Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 39 Ivar Hreinberg Jónsson - Minning F. 18. n6v. 1941. D. 5. marz 1977. Mig langar með þessum fáu lín- um að þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast öðrum eins öðlingi og ívar var. Hann reyndist mér eins og besti bróðir og vinur i hvivetna. Hann var réttsýnn og heiðarlegur og gott til hans að leita með vanda- mál og ráðleggingar, þvi fáir eru þeim kostum gæddir að geta gefið fólki ráð við vandamálum á hreinskilinn og skynsamlegan hátt án þess að særa, en þann kost átti ívar til í ríkum mæli. Ekki óraði mig, að fáum dögum fyrir andlát hans, er ég hitti hann á götu að þetta yrði í siðasta skipti sem ég hitti hann þessa heims, og raunar trúi þvi vart enn. ívar var dulur i skapi, en við þá sem hann vingaðist við, var hann tryggðatröll. Hann var listasmið- ur á tré og járn, vandvirkur og ákaflega mikið snyrtimenni I um- gengni. Guð gaf honum tvö mannvæn- leg börn, dreng og stúlku, Guðjón Elías sem nú er 10 ára og Rósu sem er nýlega 14 ára gömul. Þau börn eru af fyrra hjónabandi hans. Sá er öllu ræður gaf þessum börnum góða greind i vöggugjöf, serts ég vona að hjálpi þeim í þeirra miklu sorg er nú grúfir yfir þeim. Og ég veit að sá er öllu ræður og svo timinn hjálpar þeim að breiða yfir harm þeirra. Ekki þekkti ég móður hans, en hún var honum mjög kær, og tal- aði hann oft við mig um hana, þannig að ég hugsaði með mér, þessi kona er mannkostakona og hetja i lund. ívar var nýlega giftur Ester Haraldsdóttur, á hún þrjú börn sem hann reyndist eins og besti faðir og eiga þau einnig um sárt að binda. Ivar var ákaflega skemmtilegur viðræðumaður, enda sterkgreind- ur og réttsýnn. Starfsorka hans var gifurlega mikil, og oft spurði ég hann: Verður þú aldrei þreytt- ur, ívar? Þá brosti hann og sagði: Ég finn nú lítið fyrir þvi. Hann var góður heimilismaður, nær- gætinn og barngóður. Ester min, ég veit að alfaðir verndar þig og styrkir í þinni stóru sorg og ég veit að ef eitt- hvert líf er eftir þetta líf, þá er hugur ívars hjá þér, og börnun- um þínum og hans, svo og móður hans og öðrum aðstandendum. Heilagi faðir haltu verndar- hendi þinni yfir Ester, börnunum hans, svo og móður hans og öðrum aðstandendum sem nú bera harm í hjarta. Ég og dæturnar mínar litlu, sem dýkuðu Ivar, sendum guði þökk fyrir að hafa leyft okkur að kynnast slíkum mannkostamanrji sem ívar var. Guð blessi aðstandendur. Kristin Guðmundsdóttir. — Minning Kristján Framhald af bls. 30 lyndur með afbrigðum. Hann var tungumálamaður mikill og bók- haldari góður. Kenndi hann um skeið við Gagnfræðaskólann I Vestmannaeyjum. Hann stundaði sjómennsku af og til flest sin ár og jafnan eftirsóttur sjómaður. Hin siðari ár var hann starfs- maður í vélsm. Magna enda völundur í höndum. Arið 1971 varð Kiddi fyrir svo alvarlegu slysi, að hann náði sér aldrei að fullu eftir það. Seinni árin vann hann ýmis störf sem til féllu. Lengst af á Skattstofu Vest- mannaeyja. Til marks um vinsældir hans meðal bæjarbúa fjölmenntu þeir mjög við útför hans frá Landa- kirkju. Ég þakka Kidda fyrir ást og alúð i minn garð. Megi minning um góðan dreng lifa í hjörtum vörum. Megi Drottinn blessa og vernda eiginkonu hins látna, börn, barna- börn, tengdabörn og aðra ástvini, og vera þeim stoð og stytta í harmi þeirra. G.A. Vestmannaeyjum. Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðir Bedford 5 og 7 ioAn augablöð aftan Datsun diesel 70—77 augablöð aftan Mercedes Bens 1413 augablöð aftan og framan Mercedes Bens 1 41 3 krókblöð aftan og framan Mercedes Bens 322 og 1113 augablöð aftan og framan Scania Vabis L76 augablöð aftan og framan Volvo 375 augablöð framan 2'A" og 2V2" styrktarblöð í fólksbíla. Mikið útval af miðfjaðraböltum og fjaðraklemmum. Smíðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. BYKART OVER OSLO \??0J med omegnen / vesI Landsmálafélagid Vörður Ódýr Oslóarferð 14. júlí— 1 .ágúst Allar nánari upplýsingar FERÐASKFUFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 Svona eiga bilar að vera! Það er auðvelt að f ramleiða f rábæran bil Hann þarf aðeins að vera miklu betri en allir hinir Suðurlandsbraut 16-Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.