Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNl 1977 Færðu til þrjáhringi Þetta er þríhyrningur úr hringjum, og oddurinn snýr upp. Getur þú snúið oddinum niður með því að færa aðeins til þrjá hringi? Ef til vill getur þú klippt tíu hringi út úr pappír og reynt að finna lausn með því að raða þeim á borð hjá þér. Lausnin er á öðrum stað á síðunni. Barna- og íjölskyldnsíðan SKÓlí . Sif Einarsdóttir, 6 ára Fjólugötu 23, Reykjavfk teiknaði mynd af bekknum sfnum f Austurbæjarskóla handa sfðunni. Sif hefur sent okkur mynd áður, og við þökkum henni kærlega fyrir, sem og öllum öðrum sem senda okkur efni. 80 ára: Valdís Jónsdóttir frá Seljatungu i. í dag verður áttræð sæmdar- konan Valdís Jónsdóttir, Lang- holtsvegi 8 í Reykjavik. Hún er fædd í Gerðum í Gaulverjabæjar- hreppi 12. júní 1897, dóttir Jóns bónda Erlendssonar og Kristínar Þorláksdóttur. Jón var af bænda- ættum úr Landsveit, i beinan karllegg af Stefáni Gunnarssyni skólameistara í Skálholti, sem var af ætt Finnboga gamla i Ási (Ásverjar). Var Jón bóndi jafn- framt 6. liður frá Bjarna hrepp- stjóra Halldórssyni á Vikingslæk, og má lesa um ættir hans og frændur i „Víkingslækjarætt" eftir Pétur Zophoníason. Kristín, móðir Valdisar var af s.k. Galtarstaðaætt úr Gaulverja- bæjarhreppi, dóttir Þorláks bónda þar, Pálssonar frá Mold- núp. Var það prestakyn, og má rekja ættina til Finnboga Gísla- sonar, prests í Felli i Mýrdal (d. 1669). Um afkomendur þeirra Jóns og Kristínar má fræðast í Víkings- lækjarætt, I. bindí, bls. 185—188. If. Valdís var næstyngst af sjö börnum foreldra sinna. Lifsbar- áttan var erfið hjá barnmörgu fólki á þeim tímum. Jón og Kristin brutust áfram í fátækt og bjuggu viða, fyrst á Lágafelli í Mosfellssveit. 1 Gerðum fæddust 3 börn þeirra og yngsta barnið í Garðhúsum hjá Gaulverjabæ. Þaðan fluttust þau að Seljatungu í sömu sveit. Valdís var þá þriggja ára og man vel eftir atvikum úr þeirri ferð og lengra fram. Jón keypti síðar Seljatungu- bæinn, og varð jafnframt að stunda sjóinn til að sækja björg i bú, eins og þá var algengt. Hann dó, þegar Valdís var 17 ára, og tók þá elzti bróðir hennar við búinu með móðurinni. Kristín var vel gefin og mikilhæf kona. Hún lézt árið 1945 í Reykjavík, 86 ára. Auk sinna sjö barna hafði hún einnig að verulegu ieyti annazt uppeldi Hönnu Karlsdóttur, sem síðar giftist sr. Sigurði Einarssyni skáldi í Holti. Alltaf var mjög gott samlyndi með Seljatungusystkynum, og Valdís minnist með ánægju bernskuáranna í sveitinni. Hún er nú ein eftirlifandi af þeim syst- kynum. III. Tvítug að aldri fór Valdís til systur sinnar Mariu, sem þá var gift Gísla Jónssyni bónda á Stóru—Reykjum í Hraungerðis- hrepp. Þar kynntist hún Jóni Helgasyni frá Ósabakka á Skeið- um, sem síðar varð eiginmaður hennar (1921). Til Reykjavíkur kom hún um nýárið 1918. Vetur- inn eftir fluttust þau Jón að Njálsgötu 13 i Rvik og áttu þar elztu dóttur sína 1922. Þá bjuggu þau 4 ár í húsi, sem Sigurliði Kristjánsson kaupmaður, frændi Jóns, átti við Laugaveg. Þaðan fluttust þau að Hverfisgötu 55, þar sem þau leigðu hjá frú Helgu Ketilsdóttur i 10 ár, en voru síðan í 20 ár að Laugavegi 135 hjá Magnúsi Skaftfeld. Bæði Helga og Magnús reyndust þeim ávallt hið bezta sem og þeirra fólk. Jón Helgason fékk fljótlega eft- ir komuna til Reykjavíkur vinnu i landi hjá Kveldúlfi hf. og vann þar meðan heilsan leyfði. Hafði hann með höndum afgreiðslu á vistum i togarana. Jón var hæg- látur maður og ekki framfærinn, en greindur og átti gott með að koma fyrir sig orði. Var hann vel metinn af þeim Kveldúlfsmönn- um og hafði þar ætíð vinnu, enda húsbóndahollur og góður starfs- maður. Mörg síðustu árin var Jón undir læknishendi vegna kransæðasjúk- dóms. Varð Valdís þá að létta undir með heimilinu með því að vinna úti, fyrstu árin á sauma- stofu, en síðar á veitingastöðum, lengst á Hótel Borg. Átti hún sinn stóra þátt í því, að þau festu kaup á íbúð sinni að Langholtsvegi 8. Þar lézt Jón árið 1963. Valdís hefur haldið áfram að vinna fyrir sér allt til sl. vors. Hefur hún unnið við sitt af hverju, prjónaskap og ráðskonu- störf, t.d. í Fornahvammi, en lengst að Gimli I Garði hjá Guð- jóni heitnum Gfslasyni. IV. Valdís Jónsdóttir er orðin mjög kynsæl, nú er hún stendur á átt- ræðu. Þau hjón áttu 3 dætur, sem hér verða taldar: 1) Jenný, gift Antoni G. Axels- syni flugstjóra hjá Flugleiðum. Eiga 4 börn. 2) Kristín Jóna, gift Jens Hinrikssyni vélstjóra í Áburð- arverksmiðjunni. Eiga 3 börn. 3) Kristjana Esther, gift Hlöð- ver Kristjánssyni rafvirkja i Ál- verksmiðjunni. Eiga 9 börn. Barnabörn Valdísar eru því 16, en barnabarnabörn eru 9. Hún á nú 28 afkomendur, sem allir eru á lífi. Gleðst hún yfir góðu gengi barna sinna og barnabarna. En vart verður niðjum hennar óskað neins betra en að mega erfa mannkosti hennar í sem rikustum mæli, þ.e. ósérhlífni, kærleiksþel, stöðuglyndi og létt skap. V. Þó að Valdís Jónsdóttir sé nú setzt í helgan stein, veit ég, að hún mun halda ótrauð áfram starfsgleði sinni, því að enn er hún full af lífsþrótti. Iðjuleysi er andstætt hennar manneskjulega eðli, og fer hún allra sinna ferða hvert á land sem er. Hún er því blessunarlega tiður gestur hjá vinum og vandamönnum. Einkum hefur hún mikla gleði af barna- barnabörnum sinum, sem nú fer óðum fjölgandi. Margt af sam- ferðafólki hennar frá fyrri tið er nú horfið af sjónarsviðinu, en elztu og beztu vinkonu sína, Guð- laugu Stefánsdöttur í Þórukoti i Ytri-Njarðvlk, sækir hún iðulega heim og dvelst þar dögum saman. Valdís á margt frændfólk vest- an hafs, og i fyrra tók hún sig upp og ferðaðist á eigin spýtur til Kan- ada til að treysta vinaböndin. Hafði hún mikið yndi af þeirri ferð. Áður hafði hún komið til Danmerkur, Svíþjóðar, Englands og Frakklands. Er það í góðu sam- ræmi við viðsýni hennar og at- hafnaþrá, hversu lítt hún er bundin við torfuna, þótt hún búi um leið yfir hinum ágætustu þjóð- legum dygðum sem eðlislægum arfi sínum. Á sinni löngu æfi hefur hún verið heilsuhraust með afbrigð- um og ekki þurft að leggjst á sjúkrahús. Hún hefur engum ver- ið til byrði, heldur axlað sínar byrðar sjálf og létt undir með öðrum eftir mætti. Hún er óvenju ern eftir aldri, andlega hress og skemmtileg. Hvar sem hún hefur búið sér heimili, hefur það borið með sér þá birtu og hlýju, sem Framhald á bls. 28 Höfum opnað sportvöruvérzlun aö Hamraborg 10 ÍÞRÓTTAVÖRUR í MIKLU ÚRVAL. ig| 5í>Ci?TI3CI?G ffig Hamraborg 10-Sími4-45-77 ^ IÞROTTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.