Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNI 1977 % Esjugöngur FerSafélags islands a8 undanförnu hafa verið mjög vinsælar hji fólki og hefur margur maSurinn gengiðá Esju. þennan nágranna Reykjavlkur, I fyrsta sinn á ævinni. Nú mun hátt f 800 manns hafa gengiS á Esju I vor og ekki er ósennilegt að 1000 manns hafi farið upp á Kerhólakamp er göngunum lýkur, en þæreru farn- ar f tilefni 50 ára afmælis FerSa- félags íslands á þessu ári. Fólk, sem gengiS hefur á Esju, er á öllum aldri, sá elzti er nálægt sjötugu en sá yngsti mun vera 4 ára. Fátt er jafn hressandi og góS fjallganga, en þvf miSur láta alltof margir veSriS aftra sér. Ef fólk hins vegar býr sig nógu vel til fjallaferSa. þarf enginn aS óttast neitt, og einnig er gott veganesti aS láta ánægjuna sitja f fyrirrúmi. BlaSamaSur MorgunblaSsins tók þátt f einni ferSinni á Kerhóla- kamb þann 21. maf s.l. f þeirri ferS voru um 45 manns. sem gengu á fjalliS undir forystu þeirra Einars Hauks Kristjánssonar og BöSvars Péturssonar. sem lét sig hafa þaS aSskrópa f Straumsvfkurgöngu dagsins. Lagt var af staS frá gamla vegin- um viS KollafjarSarkleifar nokkru eftir hádegi. Hluti göngufólksins kom á eigin bflum og skildi þé eftir þarna, en aSrir komu meS hóp- ferSabfl á staSinn á vegum FerSa- félagsins. í fyrstu er gengiS inn meSfjallinu, aS svonefndri Esju- bergsleiS upp á Kerhólakamb. og ar þaS gart til aS valda ekki skemmdum og óþægindum á tún- unum viS Esjuberg. Á þessari leiS er fariS yfir Grundará. en hægt var aS stikla yfir hana á steinum. en annars var mest gengiS eftir göml- um reiSvegi er liggur þarna undir fjallinu. Þegar komiS var yfir Grundará, óx brattinn mjög og um leið fór hópurinn aS tvfstrast, þvf fólk gekk brattann mishratt. Allt þang- aS til komið var f 200 metra hæS yfir sjó varS aS fara varlega til aS ekki hryndi grjót á þé sem á eftir komu. og er hluti af þessari leiS klettabelti, en til aS gera þessa leiS öruggari voru FerSafélags- menn búnir aS leggja öryggistóg á erfiSustu staSina. Margir hvfldu sig litla stund þegar komiS var upp fyrir kletta- brúnina, en framundan var tiltölu lega auSveld gönguleiS milli Bola- gils aS vestan, sem er hrikalegt og fagurt. og SauSagils og Hestagils aS austanverSu. Frá þessum staS var mjög fallegt útsýni yfir Kjalar- nesiS og út yfir sundin. Nú var lagt á brattann og þeir sem röskastir voru hurfu sjónum von bráSar, en þeir sem voru óvanir svona fjallaferSum fóru sér hægar og hvfldu sig af og til. enda rak enginn á eftir. Eftir þvf sem ofar dró versnaSi veSriS. um stund rigndi svolftiS, en blessuS sólin brauzt af og til út á milli skýjanna og vermdi ferSa- langana. Þeir röskustu voru komn- ir upp á Kerhólakamb eftir tveggja tfma gang. en flestir voru hálfan þriSja eSa þrjá tfma. Er komiS var aS öxlinni við Kerhólakamb, var nokkur snjóhraglandi. Af þeim sökum sást IftiSfrá staSnum þar sem varSan erá hákambinum, f 852 metra hæS, en f góSu skyggni má sjá allt austur til Eyjafjallajök- uls, norSur til Oks og suSur aS Eldey. Þó aS hraglandinn byrgSi sýn, var fólk hiS kátasta er þaS kom upp, enda var þetta merkur áfangi hjá mörgum. og ekki hjá börnunum. sem voru meS f för- inni, en þaS yngsta var 6 ára. og tvö voru 8 og 9 ára. Strákarnir áttu f vændum viSurkenningar- skjal þegar niSur kæmi. og rak þá ekki slzt ðfram og voru þeir langt á undan fullfrfskum manninum á toppinn. Þegar niSur er komiS sést bezt. aS hverri heilbrigSri manneskju er þaS leikur einn aS gana á Kerhóla- kamb, aSeins ef fólk kann aS ganga mátulega hratt, þannig aS þaS ofgeri sér ekki strax. Fátt er jafn endurnærandi fyrir Ifkama og sál en góS fjallganga. og skiptirengu þótt rigni og snjói I andlit fólki, aSeins ef þaS er nógu vel búiS, ekki sfzt til fótanna, góS- ur fótabúnaSur er þaS mikilvæg asta f fjallgöngu. Margir halda aS þeir búi ekki yfir nógu miklu þreki til aS ganga á fjall sem Esju, en staSreyndin er aS þaS búa allir yfir nógu miklu þreki til aS ganga þessa lei8. aSeins ef þeir hafa áhuga á. Lagt af Stað f gönguna. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ólafsson. GENGIÐÁ ESJU StiklaS yfir Grundará. ViS vörSuna ð Kerhólakambi. Hér er fólkið komiS upp fyrir klettabrúnina ofan viS Esjuberg. Þegar niSur var komiS fengu allir viSurkenningarskfrteini um að hafa gengið á Esju. AS þessu sinni gafst enginn upp. Lagt á brattann. BöSvar Pétursson fararstjóri ásamt yngsta þátttakandan- um, Einari Erni, sem er 6 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.