Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Atvinnutækifæri Til sölu er ákveðið magn af seljanlegri vöru. Sex sjónvarpsauglýsingar fylgja. Tilvalið fyrir einn eða tvo sniðuga sölumenn, til að skapa sér sjálfstæðan rekstur. Til að aðstoða tilvonandi kaupendur við að skapa sér eigið fjármagn, bjóðum við greiðslukjör. 5 ára skuldabréf gegn fast- eignatryggingu. Fyrsta greiðsla eftir ár. Skapið eigið fyrirtæki og framtíð. Erlent viðskiptasamband fylgir. Vinsamlega sendið inn nöfn og símanúm- er ef þér óskið eftir frekari uppl. Merkt: „Atvinnutækifæri — 6048". Frá Gagnfræða- skólanum í Keflavík Óskum að ráða eftirtalda kennara: / 2 kennara í raungreinum og stærðfræði. Kennara í ensku. íþróttakennara drengja og stúlkna. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 92-1045 og 92-2597. Skólanefnd Keflavíkur Ritarar Óskum eftir að ráða ritara til starfa: 1. Við vélritun og fleiri störf. 2. Við vélritun (hálfsdagsstarf kl. 1 —5) Umsóknir sendist Starfsmannastjóra sem gefur nánari upplýsingar. Samband ísl. Samvinnufélaga. Endurskoðunar- skrifstofa óskar að ráða. 1. Starfskraft til starfa við vélritun, færslu á bókhaldsvél o.fl. 2. Viðskiptafræðinema (eða nýstúdent), sem hyggur á endurskoðunarnám. Eiginhandarumsókn er greini upplýsingar um aldur, nám, námsárangur og fyrri störf, sendist augld. Mbl. fyrir 21. júní n.k. merkt: „Endurskoðunarskrifstofa — 2374". Skólafulltrúi Staða skólafulltrúa í Vestmannaeyjum, er nú þegar laus til umsóknar. Staðan verð- ur heils dags starf fyrstu árin. En reikna má með hálfs dags starfi síðar meir. Laun og kjör samkvæmt samningum opinberra starfsmanna. Umsóknum skal skilað í ráðhús Vest- mannaeyja eigi síðar en 20. júní n.k. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Vestmannaeyjum 6. júní '77 Skólanefnd Vestmannaeyja. Fóstrur — Kennarar Óskum eftir góðum starfskrafti (fóstru eða kennaramenntuðum) sem fyrst. Gefur til- efni til að vinna á hugmyndaríkan og markvissan hátt með blandaðan aldurs- hóp (2ja—7 ára, 20 alls). í samstarfi við 3 aðra starfsmenn og foreldra. Laun samkvæmt viðkomandi stéttarfélagi að viðbættu 1 5% álagi. Nánari upplýsingar í síma 21182 (Anna) á daginn og í síma 1 7338 eftir kl. 1 8. Krógasel, Hábæ 28, Reykjavík. Fore/draheimi/i. Starfskraftur óskast til saumastarfa. Bláfeldur, Síðumúla 31. Eftirfarandi starfsfólk óskast: 1. Rafvirki til að annast sölustörf með rafmagnsvörur. 2. Rafvirki til afgreiðslustarfa á vöru- lager. 3. Ritari til vélritunar og almennra skrif- stofustarfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi æfingu í störfum sínum. Umsóknir, sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „HR —2145". Tölvari óskast Stórt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða tölvara (Operator). Við leitum að manni, sem: — hefur góða enskukunnáttu — er tilbúinn að taka á verkefnum af dugnaði — hefur atorku og frumkvæði Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf. sendist á afgreiðslu Morgunblaðsins merktar : „Tölvari — 21 52" sem fyrst eða eigi síðar en 26. júni n.k. 2 afgreiðslu- manneskjur óskast í verslun vora að Austurstræti 8. Vinnutími annarrar frá kl. 9 —13. Vinnu- tími hinnar frá kl. 13 —18 (nema föstu- daga til kl. 1 9). Laun skv. 2—4 fl. verslunarmannafé- lagsins. Um framtíðarstörf eru að ræða. Nánari upplýsingar í síma 4201 1 kl. 2—4 á daginn. Fjármálastjóri Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar er laust til umsóknar. Óskað er eftir að umsækjandi hafi viðskiptafræði- menntun eða góða starfsreynslu við bók- hald. Laun eru samkvæmt launaflokki B 21. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum, fyrir 20. júní n.k. til raf- veitustjóra, sem veitir nánari uppl. um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Afgreiðsla 1 —6 Óskum að ráða sem fyrst starfskraft til afgreiðslustarfa í rafdeild. Vinnutími 1 —6 daglega 5 daga vikunn- ar. Upplýsingar á skrifstofunni. J.L-húsið Jón Loftsson h. f. Framkvæmdastjóri Trésmiðja Austurlands h/f Fáskrúðsfirði óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra frá 1. september n.k. Umsóknum, með upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast skilað til formanns félags- stjórnar Helga V. Guðmundssonar. Fá- skrúðsfirði, fyrir 1. júlí n.k. Upplýsingar eru veittar í síma 97-5220 og 97-5221. Hjúkrunarskóli Islands Eiríksgötu 34 Nokkrar stöður hjúkrunarkennara eru lausar til umsóknar. Fullt-starf er æskileg- ast, en hálft starf kemur til greina. Upplýsingar gefur skólastjóri. Frá Barnaskólanum í Keflavík Óskum að ráða kennara í nokkrar almennar stöður, einnig íþróttakennara stúlkna. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 92-1450 og 92-2959. Skólanefnd Keflavíkur Hjúkrunar- fræðingar óskast til starfa við Heilsugæslustöð á Hellu. Umsóknir sendist heilbirgðisráðuneytinu Arnarhvoli. Uppl. á staðnum veita héraðs- læknir í síma 99-5849 og sveitarstjóri Rangárvallahrepps í síma 99-5834. — Kanada Framhald af bls. 1 ið hafa séð dagsins ljós, lýsti því yfir í síðustu viku, að hann féllist á opinbera réttarrannsókn, ef dómstólameðferðin varpaði ekki nægilegu ljósi á málavöxtu til að þagga niður í gagnrýnéndum. Á föstudag átti að kveða upp f Montreal dóma yfir þremur lög- reglumönnum, sem hafa viður- kennt að hafa brotizt inn í skrif- stofur Agence de Libre Presse í Montreal 1972 án húsrannsóknar- heimildar. ALP er vinstrisinnuð fréttastofa. Má þetta sá ekki dags- ins ljós fyrr en á sl. ári, er lög- regluþjónn úr kanadísku riddara- lcgreglunni kom fyrir dómstól sakaður um afbrot, sem ekkert var tengt þessu máli. Warren All- mand, sem var ríkissaksóknari þá, fyrirskipaði þegar í stað rannsókn á málinu, sem leiddi til handtöku þremenninganna. Það, sem um er deilt nú, er hvenær kanadíska riddaralögregl- an, sem er alrfkislögregla Kanada, skýrði stjórn Trudeaus frá málinu. Einn af þingmönnum stjórnarandstöðunnar Allan Lawrence, heldur þvf fram að þá- verandi ríkissaksóknara, Jean- Pierre Goyer, hafi verið skýrt frá innbrotinu nokkrum vikum eftir að það var framið en Trudeau hefur sagt, að málið hafi ekki borizt rikisstjórninni til eyrna fyrr en þremur árum seinna. Fyrrum starfsmaður fréttastof- unnar, Pierre Cappiello, lýsti því yfir i síðustu viku, að Goyer hefði verið skýrt frá innbrotinu innan þriggja daga. Goyer, sem nú er birgðamálaráðherra í stjórn Trudeaus, sagði að ef hann hefð talið sig vera flæktan í eitthvert misferli hefði hann sagt af sér. Er Geyer var ríkisssaksóknari 1971 sendi hann bréf til allra ráð- herranna í ríkisstjórninni, þar sem talin voru upp nöfn 21 opin- bers starfsmanns, sem grunaðir væru um undirróðursstarfsemi. Trudeau neitaði, að slfkt bréf væri til, unz einn af stjórnarand- stöðuþingmönnunum lagði fram eintak af því. Þessi nafnalisti hefur verið settur í samband við dularfullan eldsvoða og skjalaþjófnað úr skrifstofu Praxixstofnunarinnar i Toronto 1970, en sú stofnun hefur unnið meðal fátæks fólks í Kanada. Aldrei hefur komið fram hverjir voru að verki en ýmsar getgátur eru á lofti. Hefur mál þetta vakið mikinn úlfaþyt f Kanada og talið geta haft alvar- legar stjórnmálalegar afleiðingar þar í landi að þvf er New York Times sagði í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.