Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNl 1977 11 r r Sr. Guðmundur Oli Olafsson: Furðustríð uppvakninganna Sr. Guðmundur Óli Ólafsson, rit- stjóri Kirkjuritsins, óskaði eftir þvf 1 stuttri grein, er birtist eftir hann 1 Morgunblaðinu fyrir skömmu, að blaðið birti I heild grein hans í Orðabelgi Kirkjurits, sem getið var um f frétt Morgun- blaðsins fyrir nokkru. Fer grein þessi hér á eftir f heild: Nú eru þeir orðnir kunnir að þvf á Morgunblaðinu að vekja upp drauga, — og kemur hver draugurinn upp úr öðrum. Sú merkilega uppvakningasaga eða kómedia hófst, er grein birtist í Kirkjuriti um hreina trú. Á auga- bragði komust nokkrir athafna- samir andar á kreik eins og af sjálfsdáðum. Og höfundur greinarinnar varð þjóðkunnur „vondur" maður á fám dægrum. Svo illt verk er það að boða Krist, krossfestan og upprisinn, og kalla hann lífsvon mannkyns. Illt og ljótt virðist það og orðið, sem forfeður vorir settu traust sitt á um aldir, — því kristnir voru þeir flestir lengst af, þótt ýmsir láti nú svo heita, að þeir hafi trúað á álfa í hólum. Þeir hinir sömu ættu að kynna sér til dæmis sambýli þjóðtrúarinnar og rétttrúnaðarins á íslandi. Þó vænkaðist fyrst til muna hagur uppvakninganna, þegar pl'testastefna var haldin í Skál- holti, og andlegir leiðtogar kristinna safnaða á íslandi, heiðarlegir og samvizkusamir menn, að ætla má og allir sér- fræðir um trúarbrögð, leyfðu sér þá ósvinnu að vara við því, sem þeir töldu andlega óhollustu. Þá vöknuðu upp býsna margir liðs- menn hinna fyrri anda, svo lfk- legir sem ólíklegir, og lesa mátti fyrirsagnir um „aumingja prest- ana" f blöðum og sitthvað fleira skrifað af áþekkri geðshræringu. Það eru vitanlega engir Guðs volaðir andlegir vesalingar, sem hafa efni á því að vorkenna prestastéttinni með þeim hætti! Einna furðulegast má þó heita f öllu þessu stríði, að stjórnendur stærsta dagblaðsins í Reykjavfk hafa tekið mjög svo eindregna afstöðu með uppvakningasveit- inni og þar með gegn kristinni boðun og lútherskri þjóðkirkju á íslandi. Nú má ætla að all stór hópur lesenda blaðsins sé kirkju- fólk, og er þetta þeim mun annar- legra. Virðist tími til kominn, að það fólk hafi gát á, hverju það ljær lið, þegar það kaupir og les dagblöð. Dó, dó og dumma Jesús reið inn f Jerúsalem á asna, eins og afbrotamaður að austurlenzkum hætti, og föru- nautar hans, sem hylltu hann sem Messías, voru ekki hátíðakór úr musterinu. Efalaust voru þeir flestir fátækt fólk og svokallaðir syndarar. En Jesús vildi ekki hasta á þá. Þann dag, er hann hélt til móts við þjáning sína og til aftökunnar, mátti heimurinn vita, hver hann var, hinn blessaði konungur. „Ég segi yður, ef þessir þegðu, mundu steinarnir hrópa.“ Þann dag varð margur ósáttur við hann. Og æ sfðar hafa uppi verið menn, sem vildu færa margt til betri vegar, klæða kristinn dóm í hrjálegri búning. Morgun- blaðsmenn virðast nú hafa tekið upp slika umbóastefnu. Sira Bolli Gústafsson f Laufási hafði þann starfa með höndum að rita sunnudagahugvekjur fyrir Morgunblaðið um þær mundir, er mest gekk á út af prestastefnunni margnefndu. Hann er ritsnjall maður og gæddur hóglátri kimni, enda fórst honum allt vel. En frá þvi hann lét af hugvekjusmíðinni, hafa ekki aðrir komizt þar að en þeir, er fylgdu „umbótastefnu" blaðsins. En þeir fá þar einnig góðan ,,dóm“ og háa einkunn. Kveður þar mest að síra Jóni Auðuns, fyrrum dómprófasti, enda er hann manna kunnastur að þvf að lúskra á kreddumönnum og ýmsum meginatriðum krist- innar kenningar, svo og ýmsum forynjum, er hann sá þar í kring, — vígreifur eins og Dón Kfkóti. í mjög svo hentugan tíma kom og hvalreki mikill á fjörur Morgun- blaðsins, því að sira Jón birti í vetur æviminningar sínar og greinargerð fyrir lifsskoðun sinni ásamt palladómum nokkrum um samferðamenn. Er ekki að orð- lengja að lesendum Morgunblaðs- Guðmundur Óli Ólafsson ins má nú ljóst vera, að þvílík bók hefur ekki lengi komið út á íslandi. Ef rétt er munað fóru að birtast kaflar úr bók þessari í Morgun- blaði nokkru áður en hún kom út. Var til þess varið heilum siðum eða opnum blaðsins. Hvort sem það var hending eða ekki, voru m.a. til valdir kaflar.um fólk, sem á sinni tfð hafði verið i forystu fyrir kristilegum félögum, er prófastinum var heldur f nöp við. Nú var þetta fólk horfið af þess- um heimi og óhætt að segja um það, hvað sem var, jafnvel láta í skina, að það hefði nú verið blendið í trúnni og ekki góð- mennskan einber. Dr. Bjarni Jónsson, vfgslubiskup var einn þeirra tilnefndu, forveri bókar- höfundar í embætti dómprófasts og um skeið samverkamaður hans við Dómkirkjuna. Þó tók nú fyrst í hnjúkana, þegar ritdómur um bókina kom í Morgunblaði. Þar dugði ekki minna en einar fjórar eða fimm síður af alkunnri mælgi Guðmundar Hagalíns. Virtist hann sem bergnuminn, enda skorti ekki lýsingarorð í dóminn þann. Auk þess, að bókarefnið var þar mjög svo endursagt, svo sem háttur er Hagalins, voru þar inn- an um og saman við nokkrar mergjaðar athugasemdir eða íhuganir frá eigin brjósti rit- höfundarins um kristnilíf Norð- manna, Lýðháskólann i Skálholti, forstöðumann hans og fleira. Ekki var þess að neinu getið, hversu rithöfundurinn hefði hag- að úttekt sinni á kristni frænda vorra í Austurvegi, ekki orð um hversu oft hann hefði lagt leið sína í kirkjur þar, hversu marga predikara heyrt, hversu marga trúaða hann hefði verið samvist- um við til að athuga trúrækni þeirra og dagfar. Nei, hér var einungis verið að éta eitthvað upp eftir Arnúlfi överland, reynt að stæla gamla og heldur óhrjálega skrfpamynd eftir hann. Það tók því þá! Aðrar athugasemdir úr rit- dóminum er liklega bezt að leiða hjá sér. Einhver var raunar að segja, að gamla kennaraskólavíð- sýnið væri i þessu skrifi Hagalíns. Það er slæm umsögn, ef sönn reynist. Gjarna vildi sá, er þetta ritar, hafa hærri hugmyndir um það viðsýni. En hvað er um að tala, þegar heiðursmenn fara að hlaupa útundan sér i andlegri heift og formyrkvuðum hroka? Eiginlega kemur ekki annað sam- bærilegt í hugann en maðurinn, sem gekk í musterið til að þakka Guði fyrir, að hann væri betri en aðrir menn. En síra Hallgrímur segir: „Sá dauði hefur sinn dóm með sér, hver helzt hann er, sem bezt haf gát á sjálfum þér.“ Heilinn í Singer Futura sér um aö framkvæma hug- myndir þínar fljótt og örugglega. SÖLU - OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18 A, Domus, Laugavegi 91, Véladeild Sambandsins Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA SVéladeild p ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 Enn auöveldara að sauma. Svo er Singer fyrir aö þakka. Þar er tæknin notuð til aö auövelda og auka ánægjuna viö aö sauma sjálf. Singer kenndi heiminum aö sauma og hefur nú kennt saumavél aö hugsa. Nýja Singer Futura er fyrsta saumavélin í heiminum meö rafeindaheila. Engin önnur saumavél hefur slíkan búnað. Nú þarf ekki lengur aö nota breytilegar handstillingar og rýna í sauminn til aö ná góöum árangri. Gerö saumsins, stærö hnappagatsins, lengd mynstursins - nú er þaö sjálfstýrt eftir aö búiö er aö ýta á hnapp. Sjálfvirk spólun og tveir hraðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.