Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1977 3 Hvítabandið gefur Kleppsspítala mynd- segulbandstæki HVÍTABANDIÐ hefur gefid Kleppsspftalanum fullkomin myndsegulbandstæki, sem notuð verða við meðferð sjúklinga og til kennslu heilbrigðisstétta. Frú Arndfs Þórðardóttir formaður Hvftabandsins afhenti tækin við formlega athöfn á Kleppsspftal- anum f f vikunni. Tækin eru mjög fullkomin, tvær sjónvarpsmyndavélar, myndsegulbandstæki með tfu spólum og tvö sjónvarpstæki, ann- að til móttöku litmynda. Tæki þessi munu koma að sérstöku gagni fyrir ýmiss konar atferlis- meðferð og gefa fólki tækifæri til að athuga eigin atferli, f því skyni að gera þvi grein fyrir hvað það sé, sem breyta þurfi til þess að ná settu marki. Á það við um ýmis- legt i fari sjúklinga, starfsfólks og nema, sem mikið geta lært af slik- um athugunum, að þvi er prófess- or Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppi tjáði blaðamönnum. Hann kvað myndsegulböndin enn fremur hafa marga kosti fram yfir kvikmyndafilmur, t.d. þá, að auðvelt er að stöðva segul- bandið hvar sem er, til þess að atljuga ákveðnar aðstæður, eða til þess að marg sýna litla hluta af upptökunni. Hvert band má einn- ig nota þegar búið er að hreinsa út af því. Þvkir það hagkvæmt þar sem ekki á að geyma upptök- urnar. Upptökurnar fara aldrei fram nema með vitund og sam- þykki sjúklinga og starfsfólks, sem í hlut eiga. Sagði Tómas Helgason að hefði spítalinn sjálf- ur keypti þessi tæki, hefðu þau kostað um þrjár milljónir. Að- flutningsgjöld og ýmsan kostnað fékk Hvítabandið fellt niður, en innkaupsverð var lagt fram úr sjóðum þess. Sagði Tómas sfðan að þessi gjöf væri mjög í anda stofnanda Hvíta- bandsins, Ölafíu Jóhannsdóttur (d. 1924), að gefa slík tæki, sem bæði koma að gagni við kennslu stúdenta og annarra nemenda og við meðferð þeirra, sem þjást af geðrænum kvillum. Hvítabandið eru alþjóðleg sam- tök, þótt ísland sé ekki með í alþjóðasambandinu. Nú eru um áttatíu meðlimir f félagssamtök- unum hér og hefur takmark þess fyrst og fremst verið að hjálpa bágstöddum eða „þar, sem þörfin er mest“. Núverandi stjórn Hvíta- bandsins skipa: Arndis Þórðar- dóttir, formaður, Unnur Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Elín Þórðardóttir, ritari, Helga Guð- mundsdóttir, Kristín Gísladóttir, Sigríður Sumarliðadóttir og Sigrún Sigurðardóttir. Bæjarstjórn Kópavogs: Telur sig óbundna af niður- stöðum aðalskipulags Rvíkur BÆJARSTJÖRN Kópavogs sam- þykkti á fundi sínum hinn 27. maf s.l. eftirfarandi tillögu: ,,í tilefni þess að borgarstjórn Reykjavíkur hefur nýlega sam- þykkt endurskoðað aðalskupulag fyrir Reykjavík, þar sem gert er ráð fyrir stórauknu atvinnu- húsnæði vestan Kringlumýrar- brautar, vill bæjarstjórn Kópa- vogs taka fram eftirfarandi: í samkomulagi milli Reykja- víkurborgar og Kópavogskaup- staðar um mörk kaupstaðanna o.fl. frá 9. okt. 1973, eru ákvæði er fjalla um endurskoðun á um- ferðarkerfi höfuðborgar- svæðisins, með sérstakri athugun á nauðsyn Fossvogsbrautar. Við gerð þessa samkomulags var af hálfu Kópavogskaupstaðar að sjálfsögðu gengið út frá því að forsendum umferðakerfisins væri ekki breytt meðan á nefndri at- hugun stæði. Með verulegri fjölgun atvinnu- tækifæra f vesturhluta Reykia- víkur, eins og gert er ráð fyrir í hinu endurskoðaða skipulagi, er INNLENT hins vegar um mikla breytingu á forsendum umferðakerfisins að ræða, sem krefst enn stórfelldari umferðaræða að þessum hluta borgarinnar. Bæjarstjórn Kópavogs mótmæl- ir þvf að Reykjavikurborg skuli einhliða hafa breytt nefndum for- sendum og lýsir því yfir, að hún telur sig óbundna af niðurstöðum á þeirri athugun á nauðsyn Foss- vogsbrautar, sem um er fjallað í 5. grein fyrrnefnds samkomulags. Bæjarstjörn Kópavogs lýsir jafnframt megnri óánægju sinni á þeirri málsmeðferð borgarstjórn- ar Reykjavíkur að samþykkja nýtt aðalskipulag fyrir Reykja- vikurborg á sama tima og borgar- stjórn er aðili að undirbúningi sérstakrar stofnunar, sem einmitt er ætlað það hlutverk að sam- ræma og vinna að aðalskipulagi á öllu höfuðborgarsvæðinu." r BUR-togarar með góðan afla TOGARAR Bæjarútgerðar Reykjavíkur hafa landað góðum afla í Reykjavík síðustu daga. Ing- ólfur Arnarson landaði 256 lest- um fyrir síðustu helgi, og f gær var lokið við að landa 273 lestum úr Snorra Sturlusyni og var afl- inn að mestu þorskur. Þá landaði síðutogarinn Þormóður goði 140 lestum. Minningarsjóður Ragnheið ar Bjarnadóttur berst gjöf Minningarsjóði Ragnheiðar Bjarnadóttur frá Reykjum hefur borist gjöf, er gerir sjóðnum kleift að standa undir hlutverki sínu, en það er að styrkja skóla- börn í Mosfellsskólahverfi. Því hlutverki hefur sjóðurinn ekki getað sinnt að undanförnu vegna þess hversu smár hann hefur verið. segir í frétt frá stjórn sjóðsins. Það voru hjónin Ásta Jónsdóttir og Bjarni Ásgeirsson sem stofnuðu þennan sjóð til minningar um dóttur sfna er lézt af völdum slyss. Nýle^a gáfu síðan Ingibjörg Pétursdóttir að Reykjum, Mosfellssveit, börn hennar og tengdabörn, sjóðnum gjöf til minningar um annan stofnandann, Ástu Jónsdóttur, sem lézt í aprfl s.l. Segir i frétt frá stjórn sjóðsins að hann eygi nú aftur möguleika að á sinna hlut- verki sínu. Ljósm. 01. K. M. Frú Arndfs Þórðardóttir formaður Hvftabandsins og prófessor Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppi, við annað sjónvarpstækið, sem fylgdi gjöfinni. A skerminum er mynd af fyrstu stjórn Hvftabandsins hér á landi. Skólaslit kosta sitt Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýlega 20 þúsund króna fjárveitingu til hvers skóla bæjarins til að standa undir kostnaði við veitingar vegna skólaslita. Fékk ekki lóð HRAFNISTA I Hafnarfirði sótti nýlega um lóð fyrir einbýlishús i nágrenni við Hrafnistu dvalarheimili aldraðra sjómanna, sem nýlega var vigt Húsið er aetlað forstjóra dvalarheimilisins, en þessi umsókn var synjað þar sem engar lóðir eru til ráðstöfunar sem stendur. Pantið áður en þær seljast upp AUSTURSTRÆT117, SÍMI26611 V________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.