Morgunblaðið - 01.06.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JtJNl 1977
5
„Það má
aldrei verða”
Verður reynt að þurrka út nafn
Menntaskólans í Reykjavík? Komið
fram i nýju frumvarpi á Alþingi
t RÆÐU þeirri er Guðni Guð-
mundsson, rektor Menntaskóians
i Reykjavlk, hélt við skólaslitin
sl. föstudag, er M.R. var slitið i
130. sinn, kom það vissulega eins
og þruma úr heiðskfru lofti yfir
nær alla viðstadda er Guðni rekt-
or skýrði frá því, að sér hefði
borizt til umsagnar frumvarp til
laga um framhaldsskóla. Þar
kemur fram, að nú eru uppi hug-
myndir um að menntaskólar
landsins verði lagðir niður sem
slfkir. Þetta þýddi það að nafn
Menntaskólans f Reykjavfk, sem
er ein af þrem elztu stofnunum
íslenzku þjóðarinnar, yrði lagt
niður og honum valið nýtt nafn
sem falla myndi undir ,Jterfið“.
— Það fór vissulega kliður um
hinn mikla bíósal Háskólabfós,
þéttsetinn áheyrendum, sem um
leið spurðu sjálfa sig þeirrar
spurningar hvort um misheyrn
væri að ræða eða hvað rektor ætti
við.
Dómkirkjukórinn í
r
Gautaborg til Islands
Dómkirkjukórinn f Gautaborg
kemur næstkomandi föstudag, 3.
júnf, í heimsókn til Íslands og
hefur hér fimm daga viðdvöl.
Mun hann á þeim tfma halda hér
fjóra tónleika undir stjórn Hen-
riks Jansson dómorganista. Laug-
ardaginn 4. júnf kl. 14.30 syngur
kórinn f Selfosskirkju og sfðar
um daginn f Skálholtskirkju eða
kl. 17.30. Sjómannadaginn 5.
júni, syngur kórinn við hátfða-
messu f Dómkirkjunni, en á
mánudaginn 6. júni verða tón-
leikar f Akraneskirkju kl. 19.00.
Þriðjudaginn júni verða tónleik-
ar f Dó kirkjunni og hefjast þeir
kl. 19.00.
í kórnum eru 30 söngvarar og
er hér um að ræða einn af fimm
kórum kirkjunnar en hinir eu
drengjakór, stúlknakór, unglinga-
kór og „Kammerkór". Saman
standa þessir kórar allir að flutn-
ingi stærri kirkjulegra verka f
Dómkirkju sinni. Kórinn sem
hingað kemur hefur víða haldið
tónleika bæði innan lands og ut-
an. Efnisskrá kórsins er mjög fjöl-
breitt og inniheldur bæði gamla
og nýja tónlist og má nefna höf-
unda eins og Fr. Correa (1580),
Palestrina (1525), Vulpius
(1570), M. DuruflÉ (1902), O.
Messiaen (1908) og B. Lewkov-
itch (1927).
Stjórnandi kórsins, Henrik
Jansson, er einn af framámönn-
um Svía í kirkjulegu tónlistarlifi
og setið i mörgum ábyrgðarstöð-
um á sviði tónlistar í Svíþjóð m.a.
í Konunglegu músikakademiunni
í Stokkhólmi.
Hér á landi taka Dómkórinn og
Óratóríukór Dómkirkjunnar á
móti hinum sænsku gestum.
Aðgangseyrir verður enginn að
tónleikunum, en tekið verður við
fjárframlögum þeirra sem styrkja
vilja kórinn þegar gengið verður
úr kirkju. Einnig mun kórinn
hafa þá á boðstólum hljómplötur
með söng kórsins fyrir þá sem
kaupa vilja.
Guðni Guðmundsson rektor MR.
Um þetta mál fðrust honum
m.a. orð á þessa leið:
„Menntaskólanum í Reykjavík
er slitið i 130. sinn, frá þvi að
hann fluttist aftur til Reykjavík-
ur i það hús, sem Danakóngur
hafði látið smíða honum og skól-
inn starfar enn að mestu leyti í.
En á þessari stundu er einnig vert
að minnast þess, að saga skólans
spannar ekki aðeins þessi 130 ár,
sem hann hefur starfað í slakkan-
um austan við Lækinn. Hana má
rekja rúm 900 ár aftur í tímann
um Bessastaði og Hólavöll aftur
til Skálholts og Hóla. Slíkra stað-
reynda er sjálfsagt að minnast á
afmælisári, en enn þá meiri
ástæða nú, er lagt hefur verið
fram frumvarp um framhalds-
skóla, sem raunverulega gerir ráð
fyrir, að þessi skóli verði lagður
niður sem slikur, en gerður að
einhverju, sem á að heita „al-
menn bóknámsbraut". Hann má
ekki einu sinni heita menntaskóli
áfram, því að slíkt gæti valdið
„merkingarlegum misskilningi",
eins og segir í athugasemdum
með fyrrnefndu frumvarpi. Þrjár
stofnanir i þessu þjóðfélagi eiga
sér áberandi lengsta sögu: Al-
þingi, kristin kirkja og Mennta-
skólinn í Reykjavik. Ef svo er
komið fyrir Menntaskólanum, að
yfirleitt er ýjað í þá áttina, að
hans saga skuli eigi verða lengri,
væri þá ekki mál til kornið fyrir
hinar stofnanirnar tvær að fara
að vara sig. Sú árátta hjá mörgum
manni hér á landi að þora ekki að
vera öðru vísi en aðrir, að halda,
að allt sé gott, ef það er útient, og
þó einkum ef það kemur frá
Norðurlöndum, að vera tilbúinn
að kasta menningarverðmætum
og ana út í næsta fen, af því að
„frændur vorir á Norðurlöndum“
hafa gert það, er að verða næsta
hvimleið, að ekki sé sagt hættu-
leg.
Þvi fer svo mörgum orðum um
þetta atriði hér á hátíðarstundu,
að fyrir mér er þetta mikið al-
vörumál og hér eru viðstaddir svo
margir af nemendum skólans,
öldnum og ungum, sem verða að
gera sér ljóst, hver hætta er á
ferðum, og ég vil brýna til varnar
alma mater. Það verður að
tryggja áframhaldandi tilveru
þessa skóla, þriðju elztu stofnun-
ar þessa lands, hvað svo sem post-
ular hvatvisinnar og nýjungagirn-
innar segja. Við verðum öll að
standa vörð um gamla skólann."
„Á þessu stigi tel ég ekki
ástæðu til að ræða þetta stórmál
frekar," sagði Guðni Guðmunds-
son rektor, er Mbi. átti við hann
stutt samtal í gær. „Ég er sann-
færður um að það sé skoðun alls
þorra manna er ég segi: Þessi
hugmynd má aldrei verða."
Sv.Þ.
A. JÓHANNSS0N & SMITH H/F.
tilkynnir viðskiptavinum sínum:
ÁkveðiS hefur verið, að A. JÓHANNSSON & SMITH H/F. hætti
smásöluverzlun að Brautarholti 4 Reykjavík frá og með 1. júní 1 977
og snúi sér einvörðungu að umboðs- og heildverzlun.
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H/F. hefur keypt mestan hluta
vörubirgða okkar og tekið að sér afgreiðslu þeirra pantana, sem nú eru á
leið til landsins. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H/F. mun því hafa
flestar vörur frá A. JÓHANNSSON & SMITH H/F á boðstólum í
verzlun sinni að Skúlagötu 30 Reykjavík. Eru viðskiptavinir okkar því
vinsamlega beðnir að beina þangað smásöluviðskiptum sínum.
Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar ánægjuleg samskipti á
liðnum árum, lýsum við þeirri von okkar, að við megum hér eftir sem
hingað til njóta viðskiptanna á sviði umboðs- og heildverzlunar.
A. JÓHANNSS0N & SMITH H/F.
P.0. Box 873 Sími: 2-4244
Opna
tkiri fetóankktuleika
Þegar fjölskyldan feröast saman og notar fjölskyldu-
fargjöld, þá borgar einn fullt fargjald, en allir hinir
aöeins hálft.
Þannig eru fjölskyldufargjöld okkar er gilda nú
allt áriö til allra Norðurlandanna og Bretlands.
Fjölskyldufargjöld henta vel jafnt vetur sem sumar,
og hvort heldur um er aö ræöa orlofsferö eöa vióskipta-
erindi.
Spyrjið sölufólk okkar, umboösmenn og ferðaskrif-
stofurnar um þessa auknu ferðamöguleika allrar
fj ölskyldunnar.
Fullt fargjald fyrir einn,
hálft fyrir alla hina.
flucfélac L0FTLEIDIR
LSLAJVDS