Morgunblaðið - 06.04.1977, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977
Halldór Jónsson verkfræðingur:
Raunvexti til að lag-
færa mengaðan verð-
bólguhugsunarhátt
Umhorf
Manni hefur skilizt helzt á ræð-
um landsfeðranna undanfarið, að
hin sanna dyggð sé fólgin í sam-
drætti, hjöðnun, útiánabindingu,
mittisólareyringu, spariskírteina-
útgáfu og hverskyns afneitan
holdsins, hvort sem nokkur trúir
þessu eða ekki flytjendur eða þol-
endur.
2. lögmál Parkinsons segir, að
útgjöld vaxi ávallt til þess að
mæta tekjunum. Þannig minnki
ríkisútgjöld venjulega ekki nema
með byltingu, sem gerð sé eftir að
ríkið sé gjaldþrota, þ.e. þegar rík-
ið hefur ofboðið gjaldþoli þegn-
anna. Sem dæmi er hér franska
stjórnarbyltingin. H:nn segir
ennfremur að þær þjóðir sem
sífellt séu að auka ríkisútgjöld sín
séu á hnignunarbraut. Hann tek-
ur sem dæmi Bretland, „jm hafi
mistekizt að minnka skattheimtu
rikisins að afloknum styrjöldum
sínum á þessari öld. Bretlandi
hafi hnignað jafnt og þétt, meðan
Bandaríkin, sem hafi sýnt
sveigjanleik í skattheimtunni,
hafi eflst. Við íslendingar vor-
kennum Bretaskömminni fyrir
heimskuna um leið og við
gleymum þvi, að við erum sjálfir
með fulla striðsskattlagningu
miðað við Vestmannaeyjagos, þó
sá skattur renni núorðið minnst
tii Eyja, en hefur horfið auðveld-
lega inn í kerfið. Og vantar víst
meira.
öllu þessu ráðum við í gegnum
stjórnmálin þar sem við erum lýð-
ræðisþjóð eins og Bretar og
Bandarikjamenn. Og þar sem við
erum hversdagslega fremur gæfir
menn, — bjórlausii að minnsta
kosti, og óliklegir til þess að fara
að kukla við byltingar, þá er
gaman að hugleiða aðeins hvert
stefnir.
Stjórnmálaúrræði
Ef maður ætlar að reyna að
vega og meta við hvaða stjórn-
málaúrræðum megi búast i næstu
framtíð, þá verður maður fyrst að
lita til þess hverju verður úr að
spila, eða hvaða efnivið verður
hægt að hafa í kosningaloforðin.
Við Islendingar höfum núna
náð okkar merkasta áfanga, en
það er 200 milna landhelgin. Utlit
er fyrir að við ætlum að ná þeirri
stjórn á veiðum okkar og annarra,
sem nauðsynleg er til verndunar
stofnunum. Þjóðartekjur af fisk-
veiðum eiga að geta farið vaxandi,
ef ekki ríður kreppa yfir heiminn.
Skuldabyrðin við útlönd er
orðin töluverð, svona 10 — 15 föld
sú upphæð á mannsbarn, sem of-
bauð dönskum kjósendum nú á
dögunum. Nú er í sjálfu sér allt í
lagi að skulda, meðan við verjum
peningunum í arðsama hluti. En
yfirstór fiskveiðifloti, sem við
keyptum fyrir þessar skuldir
flestar, leiðir aðeins til versnandi
afkomu útgerðar og lægri lífs-
kjara. Þangað til að fiskunum
fjölgar.
Iðnaður okkar hefur orðið út-
undan eins og fyrri daginn. Við
höfum látið undir höfuð leggjast
að tryggja honum jafnréttisað-
stöðu, skatta- tolla- og peninga-
lega til samkeppni við erlendan
iðnað hvað sem verður. Af þessu
munum við súpa seyðið I færri
atvinnutækifærum og lægri kjör-
um. Urræði A.S.I þegar þessar
afleiðingar vanefnda stjórnvalda
blasa við, er að stinga upp á inn-
flutningshöftum til þess að
vernda atvinnuna. Maður hélt að
kjarabarátta væri til þess að bæta
kjörin en ekki rýra.
Við höfum líka látið undir
höfuð leggjast að byggja upp sam-
göngukerfi okkar, þó svo að
bandalagsþjóðir okkar séu reiðu-
búnar til þess að hjálpa okkur til
þess af öryggisástæðum einum
saman. Slæmar samgöngur eru
meiri dragbítur á efnahagsþróun
landsins alls en menn taka eftir
daglega.
Við höfum ennfremur látið
undir höfuð leggjast að uppfræða
æskuna og þá eldri líka um lög-
mál efnahagslífsins. Afleiðingu
þessa sér stað í allri hegðun okk-
ar. Fjármagn allra fyrirtækja hef-
ur brunnið upp skilningslaust í
verð- og skattabólgunni og afleið-
ing þess er meiri völd í hendur
færri. Meirihluti þjóðarinnar
virðist halda að verðbólga og
gengisfellingar séu annað hvort
náttúrulögmál eða samsæri auð-
valdsins, sem er þó hvort tveggja
jafn fráleitt. Meirihlutinn virðist
líka halda að fjármagn sé i eðli
sínu andfélagslegt fyrirbrigði,
sem sé aðeins notað til þess að
kúga alþýðuna. Mér hefur stund-
um fundist, að aðgerðarleysi
skólayfirvalda landsins í þessum
uppfræðingarþætti hljóti að vera
skipulagt og sé i ætt við latínu-
söngl miðaldaprestanna, mennta-
sefnu rauðu kmeranna í Laos og
bókabrennur Göbbelsar. Almenn
þekking er nefnilega óvinur
blekkingarinnar, en minnihlutinn
getur aðeins haldið völdum með
blekkingum og ofbeldi. Almenn
vanþekking á þessu sviði er því
þáttur i vaidabaráttunni.
Þetta er sem sagt að sjá á svið-
inu. Fólkið er heilbrigt og vinnu-
samt, hað sem það hugsar. Félags-
hyggja og vinstri stefna allskonar
virðist eiga rík itök í pólitískri
hegðun Islendinga, þrátt fyrir
það að manni finnist þeir alltaf
vera einstaklingshyggjumenn í
viðræðum. Það verður þvi mikið
höfðað til þessa tvískinnungs þeg-
ar biðlað verður til valdanna.
Ef maður lítur á flokkakerfið,
þá er ekki liklegt að mikið breyt-
ist. Menn eru nokkuð stöðugir í
sinum flokki. Þv er jafnvel haldið
fram að stjórnmálaskoðanir
íslendinga séu erfðafræðilegt
fyrirbrigði mestan part, t.d. megi
þekkja Framsóknarmenn úr á
blóðkornalöguninni einni, hvort
sem satt er.
Það má því búast við þvi, að
umhverfi frjáls atvinnurekstrar
muni áfram verða óvinsamlegt og
hann eigi undir högg að sækja,
þar sem áhugi almennings á eðli
vandans er hverfandi og vanþekk-
ing útbreidd.
Ef grannt er skoðað þá byggja
stjórnmálaflokkat-nir í rauninni
völd sín á því að hafa lögboðna
Halldór Jónsson
inn- og útlánsvexti minni en verð-
bólguna hverju sinni, og sitja
þannig yfir hvers manns hlut.
Verðgólgan getur þvi minnkað og
vaxið, hvort tveggja án þess að
það breyti nokkru fyrir þá. Frjáls-
ir vextir myndu hinsvegar kippa
spjöldunum frá augum almenn-
ings, völdin gætu riðlast og þjóðin
kannski að fá allskyns ófyrirséðar
tilhneigingar. Sem sagt er ekki
trúlegt að neitt breytist verulega
á næstunni. Vonin liggur aðeins i
auknum skilningi manna á tafl-
inu sem er leikið með þá. Valda-
mennirnir munu hinsvegar áfram
skrifa greinar eins og t.d. Ieiðara
Timans 8.3. ’77 um nauðsyn vaxta-
lækkunar í sjálfsvarnarskyni. Við
höldum mörg að við græðum á
verðbólgunni. Það getur verið
rétt að sumir græði um stund og
skuldirnar léttist. En þetta er
skammsýni. Við eigum sjálf að
ákveða á stjórnmálasviðinu
hvernig auðnum skuli dreift. Eng-
inn getur átt neitt í andstöðu við
meirihlutann, nema hann geti
beitt ofbeldi eða blekkingum.
Okkar höfuðvilla er sú, að við
höfum týnt niður hinum gömlu
búhyggindum, að til þess að
mjólka kýrnar með árangri þurfi
að fóðra þær vel. Og svo þeirri
dyggð, að maður skuli skila aftur
því sem maður fær lánað jafn-
miklu eða betra. Hagfræðivað-
allinn með óskiljanlegu orðskrúði
um að þessi einföldu hugtök, séu
misskilningur, hefur ringlað okk-
ur svo að við megum ekki skilja
lengur að ekkert verður til af
engu og að þorskar verða ekki
veiddir á opinberum skrifstofum
og nefndafundum.
Hvað verður í vor?
Ef við lítum fram á vorið, þá
fara kjarasamningar i hönd. Þá
verður ákvarðað hversu mikið
kaupið skuli „hækka”. Ef það yrði
„hækkað” 100% þá myndu menn
nú tauta eitthvað um að ekki væri
það álitlegt. Ef það „hækkaði”
ekkert eða ekkert yrði gert til
þess að létta láglaunafólki og
eftirlaunafólki baráttuna við þeg-
ar framkomna dýrtíð, þá fyndist
mönnum það ekki sanngjarnt
heldur. Hver er þá lausnin? Hvað
þurfum við að gera áður en hún
finnst? Er hægt að vinna kjara-
bætur án verulegra taxtahækk-
ana? Getum við hvilt lífeyrissjóð-
ina um tíma? Getum við lækkað
skattana með því að létta af okkur
framlögum til samgöngumála?
Getum við hækkað gengið eða létt
af „styrjaldarsöluskattinum”.
Getum við gert annað en bara
fjölga krónunum?
Ekki öfunda ég þá, sem um mál
þessi verða að fjalla, en óska þeim
vits og gengis og þjóðinni þeirrar
gæfu, að ekki þurfi fullfrískir
menn að halda að sér höndum
langtimum saman vegna fárra
prósenta, sem ekki skipta neinu
máli fyrir framtið þjóðarinnar
fremur en önnur verkfalla-
prósent liðinna ára. Ef við ætlum
ofan af þessum hjallanum, þá
stoppar okkur enginn. Ef við vilj-
um þræða hliðina, þá getum við
það lika. Niðurstaða kjarasamn-
inganna mun ákvarða að miklu
leyti hve mikil verðbólga mun
verða í landinu á næstunni. En
það verður stefnan í fjárfest-
ingarmálum sem mun ákvarða
lífskjörin að miklu leyti. Munum
við beina athyglinni að arðsömum
fjárfestingum til aukinnar fram-
leiðslu, eða munum við beita afl-
inu í tilfærslur og aðstöðujöfnun?
Hvaða stefnu tekur auðvald
v erk alýsðf élagann a, líf ey riss j óð-
irnir? Ætlar það að efla atvinnu-
vegina eða beinast í ríkisbrambolt
og félagsmál?
Stjórnmál næstu ára munu fást
við þessi atriði. Nógur er efni-
viðurinn, annað er Jbað hvernig
úrvinnslan verður. Sem fyrr
munu þenslutilhneigingar gera
vart við sig þegar vel veiðist.
Nauðsynlegt er því að athuga
einn þátt atvinnulífsins sér á
parti, vegna mikillar sérstöðu
hans í verðbólgunni og tvígildis
fyrir almenning raungildi og
sparnaðargildi.
Byggingariðnaöurinn.
Það er mikið apparat hjá hag-
fræðingum að kenna byggingar-
iðnaðinum um að vera aðal
þensluvaldinn í þjóðfélagi okkar.
Með því að kreppa að honum, láta
verða peninga- og lóðaskort, þá sé
hægt að „stýra“ efnahagslífinu,
Framhald á bls. 21
Nýja kökuhúsid:
Kökuhús og veitinga
stofa vid Austurvöll
NÝJA KÖKUHUSIÐ, sem nú
hefur opnað kaffihús eða
„konditori” við Austurvöll í
Reykjavík, rekur einnig sem
fyrr bakari að Fálkagötu 18.
Þar verða kökur bakaðar, en
fluttar í kaffihúsið. Jafnframt
því, sem kökur verða á boð-
stólum, verður hægt að fá
smurt brauð, gosdrykki og
súkkulaði með rjóma.
Enn er ekki endanlega af-
ráðið hve lengi opið verður, en í
sumar a.m.k. verður opið fram
á kvöld.
Meiningin er, að hið hýja
„konditori” verði einnig útsala
fyrir bakaríið, þar verði til
dæmis seld brauð. heilar kökur
o.fl, en einnig verður tekíð við
pöntunum á sérstökum tertum,
kransakökum o.þ.h.
Veg og vanda af allri skipu-
lagningu á Litla teiknistofan,
Hafnarfirði, sem hjónin Óli
Starfsstúlkur Nýja kökuhúss-
ins við afgreiðsluborðið.
G.H. Þórðarson, arkitekt, og
Lovísa Christiansen, innan-
hússarkitekt, reka. Magnús
Jóhannsson, húsasmiða-
meistari, Hafnarfirði, hefur
annart allar ínnréttingar. Var
nær allt unnið á staðnum, en
segja má, að húsnæðið hafi allt
verið endurbyggt. Þessu verki
hafa Magnús og hans menn lok-
ið á aðeins tveimur mánuðum.
Um' raflagnir hefur Samvirki
séð, en pipulagnir lagði Samúel
V. Jónsson. pípulagninga-
meistari í Hafnarfirði.
Fyrirtækinu stjórnar Birgir
Páll Jónsson, bakarameistari,
en auk hans eru tveir bakarar
starfandi við það, þeír
Valdimar Bergsson, yfirbakari,
og Jón Pétursson.
Arkltektar Nýja kökuhússins, Óli G.H. Þórðarson og Lovfsa
Christiansen, og tii hægri er Birgir Páll Jónsson, bakarameistari.
Þau sitja þarna við eitt af borðunum f veitingaskálanum, sem
rúmar alls um 50 manns f sæti, en f salnum var forðum prentsmiðja
Morgunblaðsins. Tugir gamalla mynda skreyta húsnæðið. Glugg-
arnir snúa að Austurvelli en hægt er að ganga inn f Kökuhúsið bæði
frá Austurvelli og Austurstræti. Ljósmynd Mbl. Ól. K.M.
Það er von aðstandenda Nýja
Kökuhússins, að Reykvíkingar
kunni vel að meta nýja kaffi-
húsið, en það er skreytt
myndum frá gömlu Reykjavik,
sem Óskar Gíslason hefur unn-
ið. Þá má telja til nýbreytni, að
margar verzlanir og fyrirtæki
ten'gjast hvert öðru i gömlu ísa-
foldarhúsunum við Austurvöll,
og nefnast einu nafni V;allar-
torg, og er fyrsta yfirbyggða
göngugatan í Reykjavik. Þar
eru undir sama þaki 9 fyrir-
tæki, og er innangengt milli
þeirra allra, tveir inngangar
eru frá Austurstræti, en veróa
þrí frá Austurvelli.