Morgunblaðið - 06.04.1977, Page 36

Morgunblaðið - 06.04.1977, Page 36
At ííLYSINGASIMINN ER: 22480 Itloronnblaöiíi jrcgpmtMftMfr MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977 Mývatnssveit: Fjórir bílar 1 árekstri vegna gufu frá borholu Erfiðleikar að koma slösuðum í sjúkrahús Mývalnssveit, 5. aprfl I DAG varð harður bilaárekstur í Bjarnarflagi við afleggjarann norður f Gufustöðina. Rákust þar saman Kússajeppi og Landrover. Var Landroverinn að koma frá Kröflu, en f honum voru þrfr far- þegar auk ökumanns. Rússa- jeppinn var að koma að neðan og f honum voru tveir menn. Flestir sem f bflunum voru munu eitthvað hafa slasazt. Strax var farið með fólkið f Kísiliðjuna þar sem reynt var að hlúa að því eftir beztu getu. Þangað kom einnig hjúkrunarkona og veitti fólkinu hráðabirgðahjálp. Haft var sam- band við Húsavík og beðið um lækni, sjúkrabfl og lögrcglu. Eftir að búið var að flytja hina slösuðu í Kísiliðjuna og áður en bilarnir höfðu verið fjarlægðir af veginum, kom bíll með annan i togi frá Kröflu og skipti engum togum að fyrri billinn lenti aftan á Landrovernum og sá sem hann dró lenti síðan aftan á honum Framhald á bls. 20. Samningar rithöfunda og ríkisútvarps: 10 —17% hækkun ritlauna umfram venjulega samninga RITHÖFUNDASAM- BAND íslands og Rfkisút- varpið hafa undirritað nýja kjarasamninga sem gilda frá 1. marz s.I. til 31. des. 1978. Samkvæmt upp- lýsingum Björns Bjar- mans, formanns samninga- nefndar rithöfunda, feng- ust hækkanir f flestum greinum á bilinu frá 10—17%. Björn kvað rithöfunda hafa 20 árekstrar í Reykjavík í gær Alls urðu 20 árekstrar í umferð- inni í Reykjavik í gær. Engir al- varlegir árekstrar urðu, en þetta eru óvenju margir árekstrar á einum degi miðað við það að akst- ursskilyrði voru góð. fylgt opinberum starfsmönnum í hækkunum um árabil og einnig varðandi vísitöluhækkanir, en þessa samninga kvað Björn vera fyrir utan venjulega samninga, þvi um væri að ræða leiðréttingar á ýmsum málum og hefði miðað í rétta átt. Björn kvað það nýlundu við þessa samninga að þeir væru tvíhliða, en þar með teldu rithöf- undar að Rikisútvarpið hefði við- urkennt samtök þeirra sem stétt- arfélag. Þá var einnig samið um orða- lagsbreytingar og vafaatriði. Einnig var samið um að það skuli vera útvarpsráð sem ræður endanlega hvaða leikrit sé tekið til flutnings i útvarpi og sjón- varpi, en samið var um 17% hækkun á greiðslu fyrir frumsam- in leikrit. Björn sagði að í upphafi samninga hefði mikið borið á milli. Snjósleða- menn af Vatnajökli vegna snjó- leysis FERÐALANGARNIR 9 sem fóru á snjósleðum inn á Vatnajökul um síð- ustu helgi sneru til byggða i gær eftir að hafa gist í tvær nætur í Grímsvötnum. Höfðu þeir talsamband við Gufunesradíó og kváð- ust ætla að halda í átt til byggða í dag. Höfðu ferðafélagarnir ætlað að þeysa vítt og breitt um Vatnajökul næstu daga, en bæði lentu þeir í vondu veðri og ástæðuna fyrir því að þeir sneru svo skjótt til byggða kváðu þeir vera snjó- leysi inni á jöklinum. HAFlSINN — Isbrúnin var aóeins 12 mflur norður af Fonti á Langanesi f gær og ef norðanáttin verður sterk áfram, má búast við að fsinn komist uppundir landið f dag eða á morgun. Myndina tðk RAX úr flugvél Landhelgisgæzlunnar f gær, þegar farið var f fskönnunarflug. — Sjá nánar á bls. 3. Uppgjör ÁTVR frá áramótum: 4 mílljónum fleiri vindlingar seldir 1,5 milljarðar kr. í hreinan hagnað hjá ÁTVR s.1.3 mán. HREINN hagnaður Áfengis- og tóbaksverzlunar rfkisins fyrstu 3 mánuði ársins er 1500 milljónir króna samkvæmt upplýsingum Jóns Kjartanssonar, forstjóra ÁTVR, f samtali við Morgunblað- ið f gær, en þá var lokið uppgjöri ÁTVR fyrir umrætt tfmabil. Morgunblaði innti Jón eftir þvf hvort auglýsingar og áróður gegn tóbaksreykingum hefði dregið úr sölu á sigarettum. Kvað hann nei við og benti á að fyrstu 3 mánuði þessa árs hefði tóbakseinkasalan Vandamál í>örungavinnslunnar: Sé ekki sem ekki —segir Sigurður V. Hallsson verk- fræðingur, sem gagnrýnir stjórn- endur verksmiðjunnar fyrir að hunza tilraunir, sem hann gerði „Eg hefi enn ekki séð tæknileg vandamál hjá Þörungavinnslunni h.f., sem ekki er hægt að leysa,“ sagði Sigurður V. Hallsson verkfræðingur, sem f nær tvo áratugi hefur rannsakað möguleika á rekstri þang- og þaramjölsverksmiðju á Reykhólum. Sigurður sagði, að ef stjórnendur Þörungavinnslunnar gætu ekki aflað fyrirtækinu nægilegs þangs, ættu hluthafar að fá sér menn, sem geta það. Eins og kunnugt er af fréttum hefur nefnd, sem rann- sakað hefur starfsgrundvöll Þörungavinnslunnar komizt að þeirri niðurstöðu að um fjóra valkosti sé að ræða: að rekstrinum verði hætt; að rekstrinum verði haldið áfram en hráefnisöflun breitt; að verksmiðjan verði seld einstaklingum og f fjórða lagi, að rekstri verði hætt f bili og kannaðir möguleikar á þangöflun sem dygðu betur en þeir, sem notaðir hafa verið. tæknivandamál, hægt ad leysa „TILRAUNIR með handöflun á þangi á Breiðafirði 1974 og þangvinnsla á Eyrarbakka og Stokkseyri 1959—62 bentu til þess, að hægt væri þá, og svo virðist enn, að greiða fólki það mikið fyrir þangskurð. að það fengist til að framkvæma hann,“ sagði Sigurður V. Halls- son verkfræðingur. Þegar ríkis- valdið tók síðan að sér að reisa verksmiðjuna, má segja, að Sig- Sigurður V. Hallsson. urði hafi verið vikið til hliðar og hans þekking ekki þegin. Hann varaði eindregið við vél- skurði á þangi og var andvigur þvi, að keyptir yrðu öflunar- prammar, sem kostuðu alls um 130—140 milljónir króna. í nið- urstöðum þeirrar nefndar, sem rannsakað hefir erfiðleika Þör- ungavinnslunnar hf., er hvergi vitnað í skýrslu, sem Sigurður ritaði um þangkönnun á Breiða- firði og afhenti stjórn Þörunga- vinnslunnar hf vorið 1974. í skýrslunni benti Sigurður sér- staklega á ónothæfni öflunar- prammanna, vegna allt of lítilla afkasta þeirra og nýtni á þang- miðum Breiðafjarðar. Morgunblaðið spurði Sigurð V. Hallsson um þessi mál nú, þegar Ijóst er, að málefni Þör- ungavinnslunnar eru komin i óefni, sem raun ber vitni, en fréttaritari Morgunblaðsins í Reykhólasveit benti á i frétt fyrir nokkru, að líklegast yrði Reykhólahreppur gjaldþrota vegna þessa máls. Sigurður V. Hallsson sagði: „Þetta er ljót saga. Ég hefi, þrátt fyrir ódrengilega framkomu stjórn- Framhald á bls. 20. selt tæplega fjórum milljónum fleiri sfgarettur en á sama tfma s.l. ár. Fyrstu 3 mánuði ársins 1976 voru seldar liðlega 80 milljón sfgarettur á landinu, en um 84 milljónir f ár. Hins vegar kvað Jón sölu á reyktóbaki hafa minnkað um 3,5 tonn á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða úr liðlega 16,5 tonnum s.l. ár á móti liðlega 13 tonnum nú Einnig hefur sala á vindlum minnkað um 500 þús, eða úr 4,7 milljónum fyrstu þrjá mánuðina 1976 í 4,2 millj. stk. nú. Aukningin á sölu vindlinga fyrstu þrjá mánuði ársins er 4,7% miðað við sama tima s.l. ár. Hins vegar hefur þróunin verið þannig siðustu 15 árin að aukning í sígarettusölu frá 1960 — 1975 var 38% en vindlasala jókzt á þessu timabili um 333%. Með bilað stýri í Horna- fjarðarós Tólf tonna bátur, Guðjón Ólafs- son SU 48, var dreginn inn til Hornafjarðar í gærdag með bilað stýri og bilaða talstöð. Tveir menn eru á bátnum og voru þeir á leið til Sandgerðis með bátinn, nýkeyptan. Dóluðu þeir utan óss þar til lóðsbáturinn á Höfn kom út. Hafði fólk f landi séð Guðjón koma inn ósinn en snúa við. Skipverjar kváðust ekki vera Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.