Morgunblaðið - 06.04.1977, Page 16

Morgunblaðið - 06.04.1977, Page 16
16 N emendaleikhúsið MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1S77 Sýnir tvo leik- þætti eftir Brecht Nemendaleikhús Leiklistarskóla rfkisins æfir nú tvö leikrit eftir Bertolt Brecht, sem ætlunin er aó frumsýna 14. apríl n.k. Að loknum þessum verkefnum mun nemendaleikhúsið hefja æfingar á nýju leikriti eftir Sigurð Pálsson, sem Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstýrir, og f sumar mun nemendaieikhúsið vinna að sjón- varpsverkefni eftir Ilrafn Gunn- laugsson. Leikritin tvö, sem leiklistar- nemarnir eru að æfa, eru; Úr- ræðið og Undantekningin og reglan. Leikstjóri er Petr Micka, bandarískur leikstjóri af tékkneskum ættum. Erlingur E. Halldórsson þýddi leikritin. Undantekningin og relgan hefur verið sýnt áður hér á landi, en Úrræðið hefur ekki sézt á leik- sviði hér fyrr og að sögn Mieka hefur það siðustu 30 árin aðeins verið sýnt sex sinnum í V- Þýzkalandi, Bandarikjunum og Frakklandi. Undantekningin og reglan hefur aftur á móti verið oft sýnt og viða um heim. Petr Micka lét vel af starfinu hér og kvaðst hann reyndar gera sér vonir um, að næsta haust yrði hann ráðinn kennari við Leik- listarskóla ríkisins. I.jósm: Ol.K.M Fá æfingu Nemendaleikhússins á leikþáttum Brechts. Leikstjórinn Petr Micka er til hægri. Þorbjörg og Hauk- ur Dór sýna á Kjarvalsstöðum A LAUGARDAGINN, 9. apríl, opna þau Þorbjörg Höskulds- dóttir og Haukur Dór Sturluson málverkasýningu á Kjarvals- stöðum. Verður sýningin opin til 24. aprfl næst komandi en daglegur opnunartfmi er milli kl. 14 og 22. Þá er áformað að á föstudaginn fyrir lok sýningar- innar haldi Reykjavíkur En- semble tónleika á sýningunni en hljóðfæraflokkur þessi var stofnaður 1975 og hefur haldið árlega tónleika um páskahátíð- ina. Þorbjörg sýnir þarna olfu- málverk, auk nokkurra skissa að málverkum en flestar eru myndir hennar málaðar á sfð- ustu tveimur árum. Þorbjörg 'var við nám í Myndlistarskólan- um við Freyjugötu en hélt að loknu námi þar til Kaupmanna- hafnar og nam við Akademfuna þar. Heim kom hún 1972 og þá hélt hún sína fyrstu sýningu f Gallerf Súm. Ilaukur Dór er kunnari fyrir leirmunagerð sína en málverk. Þetta er fyrsta einkasýning Ilaukur Dór var að Ijúka við að hengja myndir sfnar upp, er Ijósmyndara Mbl. bar að garði. hans en hann sýndi nokkrar myndir á haustsýningu Félags fslenskra myndlistarmanna sl. haust. Auk verka sem unnin eru f olfuliti sýnir hann einnig nokkra leirmuni. Þorbjörg llöskuldsdottir Ljósm. ói. k. Mag. FRUMKVÖÐLAR NORÐURLANDARÁÐS ÞINGI Norðurlandaráðs var slitið f Helgsingfors á sunnudaginn. Á þinginu var minnst 25 ára afmælis ráðsins og var það meðal annars gert með þvf að bjóða nokkrum frumkvöðlum þess að sitja þingið. Þessi mynd sýnir heiðursgestina, sem eru talið frá vinstri: Nils Herlitz, Bertil Ohlin, K-A Fagerholm, Einar Gerhardsen, V.J. Sukselainen, Knud Thestrup og Sigurður Bjarnason. Sovézkur kafbátur lok- aður í firði í N-Noregi NORSKA stjðrnin hefur skýrt frá því að norski herinn hafi nú f meir en viku leitað erlends kaf- báts f firði við Narvík. Er þetta einmitt á svip- uðu svæði og þar sem brezkum dvergkafbátum tðkst að sökkva þýzka or- ustuskipinu Tirpitz, f einni af mestu dirfsku- förum heimsstyrjaldar- innar seinni. í þetta sinn álfta Norð- menn að um sovézkan kafbát sé að ræða, sem í ellefu daga hefur legið á botni Tysfjorden, sem er um 700 metra djúpur, á meðan skip og flugvélar norsku herjanna hafa þrautkannað fjörðinn. Óyggjandi vísbendingar eru um að kafbáturinn sé i Tys- fjörden, en engar tilraunir hafa verið gerðar til að fá hann upp á yfirborðið. Það var sjómaður sem fyrst varð kafbátsins var. Hann tilkynnti hernum að hann hefði séð kafbátsturn langt inni í Tysfjörden, sam- kvæmt upplýsingum Robert Helseth, aðmíráls, sem er yfir- maður sjóherstjórnarinnar í Norður-Noregi. Verður að koma upp Upplýsingar sjómannsins benda til þess að hér sé um dieselkafbát af eldri gerð að ræða. Þessir bátar geta ekki haldið sig neðansjávar nema i takmarkaðar ntíma, og verða þá að vera á hreyfingu. Liggi þeir kyrrir geta þeir stöðvast á hafs- botni. Helseth segir að nú sé tími bátsins i Tysfjörden að renna út. Hann verður því að koma upp á yfirborðið ein- hvern næstu daga til að endur- nýja súrefnisbirgðir sínar. Tysfjorden gengur inn úr stærri firði, Vestfjorden. Mynni fjarðarins er fremur þröngt, og því ekki erfitt að fylgjast með umferð um það. Segir Helseth aðmíráll, að sé kafbáturinn enn i firðinum, sem hann er sannfærður um, þá hafi hann enga möguleika á að komast í burtu óséður. ,,Ef hann gerir tilraun til að komast út úr firðinum munum við neyða hann upp á yfirborð- ið, samkvæmt skýrum fyrir- mælum, sem við höfum um landhelgisbrjóta af þessu tagi.“ Flugvélar frá flotastöðinni i Bodö hafa leitað í Tysfjorden með hlustunarbaujum, sem látnar eru sökkva niður á sjávarbotn þaðan sem þær skrá allar hreyfingar. Herskip hafa leitaó í firðinum með bergmáls- tækjum og bæði flugher og floti hafa fengið skýrar svaranir. Leitartækin, sem notuð eru, eru geysinákvæm þannig að jafnvel kafbátur, sem liggur kyrr á hafsbotni fer ekki fram- hjá þeim. Pólitískt spursmál í Tysfjorden eru engin sér- stök hernaðarleyndarmál sem ættu að lokka þangað erlenda kafbáta, en Norðmenn eru van- ir stöðugri umferð erlendra herskipa um landhelgi sina. Helseth segir að flotinn muni reyna að finna staðarákvörðun kafbátsins en síðan sé það póli- tisk ákvörðun hvað gert verði við hann. Þetta er mesta kafbátaleit í Noregi siðan 1972, þegar mikill mannafli leitaði kafbáts i 14 daga í Sognsæ. Sá bátur komst að lokum undan, eða var látinn sleppa, aðeins viku áður en öfyggisráðstefna Evrópu hófst í Helgsingfors. Síðan kom i ljós að kafbátur- inn í Sognsæ var pólskur af „whiskygerð", en það er díesel- bátur, svipaður þeim sem nú er leitað. ^ \ Cþ w •v , jMT^Vnarvik r/‘ —IE /SVERIGE 1 Kjördæmisrádid í Reykjaneskjördæmi: Ellert Eiríksson kjörinn formadur Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi var haldinn s.l., laugar- dag i Skiphóli, Hafnarfirði. Fundarstjóri var forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, Stefán Jónsson, og fundarritari Guðmundur Guðmundsson bæjar- fulltrúi. Formaður Jóhann Petersen, baðst undan endurkosningu. Ellert Eiríksson, Keflavík, var kosinn formaður. Aðrir í stjórn: Páll Ólafsson, Albert Sanders, Ásthildur Pétursdóttir, Guðmar Magnússon. Varastjórn: Páll Daníelsson, Benedikt Sveinsson, Ólína Ragnarsdóttir, Óskar Guðjónsson, Jakobína Mathiesen. Endurskoð- endur: Þorgeir Ibsen ogPétur Antonsson. I flokksráð voru kosnir: Albert K. Sanders, Valdimar Magnússon, Kristinn Michelsen, Finnbogi Björnsson, Jóhann Petersen og varamenn i flokksráð: Ingólfur Aðalsteinsson, Þorvaldur Karls- son, Karl B. Guðmundsson, Þor- björg Tómasdóttir, Jón Kr. Jóhannesson. Á fundinum var svohljóðandi tillaga samþykkt: Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, haldinn í samkomu- húsinu Skiphóli, Hafnarfirði, 26. marz 1977, telur Reykjaneskjör- dæmi bera svo skarðan hlut frá borði hvað þingmannafjölda áhrærir í núverandi kjördæma- skipun, að óviðunandi sé. Fundurinn væntir því þess, að þingmenn kjördæmisins og aðrir alþingismenn vinni að því að það óréttlæti er íbúar Reykjaneskjör- dæmis búa við í þessu efni, verði leiðrétt á þann hátt, að kjósendur kjördæmisins séu virtir til jafns við aðra landsmenn. í lok fundarins flutti Matthías Ellert Eiríksson, Johannessen erindi: Orð um Ólaf Thors. Að verðleikum voru fundar- menn Matthíasi þakklátir fyrir hið snjalla erindi hans og þökk- uðu með langvarandi lófaklappi. Fjármálaráðherra ávarpaði fundinn að lokum og undirstrik- aði þakklæti fundarins til Matthíasar Johannessen. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.