Morgunblaðið - 06.04.1977, Side 33

Morgunblaðið - 06.04.1977, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977 33 VELVAKANDI SVARAR j SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI skila, en það kemur kannski ekki að sök. Aðalleikararnir skiluðu vel sínum hlutverkum. En efni og uppbygging, guð minn góður. Það er engu líkara en höfundur hafi sezt niður og hugsað sem svo: Nú ætla ég að búa til mynd, sem höfðar til hinna lægri hvata mannsins, dýrsins í manninum, hún verður bezt sótt, upp úr þvi hef ég mesta peninga. Hann tínir saman allt, sem honum finnst mest æsandi úr erlendum mynd- um og sýður úr því islenzka mynd — þjóðlegur hugsunarháttur það. Innihaldið er býsna fjölbreytt: Geðveila, kynferðisleg brenglun, grimmd, misþyrmingar, nauðgun, framhjáhald, drykkjuskapur, hassreykingar, samfarasenur og auðvitað endar allt með morði, annað væri ekki réttlátt. Þá er myndavélin höfð nógu lengi á morðatriðinu. Gjörið svo vel Islendingar, svona eruð þið, þið eruð sko ekkert betri en aðrar þjóðir. Hver er svo boðskapur myndar- innar? Að hamingja fylgi ekki velmegun? Að forstjórar séu góðir í vinnunni, en vondir heima hjá sér? Að konur forstjóra verði bara að sætta sig við að eiga brjál- aða menn, þær eiga þetta fallega heimili og geta svo huggað sig við flöskuna í baðherbergisskápnum. Að 18 ára stúlkur njóti þess að láta föður sinn misþyrma sér? Hvaða 18 ára stúlka nú á dögum myndi láta föður sinn lemja sig aftur og aftur og vera áfram á heimilinu? Engu atriði eða persónu í mynd- inni eru gerð sálfræðileg skil, fólk bara er svona. „Af hverju? Það skiptir ekki máli," segir myndin. Ég hélt að það væri hlutverk þess- arar myndar að vekja fólk til um- hugsunar um eitthvert málefni, brjóta eitthvað til mergjar, frá fólk til að taka afstöðu með eða móti. Að nokkur maður skyldi leggj- ast svo lágt að bera svona á borð fyrir landa slna er mér undrunar- efni, hann hlýtur að geta gert betur, Islendingar láta ekki bjóða sér allt eða hvað? Peningum þeim, sem fóru í þetta væri betur varið til líknarmála. Ingibjörg Ólafsdóttir." Hér má segja að kveði nokkuð við annan tón en gagnrýnendur hafa slegið, þeir hafa meira bent á að hér sem um íslezkt framtak að ræða, sem beri að þakka og styðja við, en minna hefur verið talað um efni myndmyndarinnar. Velvakandi getur litlu bætt hér við, hann hefur ekki séð myndina, en af bréfinu má ráða að einum of auðveldlega sé sloppið frá vanda- málum, sem myndin greinir frá — þau skipti ekki máli. En hvað um það — og það væri ekki úr vegi að heyra raddir fleiri bíó- gesta, og hvort Reynir Oddsson yill svara nokkru hér um. Þessir hringdu . verða þá líka að gera átak I að koma þeim á framfæri og það gerist bezt með svona kynningum. Þær hafa án efa mikil áhrif, það hefur iðnkynningin gert og þeim ber að halda áfram á þessari braut á næstunni, henni verður að fylgja eftir. % Góð kynning Matmaður: — Ég vildi gjarnan koma hér að nokkrum orðum, þó að seint sé, en það erum matvælakynn- inguna, sem var haldin I Reykja- vík nýlega. Þar gafst fólki kostur á að sjá á einum stað nokkrar tegundir af matvælum, sem fram- leidd eru hérlendis og smakka á sumum tegundum þess. Eg er nú svo sem ekki viss um að mjög margt nýtt hafi komið I ljós á þessari kynningu, þetta voru f flestum tilvikum vörur, sem við höfum getað keypt í verzlunum að undanförnu, en nokkrar tegundir voru þó nýjar. En framtakið ber að þakka — við heyrum oft að íslenzkir iðnrekendur séu - að kvarta og tala um að við kaupum ekki íslenzkar vörur, en þeir SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á Reykjavíkurmótinu i haust kom þessi staða upp I skák þeirra Gunnars Gunnarssonar, sem hafði hvltt og átti leik og Milans Vukcevich frá Bandaríkjunum. HÖGNI HREKKVÍSI // /Al 1977 McNaught Synd., Inc. Meðal annara orða. ..? 20. Hd5; — Bxd5? (Mun betra var 20... Dd8 þó að eftir 21. g5 — Rh5, 22. Rf4 eigi svartur í tölu- verðum erfiðleikum. Nú getur hins vegar aðeins kraftaverk bjargað honum) 21. Rxd5 — Dd8, 22. Ref4?? (— Og kraftaverkið skeði. Eftir 22. Rxf6+ — exf6 23. Dxh7+ — Kf8, 24. Rf4 getur svartur gefist upp, því að hann á enga haldgóða vörn við hótuninni 25. Re6+ — fxe6, 26. Dh8+ og hvítur mátar) e6!, 23. Rh5 — Rxh5, 24. gxh5 — H4c7, 25. hxg6 — fxg6, 26. Rxc7 — Hxc7 og með peð yfir vann svartur 15 leikjum síðar. Það er oft skammt á milli lifs og dauða á skákborðinu. G3? SlGeA V/öGA í. ‘ViLVtWW Lærið vélritun Ný námskeið að hefjast. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Upplýsingar og innritun í síma 41311. Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20. Varðöbæt Frá 1. apríl verður afgreiðsla Morgunblaðsins í Garðabæ hjá frú Þuríði Jónsdóttur, Aratúni 2, sími 42988. Allar verzlanir okkar opnar til kl. 10 í kvöld oö 9—12 álaugardag fyrir páska Akureyri Skeifunni, 1511 Kjörgarði WJ WK/ OR0/A/M QÁltt® MI//1I? 4'fTU ð//9'7' ffrmTTmfTTmn ........:|i KVfNwtKW Mnf\ „ 49 SVf A9 tVBTíA ER 4 JfrMNOHÍ ófK -vi --^.r A “ - r* /*T\ l SÍ6\« .) \MKKl)9.y JleJSl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.