Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977 5 Klukkan 20.00: Ljóð og ýmislegt gamalt á kvöldvöku KVÖLDVAKAN hefst að venju með einsöng og í kvöld er það Kristinn Hallsson, sem syngur íslenzk lög við undirleik Árna Kristjánssonar. Á éftir söng Kristins gluggar Sigurður Ó. Pálsson í kver Gisla Gíslasonar í Hóishjá- leigu og er það fytri hluti. Síðan kemur liður, sem nefnist Gamalt fólk. Geir- laug Þorvaldsdóttir, leik- kona, velur til lestar nokk- ur kvæði Jóns úr Vör og les ásamt Hjalta Rögnvalds- syni, leikara. Þá er þáttur Gríms M. Helgasonar, cand. mag., Haldið til haga, og fjallar hann um gömul handrit, og kvöldvakan endar síðan með söng Árnesingakórsins í Reykja- vík undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur. Klukkan 19.35: Framhaldsskólinn, sundraður eða samræmdur? Séra Guðmundur Sveins- son, skólastjóri Fjölbrauta- skólans í Breiðholti, flytur í kvöld erindi undir ofan- greindu heiti og verða þau alls þrjú, en samheiti þeirra allra er Sundraður framhaldsskóli. Hefst erindaflutningurinn kl. Sr. Guðmundur Sveinsson, skólastjóri. 19:35 og verða tvö síðari erindin flutt með hálfs- mánaðar millibili, að sögn Guðmundar. —í fyrsta erindinu fjalla ég um hvort framhalds- skólinn sé sundraður eða samræmdur, en eins og framhaldsskólarnir eru nú eru blindgötur víða í þeim, sagði Guðmundur blind- götu, sem gera það að verk- um að ekki er hægt að flytja sig á milli skóla, ef nemandi vill fara úr einni brautinni í aðra verður hann að hefja námið frá grunni að nýju. Þá ræði ég einnig nokkuð þá tilhneig- ingu, sem virðist ríkjandi hér, að færa allt nám upp á háskólastig, en t.d. á Norðurlöndum og í Banda- ríkjunum er reynt að hag- nýta sem mest framhalds- skólana. —Einnig vík ég að því að búið er að færa margar námsgreinar niður í grunn- skólann úr framhaldsskól- unum, sérstaklega tungu- málin, en einnig eðlisfræði og náttúrufræði. En þetta gerir það að verkum að hægt er að gera meiri kröf- ur til framhaldsskólanna, þar sem undirstaðan til náms í þeim er orðin betri, nemendur koma með svip- aðan undirbúning til náms í framhaldsskólana. Þá upplýsti Guðmundur Sveinsson, skólastjóri, að hann myndi einnig ræða nokkuð um forsögu skól- anna, klausturskólana, for- sendum framhaldsskól- anna eins og þeir hafa ver- ið hingað til. Eins og áður segir verða tvö síðari erindi Guðmundar á dag- skrá með hálfsmánaðar millibili. hewhÍ Leikritið „Endatafl** eftir Samuel Beckett hefur verið sýnt I nokkur skipti á Litla sviði Þjóðleikhússins og hlotið góða dóma, en aðeins verður unnt að hafa fáar sýningar I viðbót. Helgi Skúlason, Gunn- ar Eyjólfsson, Arni Tryggva- son og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir fara með aðal- hlutverkin, en leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson. — Myndin er af Helga Skúlasyni f „Endatafli". Islenzkar þjóðsög- ur í enskri útgáfu ICELAND Review hefur nýlega gefið út úrval fslenzkra þjóðsagna í enskri þýðingu. Eru þær í þrem- ur bindum og hefur prófessor Alan Boucher valið og þýtt allar sögurnar. Eru bækur þessar f flokki ICELAND REVIEW LIBRARY. Þetta safn er flokkað eftir eðli sagnanna og bera bækurnar þrjár eftirfarandi heiti: GHOSTS, WITCHCRAFT AND THE OTHER WORLD; ELVES, TROLLS AND ELEMENTAL BEINGS; ADVENTURES, OUT- LAWS AND PAST EVENTS. Alan Boucher er prófessor i ensku við Háskóla íslads og hefur samhliða kennslustörfum skrifað fjölmargar skáldsögur — og unnið að þýðingum islenzkra verka á ensku undanfarin ár. í formála þessarar nýju útgáfu segist hann vonast til að úrval þetta veiti lesendum gott sýnis- horn hins bezta úr íslenzkum þjóðsögum. Hann segir ennfremur, aö þótt tækniöld hafi breytt mörgu á íslandi — þá þurfi ekki að kafa langt undir yfir- borðið til að komast að raun um að viðhorfin hafi ekki breytzt mjög mikið — og þeim, sem kynn- ast vilji íslendingum samtíðarinn- ar sé ekki hægt að ráða neitt betra en að lesa hinar litríku þjóðsögur landsins. Áður hafa komið út i flokki ICELAND REVIEW LIBRARY eftirtaldar bækur: POEMS OF TODAY, safn nútima ljóðagerðar eftir 25 skáld, SHORT STORIES OF TODAY, úrval smásagna eftir 12 islenzka höfunda, og A QUIRE OF SEVEN, Sjöstafakver Halldórs Laxness. Alan Boucher þýddi einnig þessar fyrri bækur og valdi ljóðin og smásögurnar. Um kápu og útlit bókanna hefur Auglýsingastofan Lágmúla 5 séð, en þær eru atlar i ódýrum út- gáfum. Ertu að byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. í meir en 70 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki. w Timburverzlunin Völundur hf. I KLAPP.ARSTIG 1, SIMI 18430 - SKEIFAN 19. SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.