Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 Hertar aðgerðir vegna umferðarlagabrota: Lögreglan sækir fólk í yfirheyrslur LÖGREGLAN f Reykjavík hefur hert aðgerðir f sambandi við umferð- arlagabrot. Eru fjðrir lögreglumenn núna nær eingöngu í þvf að sækja fðlk til yfirheyrslu, sem einhverra hluta vegna hefur ekki sinnt kvaðningum lögreglunnar. Við gildistöku laga um Rannsóknarlögreglu ríkisins taka lögregluembætti að sér full- vinnslu nokkurra smærri mála- flokka svo sem umferðarlaga- brota. Hafa verið töluverð brögð að því, að ökumenn hafi ekki sinnt kvaðningum um að greiða sektir vegna umferðarlagabrota eða mæta til yfirheyrslu vegna slíkra brota. Eru ástæðurnar margvíslegar en algengt er að fólk reyni að sleppa við að greiða sektir eða trassi það hreinlega. Hafa málin þá verið send áfram til sakadóms. Nú á hins vegar að herða aðeins tökin á þessu og verður fólk framvegis sótt heim eða á vinnustað ef það trassar að koma. Verður það að gefa skýr- ingar á því hvers vegna það hefur ekki mætt og hvort það sé ósk þess að málin gangi til sakadóms. Hefur reynslan orðið sú, að flest- ir, sem kallaðir eru fyrir vegna Framhald á bls. 23 Brjóta jafnréttislög í bága við grundvall- arreglur íslenzkr- ar stjómskipunar? JAFNRÉTTISRÁÐ vakti athygli á þvf rétt fyrir sfðastliðin mánaða- mót, að samkvæmt lögum um jafnrétti kvenna og karla væri bannað f starfsauglýsingum að kyngreina starfsmanninn, sem óskað er að ráða til starfans. t fréttatilkynningu frá ráðinu kom fram, að samkvæmt 12. grein laganna yrði sá, sem bryti gegn lögunum af ásettu ráði eða með gáleysi, skaðabótaskyldur samkvæmt almenn- um reglum. Slfk brot skuli varða fésektum, nema þyngri refsing liggi við að lögum. Ákvæði 12. greinarinnar tók gildi 1. júlf sfðastliðinn. Manna á meðal hefur þetta ákvæði laganna um að banna kyn- greiningu sætt talsverðri gagnrýni og hafa menn jafnvel talið, að ákvæði laganna geti brotið gegn almennum ákvæðum um tjáningar- frelsi, sem ættu að ná jafnt til ritaðs máls f auglýsingum sem annars staðar. Morgunblaðið bar þessa spurningu fram við Sigurð Lfndal, prófessor í lögum við Háskóla tslands, og lét hann þá skoðun f Ijós, að hann teldi fullkomlega eðlilegar ástæður geti legið að baki þvf, að menn vildu fremur ráða starfsmann af öðru kyninu en hinu. Við setningu reglna um hömlur á persónufrelsi manna kvað hann og þurfa að vera mjög rfkar ástæður. Einnig kvað hann koma til álita, hvort þetta ákvæði bryti ekki f bága við þær mannréttindayfirlýsingar, sem tslendingar hafi undirritað. Svar Sigurðar Lfndals prófessors er svohljóðandi: „Hér er um að ræða lög nr. 78 frá 1976 um jafnrétti kvenna og karla. í 1. grein þeirra segir, að tilgangur laganna sé að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Síðan koma nokkur ákvæði þar að lútandi, en í 4. grein segir: „Starf, sem auglýst er laust til umsóknar, skal standa opið jafnt konum sem körlum. í slikri auglýsingu er óheimilt að gefa til kynna að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu.“ Spurn- ingin, hvort þessi grein brýtur i bága við ákvæði stjórnarskrár- innar um tjáningarfrelsi, er í sjálfu sér tímabær, en þó virð- ist mér nú fremur, að með þessu ákvæði kynni að vera ver- ið að skerða persónufrelsi manna. í stjórnarskránni er að vísu engin almenn yfirlýsing um að, menn skuli njóta þess, en þó held ég að segja megi, að það sé alveg ótvírætt, að sú óskráða grundvallarregla gildi í íslenzkri stjórnskipun. í þessu felst m.a., að menn ráði dvalar- stað sinum, einkahögum og at- höfnum. Oft og einatt verður að setja reglur, sem skerða slíkt frelsi manna og dæmi eru um slíkt bæði í stjórnarskránni og Framhald á bls. 28 Rvíkurborg áformar friðun tólf bygginga REYKJAVlKURBORG hefur hafið undirbúning að friðlýsingu á Gunnarssonar, sem framkvæmd nokkrum merkum gömlum bygginu, sem eru í eigu borgarinnar sjálfrar, og vór Birgir tsl. Gunnarsson borgarstjóri fram á það með bréfi, sem lagt var fram f umhverfismálaráði f vikunni, að ráðið ynni áfram að málinu og gerði um það ákveðnar tillögur. Jafnframt þvf koma til greina að leita samkomulags við eigendur ýmissa áhuga- verðra húsa f borginni um friðlýsingu, svo sem t.d. fbúa við Tjarnar- götu. Byggingar borgarinnar, sem áform eru um að friðlýsa, eru Fríkirkjuvegur 1 (Miðbæjarskól- inn), 3 og 11, Lækjargata 14 og 14B (Iðnskólahúsið gamla og Búnaðarfélagshúsið), Tjarna- rgata 20 og húsin 33 og 35, (sem standa við Tjörnina á móti Ráð- herrabústaðnum) Hverfisgata 83 (Bjarnaborg), Þingholtsstræti 29A (Borgarbókasafnið), Höfði við Borgartún og Austurbæjar- skólinn. Hefur borgarstjóri leitað álits húsafriðunarnefndar um hugsanlega friðlýsingu þessara húsa, og fengið mjög jákvæðar undirtektir. Yrði þar um að ræða Lagt varan- legt slitlag á Þingvalla- veg í sumar? í ATHUGUN er að leggja varanlegt slitlag á hluta Þingvallavegar í suraar, að sögn Jóns Birgis Jónssonar yfir- verkfræðings hjá Vega- gerð ríkisins. Að sögn Jóns er fyrir hendi lánsheimild til verksins, og ef hún verður nýtt, verður lagt slitlag á veginn frá Vestur- landsvegi upp Mosfellsdalinn rétt upp fyrir Gljúfrastein. Sagði Jón, að þessi hluti vegar- ins væri vel undirbyggður og þyrfti lítillar lagfæringar við áður en skellt yrði á hann varanlegu slitlagi. friðlýsingu I svokölluðum B- flokki, þ.e. friðlýsingin nær yfir útlit bygginganna. Þór Magnússyni, formanni Húsafriðunarnefndar, er borgar- stjóra þakkað frumkvæðið og jafnframt hefur nefndin lagt til, að húsakönnun þeirra Harðar Ágústssonar og Þorsteins var fyrir nokkrum árum, verði endurskoðuð með tillitit til breyttra aðstæðna og nýrra við- horfa í þessum málum. Umhverfismálaráð Reykja- víkurborgar hefur að beiðni borgarstjóra tekið málið upp til nánari athugunar og mun gera ákveðnar tillögur um það til borgarráðs, Þess skal getið að 1973 voru friðlýstar á sama hátt 6 bygging- ar, sem ríkið á, þ.e. Aiþingishúsið, Dómkirkjan og Safnahúsið skv. A-friðun, og Stjórnarráðshúsið, Menntaskólinn og bókhlaðan skv. B-friðlýsingu. Þessi hús, sem standa þarna svo hlýlega við Tjörnina, Miðbæjar- skólinn og gamla Búnaðarfélagshúsið, eru meðal þeirra húsa 1 eigu Reykjavfkurborgar, sem borgaryfirvöld hyggjast nú friðlýsa, þannig að þeim verði ekki breytt að utan. BRÆÐRABYLTA I HANASLAG A ÆGISSlÐUNNI. Útflutningur Hampiðjunn- ar á netaefni eykst stöðugt AÐ undanförnu hefur Hamiðjan í Reykjavík flutt út mikið af net- efni til Færeyja og ennfremur til Danmerkur og á næstunni hefur fyrirtækið útflutning á netaefni til Kanada. Magnús Gústafsson forstjóri Hampiðjunnar sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að útflutn- ingur á netaefni i troll ykist sifellt til Færeyja og notuðu þeir nú ekki annað polyethylene efni en frá íslandi. Þá hefðu þeir um hrið flutt út nokkuð mikið af sams konar netaefni til Danmerk- ur, síðan hefði þessi útflutningur dottið niður, en nú væri salan þangað að aukast aftur. Þá sagði Magnús, að á næstunni yrði send fyrsta sendingin af polyethylene efni til Kanada eða réttara sagt Nýfundnalands, en útgerðaraðil- ar þar i landi hefðu nú fest kaup á nokkru magni af íslenzku neta- garni. Sagði Magnús, að hann hefði trú á að Kanadamarkaður- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.