbb-
um og tölvuútbunaði, sem engan á sinn
líka, í mönnum í líki heila. Bakteríur
og sjávarsvif breyttu dauðum kynslóð-
um í nýtt líf. Lifkeðja geimskipsins
jörð er nærri því að vera mesta upp-
götvun allra tima perpetuum mobile —
eilífðarvlin. Galdurinn er sá, að náttúr-
an gerði ekkert svo úr garði, að ekki
væri hægt að ummynda það, vinna úr
því aftur og gera það í öðru formi að
gagnlegu hjóli í þessari ganggóðu jarð-
arvél.
Þarna var það að maðurinn fór út af
sporinu miðað við náttúruna. Við sett-
um saman atóm í mólikúl af þeirri
tegund, sem náttúran hafði forðast.
Okkur til mikillar ánægju bjuggum við
til gagnleg efni, sem hægt er að nota
undir eins, svo sem plastið, skordýra-
eitrið, þvottaefnin og önnur kemisk
efni, sem fram að þessu hafa ekki verið
til á jörðinni. Þetta gladdi okkur,
vegna þess að nú gátum við fengið
þvottinn okkar hvítari en snjóinn, sem
við mengum, og vegna þess að við get-
um útrýmt öllum skordýrum. Við
sprautum því á bjöllur, býflugur, orma
og fiðrildi. Við þvoum og skolum kem-
ísku þvottaefnunum niður í skolpræsin
og út til ostranna og fiskanna. Flest
nýju eiturefnin okkar okkar eru ekki
aðeins eitruð, þau eru í rauninni gerð
til þess að vana og drepa.
í fyrri grein sinni um hafið og hið
hnignandi líf í þvi, gerði sæfarinn
frægi Thor Heyerdal grein fyrir því
hve lítið og grunnt hafiðii rauninni er
og í hve litlum hluta þess líf getur
þrifist eða aðeins þar sem birtu gætir.
Og hann spyr: hvers vegna erum við að
blekkja okkur með þvi að tala um allt
úthafið, þegar okkur er fullkunnugt
um að aðeins 1% af sjónum er nægi-
lega frjósamur til ræktunar fyrir fiski-
mennina?
Margt hefur verið skrifað með og
móti aðferðum sumra þjóða, sem hafa
losað mikið magn af geislavirkum úr-
gangsefnum og gömglu stríðsgasi í sjó-
inn og verk þeirra verið afsökuð með
því að þetta sé innilokað í innsigluðum
gámam. Næg dæmi eru þó um jafn
„örugga“ gáma á grunnsævi i Irlands-
hafi, Ermarsundi og Norðursjó, sem
straumar hafa borið til, þar til þeir
voru komnir á allt annan stað en þeir
var ætlað og þeir jafnvel rifnuðu, með
þeim afleiðingum að milljónir fiska
drápust eða sködduðust. I Eistrasalti,
sem er grynnra en mörg stöðuvötn og
hefur þegar verið drepið með mengun
— nema þunnt yfirborðslag — þar var
fyrir 40 árum dengt 7000 tonnum af
arseniki í steyptum gámum. Þessir
gámar eru nú farnir að leka. Allt inni-
hald þeirra er þrisvar sinnum meira en
þarf til að drepa alla menn á jörðinni.
Til allrar hamingju er með nútíma-
löggjöf búið að koma í veg fyrir þessa
hættu af losun eiturefna. Samt sem
áður er enn fyrir hendi hætta fyrir
lífið í sjónum, sem felst í óaflátanlegri
losun á skolpi og sorpi í hafið. Að
Suðurheimskautinu undanskildu er
varla til það fljót eða lækur í heimin-
um, sem örugglega er óhætt að drekka
af við ósana. Þeim mun tæknivæddari
sem þjóðin er, þeim mun hættulegri er
hún hafinu. Nokkur dæmi, tekin af
handahófi, lýsa menguninni í heimi
menningarinnar:
HJÁ mörgum skipasmlðastöSvum hér á landi blasa við talsverSir erfiSleikar
þegar llður á árið og aðeins lltill hluti þeirra hefur verkefni vi8 nýsmíðar út
þetta ár. Morgunblaðið hafði I vikunni samband við forráðamenn þriggja af
stærstu stöðvunum, þ.e. Jósep Þorgeirsson hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi,
Gunnar Ragnars hjá Slippstöðinni á Akranesi og Guðmund Marsellusson hjá
Marsellusi Bernharðssyni á ísafirði. Var dauft hljóðið I þeim Jósep og
Guðmundi og sögðu báðir að þegar liði á sumarið yrði verkefnaskortur hjá
fyrirtækjum þeirra. Gunnar Ragnars sagði hins vegar að næg verkefni væru
framundan hjá Slippstöðinni á Akureyri.
Verulegir erfiðleikar
ef ekki kemur til
nýsmíði á Akranesi
— Það er ákaflega erfitt að reka
svona fyrirtæki með viðgerðum ein-
göngu og það verður að koma til
einhver nýsmíði ef við eigum að halda
áfram með þann mannskap, sem víð
höfum verið með sagði Jósep Þorgeirs-
son hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og
Ellerts á Akranesi i viðtali við Morgun-
blaðið i vikunni Sementsferjan nýja á
að vera tilbúin í aprílmánuði og eftir
það hefur fyrirtaekið enga nýsmiði
— Annað hvort fáum við samning
sem ekkert bendir þó til að verði á
næstunni, eða þá að við fáum leyfi til
að smíða skip á lager, sagði Jósep. —
Hjá fyrirtækinu starfa á millí 1 20 og
130 manns og starfar um helmingur
þess hóps að meðaltalí við ný-
smiðarnar Yfir sumartimann starfar
hér fleira fólk, en yfir vetrarmánuðina
hafa yfirleítt ekki verið fleiri hjá okkur
—- Það hefur komið fyrir að við
höfum smíðað skip á lager, það gekk
Ijómandi vel og skipið var selt löngu
áður en það var tilbúið Ef við fáum
ekki leyfi til slíks núna þá eru verulegir
erfiðleikar framundan hjá okkur.
— Viðgerðirnar aukast alltaf á vorin
að lokinni vertið og fram á sumar, svo
er einnig mikill áhugi á að byggja yfir
báta og það verður sjálfsagt talsvert
mikið að gera i því í vor En það er ekki
nóg, til að halda svona fyrirtæki I ‘
Lítil verkefni við skipa-
smíðar á Akranesi og ísa-
firði, en umsvif á Akureyri
góðum rekstri þarf að hafa nýsmíði
Viðgerðirnar sveiflast svo mjög eftir
árstimum og einar sér eru þær hvergi
nærri nóg, þvi þegar virkilega er þörf
afkasta i viðgerðunum hefurðu ekki
nægan mannskap, ef starfskrafturinn
kemur ekki frá þeim, sem annars eru I
nýsmiðinni. sagði Jósep að lokum
Þess má geta að i athugun er að
bæta aðstöðuna á Akranesi og bæta
við lyfturnar þannig að hægt verði að
taka þar upp stærri báta og minni
skuttogarana Ekki er ákveðið hvort
þetta 'verður gert í sumar • Þá eru
einnig til teikningar af stækkun húss
dráttarbrautarinnar, en ekki er útlit fyrir
að af þeim framkvæmdum verði i
sumar
Aldrei fleiri starfsmenn
hjá Slippstöðinni á
þessum tíma árs
— Það hefur oft verið verra ástandið
hér hjá okkur og reyndar eru nú starf
andi hjá fyrirtækinu fleiri starfsmenn,
en nokkru sinni á þessum tima árs,
sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slipp-
stöðvarmnar á Akureyri í samtah við
Morgunblaðið, Auk verkefna i sjálfri
skipasmiðastöðinni við nýsmíðar og
fleíra er Slippstöðin með verkefni við
Kröflu
— Skuttogari sem dreginn var frá
Noregi á sinum tima og fer til Dalvikur
er á lokastigi hjá okkur og verður
afhentur i næsta mánuði Þá erum við
með annan togara í smiðum fyrir Þórð
Óskarsson á Akranesi, og við áætlum
að hann verðí búinn í nóvember Nú
fyrir nokkru gerðum við samning við
Magnús Gamalielsson i Ólafsfirði um
smiði á skuttogara og byrjum á honum
r.úna i mal