Morgunblaðið - 01.06.1977, Qupperneq 26
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNl 1977
+ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, andaðístað heimilrsínu 27. mal. Vilborg Björnsdóttir. Jóhann Björnsson, Ingunn Slmonardóttir Guðni V. Björnsson, Hallbjörg Gunnarsdóttir, barnaböm og barnabamabörn.
+ Faðir minn VETURLIÐI GUÐMUNDSSON andaðist að Hrafnistu á hvltasunnudag Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Vaturliðadóttir.
+ Konan mln ÞÓRA ÁGÚSTDÓTTIR, varð bráðkvödd á heimili okkar, Bárugötu 37, 28. maí. Karl Ó. Jónsson, og fjölskylda.
Útför KARLS V. GUÐBRANDSSONAR. verður gerðfrá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. júnl kl. 2 e.h Kristfn Hjörleifsdóttir, Theódór Karlsson, Einar Karlsson, Erla Diego. Ingibjörg G. Karlsdóttir, Þorfinnur Jóhannsson, Auðdfs Karlsdóttir. Magnús Sigfússon. Gunnar Þ. Karlsson, Rósa Jones og barnaböm.
+ Faðir okkar. tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS NÍELSSON, Jaðarsbraut 1 9. Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 2. júnf kl. 2 e.h. Þeim sem vildu minnast hans er bent á sjúkrahús Akranes Börn. tengdabörn. barnabörn og barnabarnabörn.
+ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR MAGNÚSSON. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. júnl kl. 10.30 árdegís. Magnús Ingólfsson, Kristfn Haraldsdóttir, Ingvar Ingólfsson, Hanna Bárðardóttir, Sverrir Ingólfsson, Guðbjörg Helgadóttir, Guðrún IngóKsdóttir, Úlfar Teitsson, og barnabörn.
+ Systir okkar og fóstursystir ÞÓRA SIGÞÓRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 1.30 e.h. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu láti llknarstofnanir njóta þess. Skafti Sigþórsson, Vilborg Sigþórsdóttir, Árdfs Mc Andrew.
+ Móðir okkar, tengdamóðir og amma INGIBJÓRG ÞÓRÐARDÓTTIR frá Laugabóli, Garðabraut 10. Akranesi verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 1 Reykjavík fimmtudaginn 2. júnl kl. 2 e h Halla Jónsdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Njörður Tryggvason, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Ingjaldur Bogason, Svava Davfðsdóttir og barnaböm.
+ Útför konu mirinar og fóstru okkar RAGNHILDAR JÓNSDÓTTUR. MjóuhlfðlO. verður jerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júnf kl 13.30 Blóm vinsamlega afbeðin Einar J. EyjóHsson, Ingi Benediktsson. Helena Benediktsson. Helga Sfmonardóttir. Ingvaldur Einarsson Hólm.
Hörður Þorsteins-
son Minningarorð
F. 22. október 1920
D. 26. mal 1977.
Höröur Þorsteinsson, stýri-
maður og sjóvinnukennari, lézt
óvænt að heimili sínu hér í
Reykjavík aðfaranótt fimmtudags
26. maí. Sá sjúkdómur, sem lagði
hann að velli, hafði gert vart við
sig fyrir fáeinum árum. Ekki
óraði mig fyrir því, að ég sæi
hann f hinzta sinni, er ég hitti
hann á förnum vegi í sl. viku,
glaðan og reifan að venju. Þá
ræddum við stuttlega hugðarefni
hans, framgang og stöðu
sjóvinnukennslu I landinu, en
hann hefur verið um tveggja ára-
tuga skeið fremsti málsvari og
forgöngumaður þeirrar kennslu
og lyft þar grettistaki, sem enginn
mun leika eftir.
Hörður fæddist i Reykjavík
hinn 22. 10. 1920, og var hann því
tæplega 57 ára gamall, er hann
lézt. Foreldrar Harðar voru hjón-
in Þorsteinn Jónsson, sem lengi
var bátsmaður hjá Landhelgis-
gæzlunni, og Guðmundína Sig-
urðardóttir. Foreldrar Harðar
eignuðust fimm syni, og var hann
elztur . þeirra. Þau skildu.
Guðmundína gekk að eiga Eyjólf
Finnbogason, leigubílstjóra hér i
borg. Þeim fæddust fimm synir
og þrjár dætur. Allir albræður
Harðar lifa hann og sex hálf-
systkini, en tveir hálfbræður hans
létust á fyrsta aldursári. Þor-
steinn kvæntist Þorbjörgu Gríms-
dóttur, sem er á lifi.
Foreldrar Harðar eru bæði
látin — Þorsteinn lézt árið 1958,
en Guðmundína árið 1963.
Hörður kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Vigdísi Steinu Ólafs-
dóttur f. 2. 8. 1916 í Flatey á
Breiðafirði, hinn 22. 10 1942. og
gekk dóttur hennar í föðurstað
Ingibjörgu Sigríði Engilberts, f.
31. 10. 1934, en Vigdís var ekkja
eftir Arilíus Guðmundsson, bif-
vélavirkja, en hann fórst hinn 10.
marz 1941 með b/v Reykjaborg,
sem þýzkur kafbátur sökkti. Voru
ætíð miklir kærleikar milli þeirra
Lillýar, eins og dóttir Vigdísar er
jafnan kölluð. Eiginmaður
hennar, Ingólfur Jónsson, og
Hörður urðu miklir vinir sem og
börn þeirra fjögur — Jón Arilíus,
örn Helgi, Guðbjörg Erla og
Hörður Gunnar.
Núna í vor eru 30 ár síðan
Hörður lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum, og það var
honum mikið tilhlökkunarefni að
mega veita viðtöku prófskírteini
Jóns Ingólfssonar, en hann lauk
prófi frá Stýrimannaskólanum nú
í vor, en var kominn i skipsrúm
áður en afhending prófskírteina
fór fram. En af þvf varð ekki, því
kallið kom daginn áður.
Þeim Herði og Vigdísi varð
þriggja barna auðið: Arilius
Engilbert, múrari, sem starfar
sem tollgæzlumaður á Keflavíkur-
flugvelli. Hann er fæddur 17. 1.
1943. Kona hans er Steinunn
Jónsdóttir, og þau hafa eignazt
+
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu
SIGRÍOAR HALLDÓRSDÓTTUR
fri Gröf, Rauðasandi, Álfheimum 32,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. júnl kl. 3 e.h.
Brynjólf ur Kristinsson,
Hallfríður Kristinsdóttir Aptiz,
Kristrún Kristinsdóttir,
Valur Kristinsson.
Pétur P. Kristinsson.
Gunnar Kristinsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum samúð og vináttu við andlát og jarðarför
SÓLVEIGAR HJARTARDÓTTUR,
Ema Tryggvadóttir
Stefán Sch. Thorsteinsson
Bergþóra Vlglundsdóttir
og barnabörn.
þrjá syni — Hörð Vigni, Jón
Rúnar og Bergsvein.
Kolbrún Ólöf f. 26. 1. 1951, er
gift Ásbirni Björnssyni,
verzlunarmanni. Börn þeirra eru
— Ásbjörn Ólafur og Heiða
Björk.
Hafsteinn, f. 14. 3. 1954,
sjómaður og búfræðingur frá
Hólum. Hann býr í Varmahlið í
Skagafirði en er háseti á
togaranum Skafta frá Sauðár-
króki. Kona hans er Amalia Árna-
dóttir. Synir þeirra eru — Árni
Ólafur og Hörður Birgir.
Börn voru ákaflega hænd að
Herði, enda gaf hann sig talsvert
að þeim, fann þar eflaust sakleysi
og heiðarleika, sem vandfundnari
eru hjá þeim, sem eldri eru. Nú
ganga um ungir sveinar, sem ekki
fá skilið, að afi þeirra er horfinn
yfir móðuna miklu og kemur ekki
til þeirra aftur með sögur sinar og
ævintýr.
Hugur Harðar beindist snemma
að sjónum, enda tók faðir hans
hann með sér á sjó fljótlega eftir
að hann hafði lokið barnaskóla.
Upp frá því átti hafið og
sjómennskan hug hans allan. Það
má i raun skipta æviskeiði Harðar
nánast í þrjú jafnlöng tímabil —
æsku — og unglingsár, sjómanns-
ár og kennaraár.
Æskuár sin og unglingsár
dvaldi Hörður í Reykjavík. Gekk í
Miðbæjarskólann, eins og aðrir
reykviskir æskumenn, lék sér
niðri við höfn og lét sig dreyma
um fagurt fley og fjarlægar
strendur. Hann dvaldi stundum
austur í Fljótshlíð í frændabyggð.
Þrátt fyrir nokkur kynni af land-
búnaði var það hafið, sem seiddi
hann til sín.
Fyrstu ár Harðar á sjó voru um
borð . í olíuskipinu Skeljungi
eldra. Brátt réðst Hörður um borð
i togara og var lengi á b/v Snorra
goða; stríðsárin öll sigldi hann
með togaranum til Bretlands með
fisk gegnum tundurduflagirð-
ingar eða tundurdufl á reki; alls
staðar leyndust hættur, en is-
lenzki sjómaðurinn á stríðs-
árunum lét ekki slíkt á sig fá,
hann bauð öllu byrginn — hann
sigldi samt, færandi varninginn
heim.
Eins og áður segir, þá lauk
Hörður stýrimannspröfi árið
1947, en var um skeið og i skóla-
leyfum á b/v Akurey eftir að hún
kom til landsins. 1949 hættir hann
á togurum og gerist skipstjóri á
austfirzka fiskibátnum Ásþóri;
árið 1951 var hann stýrimaður á
m/b Braga frá Reykjavík, en 1953
kaupir hann m/b Hafþór við ann-
an mann, sem þeir gerðu út til
ársins 1955. Þessi útgerð var
erfið, enda bilaði aðalvél bátsins
hvað eftir annað og svo fór, að
honum var rennt upp í fjöru í
Vatnagörðum, þaðan sem hann
átti ekki afturkvæmt. Fjárhags-
skuldbindingar i sambandi við
þessa útgerð voru svo háar, að
Hörður lenti I svo miklum fjár-
hagslegum erfiðleikum, að hann
missti hús sitt, sem hann hafði
lagt svo mikið á sig til að eignast.
Það liðu mörg ár, unz hann losn-
aði undan þeim skuldaklafa, sem
útgerðin hafði bundið honum.
Samfara erfiðleikum með út-
gerð Hafþórs, þá tóku sig upp
gömul meiðsli í baki. Varð hann
að gangast undir erfiða skurð-
aðgerð, sem varð þess valdandi,
að hann gat ekki stundað erfiðis-
vinnu, svo það var sjálfgert að
taka poka sinn og fara í land.
Gerðist hann þá dyravörður í
Laugarnesskóla og gegndi því
starfi í nokkur ár. Þar komst
hann í snertingu við skólastarf,
sem höfðaði til þeirrar eigindar
Harðar, sem hann átti svo yfrið
nóg af, sem var að miðla öðrum af
þekkingu sinni og reynslu. Tók
hann þvi fegins hendi, er Æsku-
lýðsráð Reykjavíkur leitaði til
hans um kennslu á sjóvinnu-
brögðum á námskeiðum, sem
æskulýðsráð hélt fyrir unga Reyk-
vikinga. Þar með voru næstu
tuttugu og síðustu starfsár
Harðar ráðin; upp frá því helgaði
hann sig kennarastarfinu.
Flest sumarleyfi sín frá
kennslu notaði Hörður til beinnar
sjómennsku ýmist sem skipstjóri
á mótorbátum, sem sigldu með
afla sinn til útlanda, eða sem báts-
maður eða háseti á ýmsum
skipum. Árið 1966 þá fór hann t.d.
sem skipstjóri með vélbát til
Grænlands með farm frá Kassa-
gerð Reykjavíkur. Nokkur sumur
var hann um borð i Sæbjörgu,
sem var notuð sem skólaskip fyrir
pilta frá Æskylýðsráði Reykja-
víkur. Þar held ég að hann hafi
notið sin bezt, er hann gat miðlað
piltunum af reynslu sinni við
raunveruleg sjómannsstörf, en
ekki einhvers staðar inni í skóla-
stofu. Þá sannfærðist hann um
nauðsyn þess, að íslendingar ættu
skólaskip, þar sem verðandi sjó-
menn Islands fengju sína fyrstu
raunverulega þjálfun í sjó-
mennsku.
Árið 1959 ræðst Hörður kennari
að Gagnfræðaskólanum við
Lindargötu til Jóns Á. Gissurar-
sonar, en þá var efnt til kennslu I
sjóvinnu við skólann. Þar stund-
aði Hörður kennslu næstu 12 árin,
og þar tel ég að hann hafi unnið
þrekvirki, því nú má fullyrða, og
styðja það öflugum rökum, að þar
hafi hann lagt grunn að þeirri
sjóvinnukennslu, sem nú er óðum
að dreifast um byggðir landsins.
Enda var honum og mági hans,
Pétri Ólafssyni, falið haustið 1973
af sjávarútvegsmálaráðuneytinu
og Fiskifélagi íslands i samráði
við menntamálaráðuneytið að
ferðast um landið þvert og endi-
langt, til þess að styðja við bakið á
þeim skólum og öðrum aðilum,
sem koma vildu upp kennslu I
sjóvinnubrögðum. Á sl. vetri náði
kennslan til 40 skóla og um 1500
unglinga viðs vegar um landið.
Siðan 1973 hafa u.þ.b. 300 ung-
menni lokið hinu svonefnda „30
tonna skipstjórnarprófi".
Herði var ennfremur falið að
standa fyrir kennaranámskeiðum
í sjóvinnubrögðum, sem haldin
voru á vegum menntamálaráðu-
neytis og Fiskifélags íslands. Það
gladdi hann, þegar gamlir
nemendur hans úr Lindargötu-
skóla komu á þessi námskeið.
Árið 1951 var tekin upp kennsia
í sjóvinnu við Gagnfræðaskóla
verknáms, en árið 1959 beitti Jón
Á. Gissurarson, skólastjóri Gagn-
fræðaskólans við Lindargötu, eins
og skólinn nefndist þá, að stofnað
var til sjóvinnudeildar við skól-
ann, og hann fékk Hörð Þorsteins-