Morgunblaðið - 01.06.1977, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.06.1977, Qupperneq 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 1977 VlEP' MOR&JN RAFDNU GRANI göslari ©PIB COPIKHKIH ÖW7EA6LE FELTliraS SWOWTl WORLD BðHTS IfESKVK) Já, konan yðar? — Já, hún er örugglega á góðum batavegi, hún fór héðan fyrir helgina! Faðir brúðarinnar hringdi f morgun og sagðist verða að skera kransakringluna niður — vegna blankheita! Halló, er það hjá hjónabands- miðlununni? — Ég verð að fá að skila... BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson OFT er sagt, að erfiðleikar séu til að sigrast á en eru freistingar til áð standast þær? Spilið í dag er frá tvimennings- keppni, austur gaf og allir voru utan hættu. Norður S. Á53 H. KG753 T. K2 L. 643 Suður S. K6 11. ÁD1092 T. Á53 L. ÁDIO Flestir spilararnir i suður urðu sagnhafar í sex hjörtum en austur og vestur sögðu alltaf pass. Vest- ur spilaði ýmist út trompi eða spaðadrottningu, sem suður tók heima. Nei — Þetta er einum of, ég fær aldrei fullþakkað! Hver geym- ir lykilinn? Fyrst er hér bréf sem fjallar um gönguleiðir i Laugardal, sem munu vera harðlæstar, eins og segir í bréfinu og því er þessi spurning bréfritara borin fram hér að ofan: Nú er þoiinmæðin á þrotum. Helgi eftir helgi hefi ég ætlað að ganga mér til hressingar inn Laugardalinn eins og við hér í heimilinu höfum gert árum sam- an, en komið að læstu hliði. Fyrst hélt ég að þetta væru mistök, síð- ar sannfærði einhver mig um að þetta stæði bara meðan grasið væri að ná sér ögn á strik, en nú er allt orðið grænt og enn er hlið- ið harðlæst. Við verðum því að ganga meðfram þessum skelfi- legu girðingum, sem minna á fangabúðir eða eitthvað slíkt, sem maður hefir séð á kvikmyndum, og á steinsteypunni og taka á okkur leiðinda krók og einhvern veginn er þessi ánægjulega gönguferð stórgölluð eftir að búið er að læsa mann úti frá dalnum. Er ekki hægt að fá þetta hlið opnað á ný? Hver geymir lykii- inn? Hvers vegna er hiiðið læst? Ef einungis er verið að vernda grasvöxtinn, þá ætti að mega fara að opna, þegar allt er orðið grænt og gróið. Það er mikið hugsað um íþróttafólkið og það er vel, en það má ekki gleyma okkur hinum, sem ekki erum neinir kappar a.m.k. ekki lengur, en viljum bara ganga. 1 öllum bænum opnið hlið- ið (minna hliðið) og lofið okkur að njóta Laugardalsins. Ánna Snorradóttir.“ Velvakandi hefur orðið var við að fleiri hafa rætt þetta mál, um að erfitt sé að fara ferða sinna um Laugardalinn eins og áður vegna þessara miklu girðinga, sem þarna eiga að loka leiðum. Ekki þekkir Velvakandi til málsins ef eigin raun, en það er vissulega leiðinlegt ef dalnum er lokað að verulegu leyti, sé það rétt og væri þvi þessum göngugörpum sjálf- sagt þægð i þvi að fá einhverjar skýringar á þessum lokunum. 0 Athugasemd I Velvakanda þ. 24. þ.m. segir Sigurður Draumland: „Ekki er það „hreinn" Kristur, sem „heimatrúboðið" kennir." Sam- kvæmt þessu má ætla, að S. Draumland beri kennsl á tvenns konar Krist, hreinan og ekki hreinan. Þess konar persónu þekki ég ekki. Það Heimatrúboð, sem ég starfa með, boðar Fagnaðarerindi Guðs — Krist Biblíunnar, og hjá Jesú Kristi ein- um er að fá lif og sáluhjálp; því að „Guð er Ijós og myrkur er alls ekki I Honum“. Hann elskaði mig og gaf líf sitt í dauðann fyrir mig. Vegsamað sé Hans heilaga nafn. Sigurður Vigfússon, Austurbrún 4, R.“ % Kommúnismi og Kapítalismi „Ég hef oft látið þessa rauðu tjöru í fjölmiðlunum ergja mig en hún er orðin núna með svo mikl- Eftir að hafa tekið tromp þrisv- ar (austur átti ekkert), mundir þú þá svína laufi tvisvar sinnum og vona að austur ætti annaðhvort kóng eða gosa? Eða ertu svo langt kominn í fræðunum, að þú mund- ir, með aðeins annað augað opið, sjá að spilið stendur alltaf með því að trompa spaða heima og tígul í blindum en þá er staðan orðin þessi. Norður S. — H. G T. — L. 643 Suður S. — 11. 10 T. — L. ÁD10 Nú spilar þú auðvitað laufi frá blindum og þig skiptir engu máli hvar kóngurinn og gosinn eru. Vestur má fá slaginn en þú færð afganginn. Einn spilaranna fann þessa leið en fékk slaginn á tluna. Hann varð auðvitað gráðugur, fór inn á blindan á tromp og svínaði aftur þegar austur lét gosann. Fékk hann þá alla slagina? Nei, ekki aldeilis. Hann fékk bara ellefu því vestur átti eftir iaufkónginn og spaðagosann! ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga oftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. 26 — Ég er viðbjóður, sagði hann lágt. — Nei, ég er ekki viðbjóður. Nei. En ég er bjálfi. Hann gekk að bllnum og sett- ist inn. Ég verð að herða mig upp, hugsaði hann. Ég get ekki keyrt svona á mig kominn. Hann greip blaðið sem lá l sætinu og neyddi sjálfan sig til ðO lt*sa Likfundur í Marka. Ekki hafði tekizt að bera kennsl á Kkið og ekki er Ijóst hvernig dauðann hefur borið að höndum, hvort þarna var um slys að ræða, eða hvort eitthvað annað hefur legið að baki. Efnahagsbandalagið — Sicco Mansholt sagði í viðtali við Reuter I gær, að... Hann henti frá sér blaðinu og setti bllinn I gang. Fyrst ók hann hægt, hann hafðí ekki alls kostar náð valdi yfir sér. Svo jók hann smám saman hrað- ann. Hann vissi ekki hvort gleðin var að gera vart við sig innra með honum. Eitthvað var að bæra á sér. Hann reyndi að halda þessari tilfinningu fastri, en hann skildi hana ekki alls kostar og vissi ekki hvernig hann átti að festa á henní hendur. Honum varð hugsaðtil Lenu. Nei, það var ekki frá henni sem þessi tilfinning kom. Það var eins konar tilfinn- ing... að hann væri frjáls. Von — sem var loksins dáin fyrir fullt og allt og veitti honum þar með frelsi til að eignast nýja von... Það var hins vegar dálítið hallærislegt að Katja skyldi verða til að sýna honum að Ellen var ekki sú brúða sem hann hafði haldið. Hann hefði kosið að flestir aðrir opnuðu augu hans fyrir þeim sannleika sem hafði blasað við honum þarna um kvöldið. Bara ekki Katja. Og þó, hvaða máli skipti það nú. Hann varð gripinn undarlegu kæruleysi og I kjöl- far þess fann hann á ný þessa gleðikennd fara um sig. Ilann sá Kötju fyrir sér og sér til óblandinnar undrunar hugsaði hann til hennar með gæzku... Hann veitti þvf eftirtekt að VolkswagenbfH var á eftir honum og þá mundi hann eftir bflnum sem hann hafði séð hjá Ilemmer. Og f bflnum voru tveir menn. Voru þeir að elta hann? Hann gæti gengið úr skugga um það. Peter beygði inn f næstu hliðargötu, lagði bflnum að gangstéttarbrún, sté út og opn- aði vélarhlffina. Hann var að gá niður f vélina þegar Fólksvagn- inn beygði að bílnum. Mennirn- ir tveir stigu út. — Eruð þér Peter Kessel? spurði annar. — Já. — Eruð þér vinur Frede Hemmer? — Já. — Vitið þér hvar hann er niðurkominn núna? — Nei. En segið mér, hvers konar yfirheyrsla er þetta? — Við erum frá lögreglunni. Okkur langar að ræða víð vin yðar um smá mál. Þér vitið sem sagt ekki hvar hann er niður- kominn. — Nei. En ef málið er svona iftilvægt hvers vegna er þá nauðsynlegt að elta fólk. Hann leit á þá. — Hvað er um að ræða? spurði hann. — Svo sem ekkert alvarlegt, við þyrftum bara að ná tali af honum. — Um hvað? Þeir svöruðu ekki. — Eg var hjá konu minni f dag. Hún sagði að einhver maður heldur hvimleiður hefði komíð þangað og spurt um Frede. Var það annar ykkar? — Ég harma það ef ég hef verið svona hvimlefður, sagði annar. — Hvers vegna veitið þið mér þá eftirför? — Við héldum fyrst það væri Frcde Hemmer sem æki. — En þegar þið sáuð að svo var ekki? — Þá ákváðum við að spyrja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.