Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 19 af athygli með því, hvernig ég fór að þvl. Þegar ég hafði lokað hlið- inu, festi ég það við staurinn með keðju og krækti hengilás í lykkj- una án þess að fást um að smella honum í lás. Einn daginn, þegar ég var að fara, skauzt eitt sauð- nautanna, til mín og horfði á handverk mitt augnablik. Síðan hristi það keðjuna, þangað til lás- inn datt niður og ýtti hliðinu og opnaði. Brátt gátu öll önnur sauð- naut í hjörðinni gert slíkt hið sama — ráðið við lásinn á innan við fimm minútum. Eftirminnilegasta reynsla min af hjörðinni I Vermont var, þegar sauðnautin viðurkenndu mig sem einn af þeim. Ég var í girðingunni, þegar hundarnir okkar komu að hliðinu. Sauðnaut- in sannfærðust greinilega um, að úlfar væru að búast til árásar. Með miklu fnæsi og fótastappi hröðuðu þau sér i áttina til min. Hvað var nú á seyði? Ég fékk engan tima til að forða mér, því að á örskotsstund höfðu þau myndað hinn eðlisbundna varnar- hring — með mig I honum miðj- um! Við erum enn að rannsaka ýmislegt i Vermont, þar sem nokkur þeirra dýra, sem við föng- uðum fyrst, eru enn. Angnan- guak, kölluð Gurlie, er nú 16 ára. Hún er enn í fullu fjöri og getur átt eftir að eignast nokkra kálfa í viðbót. En aftur á móti höfum við misst einn af okkar fyrstu föngum, Bully Boy, sem óx og varð að 1400 punda nauti. Stærsta sauðnaut, sem sögur fara af. Hann dó 1962. Það er þó engan veginn ætlun okkar að reyna að sýna fram á, að sauðnautabú jafn sunnarlega og i Vermont geti borgað sig. Kálfarnir eru bornir I mai eða júni, og þar sem þeir hafa þykkan feld og nær enga svitakirtla, eru þeir mjög viðkvæmir fyrir sumar- hita. Innvortis sníkjudýr, sem þekkjast ekki á heimskauts- svæðunum, drápu nokkur dýr- anna. Og forvitni sauðnautsins sjálfs um hið merkilega suðlæga dýraríki skapaði óvænt vanda- mál: Þegar þau voru að nugga trýninu utan í broddgelti, festust broddar I því illþyrmilega. öll fórnarlömbin misstu matarlyst- ina, og kelfdar kýr köstuðu höfn- um. Eftir tilraunir og rannsóknir í áratug tók stofnunin til við næsta hluta áætlunarinnar: stofnun uppeldisstöðva á norðlægum slóð- um. Við byrjuðum 1964 i College í Alaska og nú hefur uppeldis- stöðvunum fjölgað og starfsemin gengur vel. Þriðja stig áætlunar- innar er svo dreifing sauðnauta sem húsdýra til þorpa á ströndum Alaska. Hænast fljótt að mönnum Það er gaman að horfa á, hvern- ig kálfarnir reyna í fyrstu að stökkva yfir hátt grasið I girðingunni. Þeir líta á það sem fasta hindrun á vegi sínum því að svo hávaxinn gróður er óþekktur á þeirra heimaslóðum. Sumir þutu lika beint á virnetið um- hverfis svæðið, þvi að þeir höfðu aldrei séð girðingu fyrr og héldu, að þeir gætu komizt i gegnum hana. En yfirleitt nægði eitt stökk til að kenna þeim allt, sem þeir þurftu að vita i girðingarfræðum, og upp frá því reyndu þeir ekki við neina tegund af vir. Þó að sauðnautin hafi á engan hátt verið tamin til þess, leyfa þau gjarnan, að börnin fari á bak þeim og fái sér reiðtúr smáspöl. Börnin reyta einnig qiviut á sinum tima árs, þegar ullinni er safnað, meðan sauðnautin jórtra í makindum. Suðnaut ætti ekki að klippa, því að þau þurfa sinn feld til varnar gegn sól og skordýrum. Það er afar ákjósanlegt, hvað sauðnautin hafa orðið hænd að mönnum. í júni í fyrra tók hund- ur eins bústjórans — Imynd úlfs, sem er að leita að bráð — upp á þvi að fara að ónáða sauðnautin þar sem bústjórinn óttaðist, að illt gæti af hlotizt, ef hann gerði kýrnar hræddar siðar við burðinn, ákvað hann að veita hundinum ráðningu fyrirfram og sleppti honum inn f girðinguna. i stað þess að mynda varnarhring hófu sauðnautin þegar eltingar- leik og sýndu furðu mikla fimi miðað við stærð. Hlaupin í girð- ingunni fóru þannig fram, að fyrst skauzt eitt nautið af stað og Sauðnaut bregða gjarna á leik og fara meðal annars i trýnibolta. Þegar bolta er hent f girðinguna, skipta sauðnautin sé í tvo hópa og ýta boltanum með trýninu á milli sfn. Annar leikur er „Fjallkóngurinn“. Eitt þeirra fer upp á hól eða haug, og svo kemur annað og reynir að ýta þvf niður og svo koll af kolli. Þá hafa þau einnig yndi af þvf að fá sér bunu á vélsleðum, sem flytja þeim hey á veturna. Sauðnautum smalað á vélhjóli á tilraunabúi f Alaska. Hin dýr- mæta qiviut-ull hefur verið strokin af þeim, og þeir eru því sléttari og hreinni en hinir villtu frændur þeirra. Þau hafa verið afhyrnd, svo að þau meiði ekki hvert annað. Kjötið af þeim er frábært, en ullin er talin meira virði. tók sprettinn nokkra hringi. Þegar það var orðið þreytt, tók annað spretthlaupanaut við og svo koll af kolli. Þessi aðferð gerði hundinn brátt örmagna, svo að hann var í beinni ■ hættu. Maðurinn treysti á lukkuna og hljóp fram fyrir hjörðina og hróp- aði: ,,Stop!“ Og viti menn, sauð- nautin hlýddu, og hundurinn kom sér burt reynslunni ríkari. Eftir allt þetta starf er búskapur og iðnaður, sem byggist á sauðnautum, meira en draumur. Aðferðir okkar við skepnuhöld hafa aukið afrakstur kúnna, svo að nú geta þær borið á hverju ári. Til að koma þvi um kring færum við kálfana frá eftir þrjá mánuði. Þegar kýr hefur hætt að myikja, fer hún að beiða, getur tekið við fangi og síðan borið að átta mán- uðum liðnum. Megi kálfarnir ráða sjálfir, sjúga þeir í sex mánuði eða lengur, sem munar þvi, að mæðurnar bera annað hvert ár. Þrífast af naumum kosti Sem betur fer þúrfa sauðnautin engar hlöður og lítið fóður. Þau éta sjötta hlutann af því, sem nautgripir háma í sig og geta séð sér sjálf fyrir fóðri, en eftirlætis fæða þeirra eru lauf og frjóangar pilviðar. Á veturna nota þeir hina breiðu hófa framfótanna til að brjótast gegnum djúpan snjó til strjálla stráa, og þegar þau eru þyrst, „drekka" þau snjó. Jafnvel úti í auðninni fara sauð- nautin ekki vítt yfir. Það er sér- staklega auðvelt að smala saman Framhald á bls. 15 Sauðnaut álslandi • Langt er siðan áhugi á inn- flutningi sauðnauta vaknaði hér á landi. Árið 1929 voru sett lög um þetta efni og það ár og næsta voru gerðar tvær til- raunir til ínnflutnings. Sú fyrri frá Grænlandi, er Gottu- leiðangurinn sótti sjö kálfa til A-Grænlands, og I sfðara skipt- ið keypti rfkisstjórnin fimm kálfa frá Noregi og ein- staklingar um leið tvo kálfa: öll drápust dýrin eftir skamma dvöl hér á landi. Gottuleiðangurinn kom i ágúst 1929 og drápust sex kálf- ar þcgar um haustið og var talið að þeir hefðu drepizt úr bráðapest. Kvigan, sem eftir lifói, var bólusett, en drapst að áliðnum næsta vetri. Kálf- arnir, sem rikisstjórnin kaypti frá Noregi, voru geymdir f Gunnarsholti og þrifust vel um veturinn, en vorið eftir kom I þá ódöngun og týndu þoir tölunni fraim eftir sumri. lllnir kálfarnír tveir voru hafðir á Litlu—Drangeyri í Skorradal og þrifust vel. En tarfurinn fórst af slysförum. Kvigan var um vorið 1931 flutt i Gunnarsholt, þar sem hún hlaut sömu örlög og hinir kálf- arnir. Ekki var kveðið upp úr um dauðaorsökina, en orma- veiki tilnefnd. Síðan þetta var hefur áhugi á sauðnautum aukizt og 1972 samþykkti Búnaðarþing sam- hijóða að leita eftir þvf að AI- þíngi samþykkti heimildarlög um að innflutningur og eldi sauðnauta yrðu leyfð. Land- búnaðarnefnd flutti svo frum- varp þar um á aðalþingi 1973— 74 og aftur á þinginu 1974— 75. í landbúnaðarnefnd- inni voru: Stefán Valgeirsson, Ingólfur Jónsson, Þórarinn Sigurjónsson, Pálmi Jónsson. Friðjón Þórðarson, Benedikt Gröndal og Eðvard Sigurðsson. 1 greinargerð með frumvarp- inu tók landbúnaðarnefnd upp greinageð Búnaðarþings, þar sem segir, að áhugi á sauðnaut- um sé bæði sprottinn af al mennum náttúruáhuga og einnig vegna hugsanlegra nytja af tömdum og hálftömd- um hjörðum. Afurðir sauð- nauta, og þó einkum ullin, eru mjög, verðmæt vara, og er sauðnautabúskapur að verða nytsamleg atvinnugrein sums staðar i nyrztu héruðum Norður-Ameriku og nú sfðast f Noregi f tilraunaskyni. Bendir Búnaðarþing á eyði- byggðir N-lsafjarðarsýslu sem álitlegan stað fyrir sauðnauta- hjarðir og segir auðvelt að f.vlgjast með dýrunum þar úr lofti og bregða við með auka- fóður, ef skortir á örugga beit. Landbúnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson, lagðist eindregið gegn því að heim- ildarlög yrðu samþykkt. í greinargerð Páls A. Pálssonar, yfirdýralæknis, sem stuðzt var við hér að framan, varar hann við sjúkdómahættu af inn- flutningi sauðnauta eínkum vegna lungnaorma og fgulsulls og segir m.a.: „Ekki er því að neita að sauðnaut voru augna- yndi hér á landi, en ég óttast að þau kunni að verða sjúKe dómum að bráð nú sem fyrr, loftslag hér á landi sé óheppi- legt fyrir þau og e'f til vill geti borizt með sauðnautunum snfkjudýr sem valdið gætu þungum búsifjum næðu þau fótfestu hér á landi.** Áf hálfu landbúnaðarnefnd- ar var lögð áherzla á að frum- varpið næði fram að ganga og vitnað til góðrar útkomu úr tilraunum Norðmanna til sauðnautahaids og jákvæðrar reynslu af búum f Alaska og Kanada. Lögðu talsmenn nefndarinnar, Stefán Valgeirs- son og Ingólfur Jónsson, á- herzlu á að um heimildarlög væri að ræða og að til innflutn- ings þyrfti samþykki yfirdýra- læknis. Magnús Torfi Ólafsson og Pétur Sigurðsson töluðu gegn þvf að það svæði, sem friðlýst hefði verið, yrði tekið undir tilraunir á sauðnauta- haldi. t máli sfnu benti Ingólfur Jónsson á að þótt innflutning- ur hefði mistekizt fyrrum, þyrfti svo ekki að fara aftur. „Nú eru dýralæknar fleiri og nú eru ýms lyf þekkt, sem menn höfðu þá ekki ráð á, til þess að koma f veg fyrir dýra- sjúkdóma. Til dæmis mætti það teijast nokkuð öruggt að ormaveíki yrði ekki þessum dýrum að bana eins og talið er að áður hafi verið. Og bólu- setningar fara nú fram við ýmsum kvillum." Og ennfrem- ur sagði fngólfur Jónsson: „Ég held að með visindunum. sem alltaf fleygir fram, gæti vel verið að það mætti hafa dýrin hér heilbrigð og spurningin er hvort við getum gert annað betra við ýms landsvæði hér en að hafa þar sauðnaut, til dæmis nokkur svæði á Vest- f jörðum og kannski viðar. Vist er það, að ullin af sauðnautun- um er verðmæt, hún er mjög verðmæt." Sfðan lagði Ingólfur Jónsson áherzlu á, að ekki væri ætlast til þess, að menn flönuðu að neinu f þessum efnum, heldur væri neiningin að rannsaka á raunhæfan hátt. hvort það gæti verið til hags fyrir þjóð- ina að flytja inn sauðnaut og mögulegt að koma l veg fyrir hættuna, sem af þvi kynni að leiða. Frumvarpið var fellt með 15 atkvæðum gegn sex og hefur málinu Iftið sem ekkert verið hreyft opinberlega sfðan, enda þótt áhugi fjölmargra ein- staklinga á sauðnautahaldi hafi hvergi dvfnað, og vilji Búnaðarþings sé áfram óbreyttur þrátt fyrir úrslit málsins á Aiþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.