Morgunblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977
HALLDOR VANN
MAGNÚS AFTUR
A PUNKTAMÓTI í göngu, sem
haldið var i Bláfjöllum um
sfðustu helgi, sigraði Halldór
Matthíasson frá Akureyri, sem nú
keppir fyrir Reykjavík íslands-
meitarann f göngu frá í fyrra,
Magnús Eirfksson frá Siglufirði,
öðru sinni á stuttum tíma. Gekk
Halldór 15 kflómetrana mjög
rösklega, og er greinilega í all-
góði æfingu um þessar mundir.
Var tfmi hans næstum mínútu
betri en Magnúsar, eða 48,45 mín,
á móti 49,33, mín. Boðar þetta
tvfmælaalust harða keppni þeirra
á milli á Islandsmeistaramótinu á
Siglufirði, en þar keppir Magnús
á „heimavelli" , og verður ugg-
laust harðari f horn að taka.
Þriðji í göngunni varð svo
Haukur Sigurðsson, Ólafsfirði, á
50.43 min.. Björn Þór Ólafsson,
Ólafsfirði, varð fjórði á 53,45
mín., Þröstur Jóhannesson,
Valur sigraði
Akranes 3-0
VALUR sigraði Akranes með
þremur mörkum gegn engu í
fyrsta leik meitarakeppni KSÍ,
sem fram fór á Melavellinum í
fyrrakvöld. Eins og eðlilegt verð-
ur að teljast var nokkur vor-
bragur á leik þessum — strákarn-
ir voru eins og kálfar sem sleppt
er út fyrst á vorin, var lýsing sem
knattspyrnuáhugamaður í hópi
áhorfenda viðhafði um leikinn, og
voru það orð að sönnu.
Bæði liðin náðu þó góðum
sprettum inn á milli og voru Vals-
menn sterkari aðilinn, jafnvel
þótt enginn af markakóngum liðs-
ins frá í fyrra, Hermann Gunnars-
son, Guðmundur Þorbjörnsson
eða Ingi Björn Albertsson lékju
með. Kom það í hlut yngri pilta að
halda uppi Valsmerkinu og skor-
uðu þeir öll mörk liðs síns. Ulfar
Másson skoraði eitt og Magni
Pétursson tvö. Eru þarna á ferð
bráefnilegir piltar, sem gaman
verður að fylgjast með í framtíð-
inni
ísfirðingur, varð fimmti á 54,47
mín. og Ingólfur Jónsson, Reykja-
vík, sjötti á 55,39 mín.
Einnig var keppt í 10 km göngu
17 — 19 ára og varð þar Jón
Konráðsson. Ólafsfirði, sigurveg-
ari á 33,29, mín., Björn Ásgríms-
son frá Siglufirði varð annar á
35,38 mín. og Guðmundur
Garðarsson frá Ólafsfirði varð
þriðji á 36,51 mín. Gestur í
þessum flokki var 16 ára ísfirð-
ingur, Jón Björnsson, og náði
hann öðrum beztum tímanum,
35,30 min. Er það mikill efnis-
maður á ferð.
Á sunnudaginn var svo keppt í
boðgöngu og tóku þátt í henni
sveitir frá ísafirði og Reykjavík.
Sigraði sveit ísafjarðar á 53,43
mfn., en A-sveit Reykjavíkur var í
örðu sæti á 53,51 min. Svo sem
tíminn ber með sér var keppnin
afar hörð og tvísýn. í sveit isa-
fjarðar voru þeir Jón Björnsson,
Guðjón Höskuldsson og Þröstur
Jóhannesson, en í sveit Reykja-
víkur þeir Ingólfur Jónsson,
Guðmundur Sveinsson og Halldór
Matthíasson.
ÚrsjjTí
3 deild
EINS og kunnugt er tókst ekki að
Ijúka úrslitakeppni 3. deildar f
körfuknattleik karla sem fram
fór um sfðustu helgi f Vestmanna-
eyjum vegna þess að öll liðin
urðu þar jöfn að stigum, unnu 1
leik hvert. Þvf hefur nú verið
ákveðið að reyna að nýju og verð-
ur það nú um næstu helgi, dagana
25. og 26. marz, og verður þá
leikið f fþróttahúsi Ilagaskólans.
Á föstudag klukkan 20.00 leika
UMFS og Tindastóll og á laugar-
dag klukkan 11.00 leika IV og
UMFS og sama dag klukkan 17.00
leika Vestmannaeyingar svo sinn
annan leik og þá við Tindastól.
H.G.
Tel að gera eigi
3-4 breytingar á
íslenzka liðinu
sagði Janusz Cerwinski í viðtali við Morgunblaðið
— Ég veit ekki hvort unnt er
að tala um að við höfum verið
heppnir eða óheppnir f sam-
bandi við dráttinn í heims-
meistarakeppninni. Flest öll
liðin sem taka þátt í lokakeppn-
inni eru mjög sterk, og það orð
er örugglega unnt að viðhafa
um andstæðinga okkar í C-
riðlinum, sagði Janusz
Cerwinski, landsliðsþjálfari
íslands I handknattleik, er
Morgunblaðið ræddi við hann í
gær, en Janusz stundar núna
kennslustörf í háskóla sínum í
Gydansk í Póllandi. Er áformað
að Janusz komi hingað í maf
n.k. og skipuleggi þá sumar-
æfingar fslenzka landsliðsins,
en hann mun svo hefja undir-
búning liðsins af alvöru næsta
haust.
Janusz var að því spurður
hvort hann hygðist breyta
æfingaprógrammi sínu fyrir
heimsmeistarakeppnina, með
tilliti til þess hvaða and-
stæðinga Íslendingar fengju f
keppninni.
— Það er ekki ólfklegt að svo
verði að einhverju leyti, sagði
Janusz — en ég verð búinn að
gera upp hug minn um þetta
þegar ég kem f maf og mun þá
leggja fyrir landsliðsmennina,
hvað ég tel skynsamlegast að
gera.
Janusz var spurður álits um
Norðurlandamótið sem búið
var að ákveða að færi fram hér
næsta vetur:
— Það er augljóst að það mót
verður vandamál, sagði Janusz
— þar sem ekki er heppilegt að
mæta væntanlegum mótherjum
okkar í heimsmeistarakeppn-
inni svo skömmu fyrir hana. Sé
búið að ákveða þetta mót
endanlega, og ekki unnt að fá
því breytt, þarf að fhuga vel
hvað gera skal. Þannig kæmi ef
til vill til greina að tefla fram
unglingalandsliðinu í þessu
móti, eða öðru liði en kemur til
með að leika í heimsmeistara-
keppninni.
Janusz var svo að þvf spurður
hvort hann hygðist gera breyt-
ingar á landsliðinu fyrir heims-
meistarakeppnina í Danmörku,
eðs hvort hann ætlaði sér að
nota sömu leikmenn og hann
hefði teflt fram í B-
heimsmeistarakeppninni í
Austurríki.
— Um það er erfitt að segja á
þessu stigi málsins, sagði
Janusz — en það er þó skoðun
mín að gerðar verði nokkrar
breytingar á liðinu — senni-
lega verði teknir inn f það þrfr
til fjórir nýir leikmenn.
Að lokum bað Janusz svo
fyrir kveðjur til forystumanna
handknattleiksins á Islandi,
landsliðsmannanna og
íslenzkra handknattleiksáhuga-
manna.
RAFHAHLAUPIÐ. sem er keppni I
vlðavangshlaupi milli barnaskólanna
I Hafnarfirði, fór fram um slðustu
helgi og voru þátttakendur alls 231.
126 piltar og 105 telpur. Luku allir
hlaupinu, enda til mikils a8 vinna,
þar sem keppt var um bikara sem
Rafha-verksmiðjan hafðí gefið, og
allir þátttakendur hlutu að auki
verðlaunaskjal. í stigakeppninni fóru
leikar svo að Viðistaðaskóli sigraði
bæði I stúlkna og piltakeppninni, en
híns vegar voru það ungmenni úr
Öldutúnsskóla sem sigruðu I ein-
staklingskeppninni.
Eftirtaldar urðu fyrstar I stúlkna-
flokknum:
Guðrún Árnadóttir, Ö 4,19 mln.
Bára Friðriksdóttir. Ö 4,26 min.
Laufey Baldursdóttir, L 4,35 mln.
Margrét Agnarsdóttir, L 4.35 min.
Sigurbjórg Eyjólfsdóttir. V 4,35.5
min.
Og I piltaflokkum komu eftirtaldir
fyrstir að marki:
Guðmundur S. Hartviksson, Ö 3,47
min.
Sævar Leifsson. Ö 3,49 min.
Ingvar Þórðarson, V 3,49 min.
Benedikt Ingþórsson, V 3.51 min.
Steinþór Agnarsson. V 3,53 mln.
Sigurður Ragnarsson, Ö 3,54 min.
Urslit leikja í ensku og skozku
knattspyrnunni í fyrrakvöld og f
gærkvöldi urðu þessi:
1. deild:
Everton — Liverpool 0—0
Ipswich — West Ham 4—1
Middlesbrough
— Birmingham 2—2
Q.P.R. — Manchester City 0—0
Aston Villa
— Sunderland 4—1
Leeds — Norwich 3—2
Manehester Utd. — WBA 2—2
Newcastle — Coventry 1—0
Stoke — Arsenal 1—1
Tottenham — Derby 0—0
2. deild:
Bolton — Carlisle 3—4
Notthingham
— Southampton 2—1
Oldham — Charlton 1—1
Hereford
— Sheffield Utd. 2—2
Skotland — úrvalsdeild:
Aberdeen — Motherwell 2—1
Hibernian — Hearts 3—1
Rangers — AyrUtd. 1—1
Skotland l.deild:
Dundee — Dumbarton 4—0
Falkirk — Hamilton 1—0
Queen of the South
— Airdrieonians 3—0
Raith Rovers — East Fife 2—1
WALKER Á
3:37,0 MÍN.
Ölympiusigurvegarinn i 1500
metrum frá Montreal, Ný-
sjálendingurinn John Walker, hljóp
vegalengdina á 3:37.0 min. I lands
keppni Nýja -Sjálands og Ástraliu
sem fram fór i Auckland á Nýja-
Sjálandi um helgina. Bandarikja-
mennirnir Mac Wilkins og Tom
Woods kepptu sem gestir i keppn-
inni og náðu bezta árangri útlend-
inga i sínum greinum á N-Sjálandi.
Kastaði Wilkins kringlunni 64,83
metra og Woods stökk 2.19 metra i
hástökki.
Myndir þessar tók Ingvi I. Ingason f Rafhahlaupinu. Myndin að ofan
sýnif keppendur í drengjaflokki leggja af stað, en myndin til vinstri er
af sigurvegaranum f þeim flokki.
I fyrrakvöld kom loks að því að
Ipswich Town náði forystunni í
ensku 1. deildar keppninni í
knattspyrnu. Liðið lék þá á
heimavelli sínum við West Ham
United og vann stórsigur, 4—1. Á
sama tíma gerði Liverpool jafn-
tefli við nágrannalið sitt, Everton,
og er staðan í deildinni því sú, að
bæði Liverpool og Ipswich eru
með 43 stig eftir 32 leiki, en
markahlutfall Ipswich er hins
vegar hagstæðara. Enn eiga liðin
tíu leiki eftir í deildinni og því
getur ýmislegt gerzt. Því má
heldur ekki gleyma að þau eru
alls ekki ein um hituna. Þannig
eiga bæði Manchesterliðin enn
góða möguleika, Manchester City
er með 40 stig efir 31 leik og
Manchester United 36 stig eftir 29
leiki. Og Aston Villa á einnig góða
möguleika á að blanda sér í bar-
áttuna, en liðið er nú með 34 stig
eftir 27 leiki, og gæti því náð 44
stigum, ef það sigrar í leikjum
þeim sem það „á inni“.
Leikur Ipswichs og West Ham í
fyrrakvöld var lengi vel nokkuð
jafn, en sóknarlotur Ipswichs
voru þó greinilega betur skipu-
lagðar og hættulegri. Staðan í
hálfleik var 0—0, en fljótlega í
seinni hálfleiknum skoraði West
Ham sjálfsmark og þar með var
tónninn gefinn. Poul Mariner
bætti þremur mörkum við en
Brian „Pop“ Robson skoraði eina
mark West Ham.
Leikur Everton og Liverpool
var hinn skemmtilegasti þótt
honum lyktaði með markalausu
jafntefli. I fyrri hálfleik var það
Everton sem sótti heldur meira,
en Liverpool náði sér á strik í
seinni hálfleiknum og átti þá góð
tækifæri sem ekki nýttust.
Aston Villa sýndi svo mjög
góðan leik gegn Sunderland í
gærkvöldi og vann yfirburðasig-
ur, 4—1, en Manchester United
varð hins vegar að gera sér jafn-
tefli að góðu á Old Trafford gegn
West Bromwich Albion, en
W.B.A. er greinilega í mikilli
sókn um þessar mundir og hefur
ekki tapað leik í nokkurn tíma.
IPSWICH A TOPPINN
MIKIL ÞÁTTTAKA
í RAFHAHLAUPINU