Morgunblaðið - 24.03.1977, Side 43

Morgunblaðið - 24.03.1977, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977 43 UM sídustu helgi voru leiknir 2 leikir í bikarkeppni Blaksam- bands Islands og áttust þá við á Laugarvatni heimamenn og stúdentar og unnu heimamenn þar öruggan sigur, 3—1 (10—15, 15—11, 15—11 og 15—13). I fyrstu hrinunni voru stúdentar mjög ákveðnir og kom- ust þeir í 7—0 áður en Laugdælir tóku leikhlé. Við það skánaði leik- ur þeirra nokkuð og náðu þeir aðeins að rétta hlut sinn þó þeim tækist ekki að vinna og var sigur stúdenta aldrei i verulegri hættu. Stúdentar hófu aðra hrinuna einnig með miklum látum og kom- ust þeir í 4—0 og 7—5, en þá kom mjög góður leikkafli hjá Laugdæl- unum og munaði þar miklu um góðar uppgjafir Tómasar Jóns- sonar og breyttu þeir stöðunni i 14— 7 sér í vil á skömmum tíma, og sigruðu svo auðveldlega með 15— 11. Báðar síðustu hrinurnar voru svo mjög jafnar en Laugdælum tókst með miklu harðfylgi að knýja fram sigur í þeim báðum og með því öðluðust þeir rétt til að leika til úrslita i bikarkeppnínni gegn Þrótti. Tap stúdenta í þess- um leik kom nokkuð á óvart og er þetta í fyrsta sinn i mörg ár að stúdentar vinna ekki eitt einasta mót á keppnistímabilinu. Beztu menn Laugdæla voru þeir Tómas Jónsson, Haraldur GLOBETROTTERS KOMA EKKI ÞAÐ ER nú orðið ljóst að hið heimsfræga körfuknattkleikssýn- ingarlið „Harlem Globetrotters“ mun ekki koma hingað til lands nú i apríl eins og fastlega hafði verið gert ráð fyrir. Ástæðan er sú að sögn framkvæmdastjóra KKÍ, Steins Sveinssonar, að þeir hjá „Harlem Globetrotters" telja að vegna óhagstæðra flugáætlana sé þeim algjörlega ókleift að koma hingað dagana 23. og 24. apríl, en þeir segjast munu geta FRAM- VALUR Einn leikur verður í meistara- keppni KSl annað kvöld. Leika þá Fram og Valur á Melavellinum og hefst leikurinn kl. 20.00. komið upp úr miðjum júní þegar þeir komi til baka úr sýningarferð sinni um Evrópu. „Við i núver- andi stjórn KKÍ teljum okkur ekki hafa umboð til að semja við þá um að koma hingað i júní vegna þess að þá mun Önnur stjórn vera við völdin og teljum við rétt að hún ákveði þetta sjálf, en til þess verður nægur tími vegna þess að hún verður væntan- lega kosin á ársþingi sambandsins 6. maí“. sagði Steinn Sveinsson. Þessar fréttir valda ábyggilega flestum áhugamönnum um körfu- knattleik miklum vonbrigðum því að „Harlem Globetrotters" eru án nokkurs vafa bezta körfuknatt- leikslið i heimi og væri reyndar nær að kalla þá annað hvort galdrakarla eða „körfuknattleiks- sirkus“ en þó er ekki öll von úti enn því að enn er sá möguleiki fyrir hendi að þeir komi hingað í júní og leiki listir sínar. H.G. Jóhann sigraöi á úrtökumótinu en Sigurður á Akranesmótinu Geir Hlöðversson og Torfi Rúnar Kristjánsson, en liðið átti í heild- ina góðan leik og barðist af mik- illi hörku. Hjá stúdentunum voru það Halldór Jónsson, Júlíus Birg- ir Kristjánsson og Kjartan Páll Einarsson, sem mest bar á. Leikinn dæmdu þeir Guðmund- ur E. Pálsson og Þorvaldur Sigurðsson. Hinn bikarleikurinn var á milli Þróttar og Víkinga og sigruðu Þróttarar eins og við hafði verið búizt 3—1 (15—10, 17—15, 10—15 og 15—10) Þróttarar höfðu forystuna alla fyrstu hrin- una og var sigur þeirra aldrei i hættu, önnur hrinan var jafnari, en Þróttarar sigruðu einnig í i henni eftir talsverðan barning. í þeirri þriðju virtist sem Þróttarar ætluðu að vinna stórsigur, því að þeir komust í 9—1 en þá kom störgóður kafli hjá Víkingum og tókst þeim að vinna góðan sigur i hrinunni 15—10. Þróttarar voru svo aldrei í vandræðum með sigur í þeirri síðustu og unnu þeir leik- inn þar með. Bezti maður Víkings í þessum leik var Páll Ólafsson. Hjá Þrótti bar mest á þeim Guðmundi Pálssyni og Gunnari Árnasyni Leikinn dæmdu þeir Halldór Jónsson og Kjartan Páll Einars- son. HG Sigurður Haraldsson og Jðhann Kjartansson — sigurvegarar I tvíliða- leik á Akranesmótinu og keppendur tslands f heimsmeistarakeppn- inni. Hanna Lára og Kristfn — sigurvegarar f tvfliðaleik kvenna á Akranesi LAUGDÆLIR LÖGÐU STÚDENTA OG ÞRÓTTUR VANN VÍKING Sigfús Jðnsson — stðð sig vel f hlaupinu f Hollandi. SIGFÚS VARÐ 20. AF170 HLAUPURUM SIGFÚS Jðnsson, hlauparinn góð- kunni úr ÍR, stðð sig með ágætum í stðru götuhlaupi sem fram fór 1 nágrenni bæjarins Lorient í Frakklandi um helgina. Varð Sig- fús nr. 20 f hlaupinu af um 170 keppendum sem luku hlaupinu, en hlaupið var um 16,5 km. „Ég hljóp mjög vel framan af og var með i baráttunni. En að lokn- um 10 kílómetrum kom æfinga- missir að undanförnu í ljós og ég missti niður hraða og sæti. Ekki var tekinn tími nema á 15 fyrstu, en ég tel mig hafa hlaupið þessa 16,5 km á um 53:20 mínútum, því 15. maður sem var um 250 metr- um á undan mér fékk um 52:30 mín.“ Sigfús sagði að hlaupaleið- in hefði verið skemmtileg, en hlaupið hefði verið í sveitahéraði á sunnanverðum Bretagne-skaga. „En hlaupið var að sama skapi erfitt því þarna er mjög mishæð- ótt og við alltaf að fara upp og niður brekkur," sagði Sigfús enn- fremur. Sigfús sagði 37 ára gamlan Frakka, Barret, hafa sigrað, en sá hefur keppt lengi fyrir Frakkland í langhlaupum. Bretar urðu i næstu sætum, og varð félagi Sig- fúsar, John Mouat, sem útvegaði Sigfúsi boð á hlaupið, í þriðja sæti. Aðspurður Sagðist Sigfús hafa misst talsvert úr æfingum í janúar og fébrúar vegna meiðsla. Væri hann þó orðinn góður af þeim nú og getur hann beitt sér af hörku á æfingum, og býst hann við að verða í góðu formi fyrir 5000 metra hlaup i sumar. Mun hann keppa á hlaupabraut i Stret- ford við Manchester 2. apríl, en síðan í viðavangs- og götuhlaup- um um páskahelgina á eyjunni Mön. Kemur Sigfús heim annan dag páska og verður meðal þátt- takenda i Víðavangshlaupi ÍR, sem fram fer á fyrsta degi sumars. HÓHANN Kjartansson, hinn ungi badmintonmaður úr TBR. varð sigur- vegari á úrtökumóti sem Badminton- samband ísland efndi til vegna fyrir- hugaðrar þátttöku íslendinga I heimsmeistarakeppninni I badmin- ton I Svlþjóð. Bauð Badmintonsam- bandið átta keppendum til þessa móts. og var fyrirkomulagið þannig að einn keppti við alla og allir við einn. Sýndi Jóhann mikla hæfni i móti þessu og sigraði alla and- stæðinga sina. Um helgina fóreinnig fram opið badmintonmót á Akranesi. en þar varð Jóhann hins vegar að láta I minni pokann fyrir félaga sinum úr TBR, íslandsmeistaranum Sigurði Haraldssyni. Lék Sigurður mjög vel i úrslitaleiknum og átti ekki i erfiðleikum með Jóhann, 1 5—7 og 15—6 urðu úrslit leiksins. í úrtökumótinu tapaði Sigurður hins vegar tveimur leikjum Fyrst fyrir Sig- fúsi Ægi Árnasyni, en hann virðist hafa einhver tröllatök á Sigurðt og vann leikinn 1 5— 14 og 1 5— 1 2 og síðan fyrir Jóhanni 11 —15 og 13 15 Varð Sigurður að gera sér annað sætið að góðu, en jafnir i þriðja til fimmta sæti i 'móti þessu urðu þeir Sigfús Ægir, Jóhannes Guðjónsson frá Akra- nesi og Haraldur Korneliusson, TBR Hlutu þeir allir 4 vinninga Hörður Ragnarsson og Friðleifur Stefánsson hlutu 2 vinninga og urðu I sjötta til sjöunda sæti. en Reynir Þorsteinsson varð i áttunda sæti og hlaut engan vinning í mótinu á Akranesi um helgina var auk einliðaleiks karla einnig keppt i tvíliðaleik karla og kvenna, einliðaleik kvenna og tvenndarleik í undanúrslitum i einliðaleik karla vann Sigurður Harald Korneliusson eftir mikinn barning: 15—12, 12—15 og 15—7, en Jóhann Kjartansson sigraði Sigfús Ægi i und- anúrslitum, einnig eftir oddaleik 11 — 15, 15—8 og 15—2. í úrslit- unum var Sigurður svo áberandi betri aðilinn, svo sem úrslitatölurnar segja töluvert um Reykjavíkurmót barna 12 ára og yngri í svigi og stórsvigi fer fram i Bláfjöllum n.k. laugardag og sunnudag. Verður keppt i stór- svigi á laugardag og svigi á sunnu- dag. Nafnakall hefst kl. 12.00 og keppnin klukkustundu síðar. í tviliðaleik karla komust i úrslit þeir Sigurður Haraldsson og Jóhann Kjartansson, og Haraldur Korneliusson og Steinar Petersen, Léku þeir Sig- urður og Jóhann úrslitaleikinn mjög vel og unnu 1 5—3 og 1 5—8 Sigurvegari i einliðaleik kvenna varð Kristin Kristjánsdóttir, TBR, sem vann Hönnu Láru Pálsdóttur i úrslitaleik 11 — 4. 5—11 og 11 — 7. Má geta þess að Lovísa Sigurðardóttir, sem hefur haft yfirburði i einliðaleik kvenna i langan tíma, var ekki meðal keppenda á Akranesi I tviliðaleik kvenna unnu svo þær Hanna Lára og Kristín þær Oddfriði Jónsdóttur og Stellu Matthíasdóttur, TBR, i úrslitaleik 1 5—-6 og 1 5— 10 Morgunblaðið birti s.l. þriðjudag athugasemd .frá knatt- spyrnudeild Armanns, þar sem undirritaður er sakaður um að hann hafi verið likastur verkfæri annars aðila, þegar hann skrifaði greinarstúf í Timanum 4. marz s.l. um að alvarlegt ástand ætti sér nú stað hjá knattspyrnudeild Ármanns. Þessar fullyrðingar knatt- spyrnumanna Ármanns læt ég lönd og leið enda ekki svara- verðar — en Ármenningar reyna i athugasemd sinni að fegra trassaskap sinn með þvi að saka undirritaðan um ósannindi og rógburð. Undirritaður sér því ekki annað fært en að svara þessari athugasemd, sem er krydduð ósannindum, með fáum orðum: Undirrituðum þykja það gleði- leg tíðindi að andi friðarins skuli ríkja i herbúðum Ármanns. Það var ekki ætlun hans að kasta rýrð á „dugnað og eljusemi" núverandi forystumanna knatt- spyrnudeildar Ármanns, heldur skýrði ég í greinarstúf minum i Sigurvegarar i tvenndarleiknum urðu svo Hanna Lára Pálsdóttir og Sigurður Haraldsson sem sigruðu Stellu Matthiasdóttur og Steinar Peter- sen i úrslitaleik 1 5—6 og 1 5—8 Má því með sanni segja, að Sigurður hafi komið, séð og sigrað á mótmu á Akranesi, þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari i öllum greinunum sem hann keppti i, Badmintonssamband íslands hefur ákveðið að það verði þeir Jóhann Kjartansson og Sigurður Haraldsson sem keppa i heimsmeistarakeppninni i Sviþjóð Um tíma var ekki vist að Jóhann kæmist vegna prófa i skóla sinum. en þau mál hafa nú leysts Timanum frá hinu uggvænlega ástandi sem ætti sér stað hjá Ármanni og skoraði ég á forráða- menn deildarinnar að vakna af þyrnirósarsvefninum áður en of seint væri. Það er þvi gleðilegt fyrir hina ungu stráka, sem æfa knattspyrnu hjá Ármanni, að greinarstúfur minn hefur borið árangur. Nú virðast Ármenningar hafa raknað úr rotinp. Þá er það ánægjulegt að Ármenningar eru búnir að „finna menn með kjark" til að taka við stjórn deildarinnar. Betra seint en aldrei, því að þessa kjarkmiklu menn varð undirritaður aldrei var við — a.m.k. ekki á meðan hann var varaformaður deildar- innar um tima. Þá kynntist hann þessum mönnum sem hafa fengið kjarkinn — hann var þvi miður ekki til staðar þá. Því vil ég enda þessa stuttu athugasemd með þessum orðum: Batnandi mönn- um er bezt að lifa, og nota um leið tækifærið til þess að óska Ármenningúm alls góðs í fram- tíðinni. Sigmundur Ó. Steinarsson BATNANDIMÖNNUM ER BEZT AÐ LIFA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.