Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNI1977 13 GylfiÞ. Gislason: Adferðir til þess að takmarka afla eða sókn Kafli úr Þáttum úr fiskihagfræði I 1. hefti Fjármálatiðinda á þessu ári birtist grein eftir Gylfa Þ. Gfslason er hann nefnir: Þættir úr fiskihag- fræði, og hefur grein þessi nú verið gefin út f sérprentun. 1 tiiefni af þeim umræðum, sem að undanförnu hafa farið fram um fiskivernd, birtir Morgun- blaðið kafla úr þessari grein Gylfa Þ. Gíslasonar, þar sem m.a. er fjallað um aðferðir til þess að takmarka afla eða sókn. Fer þessi kafli hér á eftir: Þær aðferðir, sem beita má og fyrst og fremst er beitt til þess að takmarka afla eða sókn, eru margvislegar. Setja má reglur um, hvaða veiðarfæri megi nota. Vissum veiði- svæðum má loka. Setja má ákv- æði um veiðibann á ákveðnum tímabilum. Kveða má á um hámark þess afla, sem leyfilegt sé að veiða. Setja má reglur um takmörkun á sókn, t.d. tak- mörkun á fjölda veiðidaga. Og gera má veiðar háðar veiði- leyfum og þá taka gjald fyrir le^in, mishátt eftir því, hversu verðmæt þau eru talin. Öllum þessum aðferðum hefur verið beitt og er beitt. l.angminnst hefur þó kveðið að því, að veiði- leyfi séu gefin út og enn minna að hinu, að gjald sé tekið fyrir þau. Veiðileyfaaðferðinni er þó víða beitt í einstökum greinum sjávarútvegs, og þess eru einnig dæmi, að gjald sé inn- heimt fyrir slík veiðileyfi. Á síðari árum hefur þeirri skoðun vaxið mjög fylgi, að einmitt her sé um að ræða þá aðferð, sem árangursríkust sé og hagkvæm- ust til þess að takmarka afla, ef nauðsyn er á slíku, og koma f veg fyrir of mikla afkastagetu, þ.e. óarðbæra fjárfestingu í fiskiskipum og fiskvinnslu- tækjum. Hér er einmitt um að ræða þá stjórnunaraðferð, sem danski prófessorinn Jens Warming benti á fyrir meira en 60 árum og kanadísku hagfræð- ingarnir, sem ég nefndi áðan, hafa fjallað ýtarlega um með ' þeim hætti, að vakið hefur at- hygli um allan heim. Víkjum aftur að dæminu um fiskimiðin tvö. Á betri mið- unum gátu 100 fiskimenn veitt fyrir 20 milljónir króna, en á hinum lakari þurfti 133 til þess að ná þeim afla. Reynslan varð hins vegar sú, að 114 fiskimenn sóttu betri miðin, en aðeins 119 hin lakari með með þeirri af- leiðingu, að heildaraflinn og heildaraflaverðmætið minnk- aði og tekjur hvers fiskimanns lækkuðu. Viðfangsefnið er hér það, hvernig koma mætti þvi til leiðar, að aðeins 100 fiskimenn stunduðu veiðar á betri mið- unum, en 133 á þeim lakari. Þá væri hagstæðasti aflinn tryggð- ur. Ef settar væru reglur, annað hvort með lagaboði eða samkomulagi, um, að veiðileyfi þyrfti til að stunda veiðar á hvorum miðunum um sig, mætti reikna út, hvað slík veiði- leyfi þyrftu að kosta til þess að ekki væri hagkvæmt fyrir fleiri en 100 fiskimenn að veiða á gjöfulli miðunum, en 133 fiski- menn hefðu jafnmiklar tekjur af að stunda veiðar á lakari miðunum. Þarf þá auðvitað að hafa hliðsjón af launum í öðr- um atvinnugreinum og kostnað við útgerðina. Ef laun í landi að viðbættum útgeróarkostnaði væri t.d. 140.000 kr., þyrfti að tryggja fiskimönnum á báðum miðunum þær tekjur. Ef 100 fiskimenn á betri miðunum veiða fyrir 20 milljónir og hafa þannig 200 þúsund krónur í meðaltekjur, gætu tekjur þeirra orðið 140 þúsund krón- ur, þótt hver um sig greiddi 60 þúsund króna gjald fyrir leyfi til að veiða á þessum miðum. Á lakari miðunum, þar sem 133 fiskimenn afla aðeins fyrir 150 þúsund krónur hver, mætti leyfið ekki kosta nema 10.000 I kr. til þess að tekjur þessara I fiskimanna yrðu 140 þúsund krónur. Með þessu móti yrðu tekjur allra fiskimannanna jafnar. Það væri ekki hag-1 kvæmt fyrir fleiri en 100 fiski- j menn að kaupa veiðileyfi á i betri miðunum, þá lækkuðu tekjur þeirra. Og það væri hag- kvæmt fyrir allt að 133 fiski- menn að kaupa veiðileyfi á lak- ari miðunum. Alls mundu fiski- mennirnir greiða 7,3 milljónir króna fyrir veiðileyfin. En með þessu móti hefði verið komið i veg fyrir ofveiði á gjöfulli mið- unum, og lakari miðin yrðu fullnýtt. Miðað við 140.000 króna laun í öðrum atvinnugreinum að við- bættum kostnaði, má sýna fram á, að miðað við þær grundvallar forsendur varðandi samband sóknar og afla, sem lýst hefur verið, og að engar takmarkanir væru á sókn á miðin, gætu að- stæður orðið þær, að 121 fiski- maður mundi sækja betri miðin og afla þar fyrir 17 milljónir króna, en 140 fiskimenn lakari miðin og veiða þar fyrir 19,6 milljónir. Veiðileyfin valda þvi, að 28 fiskimenn verða að leita yfir í aðrar aðvinnugreinar. Þar framleiða þeir fyrir 140.000 krónur hver eða samtals fyrir 3,9 milljónir. í kjölfar veiðileyf- anna hefði heildarframleiðslan þannig vaxið um 7,3 milljónir, þ.e. aflaaukningin hefði numið 3,4 milljónum og viðbótarfram- leiðsla í öðrum greinum 3,9 milljónum. En það er nákvæm- lega sama upphæðin og greitt var fyrir veiðileyfin. Sú greiðsla hefði getað runnið i ríkissjóð, sem gæti síðan notað tekjurnar með einhverjum hætti í þágu sjávarútvegsins, eða til samtaka sjávarútvegsins sjálfs. Það er aukaatriði í þessu sambandi. Hitt er aðalatriðið, að veiðileyfakerfió og mishátt verð á veiðileyfunum eftir því, hversu gjöful miðin eru, hefur komið í veg fyrir ofveiði á góðu miðunum og vannýtingu hinna. Heildarþjóðarframleiðslan hefur vaxið við það, að með stjórnunaraðgerðum hefur sókn á miðin verið skipulögð. Jafnframt hafa tekjur í þjóðfél- aginu aukizt um nákvæmlega sömu upphæð og heildarfram- leiðsian jókst, þannig að unnt er að kaupa þessa framleiðslu. Hagur þjóðarheildarinnar hefur batnað. Það kemur öllum að gagni, einnig fiskimönnun- um. Skýringin á þessu er einfald- lega sú, að við takmörkun sókn- arinnar á fiskimiðin hefur ein- hver aðili, rikið eða samtök sjávarútvegsins, fengið í sínar hendur gjald eða rentu af þeirri auólind, sem fiskimiðin eru, sem annars hefðu tapazt vegna rangrar hagnýtingar á vinnuafli. i raun og veru væri hér farið eins að og á sér stað i Iandbúnaði. Ef hagnýting góðs jarðnæðis kostaði ekki meira en lélegs, mundu allir vilja hag- nýta góða jarðnæðið. En mis- munandi hátt jarðarafgjald, eftir gæðum jarðnæðisins, jafn- ar aðstöðuna, þannig að það verði jafnhagkvæmt að hagnýta mismunandi gott jarðnæói. Það, sem nú hefur verið sagt, hefur átt við það, hvernig beita megi veiðiléyfum og verðlagn- ingu þeirra til þess að tryggja hagstæðastan afla á mismun- andi gjöfulum miðum. En nú er það auðvitað ekki höfuðmark- mið i atvinnurekstri, að heild- arverðmæti framleiðslunnar sé sem mest. Ef ekki er um að ræða sérstakar, félagslegar að- stæður, er yfirleitt gert ráð fyr- ir því, að meginmarkmið í rekstri fyrirtækja sé að tekjur séu sem mestar umfram gjöld, — að afrakstur sé sem mestur umfram kostnað, eða m.ö.o., að hreinar tekjur séu sem hæstar. Þetta hlýtur að eiga við um sjávarútveg eins og allar aðrar atvinnugreinar. En sé það markmið fiskveiða, að hreinar tekjur af þeim séu sem mestar, er ekki víst, að það eigi sér stað við þá sókn, sem skilar hag- stæðustum afla. Hér verður viðfangsefnið það að finna við hvaða sókn marka- afrakstur viðbótarfiskimanns verður jafn þeim kostnaði, sem hann veldur með því að auka sóknina á miðin. Stundum er í þessu sambandi talað um sókn- areiningar, og er þá átt við sam- starf allra þeirra framleiðslu- afla, sem útgerð grundvallast á. Er það auðvitað réttara en að nefna aðeins fiskimanninn, eins og ég hef gert hér til þess að gera mál mitt einfaldara. Viðfangsefnið væri þá að finna, við hvaða sókn markaafrakstur sóknareiningarinnar væri jafn markakostnaði hennar. Vegna þeirrar staðreyndar, sem áður var getið, að afli vex fyrst hlutfallslega örar en sókn í tiltekinn fiskistofn, en tekur siðan að minnka í hlutfalli við sóknaraukninguna, hefur verið sýnt fram á, að markaafrakstur verði jafn markatekjum við minni sókn en skilar hagstæð- ustum afla. Þegar fiskifræðing- ar hafa sýnt fram á, að um ofveiði sé að ræða, er því ekki nóg að draga úr sókninni, þang- að til um hagstæðastan afla er að ræða, heldur þarf að draga úr henni, þangað til hreinar tekjur hlutaðeigandi fiskveiða eru orðnar mestar, þ.e., það þarf að takmarka sóknina við það stig, þar sem markakostn- aður og markaafrakstur eru jafnar stærðir. Ef enn er miðað við hið ein- falda dæmi, sem tekið var að framan, væri hægt- að sýna fram á, miðað við tilteknar for- sendur, sem grundvallast á þeim meginstaðreyndum varð- andi samband sóknar og afla, sem lýst hefur verið, að afli 70. fiskimannsins á gjöfulli miðun- um væri jafnverðmætur og laun í landi að viðbættum kostnaði, en verðmæti afla 71. fiskimannsins yrði hins vegar minni. Hann ætti því að hverla að annarri atvinnu. Ef 70 fiski- menn stunduðu veiðar á fyrri miðunum, mundi afli þeirra geta numið 17.780.000 kr., og yrðu meðaltekjur þeirra þá 254.000 krónur. Yrði þá verðið á veiðileyfunum að breytast, ef tekjur þeirra ættu að verða hliðstæðar tekjum í landi, sem voru taldar 140.000 krónur. framhald á bls. 17 ^íicfélac loftleidir fSLAJVDS Luxembourg er friðsæll töfrandi ferðamanna- staður, mótaður af frönskum og þýskum menningaráhrifum — þar sameinast franska glaðlyndið og þýska nákvæmnin. Þar sem landið er lítið, er stutt að skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er 25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljóta- héruð Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Rínar. Luxembourg — einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.